Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Bandaríkin: Mælt með að her- stöðvum verði lokað Washington. Reuter. OPINBER nefnd mælti með því á sunnudag að ýmsum herstöðvum í Bandaríkjunum yrði lokað og starfsemi annarra breytt eða úr henni dregið í því skyni að varnarmálaráðuneytinu takist með því að spara 1,7 milljarða dollara (um 107 milljarða ísl. kr.) á ári. Búist er við að George Bush Bandaríkjaforseti samþykki tillög- ur nefndarinnar, sem kveða á um að 69 herstöðvum verði lokað, en starfsemi 38 til viðbótar breytt eða úr henni dregið. Forsetinn hefur frest til 15. júní til að endurskoða tillögurnar og Reuter Díana prins- essa þrítug Díana prinsessa af Wales varð þrítug í gær og var þessi mynd tekin á samkomu sem haldin var á Savoy-hótelinu í Lundúnum til að safna fé fyr- ir griðastað handa börnum í Walsall, skammt frá Birming- ham. eftir það fær þingið 45 daga til að samþykkja þær eða hafna þeim, en getur ekki gert á þeim neinar breytingar. Þegar heimildarmaður í Hvíta húsinu var spurður hvort forset- inn, sem er í sumarfríi í Maine nú um stundir, mundi samþykkja tillögurnar sagðist hann ekki sjá neitt því til fyrirstöðu. Varnarmálaráðuneytið hafði áður sent tillögur sínar til nefndar- innar sem úrskurðar um þær áður en þær koma til umfjöllunar í Hvíta húsinu. Reuter Slóvenskur hermaður í Júgóslavíuher fórnar höndum á meðan Slóvenar reyna að rífa skriðdreka við landamærin að Austurríki. Átökin í Júgóslavíu: Málamiðlun á ný í deilum Slóvena við alríkisstjómina T ■■iltli'in-i Fra Onmi RiomadnHnr fmHantara MnrmnihlaActnc Ljubljana. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLAR okkar samþykktir og gerðir standa,“ sagði Dimitri Rupel, utanríkisráðaherra Slóveníu, eftir fund með fréttamönnum i höfuð- borginni Ljubljana í gærmærgun. „Hvað þurfum við að endurtaka það oft?“ Hann var þreyttur og óþolinmóður eftir næturfund í Zagreb, höfuðborg Króatíu, með þremur utanríkisráðherrum Evrópubanda- lagsríkja og fulltrúum Króatiu. Leiðtogar Slóveníu og Króatíu, júgó- slavnesku sambandslýðveldanna tveggja sem lýstu yfir sjálfstæði 25. júní sl., samþykktu á ný málamiðlun ráðherranna sem felur í sér kjör Króatans Stipe Mesic í embætti forseta Júgóslavíu. Frestað verður frekari skrefum í átt að fullu sjálfstæði ríkjanna tveggja og vopnahlé verður milli júgóslavneska hersins og heimavarnarliðs Sló- veníu. Leiðtogar Serbíu og sambands- sunnudag. Allir aðilar að samkomu- stjómar Júgóslavíu samþykktu laginu höfðu reyndar einnig sam- einnig málamiðlun ráðherranna á þykkt það á föstudagskvöld en þá Sjö áratuga ríkiseinokun afnumin í Sovétríkjunum: Harðlínumenn koma í veg fyrir öra einkavæðingn Moskvu. Reuter. SOVÉSKA þingið nam sjö ára- tuga ríkiseinokun úr gildi í gær með því að samþykkja lög um afnám þjóðnýtingar en harðlínu- kommúnistum tókst þó að koma í veg fyrir öra einkavæðingu og Svarthúf- iirnar tekn- ar á beinið Moskvu. Rcuter. SOVÉSKA innanríkisráðuneytið hefur veitt sérsveitum sínum, svarthúfunum, ádrepu fyrir glannalegar aðgerðir í Eystra- saltslýðveldinu Litháen, að því er 7’ASS-fréttastofan sagði á laugar- dag. Yfirmenn óeirðasveitanna, sem einnig ganga undir nafninu OMON, voru kallaðir til Moskvu á föstudag. Þeir voru varaðir við að ganga of langt í störfum sínum og lögð rík áhersla á að þeir samræmdu störf sveitanna almennri löggæslu í Lithá- en. Þungvopnaðar sveitir svarthúf- anna lögðu undir sig landsímastöð Litháens á miðvikudag í síðustu viku og héldu landinu sambandslausu við umheiminn í tvær klukkustundir. þeir fengu því framgegnt að nokkur mikilvæg fyrirtæki yrðu áfram þjóðnýtt. Rússneski hag- fræðingurinn Grígoríj Javlínskíj kynnti í gær tillögur sinar um róttækar umbætur í efnahags- málum, sem miða að því að koma á frjálsu markaðshagkerfi í Sov- étríkjunum líkt og í Vestur-Evr- ópu fyrir árið 1997. Sovéska þingið samþykkti að lögð yrði áhersla á að selja ríkisfyr- irtæki samvinnufyrirtækjum starfs- manna þeirra eða leigja þau. Tillaga umbótasinna um að almenningur fengi stóran hluta eigna ríkisins gefins náði ekki fram að ganga. „Þetta eru fyrst og fremst lög um afnám þjóðnýtingar en þau fjalla aðeins að litlu leyti um einka- væðingu," sagði forseti þingsins, Anatolíj Lúkjanov. Sovéska stjórnin gerir ráð fyrir því að um helmingur allra eigna ríkisins verði seldur eða leigður á næsta ári og 75% fyrir árið 1995. Grígoríj Javlínskíj kynnti tillögur sínar um róttækar umbætur í efna- hagsmálum fyrir blaðamönnum í Moskvu í gær. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hyggst samræma til- Iögurnar neyðaráætlun sovésku stjórnarinnar í efnahagsmálum og leggja þær fram á fundi hans með Ieiðtogum sjö helstu iðnríkja heims í Lundúnum síðar í mánuðinum. I tillögum Javlínskíjs, sem eru í sex liðum, er gert ráð fyrir eftirfar- andi: • Að einkaeignarréttur verði lög- leiddur, meðal annars í landbúnaði. • Flest ríkisfyrirtæki verði einkavædd og smáfyrirtæki seld á uppboði. • Einokun verði afnumin til að hægt verði að stofna ný fyrirtæki og stuðla að samkeppni. • Dregið verði sem fyrst úr út- gjöldum til hergagnaiðnaðarins til að minnka ijárlagahallann og skapa stöðugleika í peningamálum. • Verðlag verði gefið frjálst og Iátið ráðast af framboði og eftir- spurn. • Reglum um utanríkisviðskipti verði breytt í samræmi við við- skiptahætti á Vesturlöndum og rúblan gerð skiptanleg. Javlínskíj segir að verði ekki komið á róttækum umbótum blasi við óðaverðbólga í Sovétríkjunum og mikill samdráttur í framleiðslu. Skýrt var frá því í gær að olíu- framleiðslan í Iandinu hefði minnk- að fimm fyrstu mánuði ársins og sérfræðingar spáðu þvi að fram- leiðslan í ár yrði minni en dæmi eru um í áratug. Þá greindi Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, frá því að hörgull væri á klæðnaði og skóm í landinu og hætta á matvæla- skorti vegna síminnkandi fram- leiðslu. rann það út í sandinn. Nú eru meiri vonir bundnar við það. Mesic hefur þegar verið kjörinn forseti sam- bandsríkisins og Milan Kucan, for- seti Slóveníu, segir að vopnahlé ríki, það sé aðeins tímaspursmál hvenær og hvernig júgóslavneski herinn hverfi aftur til herbúða sinna. Her- inn var kallaður út á fimmtudag, Slóvenum til mikillar skelfingar, en var yfirbugaður af heimavarnar- sveitum sem heftu för hans með vegatálmum. Sérstök nefnd Júgó- slava og Slóvena á að hefja eftirlit með ferðum hersins i Slóveníu næstu daga og skera úr um hvort.. hann heldur öllum vopnum eða ekki. Nokkrar herdeildir verða að húka þar sem þær eru niðurkomnar þangað til nefndin kemst að sam- komulagi. Hver fyrirskipaði aðgerðirnar? Enginn í Júgóslavíu hefur geng- ist við því að hafa gefið hernum fyrirmæli um að skjóta og sprengja eins og hann gerði í Slóveníu í síð- ustu viku. Ante Markovic, forsætis- ráðherra Júgóslavíu, sagði á sunnu- dag að herinn hefði ekki farið að fyrirskipunum heldur tekið eigin ákvarðanir. Mesic er nú formlegur yfirmaður hersins og það þykir fróðlegt að sjá hvort hann mun hlíta skipunum forsetans. Herinn var kallaður út að nafninu til í því skyni að taka landamærastöðvar Júgó- slaviu í Slóveníu í sínar hendur. Honum tókst það að hluta til og náði um 40% þeirra. Stjórnvöld í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, sættu sig ekki við að fáni Slóveníu blakti við hún á landamærum sam- bandslýðveldisins. En Rupel sagði Morgunblaðinu í gærmorgun að sló- venski fáninn yrði við landamæri hins nýja ríkis eftir sem áður. Hið takmarkaða traust sem ríkti milli sambandslýðvelda Júgóslavíu er nú fullkomlega þrotið. Kucán sagði að erlendir aðilar, fulltrúar Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu i Evrópu eða EB, yrðú að hafa eftirlit með samskiptum sam- bandsríkisins og sjálfstæðu ríkj- anna tveggja næstu mánuði. Hann sagði að það væri líklegt að Mesic yrði áhrifalaus í forsetaembættinu og hann útilokaði ekki að stjórnvöld í Króatíu ákvæðu að hann segði af sér embætti þar sem Króatía væri nú sjálfstæð. Skelfing á meðal íbúanna Hápunktur taugastríðs júgóslav- neska hersins í Slóveníu var á sunnudagsmorgun klukkan 9 að staðartíma. Herforingi hafði gefið stjórnvöldum frest til þess tíma til að kalla landamærasveitir heim og hótað að herinn myndi annars grípa til örþrifaráða. Loftvarnaflautur glumdu við í Ljubljana rétt rúmlega níu og ibúum var sagt að leita hælis í kjöllurum. Herflugvélar hefðu tekið sig á loft á þremur hervöllum og stefndu í átt að borg- inni. Fólk varð logandi hrætt en hættan leið hjá án átaka og það var talið óhætt að fara úr kjöllurun- um eftir tæpa klukkustund. Fréttaritari Morgunblaðsins var að sóla sig við Adria-strönd þegar þetta var. Starfsmaður hótels á ferðamannastað skammt sunnan við hafnarborgina Koper vakti mig klukkan hálf sjö til að segja að land- amærin til Ítalíu væru opin. Hann varð steinhissa þegar ég sagðist alls ekki vilja fara úr landi. Það var ágætt að vakna snemma og leggj- ast í flæðarmálið á strqndinni. En strandvörðurinn rak mig þaðan klukkan rúmlega níu og sagði að það væri hætta á loftárás! Ég varð að flytja mig ofar á ströndina og hann lánaði mér legustól ókeypis í huggunarskyni. Sjálfur hengdi hann upp Rauða kross fána hér og þar um ströndina, væntaniega til að koma í veg fyrir að auð ströndin yrði fyrir árás. Slóvenar geta hrósað sigri Leiðin frá Ljubljana að ströndinni var lokuð skammt frá hafnarborg- inni Kaper á laugardag. Tveir her- menn beindu fólki þá til baka, en þeir voru fyrstu júgóslavnesku her- mennirnir sem ég sá í Slóveníu síð- an á föstudag. Vegatálmar komu í veg fyrir að maður nálgaðist herinn annars staðar. Sárafáir íbúar voru á ferð um helgina en þeir urðu að fara síðasta spölinn í átt að strönd- inni um ófæran skógarstíg. Leiðin til höfuðborgarinnar var opin á sunnudag. Þungavinnuvélar og flutningabíl- ar loka enn mörgum helstu vegum Slóveníu og það er flókið mál að komast leiðar sinnar í Ljubljana. Ástandið í landinu ætti að komast í eðlilegt horf á næstu dögum. SIó- venar geta þá hrósað sigri yfir júgó- slavneska hernum og kannski síð- ustu tilraun kommúnista til að halda völdum með hervaldi. En fólki hér kemur saman um að afskipti hersins hafi ekki verið annað en barátta gömlu kommúnistanna í landinu við að halda miðstjórn sam- bandsríkisins í sínum höndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.