Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
standa undir afskriftum og fjár-
magnsgjöldum.' Þrátt fyrir að öll
tilgreind markmið næðu fram að
ganga yrði Álafoss eftir sem áður
fjárhagslega veikt fyrirtæki og
vanmegnugt til að taka á sig
skakkaföll sem kynnu að verða í
rekstrinum. Telur stjórn fyrirtæk-
isins helstu áhættuþætti vera efna-
hagsþróun innanlands og hið háa
hlutfall á sölu fatnaðar til Sovét-
ríkjanna en það nemur yfír 40%
af heildarsölu fyrirtækisins.
Stofnun nýs fyrirtækis um
rekstur Álafoss, án undangengins
gjaldþrots, er þrautalending en
hefur þann kost að sú starfsemi
sem fyrirtækið stendur fyrir leggst
ekki niður og hægt væri að halda
kaupendum að vörum fyrirtækisins
áfram og þeir þyrftu ekki að leita
annað með kaup sín svo framar-
lega sem hægt væri að sýna fram
á að hið nýja fyrirtæki væri trú-
verðugt. Þar að auki mætti ætla
að nýtt fyrirtæki hefði aðeins
áhuga á að nýta sér styrkleika í
rekstri Álafoss eins og þeir blasa
við hugsanlegum ijárfestingaraðil-
um og sneiða_ hjá veikleikum.
Gjaldþrot Álafoss hefði víðtæk
áhrif í tveimur bæjarfélögum, Ak-
ureyri og Mosfellsbæ, svo og á
uliariðnaðinn í Iandinu í heild.
Verði fyrirtækið gjaldþrota munu
opinberir sjóðir tapa gífurlegum
ijármunum og einhveijar líkur eru
á að sú starfsemi sem fyrirtækið
stendur fyrir leggist niður og verði
ekki endurvakin. Þá er ótalið at-
vinnuleysi starfsfólks fyrirtækisins
og afleiðingar gjaldþrotsins á fjár-
hag fyrrgreindra bæjarfélaga.
Erfiðleikar frá upphafi
Allt frá því að Álafoss hf. var
stofnað 1987 með samruna gamla
Álafoss og ullariðnaðardeildar
Sambandsins hefur fyrirtækið átt
í miklum erfiðleikum. Við samrun-
ann var stuðst við úttekt sem hið
virta ráðgjafarfyrirtæki Boston
Consulting Group framkvæmdi en
niðurstöður BCG voru í stórum
dráttum þær að hið nýja fyrirtæki
væri lífvænlegt og ætti framtíð
fyrir sér. Eftir á að hyggja voru
þetta fullbjartsýnar framtíðarspár.
Mistök BCG láu einkum í því að
þeir miðuðu við raungengi ársins
1986 og sáu ekki fýrir þær miklu
breytingar sem urðu á raungeng-
inu til hins verra fyrir fyrirtækið
1987 og 1988 (sjá línurit). Sam-
hliða þessu varð mikili samdráttur
á mörkuðum fyrirtækisins ytra og
var það raunar þróun sem hófst
1984, Bandaríkjamarkaðurinn
nánast hrundi og erfíðleikar komu
upp á markaði í Sovétríkjunum.
Þar að auki sat Álafoss hf. uppi
með miklar eignir við stofnun,
eignir sem illmögulegt reyndist að
selja og það var augljóst mál að
við óbreyttar aðstæður myndi
fyrirtækið aldrei standa undir þeim
skuldum sem hvíldu á því. Árin
1988 nam tap á rekstrinum rúm-
lega milljarði króna og árið 1989
nam tapið rúmiega 800 milljónum
króna. Tapið í fyrra er síðan um
300 milljónir króna þannig að tap-
reksturinn þessi þijú síðustu ár
nemur ríflega tveimur milljörðum
króna. Þess ber að geta hvað tapið
1988 og 1989 varðar að þar er
um mikla niðurfærslu á eignum
að ræða.
Þegar litið er á þróun útflutn-
ings hjá Álafossi á árunum 1987
til 1990 kemur í ljós að hann hef-
ur hrapað úr tæpum 15 milljónum
SDR, eða 1,2 milljörðum kr., árið
1987 og í tæplega 9 milljónir SDR
eða um 730 milljónir í fyrra. Og
ef skoðuð er þróunin á Bandaríkja-
markaði á ullarfatnaði tímabilið
1985 til 1989 kemur í Ijós að
markaðurinn hefur dregist saman
úr 8 milljónum SDR í 2 milljónir
SDR. Sökum þessarar þróunar
hafa allar markaðsáætlanir Ála-
foss brugðist og er það stór hluti
af undirrót þess vanda sem fyrir-
tækið hefur átt við að glíma.
Tvær „björgunartilraunir“
Frá því Álafoss hf. var stofnað
hafa tvær „björgunartilraunir“
verið gerðar til að koma rekstrin-
Páll Kr. Pálsson forstjóri
lóntæknistofnunar: „Ef horft
er á veltu og skuldir er ljóst að
veltan stóð aldrei undir skuldun-
um.“
um í viðunandi horf en báðar hafa
mistekist. Sú fyrri var gerð á árinu
1989 og fólst m.a. í fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækisins
ásamt auknum fjárframlögum frá
eigendum þess í formi hlutafjár
og kaupa á eignum. Sambandið
lagði til um 200 milljónir í formi
yfírtöku á viðskiptakröfum, inn-
lausnar hlutaíjár og aukningar
hlutafjár. Framkvæmdasjóður
lagði til sömu upphæð og Sam-
bandið í sama formi auk þess að
kaupa fasteign í Mosfellsbæ að
upphæð 264 milljónir króna. Ríkis-
stjómin aftur á móti lagði til tæp-
ar 190 milljónir með ýmsum ráð-
stöfunum og stuðlaði að því að
Atvinnutryggingarsjóður lánaði
200 milljónir en Hlutabréfasjóður
keypti 100 milljónir af hlutafé.
Þessar ráðstafanir dugðu ekki
til og í lok janúar 1990 barst iðn-
aðarráðherra hjálparbeiðni frá Ála-
foss ásamt sameiginlegum tillög-
um fyrirtækisins, banka og hlutað-
eigandi sjóða um úrlausnir. Ólafur
Ólafsson forstjóri segir að þær
ráðstafanir sem gerðar voru í fyrra
til hjálpar fyrirtækinu hafí skilað
sér seint og illa og því ekki komið
að tilætluðum notum. Helstu ráð-
stafanir á þessum tíma vora að
ríkisstjórnin veitti Álafossi víkjandi
lán að upphæð 82,5 milljónir króna
til markaðsaðgerða í Bandaríkjun-
um í samvinnu við Hildu hf. og
gaf eftir leigu á Hekluhúsinu árin
Póróur Friójónsson sljórnar-
formaóur Framkvæmda-
sjóós: „Ekki- réttlætanlegt að
leggja meira fé í fyrirtækið."
1990-92 en húsið háfði ríkissjóður
keypt af Álafossi 1989. Leigan
nam 24 milljónum. Þá var veitt
60 milljónum króna víkjandi lán
til ijárhagslegrar endurskipulagn-
ingar og lofað skuldbreytingu hjá
Atvinnuleysistryggingarsjóði að
upphæð samtals 300 milljónir
króna.
Við þessa síðustu „björgunartil-
raun“ rétti rekstur Álafoss sig viss-
ulega úr kútnum og tapið á síð-
asta ári minnkaði í tæpar 300
milljónir króna úr um 800 milljón-
um árið áður. Ef horft er á tap
án afskrifta hinsvegar er batinn
mun meirí, það var 607 milljónir
1989 en féll í 140 milljónir í fyrra.
Og þegar litið er á rekstrargjöld
umfram tekjur á milli áranna 1989
og 1990 kemur í ljós að mismunur-
inn hefur minnkað úr 282 milljón-
um króna niður í 67 milljónir
króna. En þetta dugir engan veg-
inn til.
Eftir báðar þessar tilraunir voru
ráðamenn bjartsýnir á_ að nú væri
málið komið í höfn. í viðtali við
Morgunblaðið í september 1990
sagði Ólafur Ólafsson forstjóri
m.a.: „Ef okkur tekst vel til við
framkvæmd þeirra áætlana sem
við vinnum eftir þá mun Álafoss
hf. ná að rétta sig við og verða
blómlegt fyrirtæki sem við getum
verið stolt af.“ Og í viðtali við
Morgunblaðið í maí í fyrra sagði
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að
Ólafur Ólafsson forstjóri Ál-
afoss: „Takmörkuðum tilgangi
þjónar að tjalda til einnar nætur
með rekstur fyrirtækisins.“
helstu lánardrottnar og aðstand-
endur málsins telji aðgerðirnar þá
nægilegar til að koma Álafossi
iyrir vind og skapa svigrúm til að
koma á raunveralegum úrbótum í
rekstri og markaðsátaki.
Lánardrottnar seinþreyttir
Kaup Framkvæmdasjóðs á verk-
smiðjuhúsinu í Mosfellsbæ komu
til framkvæmda í apríl í fyrra og
þá gerði stjórn sjóðsins sérstaka
bókun um málið. í þeirri bókun
segir m.a.: „Stjórnin samþykkti að
verða við tilmælum ríkisstjórnar-
innar um kaup verksmiðjuhússins
enda næðust viðunandi samningar
um leigugreiðslur eða sem stjórnin
taldi eðlilegra, að Framkvæmda-
sjóður lánaði Álafossi hf. andvirði
eignarinnar þannig að gera mætti
upp áhvílandi skuldir. Stjórn sjóðs-
ins byggir þessa ákvörðun ein-
göngu á eindregnum tilmælum rík-
isstjórnarinnar því í raun er frek-
ari fyrirgreiðsla sjóðsins við Ála-
foss hf. sjóðnum ofviða."
Þórður Friðjónsson stjórnarfor-
maður Framkvæmdasjóðs segir að
stjórnin hafi gert þessa bókum
sökum þess að hún taldi ekki rétt
eða eðlilegt að sjóðurinn hætti
meira af fé sínu til þessa fyrirtæk-
is. „Við höfum þegar afskrifað allt
hlutafé okkar í Álafossi að upphæð
tæpar 500 milljónir króna, þetta
lán vegna verksmiðjuhússins
stendur nú í um 324 milljónum
króna og við eram í ábyrgðum
fyrir um 90 milljónum í viðbót.
Þetta er of mikið,“ segir Þórður.
„Við getum alls ekki mælt með
því að hið opinbera leggi meira fé
í þetta dæmi, slíkt er ekki réttlæt-
anlegt i Ijósi þeirrar stöðu sem
fyrirtækið er í.“
Vonlaust dæmi frá upphafi?
Sú spurning hefur vaknað hvort
stofnun Álafoss hf. hafi ekki verið
vonlaust dæmi frá upphafi og að
sjá hefði mátt fyrir þá þróun sem
síðan varð í rekstri fyrirtækisins.
Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntækni-
stofnunar telur svo vera og segir
að sér sýnist sem svo _að ef horft
er á veltu og skuldir Álafoss árið
1987 verði ekki séð hvernig fyrir-
tækið átti að standa undir skuldun-
um. „Gróflega mælt voru upphafs-
stærðir í þessu dæmi þær áð heild-
areign nam tveimur milljörðum,
heildarskuldir 1.300 milljónum og
veltan var áætluð um einn milljarð-
ur. Ef horft er á veltu og skuldir
er ljóst að veltan stóð aldrei undir
skuldunum," segir Páll. Hann seg-
ir einnig að framlegð hefði verið
áætluð um 30% af veltu og gekk
það eftir en það rétt nægði til að
standa undir föstum kostnaði, ekk-
ert hefði verið til upp í fjármagns-
kostnað og afskriftir.
Hvað títtnefndar „björgunartil-
raunir" varðar segir Páll að þær
hafi ekki verið lausn á hö'fuðvand-
anum, það er að afkoman stóð aldr-
ei undir rekstrinum og því hafi
fyrirtækið siglt aftur og aftur í
þrot þrátt fyrir þær. „Ég hef áður
bent á að björgunaraðgerðir sem
felast í að breyta skammtíma-
skuldum í langtímalán hafa ekkert
að segja ef fyrirtækið heldur áfram
að tapa. Skuldirnar bara vaxa,“
segir Páll.
Páll segir að hluti vanda Álafoss
sé fólginn í því að fyrirtækið hefur
aldrei átt neitt aflögu í rannsóknir
og markaðsþróun og hafi af þeim
sökum ekki getað brugðist rétt við
samdrættinum á markaði sínum.
Aðspurður um hvort hann sjái ein-
hveija lausn á vandanum segir
Páll að hann telji best að koma
fyrirtækinu úr ríkiseign í hendur
einstaklinga, reyna að seíja það
eða jafnvel gefa það ef enginn
kaupandi finnst. „Það væri mikill
skaði að mínu mati að ætla að
nota gömlu úrræðin einu sinni enn
því þau virka ekki,“ segir Páll.
Ullariðnaðurinn á framtíð
Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss
tók við fyrirtækinu í lok ársins
1989 og honum hefur tekist að
rétta hag þess nokkuð á síðasta
ári. Hann segir hinsvegar að þegar
í fyrra hafi verið ljóst að rekstur
Álafoss hafi ekki getað gengið til
lengdar að öllu óbreyttu. Og í
greinargerð hans til stjórnar kem-
ur fram að þær aðgerðir sem gerð-
ar hafa verið frá stofnun fyrirtæk-
isins séu því marki brenndar að
ekki var gert meira en nauðsynlega
þurfti til að forða fyrirtækinu frá
gjaldþroti. Það ætti að vera öllum
fyllilega ljóst að Álafoss verður
ekki rekið áfram í óbreyttri mynd
og að takmörkuðum tilgangi þjón-
ar að tjalda til einnar nætur með
rekstur fyrirtækisins.
Þótt vandi Álafoss sé lýsandi
dæmi um þann vanda, sem ulla-
riðnurinn í heild hefur átt við að
búa undanfarinn áratug og sést
best á að pijóna- og saumastofum
hefur fækkað úr 52 og í 13 milli
áranna 1985 og 1991, eru margir
sem hafa trú á framtíð þessa iðnað-
ar. Einn þeirra er Ágúst Eiríksson
forstjóri Árbliks. Hann segir að
ullariðnaðurinn standi ekki og falli
með Álafossi og líf sé í nokkrum
smærri fyrirtækjum áþessum'vett-
vangi. Hvað Árblik til dæmis varð-
ar hefur söluaukningin á síðasta
ári numið 40%. „Ég tel að Ála-
fossi þyrfti að skipta í smærri ein-
ingar en ekki hafa þetta allt á einni
hendi eins og verið hefur,“ segir
Ágúst. „Það er ekki spurning í
mínum huga að ullariðnaðurinn á
framtíð fyrir sér ef rétt er á málun-
um haldið.“
Ullarvöruútflutningur
Á gengi SDR hinn 20. júlí ár hvert.
>82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90
Afstæður launakostnaður mið-
aður við raungengi krónunnar
120
1980=100
'81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '8
f-J
1988 1989 1990
o
-200
-400
-000
-800
-1000
-1200
Tap Alafoss
Talíð í milljónum kr. á verðlagi hvers árs.
Miðað er við byggingarvísitölu 31.12.1990.