Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 5

Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 5 Slysavarnir: Fyrsta gervihnattaneyð- arduflið tekið í notkun Grundartangi: Asigling veldur tjóni STÓRT erlent flutningaskip sigldi á löndunarbúnað Járn- blendiverksmiðjunnar í Grund- artangahöfn í gærdag. Töluvert tjón varð á löndunars- ílói á Grundartangahöfn í gærdag er stórt erlent flutningaskip rak stefnið utan í, er það var að leggj- ast að bryggjunni. Löndunarsílóið er ónothæft þar til viðgerð hefur farið fram. Skipið sem heitir Mbandaka og rúmlega 30 manna áhöfn þess er frá Zaire í Afríku. Skipið var að koma frá Noregi og lestar það járnblendi á Grundartanga. Tveir dráttarbátar ýttu skipinu að höfn- inni og hafnsögumaður frá Akra- nesi var um borð. Gott veður og sléttur sjór var er óhappið varð. SLYSAVARNAFÉLAG íslands bindur miklar vonir við nýlega teg- und af neyðarsendidufli sem hlaut samþykkt íslenskra stjórnvalda í febrúar síðastliðnum. Duflið sendir frá sér neyðarmerki um gervi- hnött til móttökustöðva í landi 'á skömmum tíma. A föstudaginn voru fyrstu neyðarduflin tekin í notkun hérlendis en þá gaf Radíóm- iðun, einn umboðsaðili neyðarduflsins, Slysavarnafélaginu, Stýri- mannaskólanum og Björgunarskóla sjómanna sitt duflið hvert. Dufl Slysavarnafélagsins verður sett um borð í björgunarskip þess, Henry Hálfdánarson, en hin eru ætluð til kennslu. Hannes Hafstein, forstjóri SVFÍ, tekur við fyrsta neyðarduflinu úr hendi Kristjáns Gíslasonar framkvæmdastjóra Radíómiðunar. Neyðarduflið er hluti af hinu geivihnattavædda leitar- og björg- unarkerfi „Cospas-Sarsat" sem Bandaríkjamenn, Frakkar, Kanad- amenn, Norðmenn og Sovétmenn standa að. Kerfið byggist á níu gervitunglum, sem taka á móti neyðarboðum á þremur tíðnisvið- um, og fimmtán móttökustöðvum á jörðu niðri. Duflið, sem kynnt var á föstu- daginn, er útbúið sjálfvirkum sleppibúnaði. Sé það ekki gangsett af mannavöldum, losnar það frá skipinu þegar það er komið niður á þriggja metra dýpi og hefur strax neyðarsendingar. Innan skamms nemur einn gervihnattanna boðin og sendir þau áfram til móttöku- stöðvar á jörðu niðri þar sem ná- kvæm staðsetning hins sökkvandi skips er reiknuð út. Að því loknu er haft samband við þær björgun- arstöðvar sem eru næst slysstaðn- Bifreið ekið útaf vegi í Grímsnesi Laugarvatni. FÓLKSBÍLL með fjórum ung- mennum fór út af vegi við Þór- oddsstaði í Grímsnesi um kl. 22 á sunnudagskvöld. Lítil meiðsli urðu á fólki og fór betur en á horfðist í fyrstu. Tildrög slyssins eru ókunn en svo virðist sem ökumaður hafi orðið fyrir truflun í akstrinum. Engin bremsuför eru á veginum þar sem slysið varð og fór bíllinn því óhikað útaf, lenti þar þvert á vegslóða og sveif af honum 21 metra án þess að snerta jörð og stöðvaðist síðan á girðingu. Far- þegar voru fluttur á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi eftir að læknir hafði verið kvaddur á slys- stað. - Kári. um svo björgunaraðgerðir geti hafist. Með neyðarboðunum er einnig, á svipstundu, hægt að finna út um hvaða skip sé að ræða, þjóð- erni þess og áhafnafjölda en slík vitneskja getur verið ómetanleg fyrir björgunarmenn-. Að sögn Kristjáns Gíslasonar hjá Radíómiðun á í hæsta lagi að líða rúm klukkustund frá því að skip ferst og þangað til vitað er um hvar slysið átti sér stað. Krist- ján sagði að fyrsta neyðarkallið frá þessari tegund neyðardufls hefði kornið árið 1982 og síðan hefði kerfið verið notað við björgun um átján hundruð mannslífa. Það hefði því margsannað gildi sitt við margs konar aðstæður. Þessi búnaður hefur nú þegar verið lögleiddur í bandarískum, breskum, frönskum og kanadískum fiskiskipum en hér- lendis hefur hann einungis verið samþykktur. Alvöru ameríshur glæsivagn með 3.0 L V-6 vél, fjögurra þrepa sjálf- skiptingu, framhjöladrifi og meira til, fyrir aðeins hr. 1.576.000,- Amerískir bflar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum bflum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi, gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga; bíll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til amerískra bíla. Fyrir 1.576.000,- erum við ekki að bjóða einfalda snauða útgáfu af bflnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft- Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráðan mikil enspameytin3.0LV-6vél,aflstýri,rafdrifnar rúður og útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting, samlæsing hurða, framhjóladrif, diskhemlar bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl. Btllinn er auk þess sér- lega rúmgóður, fallega innréttaður, með stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JÖFUR HF. NÝBÝLAVEGI 2. SÍMI 42600 legu verði - kynnstu Chrysler Saratoga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.