Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 36

Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1991 Minning: Jón H. Guðmunds son fv. skólasljóri Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til drottins fundar að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (E.B.) Líf, dauði. Hvað skiljum við þeg- ar lífi lýkur og dauðinn, hið óþekkta tekur við. Einhver hlýtur tilgangur- •*“inn að vera og það er ég viss um að svo er nú. Einn af nágrönnum okkar og vinum, sem við vorum fyrir stuttu að spjalla við yfir kaffi- bolla, er horfinn. Jón H. Guðmunds- son, maðurinn sem alltaf hafði tíma til að koma yfir garðinn, því garð- arnir okkar liggja saman, til að tala við okkur eða hjálpa okkur með eitthvað, sem við gátum ekki sjálf. Við vorum nágrannar í yfir tutt- ugu ár og aldrei urðu árekstrar eða ieiðindi okkar í millum. Jón og Sig- ríður M. Jóhannesdóttir kona hans sýndu okkur mikinn skilning þegar við þurftum að fá okkur hund og hafði sá hundur þó ekki lágt. Einn- ^*"ig fór oft mikið fyrir músíksköpun sonar okkar og félaga hans. Allt þetta létu þau yfir sig ganga án þess að kvarta. Ég ætla ekki að rekja ætt Jóns, því hana þekkja aðrir betur og gera efiaust góð skil. Það vildi svo til að eiginmaðurinn minn Magnús Bæringur Kristinsson og Jón H. Guðmundsson urðu skóla- stjórar í Kópavogi sama haustið. Jón við Digranesskóla en minn maður við Kópavogsskóla, og kynntust þeir í gegnum starfið. Þó urðu kynni þeirra nánari eftir að maðurinn minn veiktist. Þá kom hjálpsemin og umhyggjan hjá Jóni svo skýrt fram. Þakkir eru hér færðar honum fyrir það allt. Að lokum votta ég ættingjum Jóns innilega samúð okkar allra á Skólatröð 6. Sérstaklega bið ég góðan Guð að styrkja og styðja Sigríði, eftirlifandi konu hans, í hennar mikla missi. G.Sv. Vinur okkar Jón H. Guðmunds- son, fyrrverandi skólastjóri er dá- inn. Þessi fregn kom eins og reiðar- slag til okkar sem höfum starfað með Jóni H. og notið starfskrafta •‘hans og óbilandi atorku í flokks- starfí Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi. Við gleymdum því oft að Jón H. var ekkert unglamb leng- ur og í samskiptum við hann þekkt- ist ekkert kynslóðabil. Hann tók virkan þátt í útgáfu Alþýðublaðs Kópavogs, var þar ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins hátt á þriðja áratug. í maílok áttum-við okkar síðustu samverustundir með Jóni H. þar sem við unnum að útgáfu Alþýðu- blaðs Kópavogs. Næsta dag var hann lagður inn á sjúkrahús þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Við eigum margar góðar minn- ingar um Jón H. þegar við unnum saman að Alþýðublaði Kópavogs. Hann bar hag blaðsins ávallt fyrir brjósti og vissi hversu mikilvægt það var að það gegndi hlutverki sínu að uppfræða íbúana um mál- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á > mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. efni bæjarins. Þegar blaðið kom ekki út á tilsettum tíma og hann taldi að um sleifarlag á hlutunum væri að ræða, þá lá hann ekki á skoðunum sínum varðandi þau efni. Ef vel var að verki staðið þá var Jón H. í essinu síiiu og gátum við treyst gildismati hans sem var heil- brigt og öfgalaust. Það var stór stund í lífi Jóns H. er tengdadóttir hans Rannveig Guð- mundsdóttir var kjörin þingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi í Al- þingiskosningum í vor. Við konurnar í Alþýðuflokknum í Kópavogi áttum jafnan tryggan stuðningsmann þar sem Jón H. var. Hann var alltaf tilbúinn að leggja okkur lið og hvetja okkur til dáða því jafnaðarstefnan átti hug- hans allan frá því að hann var ung- ur maður. Minningin lifir um góðan dreng, jafnréttismann og jafnaðarmann í orðsins fylistu merkingu. Hann var góður heim að sækja, mikill og góður gestgjafi og hrókur alls fagn- aðar. Við konurnar sem nú erum bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Kópavogi kveðjum Jón með söknuði um leið og við sendum Sigríði, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um af hlýhug okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga og Sigga Nú er Jón H. vinur allur. Veik- indastríð hans var stutt en snarpt enda hefði það ekki átt við hann að vera öðrum háður til langframa þegar svo var komið. Jón Halldór Guðmundsson var fæddur 3. desember 1913 á Brekku á Ingjaldssandi, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Guð- mundar Einarssonar sem þar bjuggu. Hann lauk kennaraprófi 1938 og kenndi á ýmsum stöðum fram til ársins 1942 er hann hóf kennslu á Isafirði. Hann var settur skólastjóri við Barnaskóla ísafjarðar 1954-55 og skipaður í þá stöðu 1957. Þar var hann fram til ársins 1964 er hann fluttist suður ásamt fjölskyldu sinni og tók við skólastjórn nýs skóla í Kópavogi, Digranesskóla. Skólastjóri Digranesskóla var hann samfellt til 1981 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Konu sinni, Sigríði M. Jóhannes- dóttur, kvæntist Jón 1938 og áttu þau saman 8 börn. Einnig eignaðist Jón dóttur sem jafnan var talin til barnahópsins. Við Jón H., eins og hann var ávallt kallaður, kynntumst er ég hóf kennslu við Digranesskóla haustið ’68. Ég þekkti hann ekki persónulega áður, en hafði heyrt föður minn tala um þennan eldheita krata frá ísafirði sem flutti þrumu- ræður á flokksþingum Alþýðu- flokksins og sagði flokksforystunni skoðanir sínar umbúðalaust. Ungur að aldri kynntist Jón hugsjónum jafnaðarstefnunnar og hafði þær að leiðarljósi i öllu sínu lífsstarfi. Jón bar í sér neista baráttumanns- ins sem hafði staðið í fremstu röð íslenskrar alþýðu- og verkalýðs- stéttar og barist þar undir merki Alþýðuflokksins fyrir bættum hag alþýðu þessa lands. Fyrir Alþýðuflokkinn vann Jón farsælt og heilladijúgt starf. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn bæði á Isafirði og í Kópa- vogi, m.a. sat hann lengi í stjórn Húsnæðisstofnunar og veit ég að margir leituðu þá til hans og fóru ekki bónleiðir til búðar. Myndir og minningar koma fram í hugann frá samverustundum okk- ar í Digranesskóla, bæði í leik og starfi. Að taka við nýjum skóla í barnmörgu hverfi í uppbyggingu er alltaf erfitt. En Jón tókst á við það af festu og ákveðni eins og önnur störf sem honum voru falin. Hann mótaði skólabraginn svo að eftir var tekið. Kennarar og annað starfsfólk svo og nemendur báru mikla virðingu fyrir honum og mátu hann mikils eins og berlega kom í ljós er hann lauk störfum við skól- ann og þau skólastjórahjón voru kvödd með hátíðarsamkomu í skól- anum eftir 17 ára giftudrjúgt starf. Sigríður stóð við hlið Jóns í blíðu og stríðu og er hlutur hennar ekki ■lítill í lífi hans. Jón var farsæll stjórnandi og góður samstarfsmaður og tel ég það hafa verið mikið happ fyrir mig að hefja kennslu undir hans stjórn. Hann fylgdist vel með nýjungum í skólastarfi og var reiðubúinn að taka þær upp svo framarlega að eitthvert vit væri í og þær kæmu nemendum skólans að gagni, en hann vildi ekki breyta aðeins breyt- inganna vegna. Jón hafði mjög gott vald á ís- lensku máli og flutti það af festu og skörungsskap hvort heldur var í ræðu eða riti. A hann var hlustað og skoðanir hans virtar. Ég get ekki stillt mig um að minnast á tómstundastarf Jóns. Eftir að hann varð „löggilt gamal- menni“ eins og hann orðaði það sjálfur undi hann sér löngum við smíðar en Jón var afburðagóður smiður og eru til eftir hann mörg hagleiksverk unnin úr íslenskum viði en á honum hafði hann mikið dálæti. Nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka Jóni samfylgdina og leið- sögnina og elskusemina við mig og mitt fólk. Við Karl sendum Sigríði og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Helga Kristín Möller Haustið 1964 lágu ieiðir okkar Jóns H. Guðmundssonar skólastjóra saman er ég réðst sem kennari að Digranesskóla er þá var að taka til starfa. Ég vann undir stjórn Jóns til 1976. Yfir þessum árum er sér- stakur ljómi í mínum huga og ég lít á það sem mikla gæfu að hafa fengið að vera þátttakandi í mótun skólans undir stjórn jafn frábærs skólamanns og Jón var. Hann var mikill mannvinur sem var annt um jafnt nemendur sem kennara. Hann kunni þá list að hvetja aðra til dáða án þess að upphefja sjálfan sig. Margar ferðir vom farnar til að skoða starfsemi í öðrum skólum og fá hugmyndir og mikið var rætt úm leiðir til að mæta þörfum nem- enda. Jón var einkar bóngóður og viidi leysa vanda nemenda og starfsfólks eins vel og kostur var. Hann leit á skólann sem eina heild. Samvinna kennara var mikilvægur þáttur í skólastarfinu og tekið var á vanda- rgálum sem upp komu í samein- ingu. Skólinn kom okkur öllum við og ekki þótti við hæfi að kennarar einangruðu sig í einu horni. Unnið var að sameiginlegum gagna- og hugmyndabanka sein Jón lagði drjúga hönd á, enda var hann mik- ill íslenskumaður. Jón var sívinnandi og ef við kenn- ararnir vorum eitthvað að bralla lá hann ekki á liði sínu við að aðstoða okkur. Við vorum óspart hvattir til breytilega starfshátta, jafnframt því sem áhersla var lögð á festu. Þannig var mikið um hópvinnu og margkonar sýningar og uppákomur fyrir foreldra. Jón var listasmiður og hafði gam- an af að útbúa t.d. ramma um lista- verk nemenda, og alls konar lag- færingar sem komu skólanum vel. Fyrir jól nutu börnin míns góðs af smíðum hans. Ég held að Jón hafi verið kennari af Guðs náð sem jafn- framt gerði sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð og þeim kröfum sem starf með ungu ómótuðu fólki leiðir með sér. Síðar á lífsleiðinni hef ég nokkrum sinnum leitað ráða hjá Jóni þegar upp hafa komið erfið skólamál, og hef ég jafnan farið vísari frá honum. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að njóta jeiðsagnar Jóns H. Guðmundssonar. Ég veit að hans er sárt saknað. Hann var góður heimilisfaðir og afi. Sigríður mín, börn og barna- börn megi minningin um góðan mann sefa sorg ykkar. Guð blessi minningu hans. Stella Guðmundsdóttir Ævinlega setur okkur hljóð þeg- ar einhver okkur nákominn, vinur eða velgjörðarmaður, er burtu kvaddur yfir móðuna miklu. Svo var einnig er við fréttum lát vinat' okkar og samstarfsmanns, Jóns H. Með honum deildum við hjónin dýr- mætum kafla í lífi okkar sem voru fyrstu sporin í lífsstarfi þar sem hvert skref er mikilvægt fyrir fram- tíð þeirra sem njóta og hann hafði mikil og góð áhrif á. Með þessum orðum viljum við þakka honum þau ár og kynni sem við höfðum af honum sérstaklega sem góðum skólamanni og vini. Um ævi Jóns H. Guðmundssonar verður ekki fjölyrt hér en hann varð skólastjóri Digranesskóla við stofnun hans haustið 1964 og stjómaði honum allt til starfsloka 1981 er hann fór á eftirlaun eftir 43 ár við kennslu þar af 24 ár sem skólastjóri. Fyrir okkur sem hófu kennslu á fyrstu starfsárum Digra- nesskóla var það ómetanlegt lán að fá að starfa við hlið Jóns og njóta leiðsagnar hans og stjórnun- ar. Hann hafði sérstakt lag á því að stjóma stómm skóla af skyn- semi, festu og lítillæti. Fyrstu starfsár kennara eru jafn- an einhver erfiðustu ár þeirra í kennslu þrátt fyrir undirbúning í kennaraskóla. Það verður ekki lært af bókum hvernig svara eigi ýmsum þeim spurningum sem vakna strax í fyrstu kennslustundunum. Svo eru þar ýmsar óskrifaðar • starfsreglur sem hver kennari þarf að temja sér og kunna skil á. Fá störf krefjast jafn mikillar yfirlegu og skipulagn- ingar. Starfsandinn þessi fyrstu ár var ákaflega góður og áhuginn sat í fyrirrúmi. Kennarar voru fáir og nemendafjöldinn aðeins hluti af því sem nú er. 011 samskipti vom því mun persónulegri, enda oft þröngt búið að nemendum og kennurum þessi fyrstu ár skólans og öll hjálp- artæki við námsefnisgerð vom upp- talin í einum handmötuðum spritt- flölrita. En Jóni tókst að fá kennar- ana til að tileinka sér faglegan metnað fyrir starfi sínu og skóla. Kennarar nutu sín undir hans stjórn og fengu tækifæri til að þróast og sýna frumkvæði í starfi. Hann ýtti undir og örvaði þá til dáða. Var þá ekki spurt um lengd vinnutíma eða fyrirhöfn. Þegar eitthvað skyldi framkvæmt greip hann gjarnan hamar og sög og smíðaði það -sem til þurfti svo að smekklega liti út. Hann var ákaflega vandaður í vinnu og gerði kröfu til sín og ánnarra en var sanngjarn og réttsýnn. Sérstaklega verður hann minnis- stæður þegar leysa þurfti erfið mál varðandi nemendur. Þá var gott að leita til hans. Þar brást hann hvergi og leysti með stillingu og skynsemi mál sem voru viðkvæm og oft ekki auðvelda lausn að finna. Hann naut virðingar nemenda sinna fyrir þær sakir hversu vel honum farnaðist í samskiptum við þá bæði á góðum og erfiðum stundum. Jón var hæfileikaríkur miðlari í kennslu og náði árangri. Hann var bókelskur og næmur íslenskumað- ur. Jón var einnig góður og vand- virkur. handverksmaður og hafði yndi af smíðum og eru margir fagr- ir gripir á heimili okkar eftir hann. Hann sýndi skilning á mikilvægi þess að bæði bóklegir og verklegir þættir í skólastarfi nytu sömu virð- ingar. Sem dæmi um það var Digra- nesskóli einn þeirra fyrstu þar sem allir nemendur nutu sömu kennslu í hannyrðum og smíðum. Svo sem venja er á vinnustöðum komu kennarar saman til skemmt- ana og var Jón hrókur alls fagnað- ar og stóð okkur þeim yngri ekki að sporði í kátínu og glensi. En Jón lét ekki aðeins skólastarf til sín taka. Félagsmál og þá einkum pólitíkin átti þar hauk í horni sem Jón var. Kjarabarátta og réttur þeirra sem minna mega sín voru honum hjartfólgin. Einnig á því sviði lá Jón ekki á liði sínu og spurði þá ekki heldur um tíma né fyrir- höfn. Skipti þá engu hvort þar var stílvopni beitt eða hamri og sög. Alla tíð frá því að við kynntumst Jóni H. og Siggu var okkur ákaf- lega vel tekið á heimili þeirra og á stundum fannst okkur við vera hluti af stóra fjölskylduhópnum. Þar átti Sigga, kona Jóns, stóran þátt og hefur sýnt okkur og dætrum okkar mikla hlýju og elskulegheit allt frá fyrstu tíð. Það var upplifun að kynn- ast heimilislífinu í Álftröðinni þegar Jón og Sigga með öll bömin sín og tengdabörn fóru á kostum í glensi og gamni. Þar voru tengslin sterk á milli systkina og foreldra og kátín- an í fýrirrúmi. Allt of langt er síðan við komum í Áiftröðina og oft hugsuðum við að nú skyldi verða af því. Einhvern veginn fannst okkur að Jón H. væri alltaf hress og síungur og yrði alltaf til staðar. En nú er hann horfinn á braut. Blessuð sé minning hans. Elsku Siggu, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sólveig Helga Jónasdóttir og Einar Long Siguroddsson. Inga Dagmar Jablonski - Kveðja Fædd 21. febrúar 1991 Dáin 18. júní 1991 Inga Dagmar varð bara fjögurra mánaða. Hún var yngsta dóttir Vil- borgar Gunnarsdóttur og Thomas E. Jablonski. Hún fæddist í þennan heim falleg og sterk og full af lífí og þreki. Hún kom með frið og værð með sér og yndislegt bros. Hún náði aldrei að breyta heiminum eða setja svip sinn á þjóðfélagið, en hún náði að setja svip sinn á líf foreldra sinna og fjölskyldu, með mikilli gleði. Allri fjölskyldunni auðnaðist ekki að sjá hana því elstu systkini henn- ar eru í skólum í Bandaríkjunum. Elsku litla frænka mín. Ég fékk að sjá hana og kyssa litlu kinnina og fallega ennið. Svo kom Guð og tók hana frá okkur. Það er erfitt að skilja lífið á svona stundu, og erfitt að sætta sig við lífið á svona stundum. Veröldin heldur áfram að snúast á sinni braut og sólin kemur upp næsta dag. Fólk heldur áfram við sitt, en hjá okkur hefur allt stöðv- ast. Það er eins og tíminn sé ekki til, því elsku litla Inga Dagmar skilur eftir sig stórt tómarúm. Við kveðjum litlu frænku mína með söknuði og tárum. Ég bið að Guð verndi sál hennar og að einhver önnur góð sál annist um hana. Ég bið Guð að gefa foreld- rum hennar og systkinum styrk og trú til að bera sína sorg. Geta með tímanum hugsað til Ingu litlu og fundið gleði yfir því að hún var til. Útför hennar átti að fara fram 1. júlí í Bandaríkjúnum. Hún var fædd í Skotlandi. Hún lést í Svíþjóð. Björk Gunnarsdóttir Huzell, móðursystir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.