Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 17 Guðfinna Guðmunds- dóttír frá Finnboga- stöðum - Minning Fædd 18. október 1895 Dáin 8. maí 1991 Enn vorar á norðurhveli jarðar, — staðfesting þess að Guð gleymir ekki sköpun sinni. Hugurinn reikar heim til æskustöðva okkar á Akur- eyri, þar sem morgunsólin gyllir Hlíðarfjall og Súlur. Þessi mynd blasir við út um gluggann á hjúkrunarheimilinu Seli, þar sem hún Gyða amma okk- ar liggur í rúminu sínu, komin á síðasta áfangastað. Á þilinu gegnt rúminu hennar er önnur mynd, þar sem kvöldsólin gyllir Finnbogastað- afjall, og við látum hugann reika heim í Víkina hennar, Trékyllisvík á Ströndum. Það vorar — vorið kemur úr sjón- um, æðarfuglinn, krían, eggin, dúnninn, — öll þessi bláhvíta birta. í byijun aldarinnar vex úr grasi systkinahópurinn á Finnbogastöð- um, börn Guðmundar Guðmunds- sonar bónda, oddvita og hákarla- formanns og konu hans Þuríðar Eiríksdóttur, konunnar sem alltaf átti húsrými, mat og opinn faðm, ekki bara fyrir sín eigin börn, held- ur líka hin börnin sem þau heiðurs- hjón tóku í fóstur. Og þannig vaxa þau úr grasi systkinin, við leik að legg og skel á bæjarhólnum og í fjörunni. Að alast upp við harða náttúru, á heim- ili ástríkra foreldra hefur gefið hið dýrmætasta veganesti, nægjusem- ina og gleðina. Á Ströndum þótti tilhlýðilegt að ungir menn og konur hleyptu heim- draganum, hyrfu jafnvel til fjar- lægra landa til að víkka sjóndeildar- hringinn. Böm Guðmundar og Þu- ríðar áttu því láni að fagna að njóta tilsagnar föðursystur sinnar Elísa- betar, sem lært hafði ijómabústjórn í Noregi, og kenndi börnunum ekki bara að draga til stafs heldur allt til „átjánkaflakversins" og döns- kunnar. Öll hleyptu þau líka heimdragan- um systkinin sem upp komust. Elsti bróðirinn, GuðmundUr, fór í Kenn- araskólann, afi okkar, Þórarinn, fór í Bændaskólann á Hólum, Þorsteinn í Héraðsskólann að Laugarvatni, amma dvaldi veturlangt í Reykjavík og kynnti sér hannyrðir, matargerð- arlist og sótti kvöldskóla, Karítas fór í Kvennaskólann í Reykjavík og Guðrún dvaldi einn vetur í Kaup- mannahöfn. Já, víst er það að gleðin hefur ríkt á heimilinu á Finnbogastöðum. Öll lærðu þau systkinin að þekkja nótur fyrir tilstilli Guðmundar, elsta bróðurins, sem lært hafði sönglist- ina í Kennaraskólanum, og oft var safnast saman í kringum orgelið til að taka lagið. Sungið var í fjórum röddum upp úr „Fjárlögunum" eða sálmasöngbókinni, og svo lögin hans Guðmundar. Þessi ijársjóður einstaklinganna átti eftir að verða fjársjóður samfé- lagsins, því amma var um margra ára skeið organisti i Ámeskirkju. Það hefur eflaust verið mesta gæfa ömmu okkar að mega ganga bróðurdóttur sinni, Huldu Þórarins- dóttur, móður okkar, í móðurstað, — gæfa mömmu, — gæfa okkar allra. „Amma“, það var hún Gyða amma á Finnbogastöðum, sem við heimsóttum þegar svo ung að við munum vart fyrstu kynnin, — amma, sem var strax komin til okkar með brúnu ferðatöskuna sína, þegar veikindi vom í ijölskyld- unni, — farin að búsýsla og ala okkur upp, því hún var siðvönd kona og jafnframt bam síns tíma, „rómantískra" aldamóta. Allt sitt ævistarf átti amma á Finnbogastöðum. Þorsteinn bróðir hennar og Pálína kona hans tóku við búi, bjuggu myndarbúi og frá heimili þeirra andaði hlýju, sem bauð alla velkomna. Hjá þeim Pöllu og Steina vorum við systkinin í sumardvöl og þar var gott að vera, enda er hann orðinn stór hópur þeirra sem áttu sumardvöl í bernsku á Finnbogastöðum. Heimili þeirra Pöllu og Steina var skjólið, öryggið og athvarfið hennar ömmu, hún vann heimilinu, hennar staður var við símann, en á Finn- bogastöðum var símstöð í áratugi, alit þar til sjálfvirkt símasamband komst á. Og árin líða, amma er orðin há- öldruð, eins og hún á kyn til, en heilsan er tekin að bila. Þá er hlut- verkum gjarnan snúið við. Dóttir, sem í fyrstu bernsku hefur þegið skjól hjá móður, veitir móður sinni skjól í ellinni. Og þarna er hún amma í „horninu" hjá þeim foreldr- um okkar, við hliðina á afa okkar, bróður sínum. Á hjúkrunarheimilinu Seli skín kvöldsólin inn um gluggann, en á myndinni á þilinu gegnt rúminu hennar ömmu er sólin gengin til viðar — og aðeins fyrir höndum hinsta förin heim í Trékyllisvík, — heim í vorið. Að leiðarlokum kveðjum við elsku ömmu, með þakklæti fyrir allt. Ari og Gyða Þuríður GULLMOLAR Nýtt á íslandi! „Gala44 kvöldverður, skemmtun og ball til fjáröflunar vegna Olympíuleika þroskaheftra á Hótel Islandi á sunnudagskvöldið 26. maí. Glæsiviðburður samkvæmislífsins! Landslið matreiðslumeistara, listamanna og skemmtikrafta mæta á staðinn. Hvar ætlar þú að vera? Veislustjórar: Edda Andrésdóttir og Stefán Jón Hafstein. Hótel ísland opnar kl. 18:00 Boðið verður uppá fordrykkinn "Gulldropa" og borðhald hefst kl: 19:00. stundvíslega. Einstakur ólympíumatseðill: Klúbbur matreiðslumeistara frá bestu veitingastöðum landsins kemur saman og töfrar fram fjórréttaðan kvöldverð, sem á engan sinn líkan hér á landi: Kofareyki laxarós meö kavíar og fylllu eggi* Jurtakrydd-grafinn lambavöðvi meö hcitri vinagrett sósu. Ólympíuhumur að hmtti Kanadamannu með sjúvardýralríói. Eldristaðir Gntlmolar með ferskum óvöxtum, vaniUuís og Snbnyonsósu. Maraþon skemmtidagskrá: Helstu listamenn og gleðigjafar þjóðarinnar leggja sitt að mörkum án endurgjalds til að gera kvöldið ógleymanlegt og bjóða upp á ótrúlega dagskrá: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir, Björgvin Halldórsson, Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir, Pálmi Gunnarsson, Veáslutríóið: Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason, Egill Olafsson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson, Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson, Reynir Jónasson, Savanna tríóið; Björn G. Björnsson, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson, Monika Abendroth og Gunnar Kvaran, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir og Stjórnin, Ríó tríó; Agúst Atlason, Helgi Pétursson, Olafur Þórðarson og félagar, Helena Jónsdóttir og Hrafn Friðbjörnsson frumflytja dans við "Nocturne" Gunnars Þórðarsonar, Anna og Ragnar Islandsméistarar í Suðuramerískuin dönsuin, Óinar Ragnarsson, fulltrúar Spaugstofunnar og hver veit nema fleiri bætist í hópinn. Sérstakir gestir: Paul Anderson framkvæmdastjóri Evrópusamtaka Special Olympics, ráðherrar og fleiri velunnarar þroskaheftra verða sérstakir gestir kvöldsins. Dansleikur: Að lokinni dagskrá verður stiginn dans við valda Vínartónlist til kl. 01:00. Verð aðgöngumiða kr. 10.000 Miðinn er um leið viðurkenning fyrir veittan stuðning. Fordrykkur, kvöldverður og skemmtidagskrá innifalið í miðaverði. Engin önnur fjársöfnun fer fram á hátíðinni. Miðasala: Miðasala og borðapantanir á skrifstofu Iþróttasambands Fatlaðra í síma 686301 og á Hótel Islandi í síma 687111. Niðurröðun borða ræðst af röð pantana. Einstœður viðburður í íslensku samkvæmislífi! Láttu þig ekki vanta! • Grænmetismarkaður - allt grænmetl ó tilboðsverði. • Og margt, margtfleira. Laugardag opið 9:00 -16:00 Sunnudag opið 10:00-16:00 ÖRKIN 2030 - 45

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.