Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 10
•ggl IJUl .2 HQDAQUl.GIIfl‘1 QIQAJHKQDflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2..JÚLÍ 1991 gott að þeir koma fram því þá er hægt að takast fyrr á við þá. Þetta er heldur ekkert sérþýskt fyrirbæri. í öllum fyrrum kommúnistaríkjun- um hefur borið, oft mjög mikið, á þjóðernissinnuðum viðbrögðum stundum í bland við gyðingahatur. Ég held að ég geti samt sagt með góðri samvisku að þetta sé óþægi- legt en líka hættulaust. Það er hvergi nokkurs staðar hugsanlegt að öfgamenn nái kjöri. Stuðnings- menn þeirra eru þegar upp er stað- ið frekar fáir.“ Er þessi þjóðernisuppsveifla í fyrrum kommúnistaríkjunum tíma- bundið fyrirbæri? „Já, ég geng út frá því. Vissulega er engin trygging fyrir því en allar líkur benda samt til þess. Þetta gæti samt varað lengur í tilviki Júgóslavíu en Tékkóslóvakíu. I Tékkóslóvakíu er samt ekki enn ljóst hversu mikla sjálfstjórn til viðbótar Slóvakarnir fara fram á. Flest bend- ir hins vegar til þess að útvíkkun Evrópubandalagsins muni leysa að minnsta kosti hluta þessa vanda- máls og á það sama við um þá sem fá aukaaðild. Það er nefnilega með öllu ljóst að það passar ekkert land inn í hina nýju stækkandi Evrópu sem ekki ber fyrir bijósti virðingu fyrir mannréttindum. Mannréttindin eru eitt af grundvallaratriðum Evr- ópubandalagsins t.d. með mannrétt- indadómstólnum í Strassbourg þar sem jafnvel einstaklingar geta leitað réttar síns.“ í Þýskalandi á sér nú stað mikil umræða um nýtt hlutverk Þýska- lands á alþjóðavettvangi eftir sam- eininguna. Hver er yðar skoðun á því hvernig Þýskaland eigi að endur- móta utanríkisstefnu sína? „í öllum aðalatriðum snýst málið ekki um sérstakt hlutverk Þýska- lands heldur hvaða hagsmuni Þýskaland sem hluti af Evrópuband- alaginu lætur sig varða. í málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið, Evrópu sem heild eða norður-suður- málefni. Mér finnst þessi spurning, sem ég er einnig mikið spurður í Þýskalandi, vera röng ef hún á að gefa í skyn að verið sé að endur- heimta stórveldishlutverk Þýska- lands. Allt slíkt er liðin tíð og er þar með eitt af því sem skilur að Þýskaland og Japan. Þessi tvö ríki eru oft nefnd til sögunnar þegar rætt er um heimsviðskipti eða heim- spólitík og sagt að þau verði að axla aukna ábyrgð. Þetta er rétt- mæt krafa en sá munur er á að Þýskaland mun gera þetta sem hluti af Evrópubandalaginu. Öll meginat- riði verða út frá hinni evrópsku tengingu og hinum evrópsku skyld- um okkar.“ Eitt af því sem rætt er um íþessu sambandi er myndun sérstaks „Evr- ópuhers". Er það æskilegt skref að yðar mati eða gæti það orðið til að ógna því samstarfi sem nú á sér stað innan ramma Atlantshafsband- alagsins? „Það hefur verið rætt um það í marga áratugi hvernig Evrópubúar geti komið til móts við skyldur sínar innan NATO. Þegar John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, kom til Þýskalands árið 1963 sagði hann Átlantshafsbandalagið vera reist á tveimur stoðum, hinni norð- ur-amerísku og hinni evrópsku. Þetta var eiginlega meiri í orði en á borði. Og þegar Evrópubúar eru nú farnir að ræða hernaðarhlið sam- einingar sinnar þá óttast banda- rískir vinir okkar að ætlunin sé að skera á tengslin við þá. Það er ekki ætlunin heldur að gera okkur minna háð þeim. Utanríkisráðherrar Evrópuband- alagsins urðu fyrir nokkrum dögum sammála um að best væri að nota Vestur-Evrópusambandið, WEU, í þessum efnum, ekki gegn Banda- ríkjamönnum, heldur til að styrkja evrópsku stoðina. Eitt er ljóst. Þeg- ar maður hefur sameiginlega utan- ríkisstefnu hlýtur maður einnig að hafa sameiginlega öryggisstefnu. Það er ekki þar með sagt að maður verði að grípa til hernaðaraðgerða. Við komumst langt á því að efast ekki um gildi NATO en samtímis efla Vestur-Evrópusambandið." Ætti Vestur-Evrópusambandið einnig að taka þátt í aðgerðum utan Willy Brandt Willy Brandt í viðtali við Morgnnbiaðið: Morgunblaðið/Bjami Einksson Leitin að sanieiginleg'uin hags- nninuni er ávallt árangursrík WILLY Brandt, fyrrum kanslari Þýskalands, segir í viðtali við Morg- unblaðið, aðspurður um hvort eitthvað sé til sem kalla mætti heim- speki Brandts, að hann hafi snemma komist að tvennu. Það væru fáar aðstæður í pólitík þar sem engra kosta væri völ og það væri ávallt árangursríkt að leggja áherslu á sameiginlega hagsmuni. Willy Brandt var formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) 1964-1987 og er hú heiðursformaður hans. Hann var kanslari Vestur-Þýska- lands árin 1969-1974. Brandt, sem var staddur hér á landi í boði Germaníu, hélt af landi brott síðdegis á sunnudag. Hr. Brandt. Rúmlega hálft ár er nú liðið síðan þýsku ríkin sameinuð- ust formlega. Hvernig metið þér sameiningarferlið eftir á að hyggja? Hefði hugsanlega átt aðstanda öðru vísi að sameiningunni? „Efiaust hefði verið heppilegra ef hægt hefði verið að fara hægar í sakirnar. í lok ársins 1989 vorum við flestir þeirrar skoðunar að leið ríkjasambands myndi verða fyrir valinu. Helmut Kohl, kanslari, var einnig talsmaður þess. Tvennt varð hins vegar til þess að flýta fyrir þessari þróun. í fyrsta lagi lagi hin eindregna ósk íbúa fyrrum Austur- Þýskalands að komið yrði á efna- hagslegri sameiningu sem allra fyrst og síðan einnig pólitískri sam- einingu. Staðan á alþjóðavettvangi var líka þannig að einungis á ákveðnum tímapunkti árið 1990 var hægt að fá samþykki Sovétmanna. Þetta varð til þess að flýta fyrir hlutunum og einnig til þess að gera þá ögn flóknari. Þessari áskorun urðum við hins vegar að mæta.“ Stefna SPD við upphaf samein- ingarferlisins hefur sætt töluverðri gagnrýni. Ekki síst stefna Oskars Lafontaines, kanslaraefnis jafnað- armanna í síðustu kosningum. „Það hefur sýnt sig að Oskar Lafontaine hafði rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á ýmislegt sem tengdist efnahagslegri og félags- legri hlið sameiningarinnar. Þessi gagnrýni var af mörgum túlkuð sem viðvörun sem ekki átti rétt á sér. Hann vanmat hins vegar hinn ein- dregna vilja fólksins að framkvæma þetta þrátt fyrir öll vandkvæði sem á því væru. Þetta tilheyrir hins veg- ar allt sögunni í dag, þrátt fyrir að einungis eitt ár sé um liðið.“ Þér hafið verið mjög bjartsýnn á hversu hratt verði hægt að yfirstíga þau efnahagslegu vandkvæði sem hlotist hafa af sameiningunni. Þrátt fyrir það stöndum við frammi fyrir mjög neikvæðu andrúmslofti í nýju sambandslöndunum. Teljið þér lík- legt að þetta andrúmsloft verði langlífara en sjálf vandamálin? „Ef þér væruð ekki að ræða við mig heldur Manfred Stolpe, forsæt- isráðherra sambandslandsins Brandenburg, myndi hann svara yður að ástandið væri betra en and- rúmsloftið. Við þetta myndi ég vilja bæta að hið raunverulega andrúms- loft er betra en hægt er að ráða af frásögnum í fjölmiðlum. Þrátt fyrir það hafið þér rétt fyrir yður. Við hlið hinna efnahagslegu staðreynda er sálrænn þáttur sameiningarferils- ins. Þessi þáttur hefur verið vanmet- inn. Eftir hinn langa aðskilnað eiga menn báðum megin erfitt með að laga sig að hinum breyttu aðstæð- um. Margir Vestur-Þjóðveijar segja: Þeir verða að sýna smá biðlund. Það verða ekki allir að fá sér nýjan bíl innan eins árs. Það verða ekki allir að fara undir eins til Mallorca. Og þeir fyrir austan spyija: Af hveiju leggið þið ekki aðeins meira á ykkur þannig að atvinnuleysi verði ekki eins mikið hjá okkur. Þetta er samt einungis hluti af vandamálinu. Allir áratugirnir undir airæðis- stjórn, fyrst nasista og síðan komm- únista, gera það að verkum að margt fólk á erfitt með að venjast því að þurfa ekki að bíða eftir fyrir- skipunum að ofan. Ég held að unga fólkið muni eiga auðveldara með að aðlaga sig en það eldra. Unga fólk- ið á ekki eins erfítt með að ná sam- an innbyrðis vegna þess að byrðar fortíðarinnar hvíla ekki eins þungt á herðum þeirra." En er þá hætta á að til verði eins konar „glötuð kynslóð“? „Vonandi ekki en það er samt ekki alveg hægt að útiloka. Líklega mun sú efnahagslega aðlögun sem nú á sér stað leiða til þess að hluti hinna eldri verður að fara fyrr á eftirlaun en ella. Það hefur í för með sér að þessi hópur fær ákveðna félagslega tryggingu en það er samt „Eflaust hefði verið heppilegra ef hægt hefði verið að fara hægar í sakirnar með sameiningu Þýskalands." „Við komumst langt á því að efast ekki um gildi NATO en samtím- is efla Vestur-Evrópusambandið.“ engin óskastaða, þar sem einstakl- ingum úr þessari kynslóð mun finnast þeir vera óþarfi og að þeim sé ýtt til hliðar. Þetta er vandamál." Sumir óttast að hið ncikvæða andrúmsloft í austurhlutanum verði til þess að öfgaskoðunum til vmstri sem hægri muni vaxa fiskur um hrygg. Þannig varaði Kohl kanslari í ræðu um síðustu helgi við upp- sveiflu hægriöfgamanna ínýju sam- bandslöndunum. Er þetta að yðar mati hlutursem beraiðhafa veruleg- ar áhyggjur af? „Nei. Þetta er óþægilegt en ekki alvarlegt. Ég hef stundum spurt mig af hveiju Þýskaland ætti að vera eina landið á meginlandí Evr- ópu þar sem engar öfgar fyrirfinn- ast eða engin þjóðernisstefna. Það er samt alltaf neyðarlegra hjá okkur í ljósi sögunnar. Þeir óþægilegu atburðir sem ný- lega áttu sér stað á tveimur stöðum við Iandamæri Póllands og Þýska- lands þar sem ráðist var á rútur með pólskum gestum eru einnig neyðarlegir. En það sem hefur gerst er að lokið hefur verið tekið af hinu kommúníska, stalíníska stjórnarfari og hlutir sem þar kraumuðu undir koma upp á yfirborðið. Það er líka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.