Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 15

Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991 15 að stefnan vísi fram á við, í stað þess að skírskota sífellt til liðinna tíma og ótta við framtíðina. íslensk stjórnmál, ekki hvað síst á vinstra vængnum, eiga við heilmikinn raun- veruleikavanda að glíma. Ólafur Ragnar áleit með réttu það einn sinn markverðasta sigur, þegar frá miðstjórn Alþýðubandalagsins kom ályktun um landsmái sem að nokkr- um hluta tók tillit til raunveruleik- ans í kringum sig, og kallaði flokk- inn Raunveruleikabandalag tii að- greiningar frá Alþýðubandalaginu. Þegar búið er að viðurkenna raun- veruleikann sem er fyrsta skrefið, er það næsta að finna sameiginleg- an samstarfsgrundvöll, áður en lengra er haldið. Þegar það er kom- ið gæti farið að eygja undir tíma sameinaðrar fylkingar íslenskra jafnaðarmanna. í hugleiðingum um samruna vinstri manna má ekki gleyma því sem að framan er sagt. Hugtökin hægri og vinstri eru ónothæf í þessu samhengi. Afturhaldssömustu skoðanir á mörgum sviðum þjóð- mála eru í Framsóknarflokki en þó enn frekar í Alþýðubandalaginu. Meðan Alþýðuflokkurinn hefur bar- ist fremur öðrum fyrir frjálslyndi, efnahagslegri opnun landsins og viðskiptalegu fijálsræði, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að vera hlutverk þess flokks sem atvinnurekendur styðja og styrkja. Kannski Alþýðuflokkurinn eigi jafn mikla eða meiri samleið með laun- þegafylgi Sjálfstæðisflokksins eins og svokölluðum vinstri flokkum ? Þegar stjórnarsamstarf núver- andi stjórnarflokka var ákveðið, töldum við jafnaðarmenn okkur hafa mun meiri möguleika á því að geta með afgerandi hætti haft áhrif á marga mikilvæga málaflokka. Sumt af þessu voru málaflokkar sem ekki hafði verið samstaða um í fyrrverandi ríkisstjórn, eða mál sem urðu að deiluefni þáverandi stjórnarflokka í kosningabar- áttunni. Við töldum okkur hafa vil- yrði fyrir verulegri tiltekt á þremur megin sviðum: landbúnaðarmálum, sjvarútvegsmálum og ríkisflármál- um, auk þess sem haldið yrði fram stefnu fyrrverandi stjórnar á samn- ingum um EES, Atlantsál og í hús- næðismálum. Þá yrðu umhverfismál sett í mun meiri brennidepil er var. Auðvitað bæri það vott um barn- askap, ef ég fuliyrti eitthvað um pólitíska niðurstöðu úr þessum málum, þegar upp verður staðið. Kannski verða þátttakendur báðir fyrir vonbrigðum. Verkefnin eru stór og viðfangsefnin erfið. Samningarnir um Evrópska efnahagssvæðið eru afar erfiðir og ólíklegt er annað en niðurstaðan muni valda deilum. Því meira sem frávikið frá ítrustu kröfum verður þeim mun erfiðara verður að sætta fólk við niðurstöðurnar. Þar verður fiskurinn viðkvæmastur. Endurnýjun þjóðarsáttar verður einnig vandasöm, ekki hvað síst ef óraunhæf eftirvænting nær tökum á almenningsálitinu. Þo verða ríkis- fjármálin sá mikli prófsteinn sem mikið veltur á að takist að um- breyta úr sífelldri uppsprettu verð- bólgutilhneiginga og umframeyðslu í það að jafnvægi sem ásamt öðru er forsenda stöðugleika í efnahags- málum. Svona má vissulega halda áfram. Fyrir Alþýðuflokkinn skiptir miklu að ná áfanga í að létta iandbúnaðar- byrðum af almenningi og ná ásætt- anlegri niðurstöðu í sjávarútvegs- málum. Þessi mál hefur hann sett á oddinn og því skiptir hann miklu hver afdrif þeirra verða. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að vissulega steðji ýmsar innri sem ytri hættur að núverandi ríkis- stjórn. Mesta hættan er sú, ef hún nú strax í upphafi ferils síns megnar ekki að ljúka þeim samningum um framtíðai’viðskiptaramma evrópu- ríkjanna, sem unnið hefur verið að um tevggja ára skeið. Þeir samningar eru slíkt iífs- spursmál fyrir þjóðina að um þá verður að skapast þolanleg eining. Su eining verður að byija hjá stjórn- arflokkunum sjálfum. 17. júní hátíðahöld í Kaupmannahöfn: Karlakórinn Heimir úr Skagafirði setti svip sinn á þau Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgfunblaðsins. AÐ VENJU var haldið upp á þjóðhátíðardaginn í Kaupmanna- höfn. Laugardaginn 15. júní var strandveisla úti á Amager, þar sem hægt var að glóðarsteikja kjöt á langeldum. Það hefur rignt af krafti undanfarna daga og gert hagl og þrumuveður, en ein- mitt þetta kvöld hékk hann þurr og veðrið var milt og hlýtt. Sunnudaginn 16. júní var hátíð- arguðsþjónusta í Sankti Pálskirkju. Fyrir athöfnina spilaði lúðraflokkur safnaðarins fyrir utan kirkjuna í 20 mínútur. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði, sem er á ferð um Dan- mörku þessa dagana, söng tvö lög í kirkjunni og sr. Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup að Hólum prédikaði, en hann er einnig kórfé- lagi. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason. Um þijú hundruð manns voru við athöfnina, þar af mörg börn, sem bæði gátu setið í kirkjunni, en einnig var boðið upp á barngæslu. Eitt barn var skírt og sr. Lárus Guðmundsson Hafnar- prestur hefur þann góða sið að bjóða viðstöddum börnum að standa í kringum skírnarfontinn meðan skírt er, svo börnin settu fallegan svip á athöfnina. Eftir messuna var að vanda gengið í messukaffi upp í Jónshús sem liggur steisnar frá. Fyrir utan húsið söng karlakórinn aftur, auk þess sem harmónikuleikari lék og stjórnaði almennum söng og sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn, Ingvi S. Ingvarsson, hélt þjóðhátíð- arræðu. Á sjálfan 17. júní voru svið á boðstólum í Jónshúsi og niðri í Koge, sem er nágrannabær Kaup- mannahafnar, stóð Karlakórinn Heimir fyrir samsöng. ISLANDSBANKI Veðdeild íslandsbanka ,kt. 421289-9569 Ármúla 7, Reykjavík Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1991 Heildarfjárhæð kr. 1.000.000.000. Utgáfudagur 4. júní 1991 Flokkur Gjalddagi Upphæð l.fl.A1991 03.04.1995 100.000.000 l.fl.B1991 03.04.1996 200.000.000 1.Í1.C1991 03.07.1996 100.000.000 l.fl.D1991 03.04.1997 200.000.000 1.H.E1991 03.07.1997 200.000.000 1 .fl.F 1991 03.07.1998 100.000.000 l.fl.G1991 03.07.1999 100.000.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Grunnvísitala er 3093. Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu nú 8,7% Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. iiargii ISStl írl Góðan daginn! ÞAB GENGUR MED Ginge P 420 □ Vönduö, létt og lipur □ kraftmikill Briggs & Stratton Quantum mótor □ 42 sm hnífur □ þægileg hæöarstilling í einu handfangi □ grassafnari sem lætur ekki sitt eftir liggja Ginge er val hinna vandlátu - gæðanna vegna. Ginge Park 46 BL drifvél □ Fagmennirnir kalla hana „Rolls Roys" sláttuvélanna □ valsasláttuvél; 46 sm vals, klippir grasflötina listavel □ Briggs & Stratton mótor Góö varahluta- og viðhaldsþjónusta. Sparaðu þér sporin og komdu beint til okkar. Slátluféla mdrkaðurínn G.A. Pétursson hf. Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Ilöfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.