Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 25

Morgunblaðið - 20.06.1991, Page 25
'kb'RGtíMBli&S’^ÍÆÍÍÍÍtfMSé^^O-.’ m 1991 25 ALMANWATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. júní 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 12.123 ’A hjónalífeyrir ...................................... 10.911 Full tekjutrygging .................................... 22.305 Heimilisuppbót ......................................... 7.582 Sérstök heimilisuppbót ................................. 5.215 Barnalífeyrirv/1 barns ................................. 7.425 Meðlag v/1 barns ....................................... 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ...........................4.653 Mæðralaun/feðralaunv/2ja barna ........................ 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barnaeðafleiri .............. 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða ......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ...................... 11.389 Fullurekkjulífeyrir ................................... 12.123 Dánarbætur Í8 ár (v/slysa) ............................ 15.190 Fæðingarstyrkur ....................................... 24.671 Vasapeningarvistmanna ................................... 7.474 Vasapeningarv/sjúkratrygginga .......................... 6.281 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ........................... 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ......................... 517,40 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri .............. 140,40 Slysadagpeningareinstaklings .......................... 654,60 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 19. júní. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur sl. 92,00 67,00 79,12 47,428 3.752.459 Ýsa sl. 120,00 45,00 78,58 37,757 2.966.959 Karfi 35,00 31,00 34,72 38,808 1.347.378 Ufsi 50,00 45,00 47,14 3,673 173.145 Steinbítur 62,00 46,00 53,19 2,295 122.120 Langa 47,00 44,00 46,07 0,282 12.993 Lúða 305,00 30,00 143,79 0,858 123.375 Skarkoli 72,00 59,00 59,89 7,172 429.585 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,071. 4.260 Keila 10,00 10,00 10,00 0,008 80 Rauðmagi 35,00 35,00 35,00 0,044 1.540 Skata 20,00 20,00 20,00 0,032 640 Skötuselur 170,00 170,00 170,00 0,482 81.940 Grálúða 75,00 75,00 75,00 0,058 4.350 Blandað 20,00 20,00 20,00 0,148 2.960 Undirmál 69,00 20,00 63,70 1,646 104.856 Samtals 64,85 140,764 9.128.641 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (sl.) 99,00 69,00 82,34 55,244 4.548.712 Ýsa (sl.) 139,00 78,00 87,05 7,642 665.273 Keila og bland 15,00 15,00 15,00 0,053 795 Steinbítur 50,00 34,00 45,14 0,293 133.226 Skata 79,00 79,00 79,00 0,004 316 Keila 29,00 15,00 28,64 0,392 11.228 Undirmál 65,00 50,00 56,81 2,590 147.125 Hlýri/Steinbítur 40,00 40,00 40,00 2,385 95.400 Sólkoli 83,00 83,00 83,00 0,495 41.085 Lúða 395,00 255,00 288,19 0,069 19:885 Ufsi 47,50 41,00 46,19 66,034 3.050.187 Skarkoli 41,00 41,00 41,00 0,496 20.336 Langa 55,00 47,00 47,52 1,734 82.402 Karfi 46,00 15,00 36,22 55,003 1.992.074 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,016 240 Samtals 55,54 192,450 10.688.284 Selt var Or Hauki GK, Sveini Jónssyni og fl. FISKMARKAÐURINN ÞORLÁKSHÖFN Þorskur sl. 79,00 79,00 81,40 1,339 168.998 Þorskur smár 78,00 78,00 78,00 0,801 39.076 Ýsa sl. 85,00 74,00 74,68 8,025 599.329 Karfi 34,00 31,00 31,82 53,278 1.695.143 Ufsi 49,00 45,00 48,13 0,512 24.644 Steinbítur 36,00 33,00 33,57 3,300 110.802 Langa 60,00 60,00 60,00 0,082 4.929 Öfugkjafta 20,00 20,00 20,00 0,104 2.080 Skarkoli 44,00 30,00 30,55 5,706 174.359 Keila 20,00 20,00 20,00 0,044 880 Skata 270,00 270,00 270,00 0,035 5.950 Blandað 64,00 64,00 64,00 0,154 9.856 Undirmál 79,00 73,00 73,40 8,025 599.329 Samtals 42,62 79,130 3.113.315 Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 9. apríl -18. júní, dollarar hvert tonn Dans-og söngskemmtun á hótel Islandi í allt sumar í HJARTASTAÐ, eða „Love Me Tender,“ er heiti á dans- og söngvaskemmtun sem verður frumsýnd á hótel íslandi annað kvöld. A sýningunni verða aðal- lega leikin lög frá gullöld rokks- ins, 1955 - 1965 en fjöldi þekktra söngvara, tónlistarmanna og dansara mun taka þátt í henni. Að sögn Björns G. Björnssonar, leikstjóra sýningarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem svo viðamikilli sum- arskemmtun er hleypt af stokkun- um í hótelinu. Öll lögin, sem spiluð verða, eru erlend og ætti sýningin því ekki síður að henta útlendum ferðamönnum en íslendingum. „Margir hafa kvartað undan doða og tilbreytingarleysi í skemmtana- lífi höfuðborgarinnar á sumrin. Til- gangurinn með þessari skemmtun er ekki síst sá, að auka fjölbreytn- ina hvað þetta varðar og nú ættu íslendingar ekki að vera í vanda staddir ef þá langar til að bjóða erlendum vinum upp á mat og skemmtun,“ segir Bjöm. Auk leikstjórnar skrifaði Björn handrit og sá um útlitshönnun sýn- ingarinnar. Björgvin Halldórsson er tónlistarstjóri en auk hans sjá þau Anna Vilhjálms og Ari Jónsson um sönginn. Hljómsveitin „Sputn- iks“ sér um hljóðfæraleik undir stjórn Jons Kjells en Helena Jóns- dóttir og danshópurinn Stjörnurní r um dansatriði. Alls eru um tuttugu manns sem syngja, leika og spila á skemmtuninni og hafa flestir þeirra tekið þátt í svipuðum sýningum. Skemmtunin, í hjartastað, hefst með þríréttuðu borðhaldi, eins og venja er með aðrar stórsýningar á hótel Islandi. Að því loknu hefst sjálf skemmtunin. Hún saman- stendur af fjörutíu lögum frá því tímabili sem margir nefna gullöld rokksins, 1955 - 65. Sum lögin verða spiluð í fullri lengd en hlutar úr öðrum í syrpum. Sérstakar söngvasyrpur verða teknar með lög- um Elvis Presleys, Everly bræðra, Pauls Anka, Brendu Lee, Connie Frances og Platters. Svo skemmtilega vill til að nú í ár á Anna Vilhjálms merkilegt starfsafmæli sem söngkona en hún kom fyrst fram í Gúttó við Tjörn- ina, fyrir þijátíu árum. í samtali við Morgunblaðið sagði hún að mörg laganna sem hún syngi nú í sumar hefði hún einnig sungið snemma á ferli sínum og sýndi þetta betur en margt annað hvernig rokk- ið stæðist tímans tönn. Sérstök dansatriði verða á milli rokksyrpanna og rná þar meðal annars nefna dansa við lög úr söng- leiknum „West Side Story.“ Helena Jónsdóttir danshöfundur sagði að henni fyndist mjög ánægjulegt að starfa við þessa sýningu því að rokkið byði upp á óþijótandi mögu- leika við samningu nýrra dansa. Það ætti einkar vel við að nota lög úr „West Side Story“ því að sá söng- leikur hefði einmitt verið saminn þegar rokkið var upp á sitt besta. En hvernig finnst ungum dönsur- um að taka þátt í sýningu sem er byggð á meira en aldarfjórð- ungsgömlum rokklögum? Morgun- blaðið tók þau Ernu Ómarsdóttur, Gunnar Már Sverrisson og Jóhann G. Johannsson tali en þau hafa ekki áður tekið þátt í slíkri sýn- ingu. Þeir Gunnar Már og Jóhann sögðu að rokkið væri í miklu uppá- haldi hjá þeim enda væri það ekki tilviljun að það væri nánast orðið sígilt meðan aðrar yngri tónlistar- stefnur hefðu liðið undir lok. Erna tók undir orð piltanna og kvaðst ekki vera í vafa um að rokkið væri í sókn, ekki síst á meðal ungs fólks. „Margir af yngri kynslóðinni verða undrandi þegar þeir kynnast þeim fjölbreytileika sem rokkið býður upp á, bæði hvað varðar fjör og ró- mantík. Sífellt fleiri dansarar kjósa að dansa eftir gömlu rokklögunum enda virðist rokkið yngjast með aldrinum," sagði Erna að lokum. Alþjóðasamtökin Delta Kappa Gamma: * Landssambandsþing Is- landsdeilda samtakanna SEX íslandsdeildir alþjóðasam- takanna Delta Kappa Gamma héldu landssambandsþing að Bif- röst í Borgarfirði dagana 1.-2. júní sl. Dr. Janet W. Shelver, nú- verandi alþjóðaforseti Delta Kappa Gamma, var gestur á þing- inu. Dr. Janet W. Shelver er skólasál- fræðingur að mennt og starfar í Suður - Dakota. Starf hennar sem forseta felst m.a. í því að heim- sækja lands- og ríkjasambönd og kynna sér störf þeirra. Alþjóðasamtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Texas, Bandaríkjunum árið 1929. Á íslandi var fyrsta deildin stofnuð árið 1975 en fyrsta Evrópudeildin var stofnuð í Noregi árið 1970. Nú eru sex deildir starfandi innan íslensku samtakanna. í Alþjóðasamtökunum eru nú um 167 þúsund konur í frá hinum ýmsu löndum heims. Alþjóðasam- tökin skapa alþjóðleg tengsl milli kvenna sem starfa að kennslu- og rannsóknarstörfum og greiða leiðir til skoðanaskipta bæði heima og erlendis. Hlutverk samtakanna er að veita konum tækifæri til þess að ræða uppeldis- og fræðslumál á öllum skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla, og leitast við að hafa áhrif á skólastefnur og löggjöf. Aðalverkefni íslenska landssam- bandsþingsins var að þessu sinni að ræða álitsgerðir deildanna er unnar voru úr nokkrum þáttum Framkvæmdaráætlunar Mennta- málaráðuneytisins í skólamálum: „Til nýrrar aldar.“ Aðalframsögu- maður var Gerður G. Óskarsdóttir M. Ed. Dr. Janet W. Shelver Alþjóðafor- seti Delta Kappa Gamma Society International. Á landssambandsþinginu var Hertha Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, kosin nýr forseti landssam- bandsins til næstu tveggja ára. Fráfarandi forseti dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir er núverandi fulltrúi Evrópu og situr í stjórn Alþjóða- samtakanna. Sólstöðugangan á miðnætti SJÖUNDA Sólstöðuganga Nátt- úruverndarfélags Suðvesturlands hefst á fimmtudagskvöldið á mið- nætti með næturgöngu í Viðey. Þátttakendur mæta út í Viðey við kirkjuna klukkan 24. Ferðir verða úr Sundahöfn með Maríusúðinni kl. 22.50 og 23.20. Gengið verður austur eyna og miðnæturbál kveikt kl. 1.30 síðan gengið til baka og beðið sólarupprás- ar á Sjónarhóli. Þaðan verður gengið um vestureyna til kl. 5 að-farið verð- ur í siglingu um sundin. Úr þeirri ferð verður komið kl. 7 og árbítur snæddur við útigrill. Við brottför frá eynni kveður Þórir Stephensen stað- arhaldari hópinn. Þá verður siglt út á Engeyjarsund og inn á gömlu höfn- ina að Miðbakka við Grófarbryggju. Um kl. 8 verður gengið frá borði og ströndin skoðuð og sjávargatan gengin að fyrsta bænum á göngunni. Þar verður Mjöll Snæsdóttir forn- leifafræðingur spurð til vegar. Kvöldgangan hefst kl. 20 rneð því að gengið verður-um sýningu nem- enda í Barnaskóla Bessastaðahrepps um náttúru- og umhverfisvemd. Eft- ir að hafa skoðað sýninguna verður bryddað upp á þeirri nýjung að þátt- takendur sjálfir gangi án fararstjóra á milli fræðslustöðva sem settar hafa verið upp á nokkrum stöðum. Á sól- stöðumínútunni kl. 21.19 verður stutt athöfn á Breiðabólstaðaeyri á Álftanesi. Lýkur göngunni í Öskjuhlíð kl. 12 á miðnætti. Öllum er heimil þátttaka í sól- stöðugöngunni og geta komið og -farið hvenær sem er. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.