Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 11

Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 11
vamarsvæðis Atlantshafsbanda- lagsins, sk. „out of area“-aðgerðum? „Ég vil fara mjög hægt í sakirnar í þeim efnum. Hvað Þjóðverja varð- ar þá myndi slíkt krefjast breyting- ar á stjórnarskránni. Núverandi stjómarskrá Þýskalands leyfir ekki það sem maður kallar „out of area“- aðgerðir. Þegar ég undirritaði skjöl- in um inngöngu Þýskalands í Sam- einuðu þjóðirnar þá gerði ég engan fyrirvara hvað varðar stofnsáttmál- ann. í stofnsáttmálanum er gert ráð fyrir að herdeildir einstakra ríkja taki þátt í friðargæsluaðgerðum undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Það er mikil spenna í kringum þetta mál núna. Hvernig verða skyldur okkar við Sameinuðu þjóðirnar á næstu árum og hvemig ætla Evr- ópubúar að grípa til aðgerða utan athafnasvæðis NATO? Ég mæli ekki með að Þjóðverjar hlaupi fyrstir til en tel rétt að athuga ítarlega hvað hægt sé að gera í samvinnu við önnur ríki.“ Þér er talsmaður þess að Evrópu- bandalagið þróist þannig að inn- byrðis tengsl ríkjanna verði enn nánari. Hversu langt á þessi þróun að ganga? Alla leið að einhvers kon- ar Bandaríkjum Evrópu? „Þetta er fallegt orð og ég hef auðvitað ekkert á móti því ef mönn- um er ljóst að þetta verður ekki eins og Bandaríki Ameríku. Banda- ríkin eru land blöndunar, sk. „melt- ing pot“, en Bandaríki Evrópu eiga að nýta kosti samstarfsins en sam- tímis vernda þjóðleg og menningar- leg sérkenni hinna einstöku ríkja. í fyrirlestri mínum við Háskóla ísland sagðist ég vera andvígur þeim röddum í Brussel sem vilja einbeita sér að innra samstarfi bandalagsins á kostnað útvíkkunar þess. Það er mín skoðun að innra samstarfið eigi ekki að standa í vegi stækkunar. Eitt af lokastigum þessarar þróunar er innri markaður- inn. Annað er sameiginleg peninga- stefna. Það þarf ekki endilega strax að taka upp sameiginlega mynt heldur má áfram notast við evr- ópsku mynteininguna, ECU, sam- hliða hinum þjóðlegu gjaldmiðlum þó við tökum upp sameiginlega pen- ingastefnu. Og við þurfum sameig- inlega stefnu á mörgum mikilvæg- um sviðum. Við þurfum sameigin- lega skatta, sameiginlega félagslega stefnu og sameiginlega umhverfis- málastefnu. Þetta verða viðfangs- efni tíunda áratugarins. Síðan bætist það við sem kallað er pólitísk sameining. Hvernig getur maður aukið pólitískan hlut banda- lagsins? Við erum auðvitað nær þessu markmiði í dag en fyrir 25 árum síðan. Þá komu utanríkisráð- herrarnir við og við saman og sögðu hver öðrum frá síðustu ferðum sín- um tii framandi landa. Nú eru tengsl embættismanna, diplómata og stjórnmálamanna mun nánari og menn tala sig saman. Þetta er ekki síst svona hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hvenær þessi miklu samskipti breytast í nýtt stig evróp- skrar utanríkisstefnu veit ég ekki heldur. Þetta er ferli sem mun taka mörg ár í viðbót en er þegar komið vel á veg.“ Þér hafið verið í fremstu línu stjórnmálanna í marga áratugi. Er að yðar mati til eitthvað sem kalla mætti heimspeki Brandts? „Það verða aðrir að meta. Ég komst að því mjög snemma að í fyrsta lagi eru aðstæður í pólitík nánast aldrei slíkar að engra kosta sé völ. í öðru lagi að það er árang- ursrikt að leggja áherslu á sameig- inlega hagsmuni. Þeir eru til jafnvel í þeim tilvikum þegar maður efast um það. Það var eðlilegt fyrir mig, eftir þátt minn í að binda enda á tog- streitu austurs og vesturs, að beita mér í auknum mæli að málefnum norðurs og suðurs, þ.m.t. einnig umhverfismálum um heimsbyggð- ina alla. Þessi leit að sameiginlegum . hagsmunum er ekki alltaf auðveld en ég held að ég geti sagt að hún sé eitt af því sem ég hafi sett svip minn á.“ Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 11 ILLA hefur gengið í veiðiám í Húnavatnssýslu það sem af er. Ekki er það vatnsleysi sem hrjá- ir þær góðu ár, þau skilyrði sem hafa verið slæm eru veðrið sem hefur verið „of gott“ eins og glaðbeitt starfsstúlka í Tjarnar- brekku við Víðidalsá komst að orði við Morgunblaðið. Það vant- ar einfaldlega Iaxinn og ekki er laust við að svartsýni sé farið að gæta. Vatnsdalsá dauf Björg Erlingsdóttir í veiðihúsinu að Flóðvangi við Vatnsdalsá sagði í samtali við Morgunblaðið undir kvöldið á föstudaginn að veiðin hefði alls ekki gengið nógu vel og hollin, sem eru 6 stangir í 3 daga, hefðu verið að fá 3 til 4 laxa hvert. Á föstudagsmorgun hefði þó sú breyting til batnaðar orðið, að menn sáu þokkalega torfu af fiski ganga inn á neðsta svæðið og nokkru síðar var hún á bak og burt. Að sjálf- sögðu vonuðu menn að laxarnir hefðu gengið fram ána. Fyrsti lax- inn af efri svæðunum veiddist á föstudaginn. Alls voru komnir 20 laxar á þurrt, flestir 10 til 12 pund og sá stærsti 14 pund. Gott vatn er í ánni, en sól og hiti hefur haft sitt að segja. Aðalvandinn er þó sá, að lítill sem enginn fiskur hefur geng- ið. Björg sagði að menn hefðu dreg- ið marga urriða og bleikjur, en lítil sárabót væri í þeirri veiði, „Þessir menn eru hingað komnir til að veiða lax,“ sagði Björg. Lítið betra í Víðidalnum Starfsstúlka í Tjarnarbrekku við Víðidalsá sagði litla veiði hafa verið I ánni og þegar rætt var við hana undir kvöldið á föstudag var kominn 31 lax á land, flestir 9 til 12 pund, en þeir stærstu 14 punda. Þá um morguninn höfðu þrír laxar verið dregnir og þótti gott miðað við. það sem á undan var gengið. Þökkuðu menn veiðiaukninguna skýjuðu veðri. Stúlkan í Tjarnarbrekku bar veiðivörð staðarins fyrir því að sést hefði til laxa á óvenjulegum og lítt reyndum stöðum, það gæti því brátt farið að rætast eitthvað úr í Víði- dalnum. Lélegt í Miðfirði... Enn er léleg veiði í Miðfjarðará, aðeins um 35 laxar voru komnir þar á land á miðjum föstudeginum eftir því sem Morgunblaðið komst næst. Fiskur er dreifður þótt nokkr- ir staðir gefi best. Hafa Kisturnar í Vesturá borið þar af til þessa, en nokkrir laxar hafa einnig veiðst í Austurá, en lítið í Núpsá og Mið- íjarðará sjálfri. Morgunblaðið/gg Stórir silungar af Ai'narvatns- heiði. nákvæmar tölur um slíka veiði þar sem hún er óvíða skráð í bækur eins og laxveiðin. Þó má segja frá því, að Arnarvatnsheiðin opnaði nýverið og vart hefur veiði þar í opnun verið jafngóð í áraraðir. Frést hefur af mikilli veiði í Arnar- vatni mikla, Arnarvatni litla, Úlfs- vatni, Veiðitjörn og Reykjavatni svo eitthvað sé nefnt. Fengu sumir hóp- arnir á annað hundrað silunga og margt af fiskinum var um tvö pund, en það er óvenjulega góð meðal- þyngd á þessu svæði þótt frægt sé fyrir góða veiði. Þeir sem eru á leið á Heiðina mega til með að athuga að logandi mývargur er þar þessa daganna, óvenjulega mikill og bitskæður. Veiði hefur og verið góð á köflum í Þingvallavatni að undanförnu. Menn hafa verið að draga 15 til 20 vænar bleikjur á kvöld- eða morgunstundum. Hefur spurst um allt að 5 punda fiska þótt allur þorrinn sé 1 til 2 pund og eitthvað af 3 punda í bland. Þá væri mörgum stundum vitlausar varið en við veiði- skap I Elliða- og Helluvatni. Þar hefur verið mjög góð veiði á köflum og sumir fengið mikla veiði á skömmum tíma. Það á þó hér við eins og annars staðar, að það moka ekki allir upp fiski. Þá hefur vel veiðst í vötnum í Svínadal, Eyrar- vatni, Þórisstaðavatni. og Geita- bergsvatni og veiðimaður einn sem ræddi við Morgunblaðið sagði að þó nokkrir mjög stórir urriðar hefðu veiðst í vötnunum, 5 til 7 punda fiskar, sérstaklega í Geitabergs- vatni, en einnig í hinum tveimur, bara færri. Serena-kórinn ________Tónlist__________ Jón Ásgeirsson Stúlknakórinn Serena frá Esbo í Finnlandi hélt tónleika sl. föstu- dag í Norræna húsinu, undir stjórn Kjerstin Silkström. Kórfé- lagar eru allir nemendur við tón- listarskólann í Esbo og stunda ýmist nám á hljóðfæri eða í söng. Á efnisskránni voru alþýðlegir söngvar og tvö nútímaverk, Söngvar um hafið, eftir Sallinen og Aglepta, eftir Mellnes. Auk nefndra verka voru á efnisskránni þjóðlögin Vallvísa og Vem kan segla, Ave maris stella, úr Piae cantiones, Hur har en blomma var till, spiá söngverk eftir Holmstöm og Paradisfageln eftir Gustafsson. Á eftir Aglepta komu tveir alþýð- legir söngvar og þtjú dægurlög með púi og öllu tilheyrandi. Tón- leikunum lauk með kórnum úr Finnlandíu. Kórinn var vel æfður en söng á köflum nokkuð hikandi, sem er stjórnandans, að sleppa söngfólk- inu aldrei lausu og kom einnig að nokkru fram í vali verkefna, sem flest reyndu lítið á sönggetu stúlknanna, auk þes sem seinni hluti tónleikanna var að mestu byggður upp á léttmeti. Best sungnu verkin voru Söngvar um hafið eftir Sallinen og Aglepta, galdraþulan eftir Mellnes, sem var frábærlega vel flutt. Nokkrir kór- félagar sungu einsöngsstrófur og leikið var á þverflautu, sem allt var þokkalega gert. Tónleikarnir í heild voru fram- færðir af þeirn þokka sem æsku- fólki er eiginlegur, því æskan er tími yndis og fegurðar og allt verður fallegt, sem hún fer hönd- um um og leikur með. Serena-kórinn 'S‘621600 13*621600 Borgartuni 29 Borgartúni 29 Brekkubær - raðhús Höfum fengið í einkasölu glæsilegt 254 fm raðhús, auk bílskúrs, á besta stað í Brekkubæ. Eignin er á þremur hæðum og möguleiki er á séríbúð á jarðhæð með sér- inngangi. Eignin er í mjög góðu ásigkomulagi. Ákveðin sala. Verð 15,9 millj. Ragnar Tómasson hdl., Brynjar Harðarson, viðskfr., Haukur Geir Garðarsson, viðskfr., Guðrún Árnad., viðskfr. Silungar eru líka fiskar Allgóð silungsveiði er nú víða um land, en sem fyrr er erfitt að fá Vandaðar vörur á betra verði Nýborg"# Skútuvogi 4, sími 812470 ^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðiU! f S 62-20-30 | FASTEIpNA IMIÐSTOÐIN * SKIPHOLTI 50B NÆFURÁS 3260 Nýkomin í einkasölu glæsil. 120 fm endaíb. á 2. hæð í fallegu fjölb. 3 svefnherb., sjónvarpshol og björt stofa. Þvottah. i ib. Frá- bært útsýni. Góð sameign. Áhv. 1,6 millj. húsnstjlán. Ákv. sala. VESTURBÆR/SKJÓLIN7243 Glæsil. nýl. einb. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Stærð alls 225 fm. HRAUNBÆR 3230 LAUS í ÁGÚST Glæsil. ca 100 fm 4ra herb íb. á 1. hæð. Frábært útsýni. Parket. Hús allt endurn. REYKÁS 2292 Glæsil. 95 fm íb. á ’ 2. hæð ásamt bilskplötu. Tvennar svalir. Fráb. útsyni. Áhv. ca 2,5 millj. húsnstjlán. EFSTIHJALLI 3256 Nýkomin í einkasölu ca 90 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. (nýmálað og viðg.). Suðursv. Parket. Verð 7,2 milij. HAFNARFJÖRÐUR 7247 Lítið fallegt einb., kj., hæð og ris á þessum rólega stað í Vesturbæ Hafnarfj. Stutt í sundlaug og miðbæ. Verð 6,4 millj. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Með góðu láni í gamla Vesturbænum Nýlega endurbyggð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Laus fljót- lega. Húsnæðisián 2,6 millj. Raðhús ein hæð - frábært verð Endaraðhús, ein hæð, með nýrri sólstofu 151,5 fm. 4 svefnherb. Góð- ur bílskúr 23,1 x 2 fm. Eignaskipti möguleg. í nágrenni Háskólans Traustir kaupendur óska eftir 2ja-5 herb. íbúðum. Sérstaklega óskast 2ja-3ja herb. íbúð sem næst Háskólanum. Má þarfnast endurbóta. Rétt eign að mestu staðgreidd. í borginni eða Kópavogi óskast góð 4ra herb. ibúð með bílskúr. Skipti möguleg á efri hæð í tvíbýlishúsi með 4 svefnherb., öllu sér og bílskúr. Um 150-200 fm skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í borginni óskast til kaups. Aðrar stærðir koma til greina. Skipti möguleg á mjög góðu um 70 fm husnæði i lyftuhúsi á úrvals- stað. Milligjöf staðgreidd. • • • Um 100 fm góð íbúð óskast miðsvæðis í borginni. Skipti möguleg ___________________________ á úrvals sérhæð. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAIAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.