Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 24.05.1991, Síða 21
EB- OG EFTA-FRETTIR MOPGUNBLAÐIÐ FÖSTUOAGUR 2.4. MAÍ 1991 21 Jón Baldvin Hannibalsson: Krafan um veiðiheimildir er frágangssök fyrir Islendinga Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í Vínar- borg í gær að héldi Evrópu- bandalagið (EB) kröfunni um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu til streitu í samningaviðræðun- um um Evrópska efnahagssvæð- ið (EES) yrði það frágangssök af hálfu íslendinga. Útilokað væri að íslendingar gætu fallist á slíkar kröfur. Jón Baldvin sagði jafnframt að ráðherrar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) hefðu ítrekað á fundi sinum sameiginlega andstöðu við þessar kröfur samningamanna EB. Utanríkisráðherra sagði að ekki væri ljóst við hvað Islendingar myndu sætta sig í tollaívilnunum en kvað óformlegar tillögur EB frá í febrúar ganga allt of skammt. Samkvæmt þeim lækkuðu toll- greiðslur af íslenskum sjávarafurð- um til EB um 10%, við það væri ekki hægt að sætta sig. Jón Bald- vin sagði hins vegar ljóst að ekki væri verið að tala um allan tollnúm- eralista GATT í þessu sambandi. Nú væri beðið eftir tilboði frá EB og forseti EFTA ráðsins hefði á fundinum gefið til kynna að slíkt tilboð væri væntanlegt innan skamms. Jón Baldvin sagði að ís- lendingar vildu leggja áherslu á að nota fyrirhugaðan þróunarsjóð EFTA fyrir fátækari ríkin í EB til að byggja upp atvinnulíf á þeim svæðum innan EB sem nú treysta á fiskveiðar án þess að hafa að- gang að fiskimiðum. Fyrirvarar íslendinga vegna fjárfestinga í sjávarútvegi og fiskiðnaði samþykktir í viðauka við yfirlýsingu sameig- inlegs ráðherrafundar EFTA og EB í Brussel 13. maí er birtur fyrir- vari íslendinga við fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi og fisk- iðnaði á íslandi. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að þáð væri sameiginlegur skilningur forseta EFTA ráðsins og ráðherraráðs EB að sá fyrirvari stæði athugasemda- laust. Bent hafí verið á að Jón Baldvin hafí lesið fyriivarann upp á fundinum í Brussel og engar at- hugasemdir verið gerðar við hann. íslendingar byggja fyrirvarann á þeirri röksemd að ekki sé verið að semja um sjávarútveg í viðræðun- um um EES, þess vegna sé eðlilegt að fjárfestingum í þessari grein verði haldið utan við samninginn. Jón Baldvin Hannibalsson ísiendingar hafa sömuleiðis bent á að óhugsandi væri að hleypa aðiium sem njóti umtalsverðra styrkja inn á þennan fjárfestingamarkað. Evr- ópubandalagið hefur fyrir sitt leyti lýst því yfir að það sé tilbúið til að lúta íslenskri löggjöf um þessi efni ef til kæmi. Mikil vinna bíður samningamanna á lokasprettinum Wolfgang Schussel, viðskipta- ráðherra Austurríkis, sem nú situr í forsæti í EFTA-ráðinu, sagði í Vínarborg í gær að mikil vinna biði samningahópanna á lokaspretti samninganna um EES. Schussel sagði að viðræðurnar hefðu verið gífurlega umfangsmiklar og nefndi sem dæmi að rúmlega eitt þúsund embættis- og stjórnmálamenn frá báðum samningaaðilum hefði kom- ið við sögu. Hann kvaðst bjartsýnn ■ ÓSLÓ - Líkur eru á að út- sendingar bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CNN um kapalkerfí í Noregi verði ekki stöðvaðar. Út- varpsmálanefnd tók ákvörðun um bann við útsendingunum nýlega á þeirri forsendu að áfengisauglýs- ingar á stöðinni brytu gegn norsk- um lögum. Talsmaður stjórnar- flokks jafnaðarmanna í menningar- málum á þingi, Grete Knudsen, hefur beðið menningarmálaráða- á að éinhv.er niðurstaða lægi fyrir í Salzburg eftir íjórar vikur, lögð yrði áhersla á að ganga frá sem flestum lausum endum á þeim tíma. Schussel kvaðst telja að það væri raunsætt að reikna með því að samningurinn verði samþykktur til bráðabirgða á þeim fundi. Hann sagði að þrátt fyrir mismunandi hagsmuni hafí EFTA-löndunum tekist að halda órofa samstöðu í gegnum samningaviðræðurnar og á því yrði framhald. Sameiginlegur ráðherrafundur EFTA og EB 13. maí hefði leyst samningaviðræð- urnar undan oki smárra og stórra atriða sem hefðu þvælt viðræðurn- ar. Schussel sagði að endanlega hlyti sérhvert aðildarríki EFTA að gera upp við sig hvort það teldi aðild að EES þjóna hagsmunum sínum eða ekki, samningurinn yrði formlega gerður sem tvíhliða samn- ingur á milli einstakra EFTA-landa annars vegar og Evrópubandalags- ins hins vegar. Utanríkisráðherr- arnir voru allir spurðir að því á blaðamannafundi hvort til álita kæmi að gera samninginn þó svo að eitthvert aðildarríkja EFTA hafnaði honum. Það var samdóma álit ráðherranna að best væri að EFTA stæði saman að samningum en að öðru leyti svöruðu þeir ekki spurningunni. Schussel sagði ljóst að útiloka mætti þann möguleika að eitthvert EFTA-land stæði utan við samþykktir EES í framtíðinni þannig að viðbót við samninginn gilti einungis fyrir hluta af EFTA- ríkjunum. Hins vegar kvað. hann möguleika á að beita bæði fyrirvör- um og ákvæðum um aðlögunartíma ef um yfirgnæfandi hagsmuni væri að ræða. Seinni hluta dagsins í gær ræddu ráðherrarnir samskipti EFTA við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu. í dag verður fundur leiðtoga EFTA- ríkjanna með'Jacques Santer for- sætisráðherra Lúxemborgar og Henning Christophersen úr fram- kvæmdastjórn EB. neytið að kanna málið betur og sagðist í síðustu viku hafa fengið jákvæð svör. „Gildandi lög duga ekki gagnvart raunveruleika fjöl- miðlaheimsins," sagði Knudsen. í lögunum segir að banna megi aug- lýsingar en ekki tekið fram að það skuli gert. Gríðarleg óánægja var með ákvörðun útvarpsmálanefndar- innar og stanslausar símhringingar hafa verið til stjórnmálamanna vegna málsins. MANNUÐ & MENNING Sumarnámskeið fyrir börn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og Akureyri. LEIKUR - NÁM - STARF Dagskrá námskeiðanna byggist á blöndu af gamni og alvöru. Grundvallarmarkmið Rauða krossins eru túlkuð í leik og starfi. Kennd skyndihjálp fyrir börn og fyrirbygging slysa, fjallað um samskipti fólks, vin- áttu, ólíka menningarheima, umhverfismál, farið í gróðursetningarferð og vettvangsferðir. Námskeiðin standa yfir í eina og tvær vikur frá kl. 9.00-16.00. Upplýsingar og skráning ísíma 91-3 67 22 á skrifstof- utíma. Ungmennahreyfing Rauða kross íslands. Rauði kross íslands NÝKOMNIR Quesence dömuskór Stærðir 31/2 til 71/2. Verð kr. 4.060,- adidas Quasar herraskór Stærðir 6 til 12. Verð kr. 3.890,- útilíFt fflS] Glæsibæ - Sími 82922 FLUCLEIDIR Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-1 lára).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.