Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.1991, Side 20
I!20 MORGUNBLADIÐ PÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991 Uppgjör á pólska þinginu: Tókst ekki að hnekkja neitunarvaldi Walesa Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, vann nokkurn sigur á þingi í gær þegar því tókst ekki að hnekkja neitunarvaldi hans gegn umdeiidum drögum að nýjum kosningalögum. Það voru fyrrverandi kommúnist- ar og klofningshópur úr Samstöðu, sem vildu samþykkja þau en skorti nokkur atkvæði á aukinn meirihluta. Þingmenn kommúnistaflokksins fyrrverandi eru enn margir á pólska þinginu enda verða fyrstu eiginlega fijálsu kosningarnar í Póllandi ekki fyrr en á hausti komanda. Fyrir nokkru voru lögð fyrir þingið drög að nýjum kosningalögum og gerðu þau ráð fyrir, að þingmenn væru ýmist kosnir meirihlutakosningu eins og gerist í breskum einmenn- ingskjördæmum eða hlutfallskosn- ingu. Walesa sagði hins vegar, að drögin væru óskýr og óskiljanleg almenningi og myndu þar að auki hafa í för með sér marga flokka og veikt þing. Þess vegna beitti hann neitunarvaldi gegn þeim. Til að hnekkja neitunarvaldi for- Reuter Hungurvofan tek- ur 30 böm á dag Að minnsta kosti þijátíu börn svelta í hel á degi hveijum í flóttamannabúðum í austur- hluta Eþíópíu við landamærin að Sómalíu. Hjálparstofnunum hefur ekki tekist að koma mat- vælum til þeirra vegna erfiðra samgangna. Myndin er af van- nærðu bami sjúga bijóst móður sinnar í búðunum. Hætta er á að átta milljónir manna verði hungurmorða í landinu berist þeim ekki matvæli þegar í stað. seta þarf aukinn meirihluta á þingi, tvo þriðju atkvæða, en í gær fóru leikar þannig, að 123 studdu Wal- esa, 257 voru á móti, 16 sátu hjá og eitt atkvæði var ógilt. Það vant- aði því sjö atkvæði upp á, að neitun- arvaldinu yrði hnekkt en í fyrra- kvöld gaf Walesa í skyn, að hann kynni að leysa þingið upp ef það snerist gegn honum. Þingið verður nú að koma sér saman um ný kosningalagadrög en andstæðingar Walesa halda því fram, að tíminn fram að kosningum, sem eiga að vera í október, sé of naumur vegna þess, að ný lög þarf að staðfesta fyrir 27. júní nk. Stuðningsmenn hans eru á öðru máli og telja unnt að breyta drögun- um á tveimur dögum. Reuter íbúar Leníngrad deila um hvort breyta eigi nafni borgarinnar í Sankti Pétursborg. Eins og sjá má á spjaldinu fyrir aftan þá má sjá að borgin hét Skt. Petersburg (þýska) frá 1703, Petrograd frá 1914 og Leníngrad frá 1924 en spurningamerki sett við framtíðina. Kosningarnar í Rússlandi: Meíríhlutí kjósenda vill kenna Leníngrad við Pétur postula Bandamenn Borís Jeltsíns kjörnir borgarstjórar Moskvu og Leníngrad Leníngrad. Reuter, The Daily Telegraph. MEIRIHLUTI kjósenda í Leníngrad greiddi atkvæði með því að nafni borgarinnar yrði breytt í Sankti Pétursborg þrátt fyrir að Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefði hvatt til þess að hún yrði áfram kennd við Lenín. Allt benti einnig til þess að róttækir umbótasinnar, banda- menn Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, næðu kjöri sem borgarstjórar Leníngrad og Moskvu, tveggja stærstu borga Sovétrílqanna, í kosning- unum á miðvikudag. Þegar öll atkvæði höfðu verið tal- in í 20 af 22 kjördeildum í Len- íngrad voru 55% kjósenda fylgjandi nafnbreytingunni en 43% á móti. Rússneska þingið verður að stað- festa breytinguna til að hún verði að lögum og talið er að það sé eng- an veginn öruggt að þingið vilji breyta nafninu. Þá hafa kommúnist- Vilja að norðlæg ríki ræði stofnun samstarfsráðs Helsinki. Reuter. BRIAN Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, hyggst bjóða leið- togum sjö norðlægra ríkja, þar á meðal Islands, til fundar um stofnun samstarfsráðs um mál- efni norðurheimsskautssvæðis- ins. Fulltrúi kanadísku stjómarinnar, Tom Siddon, skýrði frá þessu í gær á fundi ríkjanna í borginni Rovani- emi í Norður-Finnlandi þar sem fjallað er um náttúruvernd á norð- urheimsskautssvæðinu. Eiður Guðnason umhverfísráðherra situr fundinn fyrir íslands hönd. Auk Kanada og íslands sitja fundinn ráðherrar og embættis- menn frá Bandaríkjunum, Sov- étríkjunum, Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. ar sagt að sovéska þingið þurfí einn- ig- að leggja blessun sína yfír slíka breytingu. Úrslitin eru mikið áfall fyrir kommúnistaflokkinn og Gorbatsjov, sem hafði hvatt til þess að borgin yrði áfram kennd við Lenín og höfð til vitnisburðar um frækilega mót- spyrnu Sovétmanna í 900 daga umsátri þýskra nasista um borgina í heimsstyijöldinni síðari. Samtök hermanna í stríðinu voru sömu skoð- unar. Leníngrad hefur verið kennd við byltingarleiðtogann frá árinu 1924, er Lenín lést, en Pétur mikli, sem lét reisa borgina árið 1703, gaf henni nafnið Sankti Pétursborg eftir Pétri postula. ítalskir arkitektar hönnuðu borgina og varð hún ein af glæsileg- ustu borgum Evrópu. Hún var höf- uðborg Rússlands í tvær aldir. Róttækur umbótasinni, Anatolíj Sobtsjak, var kjörinn borgarstjóri Leníngrad með 65% atkvæða. Hann hafði hvatt kjósendur til að styðja nafnbreytinguna til að „binda enda á 70 ára bölvun kommúnismans". Frambjóðandi kommúnistaflokksins í kosningunum, Júrí Sevenard, galt mikið afhroð. Umbótasinnaður hagfræðingur, Gavrííl Popov, hafði einnig fengið 65% atkvæða í borgarstjómarkosn- ingunum í Moskvu er atkvæði höfðu verið talin í 30 af 33 kjördeildum. Helsti keppinautur hans, kommún- istinn Valeríj Sajkín, sem gegndi embættinu fyrir nokkrum árum, fékk aðeins um 16% atkvæða. Borgarráð Leníngrad og Moskvu höfðu nokkrum mánuðum áður kjör- ið Sobstjak og Popov sem borgar- stjóra. Þeir eru báðir í Lýðræðislegu Rússlandi, helstu hreyfíngu stjómar- andstæðinga landsins, ásamt Borís Jeltsín. Þeir sögðu sig allir þrír úr kommúnistaflokknum í fyrrasumar. Tígrarnir stóðu að baki morðinu á Gandhi Madras, Amritsar, Nýju Delhí. Reuter. EMBÆTTISMENN sem sjá um rannsóknina á morðinu á Rajiv Gand- hi segjast þess fullvissir að skæruliðahreyfingin Tígrarnir, sem berst fyrir sjálfstæði tamíla á Sri Lanka, hafi staðið að baki morðinu. Gandhi var myrtur á þann hátt að kona nokkur gekk að honum með sprengju á baki sér og þegar hún þóttist lúta honum sprakk sprengjan. Konan þekktist af and- liti sínu sem afskræmdist ekki. í ljós kom að mæðgin höfðu hýst hana og þau voru handtekin á þriðjudag. Það leiddi til þess að lög- reglan hóf leit að fjórum meintum vitorðsmönnum og tókst í framhaldi af því að tengja morðið við Tígrana. 19 frambjóðendur í indversku kosningunum hafa nú verið myrtir, nú síðast Satnam Singh, sem var frambjóðandi eins herskáasta flokks síka í Punjabhéraði. Albanski kommúnistfalokkurinn: Umbótasinnar og harðlínumenn deila hart TílMlníi Pnnlnt* Tírana. Reuter. FJÖGURRA daga stormasömu flokksþingi albanska kommúnista- flokksins lauk í gær með því að kosinn var nýr leiðtogi og skipt um nafn á flokknum. Umbótasinnar innan flokksins sögðu að þrátt fyr- ir það hefði flokknum ekki tekist að segja að fullu skilið við stal- ínska fortíð sína. Nýi flokksleiðtoginn er Fatos Nano, 38 ára umbótasinnaður hag- fræðingur, en hann var forsætisráð- herra skammlífrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir fjölflokka kosn- ingar í apríl. Stjómin neyddist til að segja af sér eftir fjögurra vikna valdatíð vegna yfírvofandi allsheij- arverkfalls. Eftir langar og harðskeyttar deil- ur á flokksþinginu var kosin 81 manns miðstjórn sem í sitja umbót- asinnar og harðlínumenn. Umbótasinnar lýstu vonbrigðum með niðurstöður þingsins. Þeir höfðu vonast eftir því að flokkurinn segði algjörlega skilið við 46 ára fortíð sína. „Umræður leiddu ræki- lega í ljós hversu mikillar uppstokk- unar er þörf í flokknum. Stór hluti flokksmanna skilur ekki nauðsyn breytinga eða kjarna þeirra,“ sagði Spiro Dede, fijálslyndur flokksmað- ur sem kosinn var einn af riturum flokksins. Flokksmenn deildu hart um ar- fleifð Envers Hoxha, fyrrum ein- ræðisherra,_en risastór bronzmynd af honum hékk á aðalvegg fundar- salarins og tróndi yfír ræðumönn- um. Margir gagnrýndu rithöfundinn Dritero Agolli sem fordæmt hefur Hoxha opinberlega fyrir handtökur á pólitískum andstæðingum og leiða þjóðina út í efnahags-, siðferðis- og félagslegt hrun. Agolli hlaut kosningu bæði til miðstjórnarinnar og stjórnmálaráðsins, sem í sitja 13 menn. Hét hann að stuðla að algjörri nýskipan mála í flokknum. Ekkja Hoxha, Nexhmija, kom svartklædd til þingsins og gagn- rýndi flokkinn fyrir að koma manni sínum til varnar að undanfömu. Var hún fjarverandi þegar ný flokksforysta var kynnt. Vestrænir stjórnarerindrekar spáðu í gær, að framundan væru harðar deilur í flokknum sem líkast til myndu enda með uppgjöri og hugsanlegri klofnun í tvo nýja flokka. Ný stjórn Ylli Bufi forsætisráð- herra sór embættiseiða í Albaníuu í gær en í henni sitja fulltrúar fimm helstu stjórnmálaflokka landsins. Hefur hún það verkefni m.a. að undirbúa nýjar þingkosningar að ári. Bufi dró upp dökka mynd af ástandinu og sagði ríkið ramba á barmi gjaldþrots og efnahagshruns. Hét hann því að nýja stjórnin myndi vinna hratt að því að koma á mark- aðshagkerfi, hraða einkavæðingu og gera ráðstafanir er ýttu undir og leiddu til fjárfestinga erlendra aðila í landinu. 150 drepnir á Sri Lanka Colombo. Reuter. YFIR 150 manns voru lamin og höggvin til dauðs í þrem- ur þorpum í Batticaloa-hér- aðinu í austurhluta Sri Lanka í kjölfar átaka milli skæruliða Tamila og örygg- issveita stjórnarhersins á miðvikudag, að sögn þing- mannsins Pararajasingham Joseph. Joseph, sem situr á þingi fyr- ir Batticaloa-hérað, sagði að 20 manns til viðbótar hefðu særst og kveikt hefði verið í 300 íbúð- arhúsum í þorpunum þremur. Hann hefur krafist opinberrar rannsóknar í málinu. Foringi í her landsins sagði að staðfest hefði verið að 52 almennir borgarar hefðu verið drepnir og nokkrir særðir í átökum sem urðu eftir að sex hermenn létu lífíð af völdum jarðsprengju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.