Morgunblaðið - 24.05.1991, Side 13

Morgunblaðið - 24.05.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 Í13 stjórn Leiklistarráðs hafði lagt fram aðrar tvær tillögur til fjárveitinga, ef fjármagn sem veitt væri til starf- semi leikhópanna, væri nær fjár- þörf þeirra og áætlunum. Hljóðaði önnur þeirra upp á 9,5 milljónir, og nú voru fleiri kallaðir. EGG-leik- húsið var ekki í þeim hópi. Hin til- lagan og sú róttækasta hljóðaði upp á 44 milljónir. í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að sjö leikhópar fengju styrki til einstakra sýninga og tveir leikhópar starfsstyrki til eins árs. EGG-leikhúsið var ekki í þessum hópi. Hér þótti þeim er rit- ar þetta bréf fyrir hönd EGG-leik- hússins taka steininn úr. Lítum aðeins nánar á málin: Ef fjárveiting til atvinnuleikhópa myndi hækka um rúm 700% væru þó ekki til fjár- magn til að styrkja það leikhús sem lengst hefur hangið á horriminni og getur sér orð víðar en nokkur annar leikhópur íslenskur. Óhætt er að áætla að fáir leikhúsáhuga- menn geti talið upp níu íslenska atvinnuleikhópa án þess að EGG- leikhúsið komi í hugann, svo tæp- lega er þetta af ókunnugleika þeirra er hér stóðu að málum, Skoðum málin aðeins nánar: Ef ofangreint er stefnulýsing framkvæmdastjórn- arinnar, sem full ástæða er til að ætla, má þá gera ráð fyrir ef fjár- veiting næstu árin verður að raun- gildi, sem svarar 6 milljónum í dag og henni jafnan skipt milli þriggja leikhópa, að röðin komi fyrst að EGG-leikhúsinu eftir 3 ár? Her er gert ráð fyrir að EGG-leikhúsið komi næst á eftir þeim 9 leikhópum sem tilgreindir voru. Alls sóttu 14 leikhópar um fjárveitingu svo EGG- leikhúsið getur alls eins verið það sem ræki lestina, Ef svo er, má þá EGG-leikhúsið fyrst vænta stuðn- ings árið 1995? í framhaldi af þessu leitum við eftir að háttvirt framkvæmdavald svari eftirfarandi spurningum sem brenna á okkur: Hver er ástæða þess að ekki er rúm fyrir EGG-leikhúsið í björtustu framtíðardraumum um aukna fjár- veitingu til atvinnuleikhópa? Er ætlunin að útiloka EGG-leik- húsið frá fjárstuðningi næstu árin? EF svo er, hversu lengi? Höfundur er stofnandi EGG-Ieikhússins, leikari og leikstjóri. Lionsklúbbur Selfoss: ♦ Vík: Gaf eina millj- ón til pípu- orgels í Víkurkirkju vík. SÖNGLÍF hefur verið mikið í vetur í Mýrdalnum. Auk kirkju- kórs hafa starfað hér í vetur kvennakór og tvöfaldur kvartett. Söng- og tónlistarskemmtun var haldin í vor í Vík tii söfnunar vegna kaupa á pípuorgeli í Vikurkirkju og söfnuðust 250.000 kr. Ketill Sigurjónsson orgelsmiður í Forsæti er að smíða orgelið og mun það verða sett í kirkjuna á næsta sumri. Orgelið mun kosta um 5,5 millj. kr. en að auki eru fyrirhugaðar í sumar lagfæringar á Víkurkirkju og verður þá meðal annars skipt um gólf • í kirkjunni. Timburgólf kirkjunnar verður rifið og kemur steinsteypt flísalagt gólf í staðinn. Vel hefur gengið að safna til þessara framkvæmda þó að ennþá vanti nokkuð á að endar nái saman. Sérstaklega skal nefna gjöf frá Ólafi Jónssyni heiðursborgara Vík- ur en hann gaf eina milljón króna í orgelsjóðinn til minningar um Sig- ríði dóttur sína sem var organisti í Víkurkirkju um þijátíu ára skeið en hún lést 9. apríl 1990. Sjálfur var Ólafur hringjari kirkj- unnár í fimmtíu ár, allt frá vígslu hennar, en hann er 96 ára og vel ern. Ólafur hefur ætíð sýnt kirkju sinni einstaka alúð eins og þessi gjöf ber vott um. - R.R. Stórmöf til Sjúkra- hússSuðurlands Selfossi. LIONSKLÚBBUR Selfoss af- henti Sjúkrahúsi Suðurlands veg- lega gjöf, blóðrannsóknartæki Coulter T-850, til nota á rann- sóknarstofu sjúkrahússins. Verð- mæti tækisins eru rúmar 1,6 milljónir króna. Lionsmenn hafa áður gefið sjúkrahúsinu veglegar gjafir. Þær eni íjármagnaðar með framlagi úr líknarsjóði klúbbsins sem aflar fjár meðal annars með útgáfu auglýs- ingablaðs fyrir jólin. Ólafur Sig- urðsson formaður klúbbsins og Gunnar B. Gunnarsson formaður líknamefndar sögðu það keppikefli klúbbsins að það fé sem safnað væri rynni til uppbyggingar á sjúkr- astofnunum og kæmi þannig íbúum héraðsins til góða. Hafsteinn Þorvaldson fram- kvæmdastjóri lýsti því við móttöku gjafarinnar hversu gjafir klúbbsins og annarra hefðu komið sér vel fyrir stofnunina en til samanburðar má nefna að fjárveiting sjúkrahúss- ins til tækjakaupa er ein milljón á þessu ári. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Meinatæknar, framkvæmdastjóri og yfirlæknir ásamt fulltrúum gef- enda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.