Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.05.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR FÖSTUDAGÚR 24. MAI 1991 41 SMAÞJOÐALEIKARNIR I ANDORRA Júdómennimir eru bjartsýnir Dregið var um það í gær hveijir voru mótheijar íslensku jódómann- anna í fyrstu glímu. Halldór Hafsteinsson situr yfir í fyrstu um- ferð, en mætir manni frá San Marínó eða Mónakó í 2. umferð í 86 kg flokki. Sigurður Bergmann mætir Igoir Muller frá Lúxemborg í +86 kg flokki. Gunnar Jóhannesson mætir Skouroumounis frá Kýpur í 60 kg flokki og mótheijar hinna þriggja, Gauta Freys Sigmundssonar (78 kg), Inga Eiríks Kristinssonar (71 kg) og Baldurs Stefánssonar (65 kg) verða menn frá San Marino. Júdómennirnir eru allrr bjartsýnir og vonast eftir að komast áfram. Martha Ernstsdóttir. Martha örugg með gullverðlaunin í3.000 m hlaupi Martha Emstsdóttir var öraggur sigurvegari í 3.000 m hlaupi, þar sem hún hafði mikla yfirburði. Hún kom í mark á 9:41,93 mín. og var hún 150 metrum á undan þeirri stúlku sem kom önnur í mark. „Þetta var ekki góður tími hjá mér,“ sagði Martha eftir hlaup- ið. Það er þreytandi að hlaupa í þunna fjallaloftinu hér í Andorra," sagði Martha, sem á best 9:24 mín. á vegalengdinni. Sigurborg settimet Sigurborg Gunnarsdóttir, 29 ára blakstúlka úr Breiða- bliki, setti landsleikjamet þegar ísland vann Andorra, 3:1, í gær. íslenska liðið mætir Kýpur í undanúrslitum. Sigurborg lék sinn 35 landsleik. „Þetta var lélegur leikur hjá okkur. Við verðum að leika miklu betur gegn Kýpur, ef við eigum að vinna,“ sagði Sigurður Hafsteinsson, þjálfari blaklands- liðsins. Carl Eiríksson er elsti keppandinn Carl J. Eiríksson, sem keppir í skotfimi, er elsti keppandinn a' Smáþjóðaleikunum í Ándorra. Hann er 61 árs, fæddur 28. desemb- er 1929. Sá yngsti er hins vegar Audrey Forzym, sundmaður frá Mónakó, sem er fæddur 9. apríl 1979 og er því 12 ára. Ragnheiður Run- ólfsdóttir með met í 100 m baksundi íslandsmetféllu einnig í 4 x 200 m skriðsundi RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 100 m bak- sundi á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær. Hún synti á 1:07,94 mín., sem er bæting um tvö sekúndubrot. Metið var einnig Smáþjóðamet, en hún átti sjálf gamla metið —1:08,7 mín. Ragn- heiður hefur tryggt sér tvenn gullverðlaun í Andorra, en hún vann til sex gullverðlauna á Kýpur fyrir tveimur árum. Ragnheiður varð því fyrst til að setja íslandsmet hér. Tvö önn- ur met féllu — bæði í 4 x200 m skriðsundi. Karlasveitin (Magnús Már __ Olafsson, Gunnar Ársælsson, Amar Freyr Olafs- son og Eðvarð Þór- Eðvarðsson) synti á og hafnaði í þriðja Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar fráAndorra 8:13,34 mín. sæti. Kvennasveitin (Bryndís Ólafs- dóttir, Ingibjörg Arnardóttir, Helga Sigurðardóttir og Arna Þ. Svein- björnsdóttir) syntu á 8:58,34 mín., sem er einnig Smáþjóðamet, en sveitin varð í. fyrsta sæti. Gamla metið átti ísland einnig; 9:04,26 mín., sem var sett 1989. Þijú íslandsmet hafa nú verið sett, en sundmennirnir settu sjö met á Smáþjóðaleikunum á Kýpur fyrir tveimur árum. M ALLIR starfsmennirnir, sem vinna við fijálsar íþróttir koma frá Spáni. Það eru starfsmenn sem koma til með að vinna við Ólympíu- leikana í Barcelona 1992. Spánveij- ar eru að þjálfa það upp og þá komu þeir með öll þau tæki sem unnið er með hér. MJÓN Oddsson meiddist á baki í langstökkskeppninni og Ólafur Guðmundsson meiddist á hné. Ólaf- ur varð fimmti með 6,76 m stökk og Jón varð áttundi með 6,59 m stökk. MEgill Eiðsson og Gunnar Guð- mundsson komust í úrslitakeppnina í 200 m hlaupi, en þeir náðu ekki að vinna tii verðlauna. Egill hljóp á 21,72 sek., en Gunnar á 21,74 ■ KARLALIÐIÐ í blaki tapaði í gær, 0:3, fyrir Andorra. MLINDA Stefánsdóttir er yngsta leikkonan í landsliði kvenna í körfu- knattleik, 18 ára. Hún er yngsti keppandi íslenska íþróttahópsins, sem er í Andorra. MGEIRLAUG Geirla ugsdó ttir, sem meiddist á hné í 100 m hlaupi kvenna á fýrsta keppnisdegi, vonast eftir að geta keppt í 4 xlOO m boð- hlaupinu á laugardaginn. „Ég hef fengið sprautur og er öll að skána,“ sagði Geirlaug, sem haltrar. MANNA María Sveinsdóttir lék sinn tuttugasta landsleik í körfu- knattleik gegn Lúxemborg í gær. Hún er leikjahæst stúlknanna í lið- inu og hefur skorað mest. ■ Pétur Hrafn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri KKÍ var óvænt út- nefndur í tækninefnd vegna körfu- knattleikskeppninnar í Andorra. Nefndin er skipuð þremur mönnum. Fyrsta málið sem þeir tóku fyrii voru ólögleg vegabréf tveggja leik- manna, frá Möltu og Kýpur. Reglur segja að menn þurfi að vera búsett- ir í þrjú ár seamfellt í því landi sem þeir keppa fyrir. ^^OORRA Eggert fékk gull og Pétur bronsið „ÞAÐ er óþolandi að keppa í þessum kasthring. Maður er eins og skautahlaupari út um allan hring,“ sagði Eggert Bogason, sem varð sigurveg- ari í kringlukasti á Smáþjóða- leikunum. Eggert kastaði lengst 54,16 m. „Þetta var lélegt og ekkert til að hrósa sér yfir,“ sagði Eggert, sem hefur kastað lengst yfir 63 m. Eggert átti íjögur lengstu köst keppninnar — 53,68 m, 52,56 m, 54,16 m og 52,68 m. Pétur Guð- mundsson tók einnig þátt í kringlukastskeppninni og vai-ð þriðji með 48,92 m, sem hann kastaði í sínu fyrsta kasti. „Ég keppi yfirleitt ekki í kringlukasti, en það var gaman að fá verð- launapening," sagði Pétur Guð- mundsson, sem hélt til Barcelona í morgun ásamt bróður sínum Andrési, en þaðan flugu þeir til Malaga, en þeir keppa á móti á Grenada um helgina. Hlæ ei! Þegar íslenska liðið lék gegn Kýpur, fékk Torfi Magnús- son dæmt á sig tæknivíti fyrir að hlæja. „Við vorum búnir að láta nokkrum sinnum í okkur heyra, þegar Kýpurmenn tóku of mörg skref að okkar mati og vorum ósáttir með það. Þegar Glenn Thomas, aðstoðarmaður minn, sagði við mig: „Ef hann tekur annað skref, er hann kom- inn til Spánar," gat ég ekki ann- að en fara að skellihlæja," sagði Torfí. Torfi Körfustúlk- ur töpuðu Kvennalandsliðið í körfuknattleik hafnaði í þriðja sæti í kvennakeppninni. Liðið tapaði, 38:63, fyr- ir Lúxemborg í gær. Anna María Sveinsdóttir skoraði flest stig, 15. Björg Hafsteinsdóttir skoraði 8, Linda Stefánsdóttir 6, Guðbjörg Norðfjörð 5 og Hafdís Helgadóttir 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.