Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991 Undirskriftasöfnun Grænfnðunga: 100.000 Svisslending- ar vilja hvalveiðibann Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR í Sviss hafa safnað hundrað þúsund undir- skriftum gegn hvalveiðum og af- hent þær Thomasi Althaus, full- trúa landsins á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem verður haldinn Bretland: Launahækk- un gagnrýnd Lundúnum. Reuter. BRESKI seðlabankastjórinn Rob- in Leigh-Pemberton sætti gagn- rýni hægri- og vinstrimanna á breska þinginu í gær er kunngert var að laun hans hafa hækkað um 17%. Aðeins viku áður hafði hann ráðlagt launþegum að stilla laun- akröfum sínum í hóf til að verð- bólgan færi ekki upp úr öllu valdi. Arsskýrsla bankans var gefin út í gær og leiddi í ljós að árslaun bankastjórans hækkuðu um 22.400 (2,3 milljónir ÍSK) pund í 155.000 pund (16,2 milljónir ÍSK). „Þetta er hneyksli og hræsni!“, sagði einn af þingmönnum Verkamannaflokksins, Doug Hoyle. Anthony Beaumont- Dark, þingmaður íhaldsflokksins, sagði að sú staðreynd að Leigh Pem- berton gæti fengið tvöfalt hærri laun ef hann ynni hjá einkafyrirtæki skipti ekki máli. í Reylgavík 27. til 31. maí. Græn- friðungar skora á sendinefnd Sviss að mótmæla hugmyndum um nýja hvalveiðikvóta skörulega og hvetja hana til að beita sér fyrir langvarandi hvalveiðibanni. Svissneska nefndin hefur sagt að hún muni ekki standa í vegi fyrir takmörkuðum hrefnuveiðum ef rann- sóknir sýni að stofninn þoli þær og rétt verði að þeim staðið. Althaus sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undirskriftasöfnun Grænfrið- unga breytti engu þar um: „Við munum ekki mótmæla hrefnuveiðum ef viss skilyrði eru uppfyllt en málið James Baker hefur enn ekki verið brotið til mergj- ar.“ Svissnesku Grænfriðungarnir söfnuðu undirskriftunum á sex vik- um. Þeir sendu félagsmönnum sínum undirskriftalista, auglýstu í tímarit- um og ferðuðust um landið með uppákomu frá 5. til 18. maí. Hjálmar Hannesson, sendiherra íslands í Sviss með aðsetur í Bonn, sagði í gær að 100.000 væri ekki hátt hlutfall af svissnesku þjóðinni og það væri auðvelt að safna svo mörgum undirskriftum. „En þetta er mikill fjöldi samt,“ sagði hann. „Svissnesk yfirvöld hafa tekið ábyrga afstöðu í þessu máli og ég á ekki von á að þessi söfnun hafí áhrif hana.“ Grænfriðungar í Þýskalandihéldu- „hvaladag“ fyrr í þessum mán- uði. Fjöldi mótmælabréfa sem berst í sendiráðið í Bonn jókst í framhaldi af því. „Það berst alltaf slangur af bréfum þar sem hvalveiðum er mót- mælt en nú berast um 10 bréf á dag,“ sagði Hjálmar. „Orðaiagið í nýjustu bréfunum er jákvætt. íslend- ingum er þakkað fyrir að hafa hætt hvalveiðum og vonast er til að íslensk stjórnvöld haldi þeirri stefnu áfrarn." Hjálmar sagði að bréfritarar hefðu ekki í hótunum og starfsmenn Græn- friðunga í Hamborg hefðu ekki haft samband við sig. Þjóðveijar hafa enn ekki tekið opinbera afstöðu til hrefnuveiða en Hjálmar átti frekar von á að þeir myndu styðja þær ef óyggjandi rök mæla með þeim. Reuter * Astareldur í ellinni Minnie Munroe, sem er 102 ára gömul, tekur við blómvendi úr hendi Dudleys Reids, er verið hefur ástvinur hennar í fjögur ár. Reid bað um hönd hennar og játaði Minnie bónorðinu. Reid er 84 ára gamall en bæði eiga þau heima á elliheimili norðan við Sydney í Ástralíu. Minnie óttast ekki að aldursmunurinn verði þeim nokkur fjötur um fót. Börn, bamaböm og bamabarnaböm brúðhjónanna verða við- stödd hjónavígsluna. Eþíópía: V opnahlésbeiðni stjómvalda hafnað Addis Ababa. Reuter. STARFANDI forséti Eþíópíu, Tesfaye Gabre Kidan, bað uppreisn- armenn í landinu að leggja niður vopn og lýsti sig viljugan til að eftirláta þeim einhver völd í útvarps- og sjónvarpsávarpi sem sent var út seint á miðvikudag en uppreisnarmenn, sem taldir eru vera í aðeins 30 km fjarlægð frá höfuðborginni, Addis Ababa, höfnuðu beiðni hans. Baker gagnrýnir Israela Jerúsalem, Washington. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld hörðum orðum um landnám Gyðinga á hemumdum svæðum ísraela og sagði það helsta þröskuldinn fyrir varanlegum friði í Mið-Austurl- öndum. Talsmaður Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra Israels, sagði í gær að gagnrýni Bakers hefði engin áhrif á landnámið. Baker lét þessi orð falla á fundi og tryggt þeim húsnæði. með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem ákveður að öllum líkindum á næstunni hvort ísraelum verði veitt frekari efna- hagsaðstoð vegna flutnings sov- éskra Gyðinga til ísraels: Israelar þurfa að taka tíu milljarða dala lán til að geta tekið á móti Gyðingunum Yossi Ben-Aharon, ráðuneytis- stjóri ísraelska_ forsætisráðuneytis- ins, sagði að ísraelsstjórn gæti á engan hátt komið í veg fyrir að Gyðingar næmu land á Vestur- bakka Jórdanar. Hann vísaði því á bug að landnámið hindraði friðar- samkomulag og sagði að Sýrlend- ingar og önnur arabaríki ættu sök- ina á því að friðarumleitanir Bakers hafa ekki borið árangur, þar eð arabar hefðu neitað að undirrita friðarsamning við Israela og aflétta viðskiptabanni á þá. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjastjórn væri ekki að reyna að beita ísraela þrýstingi í þessu máli. Hann tók ekki jafnt djúpt í árinni og Baker og sagði aðeins að landnámið auð- veldaði ekki friðarumleitanir Bandaríkjamanna. „Ég ætla að vinna að þvi að koma á friði og binda endi á þjáningar eþíópsku þjóðarinnar,“ sagði Tesfa- ye í .ávarpi sínu. Hann lét heldur ekki standa við orðin tóm því hann lét 187 pólitíska fanga úr haldi í gær. Hundruð óttasleginna íbúa Addis Ababa urðu við beiðni Te- sinni til að biðja fyrir friði. Talsmaður Eþíópsku byltingar- hreyfíngarinnar, EPRDF, Asefa Mamo, sagði í viðtali við Reuter- fréttastofuna að hreyfíngin myndi tryggja að mannfall í höfuðborginni yrði í lágmarki. Þetta þýddi þó ekki að sveitir hennar myndu halda sig utan við borgina. Vestræn sendiráð hafa beint því STEINAR WAAGE Fætur okkar eru grunnur að vellíðan okkar, ara| Fítness heilsuskórnir stuðla að því. Loftbólstraður sóli fró hæl að tóbergi Laut fyrir hæl sem veitir stuSning. Ekta korkblanda (einangrar). Tógrip sem örvar blóðrósina. Ilstuðningur sem hvílir. Stamur innsóli. FJOLBREYTT URVAL TEGUNDA Microcellu sóli, sem dregur úr þreytu, virkar dempandi. VerndiS fæturna andið skóvaliÖ til þegna sinna að þeir yfirgefí landið en brottflutningur hefur enn ekki verið fyrirskipaður. Enda þótt uppreisnarmenn viður- kenni ekki núverandi stjómvöld og segi þau vera handbendi Mengistus, ætla þeir engu að síður að halda til samningaviðræðna við þau í Lon- don, sem haldnar eru fyrir milli- göngu Bandaríkjamanna og heljast á mánudag. í gær var unnið að því í Eþíópíu að fjarlægja ýmislegt sem minnti á 14 ára valdatíð Mengistus. Myndir af honum voru teknar niður og í Addis Ababa var byijað var að bijóta niður stóra styttu af Vladímír Lenín, sem var gjöf frá Sovétmönn- um til Mengistus á 10 ára valdaaf- mæli hans. EB: Kohl vill að- ild Austur- Evrópuríkja Edinborg. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hvatti til þess í gær að fyrrum kommúnistaríkjum í Austur-Evrópu yrði í framt- íðinni veitt aðild að Evrópu- bandalaginu. Kohl var í heim- sókn í Edinborg og lét svo um mælt að leiðtogar Evr- ópubandalagsins ættu ekki að leggj- ast gegn aðild ríkja eins og Ung- veijalands, Tékkó- slóvakíu og Pól- lands þegar þau uppfylltu skilyrði þau sem bandalagið setur fyrir inn- göngu. Hann ræddi einnig samein- ingu Þýskalands, sagði að hana töluverðan ávinning fyrir önnur Evrópuríki, og hvatti til aukinna ijárfestinga frá aðildarríkjum bandalagsins í austurhluta landsins. Þá fór hann lofsamlegum orðum um John Major, forsætisráðherra Bretlands, og sagði stefnu hans varðandi pólitískan og efnahagsleg- an samruna Evrópuríkja „opna og ~uppbyggilega“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.