Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991
17
Strætó fyrir heilsuna
eftir Kristínu A.
Ólafsdóttur
Nú, þegar þjóðin er rækilega
að vakna til vitundar um umhverf-
isvernd, ákveða snillingar Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn Strætis-
vagna Reykjavíkur að minnka
þjónustu almenningsvagna. Þeir
hafa lagt til að vagnarnir ferðist
á tuttugu mínútna fresti allan árs-
ins hring og auk þess verði skorið
aftan af kvöldakstrinum á virkum
dögum og framan af morgun-
akstri á sunnudögum. Fyrir nokkr-
um árum fækkuðu Sjálfstæðis-
menn ferðum vagnanna úr fjórum
á klukkustund niður í þrjár yfír
sumartímann og nú á það sama
að ganga yfir vetrartímann.
Samhengið gleymist
Þetta er eina leiðin sem meiri-
hlutinn í stjórn SVR kann til þess
að bregðast við fækkun viðskipta-
vina vagnanna. Viðskiptavinunum
er refsað fyrir það að allir hinir
nota einkabílinn. Sjálfstæðismenn-
irnir sjá ofsjónum yfir niður-
greiðslum borgarsjóðs á rekstri
strætisvagnanna sem er u.þ.b. 1
milljón á dag þetta árið. Þeir
gleyma þá að telja þar á móti sam-
félagslegan sparnað sem vinnst
með strætisvagnaþjónustunni.
Eða hve háar skyldu upphæðirnar
verða ef allir núverandi farþegar
strætisvagnanna ferðuðust á
einkabilum. Þar þyrfti að tína til
gjaldeyriskostnað vegna fleiri bíla
og meira eldsneytis, aukinn kostn-
að við gatnakerfi og bílastæði
borgarinnar og örugglega aukinn
kostnað af óhöppum og slysum í
umferðinni. Þetta samhengi
gleymist þegar býsnast er yfir
kostnaði borgarsjóðs vegna stræt-
isvagnanna að ekki sé nú minnst
á þátt almenningssamgangna í að
sporna gegn umhverfismengun
einkabílaflotans.
011 höfum við áhyggjur af fækk-
un viðskiptavina SVR. Síðustu 3
árin hafa þeir verið u.þ.b. 7.3 millj-
ónir árlega en voru tæplega 10
milljónir 1985 og 14 milljónir
1973. En viðbrögð meirihlutans í
stjórn SVR bera vott um vanhæfni
til stjórnunar. Ýtt er undri áfram-
haldandi samdrátt með því að
leggja uppp laupana í stað þess
að nýta þau sóknarfæri sem vissu-
lega eru fyrir hendi.
Vannýtt sóknarfæri
Sóknarfærin felast m.a. í vakn-
andi vitund almennings um um-
hverfisvernd og hollustu. í nýlegri
skoðanakönnun Felagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands lagði
stærsti hluti svarenda (rúm 86%)
áherslu á umhverfisvernd sem
meginverkefni nýrrar ríkisstjórn-
ar. Hér í Reykjavík er varla hægt
að stíga stærri skref til umhverfis-
verndar en með því að draga úr
umferð einkabíla. Þess vegna á
að auglýsa strætó sem umhverfis-
vænan farkost.
Nútímafólki er ljóst að auk
margvíslegrar mengunar eru
streita og hreyfingarleysi skæð-
ustu óvinir heislu okkar. Strætó
getur þjónað heilsu stressaðra
kyrrsetumanna mun betur en
einkabíllinn. Spölurinn til og frá
stoppustöð setur blóðrásina af
stað, liðkar skrokkinn og gefur .
vænan súrefnisskammt. Strætó-
ferðina má nota til slökunar og
hugleiðslu eða til þess að kíkja í
morgunblöðin. Nokkuð sem
bílstjórum einkabílanna er ómögu-
legt að njóta á meðan þeir koma
sér milli staða. Strætó er því óhætt
að auglýsa sem hentuga heislubót.
Sparað með strætó
Þá er eftir að tíunda persónuleg-
an sparnað þeirra sem draga úr
notkun einkabílsins með því að
ferðast t.d. úr og í vinnu með
strætisvögnum. Skrifstofustjóra
SVR reiknaðist svo til fyrir hálfu
öðru ári að tveggja bíla heimili
sparaði 40-50 þúsund krónur á ári
ef bæði hjónin notuðu strætó til
og frá vinnu fjóra daga af fimm.
Forsendurnar voru þær að hjónin
byggju í austurhverfunum, Breið-
holti eða Grafarvogi og sæktu
vinnu í Kringlu og miðbæ. Strætó
er því óhætt að auglýsa sem leið
til sparnaðar, bæði fyrir hvern við-
skiptavin og fyrir heildina.
Mér er ljóst að strætisvagnar
borgarinnar geta ekki nýst öllum,
t.d. ekki þeim sem þurfa að kom-
ast á marga staði í stuttum tíma.
Ég er þó sannfærð um að margur
maðurinn sem nú ferðast tvisvar
á dag á sínum einkabíl og til og
frá föstum vinnustað gæti fundi
kosti þá sem bjóðast honum og
borgarsamféláginu með því að
nýta frekar þjónustu SVR. En það
þarf oft að ýta rækilega við okkur
til þess að við breytum lífsháttum
okkar, ekki síst ef þeir tengjast
stundarþægindum og leti.
Markaðssókn
Strætisvagnar -Reykjavíkur
ættu nú að leggja talsvert fé í
markaðsátak og áróður fyrir þjón-
ustu vagnanna og freista þess að
ná í fleiri viðskiptavini, ná til nýrra
„markhópa" eins og fagmenn í
markaðsmálum myndu orða það.
Það er inntakið í tillögu Nys vett-
vangs og Kvennalista sem lögð
var fram í borgarráði sem andsvar
við uppgjafatillögu sjálfstæðís-
GARÐASTAL
Afgreitt eftir máli.
Allir fylgihlutir.
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
manna. Tillaga okkar kveður einn-
ig á um það að þjónustan verði
aukin og bætt á þeim tímum sem
flestir fara í og úr vinnu.
Borgarstjórn Reykjavíkur á nú
valið á milli þessara tveggja kosta
til þess að bregðast við minnkandi
notkun almenningssamgangna í
borginni. .Vonandi verða borgar-
fulltrúar nógu víðsýnir til þess að
skapa SVR möguleika á að þjóna
umhverfi, heilsu og buddu borg-
arbúa betur en meirihluti stjórnar-
innar vill gera.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
„Strætó getur þjónað
heilsu stressaðra kyrr-
setumanna mun betur
en einkabíllinn. Spölur-
inn til o g frá stoppustöð
setur blóðrásina af
stað, liðkar skrokkinn
og gefur vænan súrefn-
isskammt. Strætóferð-
ina má nota til slökunar
og hugleiðslu eða til
þess að kíkja í morgun-
blöðin.“
Kristín Á. Ólafsdóttir
■ ■
fýrir Charbroiled
QRbA-
^ v_ _i i i mM’
STTSM
ásamt sðpu og salatbar,
með fersku garðsalati og ótal tegund-
um af öðru grænmeti. Charbroiled
þýðir glóðarsteikingu yfir opnum eldi,
sem gefur steikinni sérstakt bragð,
betra en þú átt að venjast.
Hálft gjald fyrir börn 6-12 ára og
ekkert fyrir þau yngri.
Fyrir foreldra og tvö börn
t.d. 12og5ára
Það er ódýrara en að elda jafngóða
máltíð heima.
Svo höfum við barnahorn með
skemmtilegum leikföngum, sem hafa
ofan af fyrir smáfólkinu meðan for-
eldrarnir borða.
ASKUR
Steikhús Suðurlandsbraut 4 S? 38550