Morgunblaðið - 09.06.1991, Page 16
teei imui .e íiuoAauviMua GiaAjanuonoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
eftir Guðm. Halldórsson
Míkhaíl Gorbatsjov forseti hefur
lagt á það mikla áherzlu að und-
anförnu að brýn þörf sé á stór-
felldri fjárhagsaðstoð frá Vesturl-
öndum við Sovétríkin. Sovézkir
hagfræðingar og sérfræðingar frá
Harvard-háskóla hafa reynt að
finna leiðir til að bjarga Sovétríkj-
unum frá efnahagshruni og þegar
Gorbatsjov fór til Oslóar í vikunni
að þakka fyrir friðarverðlaunin
notaði hann tækifærið til að reyna
enn einu sinni að sannfæra vest-
ræna leiðtoga um að hann væri
staðráðinn í að koma á víðtækum,
pólitískum og efnahagslegum
breytingum í Sovétríkjunum.
Ef perestrojka [umbótastefnanj
ber árangur gefst kjörið tæki-
færi til að koma á nýrri heims-
skipan," sagði Gorbatsjov. „Ef
perestrojka rennur út í
sandinn verða vonir okkar um nýja
og friðsamlega tíma að engu, að
minnsta kosti í nánustu framtíð.“
Hann hvatti til þess að fljótlega yrði
samið um áætlun um að endurreisa
efnahag Sovétríkjanna með vest-
rænni aðstoð, en tók fram að hann
gæti ekki fallizt á skilyrði fyrir stuðn-
ingi og sagði að Sovétmenn mundu
ekki láta vestrænar þjóðir neyða sig
til að líkja eftir þjóðfélagsskipulagi
þeirra.
Aðgerðirnar í höfuðborg Litháens
vörpuðu skugga á heimsóknina.
Harðlínumenn voru grunaðir um að
hafa fyrirskipað þær til að grafa
undan trausti á Gorbatsjov á Vesturl-
öndum, en ekki var talið útilokað að
með þeim hefði Gorbatsjov sjálfur
viljað sýna að hann mundi ekki sam-
þykkja skilyrði fyrir stuðningi frá
Vesturlöndum.
Um leið hefur Gorbatsjov sótt fast
að fá að sækja leiðtogafund sjö
helztu iðnríkja heims í London um
miðjan júlí til að reyna að tryggja
vestræna aðstoð, sem hann virðist
telja lífsnauðsynlega. Flest ríkin virð-
ast hafa fallizt á að Gorbatsjov
mæti, en gestgjafarnir, Bretar, munu
vilja að leiðtogarnir ljúki fundum sín-
um_ áður en þeir ræði við hann.
Áður hafði þýzkt blað hermt að
George Bush forseti og Gorbatsjov
mundu hittast í Moskvu 25. til 27.
júní til að undirrita samning um tak-
mörkun hefðbundins vígbúnaðar,
sem samkomulag hefur náðst um,
og nýjan samning um takmörkun
langdrægra vopna. Stefnt hefur ver-
ið að því að halda slíkan fund í lok
júní eða í júlí.
Talið er víst að Gorbatsjov hafi
viljað beina athyglinni að vestrænni
efnahagsaðstoð með því að greiða
fyrir samningnum um fækkun venju-
legra vopna. Fréttaskýrandi New
York Times segir að þörf sovétleið-
togans fyrir vestræna aðstoð virðist
sprottin af sífellt meiri örvæntingu
og veiti Bandaríkjamönnum tækifæri
til að leggja fast að Sovétmönnum
að samþykkja mikilvægar tilslakanir
í viðræðunum um takmörkun vígbún-
aðar á sama tíma og reynt sé að
knýja Gorbatsjov til að koma á miklu
róttækari efnahagsumbótum en
hann hafi viljað taka til athugunar.
Þó telur fréttaskýrandinn takmörk
fyrir því hve langt Bush geti fengið
Gorbatsjov til að ganga, því að
Bandaríkjastjórn sé bundin af því að
hún hafi ákveðið að styðja framhald
stjórnarsetu Gorbatsjovs. Einnig sé
líklegt að evrópskir bandamenn beiti
áhrifum sínum til þess að Bandaríkj-
astjórn „ýti ekki Gorbatsjov fram af
brúninni."
í lok maí nánast staðfesti Gor-
batsjov, í ræðu í Kazakstan að hann
væri í veikri aðstöðu þegar hann
sagði: „Sumir halda því fram að sá
árangur, sem hefur náðst í utanríkis-
málum, tákni hernaðarlegan ósigur.
Spurt er hvers vegna forsetinn fáist
svona mikið við utanríkismál? Við
þurfum hagstæð skiiyrði, nú þegar
við höfum ráðizt í djúpstæðar um-
bætur.“
Gorbatsjov sagði einnig að samn-
ingar um takmörkun vígbúnaðar,
sem samrýmdust sovézkum hernað-
arkenningum, væru nauðsynlegir til
að „draga úr herútgjöldum og beina
efnahag okkar, sem herinn íþyngir,
að mannlegum hagsmunamálum."
Auk þess talaði hann um „nýjar,
pólitískar sættir," sem hefðu bjargað
Sovétríkjunum frá umróti í marz og
apríl. „Róttækar breytingar eiga sér
stað,“ sagði hann. „Ef við nemum
staðar og reynum að snúa við yrði
það mikið glapræði og við gætum
hafnað á útkjálka siðmenningarinn-
ar.“
Gorbatsjov virðist hafa áhuga að
tryggja samkomulag um samning
um takmörkun langdrægra vopna.
Enn eru nokkur taknileg atriði óleyst,
en sovétforsetinn virðist vilja ryðja
síðustu hindrununum úr vegi. Þar
með mundi hann tryggja leiðtoga-
fund, þar sem hann gæti reynt að
tryggja vestræna aðstoð. New York
Times telur að innbyrðis ágreiningur
bandarískra embættismanna tefji
einna helzt fyrir samkomulagi, en
að hann þurfi ekki að koma í veg
fyrir leiðtogafund.
Á sama tíma hefur nefnd sovézkra
efnahagssérfræðinga undir forystu
Évgenij Prímakovs og Grígorij A.
Javlinskij verið í Washington að
kynna síðustu umbótahugmyndir
Gorbatsjovs og kanna viðbrögð
Bandaríkjamanna. Prímakov er einn
helzti efnahagsráðgjafi Gorbatsjovs,
en Javlinskij er sjálfstæður hagfræð-
ingur og var einn helzti höfundur
500 daga umbótaáætlunarinnar, sem
Gorbatsjov lagði á hilluna í fyrra.
Javlinskíj hefur unnið að áætlun
um jafnvægi í sovézkum efnahags-
málum og umbætur með fjárhagsað-
stoð frá Vesturlöndum. Hann hefur
haft samráð við hagfræðinga frá
Harvard-háskóla og hefur hingað til
staðið í frekar litlu sambandi við
Gorbatsjov.
Áætlunin er árangur samkomu-
lags Gorbatsjovs við Borís Jeltsín og
leiðtoga átta annarra lýðvelda í apríl,
sem hann hefur reynt að nota til að
sýna að hann hafi aftur tekið upp
róttæka stefnu.
Samkvæmt áætluninni eru völd
Moskvu-stjórnarinnar og lýðveld-
anna aðskilin. Fylgja á strangri pen-
ingastefnu, verðlagning á að verða
fijálsara, víðtækri einkavæðingu á
að koma á og leggja á niður ríkisein-
okunarfyrirtæki. Gert er ráð fyrir
að flestar ríkisreknar verksmiðjur
verði seldareinkafyrirtækjum, herút-
gjöld verði skorin niður og ráðizt
verði gegn verðbólgu. Draga á úr
hömlum á erlendri fjárfestingu. Þeg-
ar hefur verið lagt fram frumvarp,
sem mun heimila erlendum fyrirtækj-
um að stofna eigin fyrirtæki í Sov-
étríkjunum og flytja út framleiðslu
sína.
Sovézku hagfræðingarnir hafa
sagt fulltrúum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (IMF) að sovétstjórnin muni
þurfa 30 til 50 milljarða dollara á
ári frá Vesturlöndum í fiinm ár, ef
umbætur Gorbatsjovs eigi að bera
árangur. Aðstoðinni, sem farið er
fram á, hefur verið líkt við Marshall-
hjálpina.
Bandarískir embættismenn sögðu
þegar þeir höfðu rætt við Prímakov
og Javlinskij að tillögur þeirra væru
til bóta, en óljósar og gengju ekki
nógu langt. Áður en hægt væri að
ræða um upphæðir yrði að liggja
fyrir skýr og framkvæmanleg um-
bótaáætlun. Þótt sovézkir leiðtogar
töluðu um að taka upp fijálst mark-
aðskerfi vildu þeir að fyrst í stað
yrði unnið eftir áætlun sem gerði ráð
fyrir miðstýringu og ríkiseftirliti.
Embættismennirnir viðurkenndu
að sennilega væri ekki hægt að koma
á fijálsu markaðskerfi í Sovétríkjun-
um án vestrænnar fjárhagsaðstoðar,
en sogðu að æ óraunsærri kröfur
Sovétmanna vektu áhyggjur. Þeir
sögðu að á móti stórfelldri banda-
rískri flárhagsaðstoð yrðu að koma
hernaðarlegar tilslakanir og nefndu
hernaðaraðstoð við Kúbu, aðgerðir
gegn Eystrasaltsríkjunum og niður-
skurð á herútgjöldum.
Einnig var sagt að sem fyrr virt-
ust Sovétmenn telja að engar alvar-
Iegar breytingar væri hægt að gera
í efnahagsmálum án loforða um vest-
ræna aðstoð. Þeir virtust ekki skilja
að þeir nytu minna trausts en áður
vegna þess að þeir hefðu ekki staðið
við öll gefin loforð í efnahagsmálum
og vafasamt væri að Gorbatsjov
gæti komið umbótum til leiðar, þótt
hann ætti peninga.
Einn embættismannanna sagði að
ekki mætti líta svo á að friðsamleg
sambúð væri í húfi og að því væri
nauðsynlegt að eyða peningum í
sovézk efnahagsvandamál án þess
að víst væri um árangur. Bandaríkja-
menn vildu hvetja til efnahagsum-
bóta og áframhaldandi breytinga til
lýðræðis, e.n tækju ekki afstöðu til
tilmæla um allt að 150 milljarða
dollara vestræna aðstoð á fimm
árum.
James Baker utanríkisráðherra
sagði að aðeins yrði boðizt til að
veitá vestræna aðstoð í áföngum, svo
að hægt yrði að stöðva hana ef eitt-
hvað benti til þess að Gorbatsjov
mundi hætta við umbætur sínar á
sama hátt og áætlunina í fyrra eða
að valdamiklir kommúnistar eða
sovézki heraflinn mundu reyna að
standa í vegi fyrir breytingum.
Engu að síður kváðust bandarísku
embættismennirnir vilja finna leið til
að hjálpa Gorbatsjov og báðir aðilar
töldu að viðræðurnar yrðu liður í
þróun, sem yrði til þess að sovézku
tillögurnar mundu breytast. Og þrátt
fyrir hörð orð hafa Bandaríkjamenn
þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt
að veita Sovétmönnum lán til korn-
kaupa og viðskiptaívilnanir.
Bush forseti framlengdi í vikunni
um eitt ár ákvörðun um að sdvét-
menn séu undanþegnir takmörkun-
um á viðskiptum við Bandaríkin.
Þetta var ákveðið í ljósi þess að sovét-
stjórnin hefur dregið úr takmörkun-
unm á flutningi fólks úr landi. Þess
er talið skammt að bíða að Bandaríkj-
amenn veiti Sovétmönnum hagstæð-
ustu viðskiptakjör og allt að 1.5 millj-
arða dollara lán til kaupa á korni frá
Bandaríkjunum.
Forsetinn hefur einnig lofað að
reyna að tryggja Sovétmönnum
aukaaðild að IMF og forystumenn í
bandarískum olíuiðnaði kunna að
verða sendir til Moskvu. Tilslakanir
Bandaríkjamanna eru vel þegnar í
Kreml, en eru aðeins örlítið brot af
þeirri aðstoð, sem Sovétmenn fara
fram á.
Enn virðist Bush ekki reiðubúinn
að meta hve langt skuli ganga í
stuðningi við Sovétmenn, hve mikið
skuli lagt á bandaríska skattgreið-
endur og hvaða áhrif það geti haft
á samstarf vestrænna ríkja, ef hann
kýs að fara hægt í sakirnar og banda-
menn eins og Þjóðveijar og Frakkar
vilja skjótari aðgerðir. Þó sagði Dan
Quayle varaforseti í vikunni að ekki
þýddi að biðja bandaríska skattgreið-
endur að styrkja dauðvona hagkerfi.
Ólíklegt er talið að leiðtogar sjö
helztu iðnrfkjanna samþykki á fundi
sínum í júlí .að veita Sovétmönnum
þá miklu fjárhagsaðstoð sem þeir
fara fram á, þótt þeir taki upp fijálst
markaðskerfi.
Þeir sem vilja. hjálpa Gorbatsjov
segja að hann muni koma á breyting-
um, sem muni gera Sovétríkin að
opnara þjóðfélagi í pólitísku, lýðræð-
islegu og efnahagslegu tilliti og það
sé Bandaríkjamönnum í hag.
Þegar William H. Webster lét af
starfi yfirmanns leyniþjónustunnar
CIA nýlega kvað hann efnahagslega
og pólitíska kreppa ógna stöðu Gor-
batsjovs og taldi fátt benda til þess
að hann gæti haldið henni í skefjum.
Völd Gorbatsjovs hans væni í „stöð-
ugt meiri óvissu.“
Webster kvaðst ekki vilja spá því
að Gorbatsjov yrði vikið frá völdum,
en sagði að umbótaáætlun hans virt-
ist vera í molum og taldi hugsanlegt
að sovézku lýðveldin færu að segja
sig úr sovézka ríkjasambandinu í lok
þessa árs.