Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 VEÐUR Þessir dátar eru í 800 manna áhöfn franska herskipsins, Jeanna d’Arc, liggur við landfestar í Reykjavíkur- höfn ásamt fylgiskipi sínu, eða korvettu og gefst almenningi kostur á að skoða skipið í dag. Jeanna d’Arc er skólaskip fyrir tilvonandi yfirmenn í franska hemum. Um borð em 800 dátar og á korvettunni eru 150 hermenn. Skipið er þyrlumóðurskip en í stríði er því ætlað að granda kafbátum. Jeanne d’Arc er eina þyrlumóðurskip franska flotans. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið í dag milli klukkan 15 og 17. Franskt herskip í heimsókn Morgunblaoiö/KUA VEÐURHORFUR I DAG, 24. MAÍ YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 1.018 mb smálægð á hreyfingu austur. Um 800 km suður af Grænlandi er 998 mb lægð sem hreyf- ist lítið úr stað. Yfir írlandi er 1.036 mb hæð. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, víða kaldi, og rigning eða súld með köflum um sunnan- og vestanvert landið. Vestankaldi og þurrt að kalla norðvestanlands frameftir nóttu, en hægviðri eða austan- og norðaustangola og sums staðar dálítil rigning með morgninum. Vestan gola eða hæg, breytileg átt og skýjað með köflum austan- lands. Híti breytist lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg suðvest- an- og vestanátt. Skýjað, dálítil súld og hiti 7-10 stig um vestan- vert landið en víðast léttskýjað á Austurlandi og hiti upp undir 20 stig. Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: 'Q| Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan,' 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO' Hrtastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur | Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 alskýjaö Reykjavik 8 alskýjað Bergen 8 léttskýjað Helsinki 8 rigning Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Narssarssuaq S skýjað Nuuk +2 alskýjað Ósló 13 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Aigarve 26 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 20 mistur Berlfn 13 úrk.igrennd Chicago 21 rigning Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 13 skýjað Glasgow 15 rigníng Hamborg 12 háifskýjað LasPalmas vantar London 17 skýjað LosAngeles 13 þokumóða Lúxemborg 13 hálfskýjað Madrid 27 léttskýjað Maiaga vantar Mailorca 19 léttskýjað Montreal 14 alskýjað NewYork 19 heiðskfrt Orlando 23 rigning París 17 skýjað Róm 20 þokumóða Vín 14 skýjað Washington vantar Winnipeg 16 úrk. fgrennd Vinnudeila hjá Flugafgreiðslunni hf.: Starfsmennirnir fara sér hægt við vinnuna Keflavík. STARFSMENN Flugafgreiðslunnar hf. á Keflavíkurflugvelli hafa far- ið sér hægt við vinnu undanfarna daga vegna ágreinings við atvinnu- rekandann um vinnutilhögun. Flugafgreiðslan hf. er verktaki hjá Flug- leiðum og sér um alla afgreiðslu við farþega- og vöruflutningavélar við Leifsstöð. Smávægileg seinkun varð vegna þessa í gærmorgun. Sigurbjörn Bjömsson eigandi og framkvæmdastjóri Flugafgreiðslunn- ar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann legði alla áherslu á að ekki yrðu neinar tafir á fluginu vegna þessa og myndi hann svara seinagangi starfsmanna með því að fjölga mönnum við afgreiðsluna. Baldur Matthíasson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Mið- neshrepps sem jafnframt er starfs- maður Flugafgreiðslunnar hf. sagði að deilan snerist um réttlæti. Um væri að ræða mörg brot og vanefnd- ir á samningi og hefði ráðning lausr- áðinna starfsmanna til sumarafleys- inga fyllt mælinn. Baldur sagði starfsmenn allra sérhæfðra fyrir- tækja væru með ýmiss konar sér- samninga í gangi og svo væri hjá þeim. En hjá þessu ætti að sneiða núna og ráða fólk á lágmarkssamn- ingum. Baldur sagði að deiluaðilar hefðu átt tvo fundi saman en engin niðurstaða hefði orðið á þeim og myndu menn vinna sín störf í tíma- vinnu þar til samkomulag hefði náðst. Sigurbjöm Bjömsson sagði að kjami málsins væri að hann væri að ráða fleira fólk til að þurfa ekki að brjóta vinnuverndarlöggjöfína um hvíldartíma en þessu vildu starfs- menn ekki una. Sá háttur hefði ver- ið hafður á að næturvakt sæti að aukavinnu og fyrir að vinna 2‘A til 3 tíma fengju menn allt að 13 tímum og jæssu fyrirkomulagi vildi hann breyta. Sigurbjöm sagðist ekki telja sig þurfa að hafa samráð við starfs- menn sína um hvort hann réði fólk til tímavinnu enda væri reksturinn því óviðkomandi. Hann sagðist hafa boðið mönnum að slíðra sverðin meðan lögmenn beggja aðila skoð- uðu málin nánar og ef ekki fengist niðurstaða að vísa þá málinu til fé- lagsdóms þar sem niðurstaða ætti að geta legið fyrir innan hálfs mánaðar. BB Aflakvóti Færeyinga í okkar lögsögu út í hött - segir Kristján Ragnarsson formaður LIU „VIÐ höfum ekki efni á að gefa Færeyingum veiðiheimildir í okkar lögsögu og við höfum lagst gegii því, þar sem við höfum verið að skerða okkar veiðiheimildir og þurfum á öllu okkar að halda. Þessi kvóti Færeyinga er því alveg út í hött og það þarf að slá samninginn við Færeyinga af,“ segir Krislján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að samningur við Færeyinga um veiðar þeirra hér sé byggður á viðurkenningu á frændsemi og ræktarsemi við þessa smáu grann- þjóð okkar. „Við höfum kappkostað að eiga gott samstarf við Færeyinga um fískveiðimálefni, því við þurfum að eiga gott samstarf við þá á mörgum sviðum,“ segir Þorsteinn Pálsson. Belgar mega veiða 4.400 tonn í íslenskri lögsögu í ár en veiddu hér einungis 1.346 tonn af botnfíski í fyrra. Þorsteinn segir að samningur við Belga um veiðar þeirra hér sé frá lausn landhelgisdeilunnar og þessar veiðar séu orðnar óverulegar. Færeyingar hafa fengið heimild til að veiða 9 þúsund tonn af botn- fiski í íslensku lögsögunni í ár, þar af 1.500 tonn af þorski og 450 tonn af lúðu. Færeyingar máttu hins veg- ar veiða 250 tonn af lúðu hér í fyrra, þannig að kvóti þeirra hefur verið aukinn um 200 tonn, eða 80%. Þorsteinn Pálsson segist ekki vita til að aukinn lúðukvóti Færeyinga sé að einhveiju leyti greiðsla fyrir að hætti laxveiðum í sjó. - Kristján Ragnarsson segir að íslensk skip séu byijuð að nýta þær fisktegundir, sem Færeyingar hafi verið að veiða hér í nokkrum mæli, eins og lúðu. „Okkur finnst því aukn- ing á lúðukvóta Færeyinga í lögsög- unni lítt skiljanlegur,“ segir Kristján. „í öðru lagi vitum við að Færeying- ar eru að gefa Evrópubandalaginu veiðirétt í færeysku lögsögunni og mér finnst að meðan Færeyingar geta látið frá sér veiðiheimildir sé ekki ástæða fyrir okkur að lofa þeim að veiða hér, þegar við fáum ekki að halda fískiskipaflota okkar úti vegna þess að við erum taldir ofgera fiskistofnunum með því.“ Kristján segir að það sé tilhneig- ing hjá íslendingum að vera góðir við Færeyinga og líta á þá sem minnimáttar, enda þótt þeir hafí verið með fjárfestingar í sjávarút- vegi, sem íslendingar hafi ekki getað skilið. Færeyingar hafi byggt ný og ný skip en ekki haft nein verkefni fyrir þau. „Færeyskir útgerðarmenn hafa hins vegar fengið skip úr gjald- þroti aftur og aftur og ríkið borgar alla vitleysuna. Eg teldi menn ekki geta gengið upprétta á íslandi, sem yrðu fyrir slíku.“ Færeyingar hafa nefnt að ísiend- ingar gætu veitt 25-30 þúsund tonn af kolmunna við Færeyjar vegna botnfískveiða Færeyinga í okkar lög- sögu en Kristján segir að þær veiðar hafi ekki borgað sig. Hann segir veiðar Belga í okkar lögsögu lítilfjörlegar og þar sem samningur um þessar veiðar sé bundinn við ákveðin skip ljúki veið- unum þegar skipin verði ónýt. Samn- ingurinn við Belga var gerður 1975 og bundinn við 12 togara. Þrír belg- ískir síðutogarar stunda enn þessar veiðar, einn þeirra var smíðaður 1946 en hinir 1961. Kristján segir að þessar veiðiheimildir Belga hafi eitt sinn verið talinn góður gluggi inn í Evrópubandalagið. „Mér skilst að það sé einstakt að í gildi sé fisk- veiðisamningur við Evrópubanda- lagsþjóð, sem bandalagið er ekki aðili að. Það stríðir víst gegn öllum reglum bandalagsins," segir Kristján. Tryggingabætur: 2,57% hækkun BÆTUR almannatrygginga hækka um 2,57% frá og með 1. júní, sem er sama hækkun og al- mennir launþegar fá samkvæmt kjarasamnignum. Eftir hækkunina verður elli- og örorkulífeyrir 12.123 krónur á mán- uði, en var 11.819. Tekjutrygging verður 22.302 krónur, en vai 21.746 kr., meðlag fer úr 7.425 krónum úr 7.239 og fæðingarstyrkur, sem var 24.053 krónur á mánuði, verður 24.671. Bætur almannatrygginga verða greiddar út 3. júní nk. og svo 3. dag hvers mánaðar þaðan í frá. Áður hefur útborgunardagur verið 10. dagur hvers mánaðar. Nú þurfa umsóknir að berast Tryggingastofn- un fyrir 15. dag hvers mánaðar, til að bætur komi til greiðslu næsta mánuð á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.