Morgunblaðið - 20.06.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
j ^ - ^ 'k s-\ J i- T , ()
IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991
43
KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SAMSKIPADEILDIN)
Ásgeir Elíasson vildi þakka húf-
unni góðu sigurinn gegn Víði.
Fyrsti
sigur FH
ÞAÐ var tilviljunarkenndur
langspyrnubolti sem boðið var
upp á í leik FH og Stjörnunnar
í Kaplakrika. Leikurinn var þó
langt ífrá tíðindalaus. FH nýtti
færin og vann fyrsta leikinn á
tímabilinu, 2:0.
Liðin skiptust á að sækja í fyrri
hálfleik en sóknaraðgerðir
beggja liða voru tilviljunarkenndar
og sendingar yfirleitt afleitar. Leik-
urinn einkenndist
Guðjón öðru fremur af
Guðmundsson miklu fáti leik-
skrífar manna beggja liða,
sendingar voru óná-
kvæmar og leikmenn lengi að finna
samheija.
í síðari hálfleik var heldur meiri
pressa á vöm Stjömumanna en
þess á milli datt leikurinn niður í
langspymur án markmiðs og hroða-
le'g varnarmistök sáust á báða bóga.
Bæði lið verða að taka sig verulega
áj- þétta vamir og ná upp betra
samspili, ef þau eiga ekki að verða
öðmm liðum auðveld bráð í kom-
andi átökum.
SKOTFIMI
Carl í 3. sæti
í Danmörku
Carl J. Eiríksson hafnaði í 3.
sæti riffilskotfimi í A-flokki á
opnu móti í Danmörku um helgina.
Carl hlaut 588 stig.
Carl keppti nýlega á tveimur
heimsbikarmótum í riffilskotfimi
með það fyrir augum að ná ólympíu-
lágmarki, sem er 590 stig. A fyrra
mótinu sem fram fór í Miinchen
náði hann 580 stigum og á hinum
mótinu sem fram fór í Ziirich hlaut
hann 586 stig.
Þakka veiðihúf-
unni sigurinn
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram
„VIÐ vorum allt of linir í fyrri
hálfleik og hefðum átt að geta
skapað okkur miklu fleiri færi,“
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari
Fram, eftir sigur á Víði í Garðin-
um ígærkvöldi, 1:2. „Við nýtt-
um þau færi sem við fengum
þokkalega, en ég get ekki sagt
að við höfum átt nein dauða-
færi og ég verð að þakka veiði-
húfunni góðu þennan sigur."
Það voru Víðismenn sem byij-
uðu leikinn af krafti og sóttu
stíft í fyrri hálfleik. Þeir uppskáru
árangur erfiðisins áður en stundar-
fjórðungur var lið-
inn af leiknum.
Framarar komust
fljótlega inn í leikinn
en náðu aldrei að
skapa hættu í nálægð við Víðis-
markið. Er 10. mín. voru til leikhlés
náðu þeir þó að jafna.
Helgi Bragi
Bárðarson
skrifar
úrGarðinum
Gestirnir komu grimmari í leikinn
eftir hlé og létu meira á sér bera.
Víðismenn fengu vítaspyrnu þegar
tvær mínútur voru liðnar, er Karli
Finnbogasyni var skellt gróflega í
vítateig Fram. Vilberg Þoivaldsson
tók spyrnuna, en Birkir Kristinsson
kastaði sér í hægra hornið og varði
örugglega. Skömmu síðar komust
Framarar yfir og héldu til leiksloka.
„Þetta er alveg með ólíkindum.
Við spiluðum vel, en það vantar
bara að skora og nýta þau færi sem
við fengum," sagði Óskar Ingi-
mundarson, þjálfari Víðis. „Framar-
ar skora hins vegar þessi mörk upp
úr engu. Það má segja að þetta
hafi verið unninn leikur sem fór í
vaskinn. Þetta er alls ekki búið hjá
okkur og það er vel hægt að vinna
næstu leiki, þó svo að á brattan sé
að sækja. Skilyrðið er þó að við
náum að skora mörk.“
1B^%Steinar Ingimundarson
tekur homspymu á 13.
mín. og boltinn fer beinl á höfuð
Daníels Einarssonar, sem skallar
knöttinn í netið. Birkir Kristinsson,
markvörður Fram, átti ekki
möguelika á að verja.
1B Steinar Guðgeirsson
■ I bmnaði með boltann
upp vinstri kantinn og lék af sér
nokkra Víðismenn. Gaf knöltinn í
vinstra vítateigshomið þar sem
Jón Erling Ragnarsson tók bolt-
ann lék í átt að markinu og af-
gieiddi hann í netið á 35. rnínútu.
1B Kristinn R. Jónsson
■ sendi knöttinn fni hægri
vængnum yfir á Steinar Guðgeirs-
son, sem var í vitateig Víðis-
manna. Hann kom stuttri sendingu
á Ríkharð Daðason sem komst í
nágvígi við Jón Örvar við mark-
stöng, en náði að renna knettinum
framhjá honum og í netið á 72.
Morgunblaðið/Bjarni
Júgóslavinn Dervic tekur hér á loft og nær til
knattarins áður en leikmaður Stjömunnar nær að
hreinsa frá.
Hörður Magnússon skoraði markið á 82. mín.
— Hann fékk langa sendingu frá Bimi Jónssyni,
lék í átt að marki og skaut fostu skoti í fjærhornið.
2a^\ Andri Marteinsson skoraði markið á 90. mín.
■ —* Hann fékk boltann á miðjum eigin vallarhelm-
ingi, lék í átt að marki, sneri á varnamann og markvörð
Stjömunnar og sendi knöttinn í mannlaust markið.
FRJALSIÞROTTIR
„Boðið frá Bislett
ekki áhugavert“
- segir Sigurður Einarsson, spjótkastari
Boðið um að keppa á Bislett var Strákamir hefðu þurft að borga með
ekki svaravert," sagði Sigurður sér,“ sagði Magnús, sem sagði að það
Einarsson, spjótkastari. Eins og sagt væri alfarið í hönduin íþróttamanna
var frá í gær var boð til Sigurðar sjálfra að velja þau mót sem jieim
Einarssonar og Péturs Guðmundsson- hentar hveiju sinni.
ar, kúluvarpara, dregið til baka, en
boð til Einars Vilhjálmssonar, sem Einar Vilhjálmsson, sem er einn
hefur margoft keppt á Bislett, stendur cftirsóttasti spjótkastari heima á al-
enn. Leikamir á Bislett er Grand þjóðlegum mótum, hefur átt við
Prix-stigamót. meiðsli að stríða. Hann sagði í viðtali
Magnús Jakobsson, formaðúr við Morgunblaðið á dögunum, að hann
Frjálsíþróttasambands íslands, sagði hefði áhuga að keppa á Grand Prix-
að boðið sem hafi komið frá Bislett móti í Stokkhólmi 2. júlí og á Bislett
hafi ekki verið áhugavert fyrir þá. 6. júlí, en honum var boðið að keppa
„Þeim var boðið frítt uppihald, en á þessum mótum, eins og flestum
aðeins greiðsla á hálfu fargjaldi. Grand Prix-mótum.
KORFUKNATTLEIKUR
Bigir þjálf-
ar KR-liðið
BIRGIR Guðbjörnsson var í gær
ráðinn þjálfari úrvalsdeildarl-
iðs KR í körfuknattleik. Hann
tekur við liðinu af Páli Kol-
beinssyni.
Birgir var aðstoðarmaður Páls
frá síðustu áramótu með góð-
um árangri. Páll mun þjálfa yngri
flokka félagsins, en snúa sér alfarið
að því að leika með meistaraflokki.
Birgir þjálfaði KR 1987 og kom
liðinu þá. í úrslit gegn Njarðvík.
Hann á yfir 300 leiki að baki með
meistaraflokki KR og þekkir því vel
til í herbúðum Vesturbæinga.
Að sögn Ingólfs Jónssonar, form-
anns körfuknattleiksdeildar KR,
bendir allt til þess að KR verði með
sama lið næsta vetur, nema að
Birgir Guðbjörnsson.
Axel Nikulásson hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna. Jonathan
Bow verður líklega með KR áfram,
en hann er nú í Bandaríkjunum og
á aðeins eftir að ganga frá forms-
atriðum. Ivar Webster, sem þjálfaði
UÍ A síðasta vetur, æfir nú með KR.
faém
FOLK
■ JANI Zilnik, leikmaður
Víkings, var úrskurðaður í eins leiks
bann af aganefnd KSI í gær fyrir
brottrekstur í leik IBV og Víkings
í 4. umferð. Hann leikur því ekki
með Víkingum gegn Breiðabliki
í kvöld.
■ KRISTJÁN Halldórsson úr 2.
deildarliði IR og Kristján Þór
Kristjánsson úr 2. deildarliði
Hauka fengu einnig eins leiks banlT
hjá aganefnd. Tveir leikmenn úr
3. deild fengu sömu meðferð; Garð-
ar Níelsson og Kristján Sigurðs-
son úr Reyni Arskógströnd.
■ STÖÐVA varð leik KR og ÍBV
um tíma, þar sem annar línuvörður-
inn, Arnfinn Jensen, meiddist á
hendi þegar hann veifaði rangstöðu
á KR. Arnfinn varð að yfirgefa
völlinn, en Guðmundur Stefán
Maríasson tók stöðu hans á línunni.
■ PÉTUR Pétursson lék sinn
100. leik fyrir KR og fékk bikar
og blómvönd afhentan fyrir leikinn.
Gunnar Skúlason fékk það einnig,
en hann lék sinn 100. leik gegn
Val á dögunum. r ^
■ BIRGI Sigfússyni, varnar-
manni Stjörnunnar, var vikið af
leikvelli þegar fimm mínútur voru
til leiksloka í leiknum gegn FH eft-
ir gróft brot á Dervice.
■ HÖRÐUR Magnússon, marka-
skorari úr FH, fékk að líta gula
spjaldið fyrir að fara úr peysunni
þegar hann fagnaði marki sínu.
■ JOHN Aldridge verður ekki
áfram hjá Real Sociedad í Portúg-
al, þar sem hann gerði 40 mörk á
tveimur árum. Aldridge, sem lék
■HHMM áður með Liver-
Frá Bob pool, hyggur á forn-
Hennessy ar slóðir — Tran-
lEnglandi mere Rovers, sem
er í næsta nágrenni
við Liverpool og leikur í 2. deild
~ næsta tímabil, hefur gert honum
girnilegt tilboð.
■ PAUL Parker, landsliðsmaður
Englands í knattspyrnu, var seldur
frá QPR í gær til Everton fyrir
1,2 millj. pund (liðlega 122 millj.
ÍSK).
■ JIMMY Case, fyrrum leikmað-
ur Liverpool, fékk fijálsa sölu frá
Southampton og skipti óðar um
félag, en fór eki langt — gerði
samning við Bournemouth.
■ CYRIL Knowles, sem var
þekktur leikmaður enska landsliðs-
ins og Tottenham á árum áður,
en hefur verið við stjórnvölinn hjá
Hartlepool undanfarin ár, verður
að hætta öllum afskiptum af knatt-
spyrnu. Hann er óvinnufær vegna
heilaskemmda og félagið verður að
finna annan mann. „Þetta er erfið-
asta ákvörðun, sem ég hef tekið,"
sagði formaður félagsins, sem gaf
Knowles átta þúsund pund (liðlega
800.000 ÍSK) að skilnaði.
■ PREDRAG Spasic, sem hefur
verið í herbúðum Real Madrid,
hefur gengið til liðs við Osasuna,
eftir að hafa verið aðeins eitt ár í
Madrid, af fjögurra ára samning
sem hann gerði við Real.
■ LUBIK Kubik, landsliðsmaður
Tékkóslóvakíu, sem hefur leikið
með Fiorentina á Italiu, gekk í
gær til liðs við franska félagið
Metz.
■ LJUPKO Petrovic, þjálfari
Evrópumeistara Rauðu Stjörnunn-
ar frá Júgóslavíu, tilkynnti í gær
að hann væri hættur sem þjálfari
meistaraliðsins.
■ ANDY Groni, markvörður
Hibs, var seldur í gær til Glasgow
Rangers á eina millj. steiiings-
punda.
■ CHRIS Woods, landsliðsmark-
vörður Englands, sem hefur leikið
með Glasgow Rangers, er á leið
til Englands. Hann hefur hug á
að leika með ensku liði til að veija
sæti sitt í landsliðinu, sem hann
hefur misst til David Seamans hjá
Arsenal. Woods hefur veriö orðað-
ur við Nottingham Forest,
Liverpool og Everion.