Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 ERLEIMT INNLENT Milljarðar að falla áríkið Útlit er fyrir að milljarðar falli á ríkissjóð á næstunni vegna fjár- hagsvanda nokkurra fyrirtækja og fjárfestingasjóða. Horfur eru á að átta miiljarða fjárfesting í fiskeidi fari í. súginn vegna yfirvofandi fjöldagjaldþrota í greininni, en í nýrri skýrslu um ástand fiskeldis er engin von talin að það geti bor- ið sig á næstunni. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lána fáum fiskeid- isfyrirtækjum 300 milljónir á næstu tveim árum til að viðhalda þekkingu og reynslu í greininni. Þá er yfirvofandi mikið tap vegna vanda Álafoss og Síldarverksmiðja ríkisins, en fjánnáiaráðherra telur það álitaefni hvort taka eigi SR til gjaldþrotaskipta. Dómar í Hafskipsmáli þyngdir Stefnir í gjaldþrot á Ólafsvík Líkur eru á að stjóm Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur óski gjaldþrota- skipta fyrirtækisins eftir helgi. Landsbankinn hefur hætt að fjár- magna rekstur fyrirtækisins vegna skuldsetningar þess, en skuldimar skipta hundruðum milljóna króna. Um 100 manns vinna hjá hrað- frystihúsinu. Grunnlán námsmanna lækkuð Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur fyrir Lánasjóð- inn, en þær fela meðal annars í sér að framfærslugrunnur náms- lána er skertur um 16,7% jafn- framt að tekjutillit lækkar úr 75% í 50% og að námsmenn sem búa í foreldrahúsum fá 70% lán í stað 50% láns áður. Skeiðarárjökull hleypur fram Hæstiréttur hefur dæmt seka alla fjóra sakborninga, sem dómi Sakadóms Reykjavíkur í Hafskips- málinu var áfrýjað gegn, og gert þeim að sæta refsingu. Dómarnir voru þyngdir frá dómi undirréttar. Refsing fyrrum forstjóra Hafskips var þyngd úr 5 mánaða fangelsi í 12 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Fyrrum stjórnar- formaður Hafskips, sem sýknaður hafði verið af öllum ákærum í sakadómi, var dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar skilorðs- bundið. Fyrrum framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Haf- skips, var dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar eins og í sakadómi, en séktar- greiðsla fyrrum löggiits endur- skoðanda Hafskips, var hækkuð úr 100 þúsund krónum í 500 þús- und krónur. Skeiðaráijökull hefur hlaupið fram um tugi metra og lítið rennsli hefur verið í Skeiðará undanfama daga, en þetta bendir til að nýtt Grímsvatnahlaup sé í aðsigi. Al- mannavamir fylgjast með fram- vindu mála, en telja ekki ástæðu til að loka veginum um Skeiðarár- sand enn sem komið er. Alþingi stefnt Járnsteypan hf. hefur stefnt Alþingi fyrir að greiða ekki reikn- ing frá fyrirtækinu vegna vinnu við gerð skjaldarmerkis íslands, sem setja átti á svalir Alþingis- hússins. Reikningnrinn hljóðaði upp á tæplega 1.100 þúsund krón- ur, en Alþingi hefur sent Járn- steypunni tæplega 500 þúsund króna ávísun, sem sögð er vera fullnaðargreiðsla miðað við út- reikninga húsameistara ríkisins. ERLENT Litháen: Spenna vegna aðgerða sov- éska hersins Sovéskir her- menn voru með allmikinn við- búnað í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, í síðustu viku og var jafn- vel óttast, að þeir myndu ráðast inn í þinghúsið. Komu þessir atburðir í kjölfar skýrslu sovéska ríkissaksóknar- ans um átökin í janúar síðastliðn- um en í henni sagði, að engar sannanir væru fyrir, að sovéskir hermenn hefðu borið ábyrgð á dauða 13 manna. Brugðust Lithá- ar reiðir við og Vytautas Lands- bergis forseti sagði skýrsluna lygi frá upphafí til enda. Hefurþessum síðustu atburðum í Litháen verið mótmælt víða, meðal annars af íslenskum stjórnvöldum. Kjarnavopn í A-Þýskalandi? Haft er eftir heimildum innan vestur-þýsku leyniþjónustunnar, að leynilegar efna- og kjarnorku- vopnabirgðir sé að finna í sovésk- um herstöðvum í Austur-Þýska- landi. Hafa sovésk stjórnvöld ávallt neitað tilvist slíkra vopna í landinu en talið er, að þau þori varla að flytja þau burt af ótta við siys. Eru sum vopnin, til dæm- is efnavopnin, líklega frá því í síðari heimsstyijöld. Gorbatsjov í Ósló Míkhaíl Gor- batsjov, forseti Sovétríkjanna, kom til Óslóar á miðvikudag til að þakka fyrir friðarverðlaun Nóbels, sem hann hlaut í des- ember. í ræðunni skammaði hann vestræna fjöl- miðla fyrir fréttaflutning af mál- efnum Litháens en hvatti jafn- framt Vesturlönd til að styðja „perestrojkuna" eða umbótastefn- una. Sagði Gorbatsjov, að færi hún út um þúfur væri heimsfriðn- um hætt. Vegna atburðanna í Litháen kom til nokkurra mót- mæla í Ósló og sumir þingmenn neituðu að vera viðstaddir ræðu sovétforsetans. Aukið samstarf við A-Evrópu Utanríkisráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sem haldinn var í Kaupmannahöfn, ákvað á fimmtudag að stofna til mun nánara samstarfs við Sov- étríkin og ríki Austur-Evrópu á sviði stjómmála og varnarmála. Segir í yfirlýsingu fundarins, að öryggi NATÖ-ríkjanna sé samofið öryggi allra Evrópuríkjanna. Þá kváðust ráðherrarnir einnig styðja „lögmætar óskir Eystrasaltsþjóð- anna“ og skoruðu á Moskvu- stjórnina að leysa þær deilur með samningum. Kornuppskera Sovét- manna stórminnkar Moskvu. Reuter. VALENTIN Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði í samtali við sovéska fréttablaðið Lenínskoje Znamja að kornuppskera lands- ins muni verða miklum mun minni í ár en í fyrra. Hann tók þó fram að ólíklegt sé að landsmenn muni þurfa að líða skort vegna þessa. Pavlov sagði að þrátt fyrir að komuppskeran verði fyrirsjáanlega miklu minni en í fyrra liti út fyrir að ávaxta- og grænmetisuppskeran verði afar góð. Hann lagði áherslu á að kornuppskeran yrði nýtt til fullnustu, þar sem brögð hafa verið að því að bændur hafa hvorki haft vilja né verkfæri tii að vinna hana. „Við verðum að ná uppskerunni inn hvað sem það kostar, jafnvel þótt yrði að leggja tímabundið niður vinnu í fyrirtækjum svo að starfs- fólkið geti veitt bændum iið.“ Jafnvel þótt metuppskera hafi verið á korni í fyrra, 218 milljónir tonna, þarf ríkið að flytja inn 36 milljónir tonna, aðallega vegna óhagi'æðingar í skipulagningu og skorts á vélbúnaði. Míkhaíl Timos- hishin, yfirmaður Innkaupastofnun- ar Sovétríkjanna, sagði á miðviku- dag að bændur notuðu kornupp- skeru sína sem skiptivöru fyrir ýmsar illfáanlegar neysluvörur, eða jafnvel sem skepnufóður frekar en að selja hana ríkinu. Skortur á korni hefur gert það að verkum að brauð hefur stundum verið ófáanlegt í borgum og raskað starfsemi helstu matvælaverk- smiðja í landinu, auk þess sem það hefur haft áhrif á kjötframleiðslu. Astralía: F oringjaslag’ur og svikabrigsl innan Verkaniannaflokksins Verkamannaflokkurinn í Astralíu hefur verið við völd samfleytt frá árinu 1983 og hefur Bob Hawke verið forsæt- isráðherra og óumdeildur leið- togi flokksins í þennan tíma. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti nú á dögunum þegar Paul Keating fjármála- ráðherra, aðstoðarforsætisráð- herra og náinn samstarfsmaður Hawkes lýsti yfir, að hann ætl- aði að bjóða sig fram gegn formanninum á sérstökum fundi þingflokksins 3. júní. Jafnframt sakaði Keating Hawke um að hafa svikið leyni- legan samning þeirra í milli frá 1988 þess efnis, að Hawke léti af embætti sem flokksformaður og forsætisráðherra fljótlega eftir kosningarnar 1990. Vakti uppljóstrunin mikla athygli en leikar fóru þó þannig á þing- flokksfundinum, að Hawke bar sigur úr býtum, fékk 66 at- kvæði en Keating 44. Margir telja samt, að atlaga Keatings hafi veikt svo stöðu Bobs Hawk- es, að ólíklegt sé, að hann end- ist út árið sem forsætisráðherra og formaður Verkamanna- flokksins. Kosningamar síðastliðinn mánudag eru sérstakar fyrir það, að forsætisráðherra úr Verk- amannaflokknum hefur aldrei áður þurft að glíma við mótfram- boð og auk þess hefur samstarf þeirra Hawkes og Keatings ver- ið það árangurs- ríkasta í ás- trölskum stjórn- málum eftir stríð. Saman hafa þeir farið með aðalhlutverkið og frá 1983 hafa þeir sigrað í fernum kosningum og fylgt þrem- ur leiðtogum stjómarandstöðunn- ar til dyra og út úr pólitíkinni. Heiðurinn af þessu hefur að mestu fallið Hawke í skaut og Keating var orðinn leiður á að vera eitthvert aukahjói undir vagninum. Umskiptin frá fjár- lagahalla til fjárlagaafgangs vom Keating að þakka og það var hann, sem losaði ástralska banka- starfsemi úr haftaviðjum og beitti sér fyrir ýmsum öðrum umbótum í efnahagslífinu. Honum fannst því, að nú væri sinn tími kominn, jafnvel þótt það kostaði uppgjör við forsætisráðherrann. Leynilegur samningur Paul Keating hóf slaginn með því að skýra frá því, að seint á árinu 1988 hefðu þeir Bob Hawke gert með sér leynilegt samkomu- lag um að Hawke yrði áfram formaður flokksins fram yfir kosningarnar 1990 en segði þá Paul Keating fljótlega af sér. Vakti þetta mikla athygli en Hawke svaraði á móti, að Keating hefði sjálfur ómerkt samninginn með ræðu, sem hann flutti en þar sagði hann, að efna- hagserfiðleikamir stöfuðu af því, að Ástrala skorti hæfan leiðtoga og lýsti forsætisráðherranum sem hálfgerðum kjána. Upplýsingar Keatings um samninginn frá 1988 hafa komið sér afar illa fyrir Hawke og raun- ar gert hann að beinum ósannind- amanni því í kosningabaráttunni á síðasta ári sór hann og sárt við lagði, að hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið. Þá bætti heldur ekki úr, að þegar Hawke gaf Ke- ating áðurnefnt loforð var þar viðstaddur náinn vinur hans, Sir Peter Abeles, aðalframkvæmdastjóri TNT- flutningasamsteypunnar, og varð það til að minna fólk á vinfengi Hawkes í gegnum tíðina við ýmsa frammámenn í atvinnu- og við- skiptalífinu, til dæmis við Alan Bond, „Ástralann mikla“ eins og Hawke kallaði hann. Bond hefur nú verið ákærður fyrir ýmsar sak- ir. Tapaði orrustu en vinnur kannski stríðið Keating mat það þannig, að nú væru aðstæðurnar réttar og hon- um í vil. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur fylgi Verka- mannaflokksins ekki verið minna um margra ára skeið, 17% minna en stjómarandstöðunnar, og vin- sældir Hawkes hafa ekki verið jafn litlar áður. Hefði Keating sigrað, hefði hann fengið tíma til að setja sinn svip á ríkisstjórnina fram til kosninga í mars 1993, en hann tapaði og segist ekki munu reyna aftur. Margir telja þó meira en hugsanlegt, að hann Bob Hawke verði sestur í forsætisráðherra- stólinn þegar um næstu áramót en þá verður aðeins rúmt ár til kosninga og óvíst, að honum tæk- ist á þeim tíma að snúa lukkuhjól- inu Verkamannaflokknum í vil. Bob Hawke forsætisráðherra og Paul Keating, sem nú er fyrr- verandi fjármálaráðherra því hann sagði af sér embætti strax eftir ósigurinn, eru ólíkir menn um flest. Hawke er margbrotinn persónuleiki, mikil baráttumaður en líka svo viðkvæmur, að hann brestur stundum í grát frammi fyrir alþjóð. Þótt hann hafi mennt- ast í Oxford á Englandi er hann ástralskari en sjálfur kóalabjöm- inn og vegna alþýðleika síns og afslappaðrar framkomu hefur hann verið í sérstöku uppáhaldi hjá kjósendum — það er að segja þar til nú. Keating er kaþólikki af írskum ættum, alinn upp í einu verka- mannahverfanna í Sydney, og hann hætti í skóla 14 ára gamall til að geta farið að vinna fyrir sér. Hann stundaði þó áfram nám í kvöldskóla og eftir að hann hafði verið kosinn á þing fyrir Verka- mannaflokkinn varð hann fljótt áhrifamikill innan hægri armsins. Út á við er hann baráttujaxl, sem lætur ekki sinn hlut fyrir neinum, en í góðra vina hópi þykir vin- gjarnlegur og hnyttinn í orðum og hann er ákafiega mikill fjöl- skyldumaður. Þá stundar hann áhugamái sín af ástríðu en þau eru tónlist Mahlers og að safna frönskum klukkum. Keating sagði af sér sem að- stoðarforsætisráðherra og fjár- málaráðherra strax og niðurstöð- ur í formannskjörinu lágu fyrir og var Brian Howe heilbrigðisráð- herra kjörinn eftirmaður hans í fyrrnefnda embættinu. John Ker- in orkumálaráðherra tók við fjár- málunum og hafði verið við því búist. BAKSVIÐ eftir Svein Sigurdsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.