Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 14
& Markaðsverð kvótans nú 80 miiljarðar miðað við sölu til frambúðar en 17,5 milljarðar miðað við leigu til eins árs eftir Friðrik Indriðason NOKKUR umræða og deilur hafa verið um kvótakerfið í sjávarótvegi hérlendis að und- anförnu. Þeir sem harðast hafa gagnrýnt kerfið benda á að ekki sé sæmandi að ákveðnum aðilum sé afhentur umráðarétt- ur yfir öllum sjávarafla við strendur landsins án þess að viðkomandi láti neitt á móti. Sjávaraflinn sé sameign þjóðar- innar og þeim sem fá að nýta hann beri að greiða fyrir það ákveðið gjald. Þeir sem styðja kvótakerfið ségja á móti að kerfið hafi sannað tilverurétt sinn og sé ágætt tæki til að stjórna fiskveiðum. Ennfremur sé kerfið þannig uppbyggt að það fækki fiskiskipum og dragi úr sóknargetu flotans sem sé of mikil fyrir. Kvótakerfinu var komið á 1984 en síðan hafa orðið nokkrar breytingar á lög- um um það, nú síðast um ára- mótin. Síðustu breytingar hafa auðveldað kaup og sölu með kvóta á milli skipa eða útgerða og eru þar oft miklir fjármunir sem skipta um eigendur. A síð- asta ári nam veltan á kvóta- markaðinum tæplega hálfum öðrum milljarði króna, miðað við ákveðnar forsendur, og stefnir hún í að verða enn meiri í ár vegna fyrrgreindra laga- breytinga. Þá er athyglisvert að fimm stærstu kvótahafarnir hafa umráð yfir 11% heildar- kvótans og þeir tuttugu stærstu ráða yfir 26,6% af heildarkvót- anum. Heildarkvótinn á árs- grundvelii nemur nú ígildi um 500.000 tonna af þorski. Algengt verð á þorskígildi nú er 160 krónur fyrir kíló miðað við sölu til frambúðar. Á þeim grundvelli er heildarverðmæti kvót- ans 80 milljarðar króna. í skamm- tímaleigu, eða til eins árs, gengur þorskígildið hinsvegar á 30-40 krón- ur kílóið. Miðað við siíka leigu er heildarverðmæti kvótans um 17,5 milljarðar króna. Þegar skoðaðar eru tölur um færslur á kvóta milli skipa, eða út- gerða, kemur í ljós að á síðasta ári námu þær ígildi um 70.000 tonna af þorski. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Skarphéðinssyni deild- arstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu 500 400 300 200 þúsund þorskígildi 100% kvótaáárunum 1984-1990, mælt í þorskígildum. 80% Heildarkvótinn hefur veriö um 500.0001 af þorskílgildum qq% þennan tíma, en þorskígildi er andviröi 1 kílós af þorski. Innfellda taflan sýnir hinsvegar 40% hver hlutur kjördæmanna hefur verið af heildarkvótanum á árunum 1984-1991. 20% Austfirðir Vestftrðir I Vesturland Reykjanes Suðurland '84 | '85 | '86 | '87 | '88 | '89 | '90 | '91 botnfiskur nemur um 380.0001 þorsk ígilda, en annar afli um 120.0001 I I Kvóti, sem ekki hreyfist milli skipa. I I Framsal á kvóta (til eins árs í senn). I I Skipting á aflaheimildum á jafnaðargrundvelli. I I Pllltninnnr milli eUinn nXm.. I I Flutningur milli skipa sömu útgerðar. 1984 | 1985 | 1986 | 1987 | 1988 | 1989 1990 20 stærstu kvótahafarnir Kvótamarkaður Útgerð Kvóti Hlutfall Sala Leiga Útgerðarfélag Akureyrar h.f. 13.214 2,87% 2.112 milljónir 462 milljónir Hraðfrystistöð Vestmanneyja h.f. 9.945 2,16% 1.590 millj ónir 346 milljónir Samherji h.f. 9.496 2,06% 1.520 mill ónir 332 milljónir Grandi h.f. 9.456 2,06% 1.512 millj ónir 329 milljónir Síldarvinnslan h.f. 8.949 1,95% 1.430 millj ónir 311 milljónir Fiskimjölsverksmiðjan h.f. 6.608 1,44% 1.056 millj ónir 231 mill omr Sigluberg h.f. 5.807 1,26% 928 millj ónir 203 millj omr Skagstrendingur h.f. 5.454 1,19% 872 mill ónir 189 millj omr Haraldur Böðvarsson h.f. 5.442 1,18% 864 mill ónir 189 mill omr Fiskanes h.f. 4.977 1,08% 784 mill ónir 171 mill omr Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. 4.870 1,06% 779 mill ónir 170 mill omr Ingimundur h.f. 4.869 1,06% 779 mill ónir 170 mill omr Ögurvík h.f. 4.740 1,03% 752 mill ómr 164 mill omr Þorbjörn h.f. 4.732 1,03% 749 mill ónir 163 mill omr Skagfirðingur h.f. 4.290 0,93% 688 mill ónir 150 mill omr Hrönn h.f. 4.100 0,89% 656 mill ónir 143 mill omr Gjögur h.f. 4.023 0,87% 640 mill ónir 140 mill omr Miðnes h.f. 3.993 0,87% 640 mill omr 140 mill omr Þormóður rammi h.f. 3.992 0,87% 640 mill ónir 140 mill omr Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar 3.676 0,80% 587 mill ónir 126 mill ónir er þessum færslum skipt í fjóra flokka. í fyrsta lagi er þar um að ræða flutning milli skipa í eigu sömu útgerðar og er þar um að ræða 30% af þessu magni eða ígildi 21.000 tonna af þorski. í öðru lagi flutning á milli skipa frá sömu verstöð að ræða og eru 20% af heildarmagninu þannig til komin eða ígildi 14.000 tonna af þorski. í þriðja lagi er um að ræða skipti á heimildum á jafn- aðargrundvelli, það er á einni fisk- tegund fyrir aðra, og nær þessi hluti yfir 10% eða ígildi 7.000 tonna af þorski. í ijórða lagi er svo um eigin- legt framsal eða sölu að ræða á milli skipa, innan ársins, og nam slík sala 40% eða ígildi 28.000 tonna af þorski. Samkvæmt þessum upplýsingum var velta markaðarins fyrir kvóta hérlendis á síðasta ári, það er kaup og sala, ígildi 42.000 tonna af þorski eða upp á tæplega 1,5 milljarð króna. Er þá ekki tekið með í dæ- mið skipti á kvóta milli skipa í eigu sömu útgerðar eða skipti á kvóta milli tegunda á jafnaðargrundvelli. Hér skal tekið fram að fyrir síðustu áramót var ekki hægt að framselja kvóta varanlega án þess að úrelda viðkomandi skip í leiðinni og voru slíkar færslur óverulegur hluti af heildinni. Það er ljóst að veltan á kvóta- markaðinum hefur stöðugt færst í aukana á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að árið 1986 námu heild- arfærslur á kvóta milli skipa ígildi 35.800 tonnum af þorski eða helm- ingi minna magni en var í fyrra á þessum markaði. Á því ári, 1986, nam heildarveltan á kvótamarkað- inum miðað við sömu forsendur um 750 milljónum króna. Þróun kvótakerfisins Árið 1984 var kvótakerfinu kom- ið á og aflaheimildum skipt milli skipa og báta yfir 10 brúttólestum að stærð. Segja má að undanfari þess hafi verið „svört skýrsla" fiski- fræðinga um þorskveiðarnar 1983 en þá var lagt til að þorskaflinn yrði aðeins 200.000 tonn en hann hafði náð hámarki með 460.000 tonnum árið 1981. Á árinu 1983 varð auk þess ljóst að svigrúm til aukinnar sóknar í aðrar tegundir var á þrotum og leiddi það til þess að menn fóru að huga að þeim möguleika að stjórna botnfiskveið- um með aflakvóta á hvert skip. Árið 1985 voru lög um kvótakerf- ið framlengd auk þess að fiskiskip- um var gefinn kostur á að stunda veiðar með sóknarmarki. Möguleik- arnir á að auka aflaheimildir með sóknarmarki voru síðan rýmkaðir árin 1986 og 1987 og hafði það þær afleiðingar að færslur á kvóta minnkuðu að mun þessi tvö ár. Sem dæmi má nefna að árið 1985 voru *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.