Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.06.1991, Blaðsíða 44
LYklLI.IV> All kÓIII HVÖLDI ÍBECMS LÉTTÖL - svo vel setryggt / SJÓVÁooALMENNAR FOSTUDAGUR 14. JUNI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Kynferðisleg’ misnotkun barna: Eldri systkini tilkynna meint brot gegn yngri BÖRN sem eru misnotuð af kyn- feðrum eru mun yngri en börn misnotuð af stjúpum og virðist tiðni misnotkunar stjúpa aukast KR-ingar á toppinn KR-INGAR sigruðu Val 3:0 að Hlíðarenda í gærkvöldi. Með sigrinum hafa KR-ingar haft sætaskipti við Val á toppi 1. deildar. Valsmenn höfðu unnið alla leiki sína í deildinni fram að þessum leik og Bjarni Sig- urðsson ekki fengið á sig mark í 317 mínútur þegar Gunnar Skúlason skoraði gegn Val í gær. Talsvert á þriðja þúsund manns fylgdist með leiknum, sem fram fór í blíðskaparveðri. A myndinni berjast þeir Gunnar Oddsson og Steinar Adólfsson um knötttinn. Sjá nánar bls. 43. með hærri aldri barnanna. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Aðal- steins Sigfússonar, yfirsál- fræðings Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, sem stofn- unin hefur gefið út, um kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum og unglingum i Reykjavík. Skýrslan byggist á rannsókn á 61 máli sem bárust fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur frá 1. janúar 1983 til 31. mars 1990, en í þeim voru gerendur kyn- feður barna í 23 tilvikum, stjúpar í 10 tilvikum og nágrannar í 10 tilvikum, en óþekktir aðilar í 5 tii- fellum. Flestar tilkynningar bárust frá mæðrum barna, en áberandi margar einnig frá unglingum sem hafa flúið heimili sín vegna kyn- ferðisofbeldis og óttast um afdrif yngri systkina sinna. Um þessar staðreyndir og aðrar sem viðkoma skýrslunni, s.s. eðli kynferðisofbeldisins og tíðni, er fjallað í Daglegu lífi, fylgiriti Morg- unblaðsins í dag. Þá er greint frá meðferð kynferðisafbrotamála í Ósló, en Norðmenn eru taldir standa einna fremst á þessu sviði, sérstak- lega hvað varðar vitnisburð barna gagnvart dómstólum. ÞJOÐHATIÐ UNDIRBUIN Morgunblaðið/Þorkell Ný hagræðingarlán verða heimiluð úr Fiskveiðasjóði Leyfilegt verður að kaupa erlend fiskiskip sem eru eldri en fjögurra ára Morgunblaðið/KGA Sjóðfélagar geta fengið 1,7-1,8 milljónir króna að hámarki að láni úr sjóðnum eftir 10 ára starf og er lánstími lengstur 30 ár. Lánið er verðtryggt samkvæmt láns- kjaravísitölu. 1.200-1.500 manns greiða iðgjöld til sjóðsins en auk starfsmanna Landsbanka og Seðlabanka eru starfsmenn Fisk- veiðasjóðs, Visa-íslands og Reikni- stofu bankanna félagar í sjóðnum. Heildarávöxtun á verðbréfaeign sjóðsins var 5,9% á síðasta ári, en lán til sjóðfélaga voru um þriðj- NÝ reglugerð um starfsemi Fiskveiðasjóðs er nú um það bil að taka gildi. Sjávarútvegsráð- herra kynnti hana á ríkisstjórn- arfundi í gær. Samkvæmt nýju ungur verðbréfaeignarinnar. Iðgjöld til sjóðsins eru 12% og greiða starfsmenn 4% en bankarnir 8%. Réttindin sem sjóðurinn tryggir eru þó meiri en sem nemur þessum iðgjöld- um og þurfa bankarnir þess vegna að leggja sérstaklega til hliðar vegna eftirlaunaskuld- bindinga. I ársreikningi Lands- banka íslands fyrir 1990 var áætluð skuldbinding hans sam- kvæmt úttekt tryggingastærð- fræðings 2.250 milljónir króna reglugerðinni verða útlánaregl- ur sjóðsins einfaldaðar verulega og honum heimilt að veita ný lán til hagræðingar eða fjárhags- legrar endurskipulagningar. í lok ársins. Bankinn hafði lagt til hliðar 1.412 milljónir til að mæta þessum skuldbindingum sínum og skuld hans var 958 milljónir á verðlagi þá. Ákveðið hefur verið að færa þessa fjár- hæð til gjalda á átta árum með jöfnum árlegum afborgunum og voru í því skyni færðar 117 milljónir meðal óreglulegra gjalda. Skuld bankans í efna- hagsreikningi er því vantalin um nálega 838 milljónir. Seðlabankinn hefur að fullu staðið við lífeyrisskuldbinding- ar vegna starfsmanna sinna og lagt til hliðar í því skyni 748,5 milljónir króna. Á síðasta ári voru lögð til hliðar 10% af ið- gjaldslaunum ársins eða 22 milljónir króna. Heildareign sjóðsins nam 2.914 milljónum í árslok 1990, en var 2.411 milljónir í árslok 1989. Með tímanum hefur orðið til töluverður fjöldi reglugerða um lánveitingar sjóðsins, um það bil tveir tugir, en samkvæmt nýju reglugerðinni verða lánaflokkar nú þrír, skipalán, fasteignalán og hagræðingarlán. Kröfur sjóðsins um tryggingar og veð eru óbreytt- ar, það er að ekki verður lánað í skipum nema á fyrsta rétti og til fasteigna verður aðeins lánað gegn veðum, sem stjórnendur sjóðsins telja fullnægjandi. Talin er þörf á þessum breyting- um í ljósi minnkandi fjárfestingar í nýsmíði fiskiskipa vegna kvóta- kerfisins og endurskipulagningar margra fyrirtækja í ljósi þess, en Fiskveiðasjóður stendur vel um þessar mundir og eru vanskil við hann í lágmarki. Þá er felld úr gildi sú takmörkun til lána við kaup notaðra fiskiskipa að utan, að þau megi ekki vera eldri en fjögurra ára. Með þessum hagræðingarlánum er verið að opna fleiri leiðir til lán- töku í sjóðnum, en áfram mun krafizt fullgildra veða og trygg- inga fyrir endurgreiðslu viðkom- andi lána og jafnframt munu allar umsóknir vandlega metnar og að- eins samþykktar, telji stjórnendur sjóðsins þær bæði nauðsynlegar og líklegar til að bæta rekstur og afkomu viðkomandi fyrirtækja. Oljóst er hver eftirsókn verður eftir þessum lánum, meðal annars í ljósi veitinga umtalsverðra upp- hæða úr Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina og Hlutafjár- sjóði. Líklega eiga illa stödd fyrir- tæki litla möguleika á þessum hagræðingarlánum vegna tak- markaðrar veðhæfni. -----*-*-*--- Ólafsvík: Uppboði á togaranum Má fréstað LANDSBANKI íslands fór í gær fyam á að bæjarfógetinn í Ólafsvík frestaði öðru og síðara uppboði á togaranum Má, sem átti að fara fram í dag. Að sögn Björns Líndals, aðstoðarbanka- sljóra, verður uppboðinu frestað þar til réttarhléi lýkur síðar í sumar. Ólafsvíkurbær, Verkalýðsfélagið Jökull og útgerðarfélögin Tungufell og Útver í Ólafsvík hafa stofnað með sér hlutafélag til að hefja aftur vinnslu í húsum Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Lögðu fulltrúar þessara aðila í gær tilboð fyrir bústjóra þrotabús Hraðfrystihússins um að taka eign- ir þess á leigu. Landsbanki íslands er stærsti kröfuhafi í búið og segist Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri, vera svartsýnn á að af hálfu Landsbank- ans verði fallist á þær hugmyndir, sem fram hafi komið af hálfu hins nýja félags. Afstaða verði tekin til þeirra í næstu viku. Sjá nánar á miðopnu. Lífeyrissjóður Landsbanka og Seðlabanka: Vextir hækkaðir á lánum til félaga í lífeyrissjóðnum Skuld Landsbanka Islands vegna lífeyris- skuldbindinga 838 milljónir í árslok 1990 LÍFÉYRISSJOÐUR Landsbanka og Seðlabanka íslands hefur hækkað vexti af lánum til sjóðfélaga úr 4% og 4,5% í 4,9% og af nýjum lánum úr 4% í 5,5%. í ályktun stjórnar lífeyrissjóðsins vegna hækkunarinnar segir að hún sé gerð vegna þess að krafa um samræmingu vaxtakjara sé orðin almenn og til þess að styrkja getu eftirlaunasjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.