Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Áðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Að sætta sjónarmið Sl. sunnudag birtist hér í Morgunblaðinu athyglis- vert viðtal við Einar Svansson, framkvæmdastjóra tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Sauðárkróki. í viðtali þessu sagði Einar Svansson m.a.: „Gallinn við kvótaumræðuna, eins og hún hefur verið á milli þeirra, sem aðhyllst hafa nú- verandi kvótakerfi og hinna, sem aðhyllst hafa einhvers konar óskilgreint veiðileyfa- gjald, er sá, að ekki hefur verið talað nógu skýrt. Menn hafa í raun verið að hafna báðum aðferðum án þess að hafa reynt að fara hlutlægt ofan í málin. Að mínu mati er það jafn mikil skammsýni þeirra, sem fylgjandi eru nú- verandi kerfi að hafna veiði- leyfagjaldi og hinna að hafna núverandi kvótakerfi. Það verður að finna millileið til að sætta sjónarmiðin, sem uppi eru. Deilan verður ekki leyst með því að annar aðilinn valti yfir hinn.“ Síðan segir Einar Svansson: „Það er alveg klárt mál, að kvótinn er sameign þjóðarinn- ar og í mínum huga er ekki til nema ein millileið í stöð- unni, sem sætt getur þau sjón- armið, sem uppi eru. Þá leið vil ég kalla „afnotagjalds- kerfi“. Þannig yrði tekið ákveðið afnotagjald, sem þyrfti ekki að vera há pró- senta, af veiðirétti hvers og eins. Og grundvallaratriðið í þessu kerfi yrði það, að fjár- munirnir, sem þannig fengj- ust, yrðu áfram í greininni. Þeir yrðu annaðhvort notaðir til hafrannsókna eða látnir renna inn í hagræðingarsjóð sjávarútvegsins til viðbótar þeim veiðiheimildum, sem sjóðurinn hefur sjálfur heimild til að kaupa. Þannig yrði hægt að efla þann sjóð, sem nauð- synlegur er í hagræðingar- skyni.“ Ef sjónarmið áf þessu tagi yrðu ofan á meðal sjávarút- vegsmanna almennt og menn sýndu í verki vilja til að koma til móts við skoðanir þeirra, sem halda fram lögbundnum eignarrétti þjóðarinnar á fiski- miðunum, yrðu fljótt breyting- ar á þeim umræðum, sem nú fara fram um fiskveiðistjórn- unina. Grundvallaratriði er, að sjávarútvegurinn fallist á, að eðlilegt sé, að atvinnugreinin greiði gjald í einhveiju formi fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin. Þegar menn hafa fallizt á það meginatriði mun sjávarútvegurinn mæta mikl- um skilningi, þegar kemur að útfærslu fiskveiðistefnunnar að öðru leyti. í þessu sambandi er ekki úr vegi að vitna til greinar eftir Jón Sigurðsson, iðnaðar- o g viðskiptaráðherra, sem birtist hér í Morgunblaðinu 26. júní sl., en þar sagði m.a.: „Það kemur vel til álita, að þessar breytingar á fiskveiði- stjórn og rekstrarskilyrðum verði gerðar á alllöngum tíma, t.d. á næstu 5 til 10 árum. Aðalatriðið er hins vegar að skipulega og skynsamlega verði nú á málinu tekið.“ Og Jón Sigurðsson sagði enn- fremur: „Til þess að ná þessu marki þarf að breyta kvóta- kerfinu og taka í áföngum upp kerfi, sem byggir á endur- gjaldi fyrir veiðileyfi til þess að auðvelda megi hagi’æðingu í fiskveiðum og þjóðinni allri verði tryggð réttlát hlutdeild í arði af auðlindum sjávar.“ Deilan um fiskveiðistefnuna verður ekki til lykta leidd nema með málamiðlun, eins og Einar Svansson réttilega bendir á. Fyrr eða síðar verða hagsmunasamtök sjávarút- vegsins að stíga það skref að fallast á greiðslu fyrir veiði- rétt. Þegar sú afstaða liggur fyrir mun sjávarútvegurinn mæta miklum skilningi ann- arra þjóðfélagsþegna. Það skiptir verulegu máli fyrir sjávarútveginn sjálfan, að deilur um fiskveiðistefnuna standi ekki of lengi, að ákvörð- un verði tekin og niðurstaða fáist. Ef dráttur verður á því getur það haft neikvæð áhrif á það starf, sem nú þegar fer fram við endurskipulagningu og hagræðingu innan atvinnu- greinarinnar. Óvissa í mörg ár um framtíðarstefnu í fisk- veiðimálum er það versta, sem fyrir útgerðina getur komið og þjóðarbúskap okkar einnig. Þeir, sem berjast fyrir breyttri fiskveiðistefnu hafa hvað eftir annað lýst sig reiðubúna til að mæta sjónarmiðum sjávar- útvegsins með skilningi. Nú er komið að forystumönnum sjávarútvegsins að stíga næsta skref. Varðarfélagar fylgjast með ræðu Davíðs að Laugum í Sælingsdal. Morgunbiaðið/Kjartan Magnússon Stöðugleikinn er for- senda bættra lífskjara - sagði Davíð Odds- son í Varðarferð „STÖÐUGLEIKI er forsenda þess að við Islendingar glutrum ekki niður hinum hæga efnahagsbata sem nú á sér stað í þjóðfélaginu. An slíks stöðugleika verður ekki unnt að bæta lífskjör," sagði Dav- íð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, í ræðu sem hann hélt í sumarferð landsmálafélagsins Varðar síðast- liðinn laugardag. I þetta sinn var förinni heitið vestur í Dali. Um þrjú hundruð manns tóku þátt í ferðinni og ríkti blíðskaparveður mestan hluta Ieiðarinnar. Sumarferð hefur um árabil verið fastur liður í starfsemi Varðar. Lagt var af stað frá Reykjavík snemma morguns og ekið sem leið lá að Munaðarnesi í Borgarfirði. Þar snæddu Varðarfélagar nesti og hlýddu á ávörp Ólafs Klemenssonar, formanns Varðar, og Sturlu Böð- varssonar, fyrsta þingmanns Vest- urlandskjördæmis. Síðan var ekið vestur í Dali, um Bröttubrekku, og var hádegisverður snæddur á Laug- um í Sælingsdal. Þar flutti Davíð Oddsson ræðu en Friðjón Þórðarson, sýslumaður, flutti héraðslýsingu og fræddi Varðarfélaga um sögu sýsl- unnar. Síðdegis var ekið eftir Fells- strönd, fyrir Klofning og komið við að Skarði á Skarðsströnd. Á heim- leið var ekið um Skógarströnd og Heydali. í ræðu sinni vék Davíð að hinum miklu umskiptum sem orðið hafa í íslenskum stjórnmálum á síðustu mánuðum. Sagði Davíð að fyrri rík- isstjórn hefði ekki leyst vandamálin heldur reynt að sópa þeim undir teppið og fela þau þannig fram yfir kosningar. Vinstri flokkarnir hefðu talið almenningi trú um að allt væri í stakasta lagi í ríkisfjármálum en annað kom á daginn. Nauðsynlegt hefði verið að hraða myndun nýrrar stjórnar sem gæti tekið á vandanum án tafar. Það tókst á nokkrum dög- um en áður hefðu kjósendur mátt venjast því að stjórnarmyndunarvið- ræður drægjust fram á haust. Nú- verandi ríkisstjórn hefði þegar tekið vandann föstum tökum og gripið til aðgerða. Slíkar aðgerðir væru ef til vill ekki til vinsælda fallnar en nauð- synlegar eigi að síður. Mikilvægt væri að halda verðbólgunni í skefj- um og stefnt væri að því að hún yrði ekki meiri en 8% frá upphafi til loka þessa árs. Því þyrfti að ríkja stöðugleiki í þjóðfélaginu ef sá hægi efnahagsbati, sem nú á sér stað, ætti að skila sér í betri lífskjörum. íslenzka bridslandsliðið er komið heim eftir frægðarför til írlands þar sem þeir náðu 4. sæti á Evrópumótinu og öðluðust rétt til þátttöku í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Yokohama í Japan. íslendingarnir voru að vonum kátir þegar þeir heilsuðu móttökunefnd frá Bridssambandinu í Leifsstöð sl. sunnudagskvöid. Þeir létu vel af sér og var ekki annað að heyra en þeir væru tilbúnir í slaginn í Yokohama í haust. Heimsmeist- aramótið verður skipað 16 sveitum sem spila í tveimur riðlum. Það hefst 29. september og stendur til 11. október. Meðfylgjandi mynd var tekin í Leifsstöð. Ta- lið frá vinstri: Björn Eysteinsson fyrirliði, Guðmundur Páll Arnarson, Áðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson og Elín Bjarnadóttir forseti Bridssam- bands íslands. Tveir spilaranna, Guðlaugur R. Jóhanns- son og Örn Arnþórsson eru ókomnir til landsins. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 27 Háskóli íslands: 385 kandídatar braut- skráðir á háskólahátíð Afbragðsárangnr Kristjáns Guðmundssonar á lyfjafræðiprófi Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor flytur ræðu sína. HÁSKÓLI íslands brautskráði 385 kandidata á háskólahátíð á laugardaginn var. Á hátíðinni var einnig lýst kjöri fjögurra heiðursdoktora. Tvö þeirra sem útskrifuðust sýndu sérlega góð- an árangur í námi sínu. Hátíðin hófst með leik þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur á fiðlu og Gunnars Kvaran á selló. Að leik þeirra loknum var lýst kjöri heiðurs- doktora, þeirra Páls S. Árdal og Harðar Ágústssonar í heimspeki- deild, Einars Baldvins Pálssonar í verkfræðideild og Ingólfs Davíðs- sonar í raunvísindadeild. Páll S. Árdal fæddist árið 1924. Hann lauk doktorsprófi frá Háskól- anum í Edinborg árið 1961 og kenndi um árabil við þann skóla, en frá árinu 1969 hefur Páll verið prófessor við Queens-háskóla í Kingston í Kanada. Hörður Ágústsson fæddist árið 1922. Hann stundaði myndlist- arnám í Reykjavík, Kaupmanna- höfn og París. Hörður var um ára- bil skólastjóri Myndlista- og handíð- askóla Islands. Hann hefur unnið mikið að varðveislu íslenskra menn- ingarminja og ritun íslenskrar hús- agerðarsögu. Einar Baldvin Pálsson fæddist árið 1912. Prófi í byggingarverk- fræði lauk hann í Dresden árið 1935. Einar Baldvin var um tíu ára skeið prófessor í byggingarverk- færði við Háskóla íslands og hefur frá árinu 1984 starfað við Verk- fræðistofnun Háskólans. Ingólfur Davíðsson fæddist árið 1903. Hann lauk magistersprófi í náttúrufræði með grasafræði sem sérgrein frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1936. Ingólfur varð að námi loknu sérfræðingur í plöntu- sjúkdómum við Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans, síðar Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins. Starfinu gegndi hann til ársins 1973 en annaðist jafnframt kennslu í grein sinni og hefur skrifað fjölda greina og ritgerða um grasafræði. Þegar kjöri heiðursdoktora hafði verið lýst ræddi dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor- mál- efni háskólans og ávarpaði kandíd- ata. Því næst afhentu deildarforset- ar prófskírteini og í lok hátíðarinn- ar söng Háskólakórinn undir stjórn Ferenc Utassy og Egils Gunnars- sonar. í hópi nýútskrifaðra kandídata var Kristján Guðmundsson sem út- skrifaðist með kandídatspróf í lyfja- fræði og sýndi afburða námsárang- ur. Hann hlaut meðaleinkunnina 9,77 úr 44 einkunnum alls. Árang- Þyrlu vamarliðsins flog- ið ofan af Snæfellsjökli Settir voru í hana varahlutir úr annarri þyrlu ÞYRLU varnarliðsins, sem brotlenti á Snæfellsjökli 22. júní, var á laugardaginn flogið til Keflavíkur. Þyrlunni var komið í flughæft ástand með því að setja í hana parta úr annarri þyrlu varnarliðs- ins. Nú er beðið eftir að viðeigandi varahlutir komi til landsins en þá er gert ráð fyrir að mjög skamman tíma taki að gera við þyrluna. Þyrlan brotlenti á Snæfellsjökli laugardaginn 22. júní síðastliðinn þegar hún var þar við björgunar- störf. Á miðvikudaginn fór hópur viðgerðarmanna frá varnarliðinu ásamt íslenskum björgunarsveit- armönnum á jökulinn til að ná henni niður. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafull- trúa varnarliðsins, var þyrlunni flog- ið ofan af jöklinum laust fyrir há- degi á laugardag eftir að búnaðar hennar hafði verið kannaður. Henni var fyrst flogið að Rifi, þar sem ástand hennar var athugað bet- ur og þaðan meðfram ströndinni til Keflavíkur. Friðþór segir, að til þess að koma þyrlunni í flughæft ástand hafi þurft að setja í hana búnað úr annarri þyrlu varnarliðsins, þar á meðal skrúfublöð, mótor, glugga og fleira. Þessir partar hafi nú aftur verið sett- ir í hina þyrluna og nú sé beðið eft- ir að varahlutir berist til landsins svo hægt verði að gera við vélina, sem brotlenti á jöklinum. Þegar þeir komi eigi viðgerðin ekki að taka nema um 8 klukkustundir. Suðureyri: Góður afli hand- færabáta Suðureyri. SÍÐUSTU daga hefur afli hand- færabáta sem gerðir eru út frá Suðureyri verið mjög góður. Jafnframt hefur tíðarfarið verið þokkalegt, að undangengnum brælukafla í byijun júnímánaðar. Flestir trillukarlar eru einir á bát og stunda dagróðra. Ekki er óal- gengt að aflinn losi tonn eftir dag- inn af þokkaleg'um þorski úr Nes- dýpiskantinum. Þorskurinn er fullur af síli og að sögn trillukarlanna er svo krökkt af svartfugli á miðunum . að elstu menn muna vart annað eins. - Sturla Páll Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Þorsteinn Guðbjörnsson á mb. Berta G. hampar hér tveimur vænum þorskum úr Nesdýpiskantinum. Morgunblaðið/Bjarni Ingólfur Davíðsson tekur við heiðursdoktorsskjali sínu úr hendi Unn- steins Stefánssonar deildarforseta raunvísindadeildar. ur Kristjáns, sem verður 24ra ára síðar á árinu, er einn sá albesti sem kandídat hefur náð á lokaprófi frá Háskóla íslands. Kristján hefur áður sýnt frábæran námsárangur. Hann varð dúx á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986 og sat þó aðeins þijá vetur í skólanum. Foreldrar Kristjáns voru báðir lyfjafræðingar. Móðir hans, Erna Kristjánsdóttir, starfar í apótekinu Lyíjabergi, þar sem faðir Kristjáns, Guðmundur Steinsson, var apótek- ari, en hann lést nýlega. Góður námsárangur er ekki ný saga í Tjöl- skyldunni því að þegar Guðmundur útskrifaðist frá Kaupmannahafnar- háskóla hlaut hann gullverðlaun frá skólanum. Ólafur Steinn, bróðir ^ Kristjáns, er við nám í lyfjafræði í Háskóla Islands. Kristján hyggur á framhaldsnám við Michigan- háskóla í Bandaríkjunum. Sólveig Einarsdóttir, sem út- skrifaðist úr heimspekideild, sýndi einnig óvenjulegan árangur í námi. Eftir þriggja ára nám við Háskól- ann lauk hún tvöföldu BA-prófi, annars vegar í íslensku og latínu með aðaleinkunninni 8,53 og hins vegar í almennum málvísindum og grísku með 8,96 í aðaleinkunn. . Fyrir hafði Sólveig B.ed-próf frá Kennaraháskóla íslands sem hún lauk árið 1986. Sigrún kveðst hafa 1 hyggju að leggja stund á fram- haldsnám í íslenskri málfræði. Morgunblaðið/Bjarni Leikári Þjóðleikhússins lauk á sunnudaginn með síðustu sýningu á söngleiknum Söngvaseiði. Að sýningu lokinni var efnt til veislu í Perl- unni í Oskjuhlíð en þar voru meðal gesta þeir Benedikt Árnason, leik- stjóri Söngvaseiðs og gamall skólafélagi hans, breski leikarinn Jeremy Brett, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinn í hlutverki Sherlock Holmes í samnefndum sjónvarpsþáttum. Rúmleg'a 26 þúsund sáu Söngvaseið í Þjóðleikhúsi RUMLEGA 26 þúsund manns sáu sýningu Þjóðleikhússins á söngleikn- um Söngvaseið eftir Rogers og Hammerstein í vor. Sýningum á verk- inu lauk á sunnudaginn og var uppselt á allar sýningar á verkinu, sem alls voru 60. Leikári Þjóðleikhússins lauk á sunnudaginn. Mestan hluta leikárs- ins vai' stóra svið leikhússins lokað en sýnt var á Litla sviðinu, í íslensku óperunni, Borgarleikhúsinu, auk þess sem farið var í grunnskóla og víðar. Verkefni leikársins voru 12, sýningar 338 og voru áhorfendur alls 84.107. I fréttatilkynningu frá Þjóðleik- húsinu kemur fram, að flestir áhorf- endur, eða 35.043, hafi séð verkið Næturgalann, sem meðal annars var sýnt í grunnskólum landsins, næst mest liafi aðsókn verið á Söngva- seið, eða 26.291 og þá hafi 9.742 séð verk Spaugstofunnar, Örfá sæti laus, sem sýnt var í íslensku ópe- runni. Fram kemur, að á að giska 4.000 manns hafi séð sýningar nemenda Listdansskóla Þjóðleikhússins sem alls hafi sýnt 15 sinnum á leikárinu. Æfingar vegna fýrstu verkefna næsta leikárs eru hafnar. Fyrsta verkefni á stóra sviðinu verður Gleði- spilið eftir Kjartan Ragnarsson en á litla sviðinu leikrit frá Sovétríkjunum sem heitir Kæra Jelena eftir Ludm- ilu Razumovskaju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.