Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
25
Helstu breytingar:
27% stærri eldsneytistankur, 106 I.
Stærri rafgeymakassi, sem jafnframt er geymsluhólf fyrir verkfæri.
Minni snúningsradíus, framhjól hafa 25% meiri snúningsgetu.
Auöveldari aögangur aö smurkoppum, allir slitfletir smuröir.
Aukinn lokunarhraöi á afturskóflu.
Aukin hljóðeinangrun, hávaöamörk aðeins 83 dBA.
Nákvæmari stjórnstangir.
Aukið vélarafl.
Eigum fyrirliggjandi vélar til afgreiðslu strax
m
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Bretland:
Islenskum lækni var veitt
verðlaun fyrir rannsóknir
ÞANN 11. apríl sl. var dr. med Ingvari Þór Bjarnasyni, sérfræðingi
í meltingarsjúkdómum, veitt gullverðlaun kennd við sir Avery Jones
fyrir ransóknarstörf. Verðlaunin
breskra meltingarsérfræðinga.
Verðlaunin voru veitt fyrir rann-
sóknir, sem leiddu til greiningar og
lýsingar á nýjum smágirnissjúk-
dómi, sem talið er að þjái um 30
milljónir sjúklinga og er bein afleið-
ing af lyfjameðferð á gigtarsjúk-
dómum. Verðlaunin voru veitt á
fundi félagsins í Manchester að við-
stöddum 1.200 félagsmönnum.
Lyf lík aspiríni hafa verið notuð
við krónískri liðagigt (iktsýki) og
mörgum öðrum skyldum sjúkdóm-
um til minnka bólgur og sem verkja-
stillandi lyf. Ingvar og samstarfs-
menn hans fundu að 70% sjúklinga
eru æðsta viðurkenning Félags
sem tóku þessi lyf lengur en 6
mánuði fengu smágirnisbólgu. Sem
afleiðing af bólgumynduninni verða
blæðingar í þörmum og hjá einstaka
sjúklingi stíflast meltingarvegur-
inn.
Ingvar og samstarfsfólk hafa
gert rannsóknir til að sýna hvernig
lyfin valda bólgunni og jafnframt
lýst meðferð á henni. Við þessar
rannsóknir var beitt nýrri rann-
sóknartækni sem vinnuhópurinn
uppgötvaði og eru sum þessara
prófa þegar notuð á breskum
sjúkrahúsum.
Undir leiðsögn Ingvars hefur
rannsóknarhópurinn gert fjöldann
allan af smágirnisrannsóknum á
sjúklingum með króníska smágirn-
isbólgur(morbus Crohn), hveiti-
ofnæmi(coeliac), eyðni og aðra
ónæmissjúkdóma, króníska nýrna-
bilun og húðsjúkdóma.
Ingvar útskrifaðist frá lækna-
deild Háskóla íslands 1977. Árið
1981 hélt hann til Englands til
framhaldsnáms í meltingarsjúk-
dómum. Næstu árin vann hann á
Clinical Research Centre á North-
wick Park Hopital, Harrow í Lon-
don að rannsóknum undir hand-
leiðslu dr. Timothy Peters. Síðar
meir stjórnaði hann rannsóknarhópi
sem vann að smágirnissjúkdómum.
Norrænt kirkjutónlistarmót:
Leitað íslenskra kirkju-
tónverka á tónlistarmót
NORRÆNT kirkjutónlistarmót
verður haldið á Islandi dagana
18. til 21. júní 1992. íslensk dóm-
nefnd leitar þessa dagana eftir
tillögum um nýleg íslensk kirkju-
tónverk (frá 1985 til 1991) til
flutnings á mótinu og þurfa verk-
in að berast Erlu Elínu Hansdótt-
ur, framkvæmdastjóra mótsins,
fyrir 15. júní næstkomandi. Ekk-
ert er því til fyrirstöðu að verkin
hafi verið flutt áður.
Á kirkjutónlistarmótinu verður
flutt ný norræn kirkjutónlist á sjö
tónleikum en að sögn Erlu Elínar
Hansdóttur, framkvæmdastjóra
mótsins, verða fimm stærri tónleik-
arnir í Reykjavík og tvennir tónleik-
ar úti á landi, á Selfossi og í Skál-
holti. Auk þessa verður á mótinu
fjallað um ýmis málefni er varða
tónlist innan kirkjunnar undir kjör-
orðinu „Litúrgíst tónmál 10. ára-
tugarins í guðþjónustunni og
kirkjuathöfnum“. Flytjendur verða
frá öllum Norðurlöndum, bæði or-
gelleikarar, kórar og ýmsir hljóð-
færaleikarar.
Mótið er haldið á vegum Lands-
samtaka organista á Norðurlöndun-
um en samkvæmt reglum samtak-
anna hefur Félag íslenskra organ-
leikara (FÍO) sett á laggirnar dóm-
nefnd til að velja þau íslensku verk
sem kæmu til greina að flytja á
mótinu. í dómnefndinni eiga sæti:
Kjartan Siguijónsson, fonnaður
FIO, Marteinn H. Friðriksson, dó-
morganisti, Hörður Áskelsson, frá
Tónskáldafélagi íslands, Páll P.
Pálsson og Haukur Tómasson. Til-
lögur dómnefndarinnar verða síðan
lagðar fyrir norræna dómnefnd sem
gengur endanlega frá efnisskrám
tónleikana á mótinu.
Eins og áður sagði þurfa tillög-
urnar að hafa borist Erlu Elínu
Hansdóttur, framkvæmdastjóra
mótsins, fyrir 15. júní 1991. Þær
mega koma beint frá tónskáldum
eða frá flytjendum og þá með sam-
þykki tónskálds. Nauðsynlegt er að
senda inn að minnsta kosti eitt ein-
tak af nótum verksins. Mikilvækt
er að flutningstími verksins sé til-
greindur.
Mót sem þessi eru yfirleitt á fjög-
urra ára fresti. Á síðasta móti, sem
haldið var í Osló árið 1986, var
fslensk kirkjutónlist kynnt á sér-
stökum tónleikum.
Dr. Ingvar Þór Bjarnason
í febrúar síðasliðnum fór Ingvar til
King’s College Hospital í suðurhluta
London og mun hann halda rann-
sóknum sínum áfram þar í sam-
vinnu við prófessor Peters.
Árin 1982-1984 var hann styrk-
þegi í Nordisk Insulin Fond. Árið
1983 hlaut hann mastersgráðu í
lífefnafræði frá London City Coll-
ege og hlaut sérfræðiviðurkenningu
í meltingarsjúkdómum 1986. Á
sama ári varði hann doktorsritgerð
við læknadeild Háskóla íslands og
var þá einn yngsti læknir, sem
læknadeild hefur veitt þá nafnbót.
Ingvar er höfundur og meðhöf-
undur að 230 vísindagreinum á
síðustu 10 árum.
Ingvar er kvæntur Cathrine Mac-
Lean félagsfræðingi frá Skotlandi
og eiga þau þijá syni. Foreldrar
Ingvars eru Ingunn Ingvarsdóttir
og Bjarni Pálmarsson. Stjúpfaðir
Ingvars er Guðlaugur Hannesson
gerlafræðingur.
_ *
'Jviiimfih
VORLINAN
OIkaupstadur
MJÓDD
D.ÞORGRlMSSON&CO
001530000.
gólfflísar — kverklistar
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
CAT 438 Sería II — Ný og betri traktorsgrafa
Nú þegar CATERPILLAR hefur framleitt yfir 25.000 traktorsgröfur kynna þeir nýja og enn betri
traktorsgröfu undir heitinu Seríall
Reynslan af fyrri vélunum hefur veriö sérstaklega góö en lengi má gott bæta og Sería II
uppfyllir enn frekar þær kröfur sem geröar eru til allra CAT véla.
Á þeim árum sem CAT traktorsgröfur hafa verið fáanlegar hafa þær sýnt og sannað aö fáar
vélar státa af meira rekstraröryggi.