Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 4

Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Pétur Einarsson flugmálastjóri; Segir flug’málastj órn hafa uppfyllt alla eftirlitsskyldu PÉTUR Einarsson flugmálastjóri segir að flugmálastjórn hafi að öllu leyti uppfyllt eftirlitsskyldu sina með leiguflugi án þess að vart hafi orðið við sannanlegt brot á reglum sem um það gilda. En eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag hafa Flugleiðir krafist þess að eftir- lit með leiguflugi verði hert og telja meðal annars að ferðaskrifstofur hafi gerst brotlegar við reglur um það með því að selja farseðla með leiguflugi án gistingar eða bílaleigubíls. Flugmálastjóri .sagði að síðastliðið gögnum sem Flugleiðir hefðu sent haust hefði samgönguráðherra tekið þá ákvörðun, jafnframt því sem Flug- leiðum var veitt lejrfi til áætlun- arflugs til Amsterdam og Hamborg- ar, að veita nær algjört frelsi í leigu- flugi að sumri til og á þeim tíma árs sé leiguflug einnig heimilt til ákvörð- unarstaða Flugleiða. „Þannig að viss- ulega snertir þetta Flugleiðir. En það er ein grundvallarspurning í þessu: Er verið að taka farþega frá Flugleið- um eða er verið að gefa félitlu fólki möguleika á að fara í sumarfrí til útlanda? Það er pólitíska spurningin sem snýr í raun ekki að mér. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum sem okkur eru settar,“ sagði flug- málastjóri. Hann sagði að í þeim VEÐUR og ættu að sýna fram á brot Flug- ferða-Sólarflugs kæmi fram að gist- ing væri innifalin og því væru þar alls engar sönnur færðar á ólögmætt athæfi. Varðandi þá umkvörtun Flugleiða að ekki hefði verið gengið úr skugga um að innlendur flugvélakostur gæti annað leiguflugi áður en leyfi hefði verið veitt fyrir leiguflugi milli landa með flugvél frá þriðja landi eins og væri verklágsregla flugmálayfir- valda í nágrannalöndunum, sagði Pétur Einarsson að þar væri um misskilning Flugleiða að ræða. Að- eins Noregur, Svíþjóð og Spánn hefðu þann hátt á af þjóðum V-Evr- ópu og aðrar þjóðir hefðu aðeins þennan hátt í samskiptum við þar- lend fiugfélög. í svarbréfí sínu við upphaflegu bréfi Flugleiða segir flugmálastjóri meðal annars að embætti sínu hafi aldrei verið sýnd önnur eins vanvirða og með athugasemdum Flugleiða um að færa verkefni frá flugmálastjórn vegna þess að embættisskyldu sé ekki sinnt. „Ég leyfi mér að spyija í sama dúr. Eru Flugleiðir hf. að fara fram á með þessu að fjalla um leiguflugsmálefni sjálfir?" segir í bréfinu. „Ég vil að lokum, í fyllstu vinsemd og virðingu fyrir því ágæta flugfélagi Flugleiðir hf. ráðleggja ráðamönnum þess að nýta sér aðila með sérþekkingu í flugrétti einkum hvað varðar loftflutninga (Air tran- sport). Ég leyfi mér að gera þetta bréflega, en hef oft áður gert það munnlega. Tilvísað bréf félagsins, sem hér er til umfjöllunar fyllti mælinn hvað þetta varðar," segir í lok bréfs flugmálastjóra. VEÐURHORFUR I DAG, 2. JULI YFIRLIT: Yfir austanverðu landinu er 1.011 mb hitalægð en skammt vestur af iandinu er heldur vaxandi hæðarhryggur. SPÁ: Fremur hæg vestlæg átt á landinu. Skýjað með köflum á Suðvesturlandi, en víðast léttskýjað í öðrum landshlutum. Búast má við áframhaldandi hlýindum í innsveitum og á hálendinu, en svalara verður við ströndina, einkum vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Nokkuð eindregin suðvestanátt. Á suðvestan- og vestanverðu landinu fer að rigna síðari hluta miðvikudags og á fimmtudaginn má einnig búast við dálítilli vætu. Norðanlands og austan verður þurrt og víðast bjart veður báða dagana. Hlýtt verður í veðri, hlýjast í innsveitum norð- austan til. Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir; 990600. X, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r / / r r / / Rigning r r r * r * r ■» / « r * / Slydda * # * * * * * Snjókoma •J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V É' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur Skafrenningur [ 7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl vedur Akureyri 13 léttskýjað Reykjavik 10 þokumóða Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn 15 léttskýjað 17 léttskýjað 18 skýjað 17 rigning 11 skýjað 18 skýjað 17 skýjað 12 léttskýjað Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Maliorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vln Washington Winnipeg 27 heiðskírt 16 rigning 24 hálfskýjað 23 skúr 24 skýjað 24 þokumóða 26 skýjað 15 skúr 18 rignlng 18 skýjað 17 heiðskfrt 23 skýjað 28 léttskýjað 25 heiðskirt 28 skýjað vantar 21 hálfskýjað 24 alskýjað 27 skýjað 22 skýjað 25 heiðskírt 23 léttskýjað 23 alskýjað vantar Ljósmynd/Jón Stefánsson Hringakstur endaði með veltu Illa fór fyrir bæjarvinnuflokki, sem var að sýna listir sínar með þvf að aka hring eftir hring á mikilli ferð í Hagatorginu í gær. Hringa- vitleysan endaði með því að bílstjórinn missti stjóm á Landrover- jeppa flókksins og velti honum á hliðina. Þrír af níu farþegum voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. Að sögn sjónarvotta tók ökumaður annars stórs jeppa þátt í leiknum, en sá hafði öll fjögur hjól á jörðinni. Hæstiréttur: Skipun matsmanna vegna verðmætis Stöðvar 2 felld niður HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Bæjarþings Reykjavíkur um dómkvaðningu matsmanna til að meta rétt gengi hlutabréfa í Is- lenska sjónvarpsfélaginu hf. um áramótin 1989/1990. Fjölmiðlun sf., sameignarfélag fjögurra stórra hlutahafa í sjónvarpsfélaginu, setti fram kröfuna í máli sem höfðað var gegn Eignarhaldsfélagi Verslunar- banka íslands. í dómi Hæstaréttar segir að mats- beiðandi vilji fá metið rétt gengi hlutabréfa í íslenska sjónvarpsfélag- inu á fyrrgreindum tíma í Ijósi tiltek- inna staðreynda sem hann geri nán- ari grein fyrir. Því sé það ætlun matsbeiðanda að matið sé einskorð- að við ákveðnar forsendur sem hann telji fullnægjandi til styrktar sjón- armiðum sínum. Virðist því ekki ætlun matsbeiðanda að fá matsmenn til að leggja mat á það hvort fleiri atriði kunni að hafa áhrif á rétt gengi hlutabréfanna. „Matsmenn verða að hafa ftjálsar hendur við mat sitt á réttu verðgildi hlutabréf- anna. Þykir því að svo stöddu verða að synja um dómkvaðningu mats- manna,“ segir í dómi Hæstaréttar. Sverrir Bemhöft, stór- kaupmaður, látinn Sverrir Bernhöft stórkaup- maður, Garðastræti 44, andaðist á heimili sínu á sunnudag, 30. júní. Sverrir fæddist í Reykjavík 31. maí 1909, sonur hjónanna Vilhelms Bernhöft tannlæknis og Kristínar Bernhöft. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands og starfaði síðan á skrifstofu tollstjóra og síðar sem skrifstofustjóri hjá Shell á ís- landi, þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Sverrir Bernhöft heild- verslun, 2. ágúst árið 1941. Varð það ein umfangsmesta heildverslun landsins á sínum tíma. Hann rak einnig um árabil fyrirtækin Verslun Ingibjargar Johnsen, Verksmiðjuna Dúk og Stjörnubúðirnar ásamt því að taka þátt í stofnun annarra fyrir- tækja. Á sínum yngri árum var Sverrir mikill sundmaður og var einn af stofnendum sundfélagsins Ægis 1. maí 1927 og var hann heiðursfélagi þess. Eiginkona hans var Geirþrúður Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi, sem lést 15. júní 1987. Börn þeirra eru Hildur, Sverrir Vilhelm, Ingi- björg og Kristín Edda, sem lést árið 1962. Prestafélag íslands: Sr. Vigfús Þór Ama- son kjörinn formaður Á AÐALFUNDI Prestafélags íslands, að Hólum í Hjaltadal, var séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, kjörinn formaður. Um Ieið voru fráfarandi formanni, sr. Jóni Dalbú Hróbjarts- syni, þökkuð vel unnin störf. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Sr. Agnes Sigurðardóttir, Hvanneyri, varaformaður, sr. Guðni Þór Olafs- son, Melstað, ritari, sr. Baldur Kristj- ánsson, Bjarnarnesprestakalli, gjald- keri og sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son, Hraungerðisprestakalli, með- átjörnándii Varámenn eru sr. Flóki Kristinsson Langholtsprestakalli og sr. Karl Matthíasson Tálknafirði. Einnig var skipað í kjaranefnd en í henni sitja sr. Gunnlaugur Stefáns- son Heydölum, sr. Friðrik Hjartar Ólafsvík og 'sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- spn Kársnesprestakalli. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.