Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 40

Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 40
AKmy.NBLAiJH) ÞRifijyij^Gjyy; % ,jdM:.íffii M Jóhannes Jakobs- son — Minning Fæddur 29. ágfúst 1917 Dáinn 24. júní 1991 Það kom mér ekki á óvart þegar hringt var í mig og mér sagt að vinur minn Johannes Jakobsson væri látinn. Jóhannes hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið og lá á sjúkraúsi hér í Reykja- vík og síðar einnig á ísafirði þar sem hann lést. Jóhannes fæddist í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi 29. ágúst 1917. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Matthildur Benediktsdóttir og Jakob Kristjánsson er þar bjuggu. Við Jóhannes kynntumst haustið 1948, er ég hóf kennslu í handa- vinnu við Gagnfræðaskólann á ísafirði, en þar var Jóhannes þá starfandi handavinnukennari. Mér var það mikill styrkur að njóta reynslu og kunnáttu Jóhannesar. Hann var sannkallaður völundur í höndunum enda hafði hann lokið prófi frá Handíðaskóla íslands með glæsibrag. Jóhannes var rólegur maður og prúður og átti gott með að umgangast nemendur sína. Vorið 1949 hættum við Jóhannes báðir kennslu. Ég setti þá á stofn iítið húsgagnaverkstæði á Sólgötu 8 og þar lágu leiðir okkar enn sam- an því að Jóhannes starfaði hjá mér á verkstæðinu á veturna. Á sumrin dvaldi hann hins vegar í Reykjar- firði ásamt bræðrum sínum við rek- avinnslu. Síðar lærði Jóhannes húsasmíði á ísafirði og vann lenþfst- um við það. Á næstu árum var Johannes tíður gestur á heimiii okkar hjóna. Hann var hafsjór af fróðleik um hina hörðu lífsbaráttu á Hornströndum. Jóhannes sagði skemmtilega frá og hreif okkur með sér inn í veröld, sem var konu minni, borgarbarninu, framandi. Frásagnir hans munu seint líða okkur úr minni. Það kom oft fram að Jóhannesi leið hvergi betur en í Reykjarfirði enda sótti hann þangað á hveiju sumri. Þar hafði hann reist sér og sínum sumarbústað. Löngu áður en byggð lagðist af í Reykjarfirði var Johannes frumkvöðull að því að byggja þar sundlaug. Þar var í mikið ráðist við erfiðar aðstæður, en Jóhannes fékk fjárstyrk til verksins fyrir tilstuðlan Vilmundar Jonssonar, síðar landlæknis. Marg- ur maðurinn hefur lært að synda í iauginni og enn í dag er hún sann- kallaður sælureitur göngumóðum ferðaiöngum. Lengi hafði ég ætlað mér að heimsækja Jóhannes í Reykjaríjörð en atvikin höguðu því á annan veg. Sonur minn Björn og fjölskylda gengu þó í Reykjarfjörð sumarið 1989. Jóhannes tók á móti þeim eins og gömlum vinum og lét sig ekki muna um að ganga yfir fjalla- skarð til að koma á móti ferðalöng- unum. Þótti þeim hann ótrúlega léttur í spori. Hinar góðu móttökur Jóhannesar lýstu honum vel. Hann var góður vinur vina sinna, hlýlegur og traustur. Þessi ferð verður syni mínum og fjölskyldu hans ógleym- anleg og á Jóhannes þar drjúgan þátt í. Jóhannes kvæntist hinni mæt- ustu konu, Kristjönu Ebeneserdótt- ur, árið 1954. Kristjana lést 1985 og var það Jóhannesi mikill missir. Kristjana og Johannes eignuðust tvíburana Erlu og Þröst, sem bæði hafa stofnað heimili og eru barna- börnin orðin 6. Voru barnabörnin Jóhannesi miklir gleðigjafar. Sam- staða var ávalit mikil með fjölskyld- unni. Það sýndi sig best í því hve börn hans hiúðu vel að honum í veikindum hans fram á síðasta dag. Við hjónin kveðjum vin okkar, Jóhannes, með söknuði og virðingu og vottum börnum hans, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Guðmundur L.Þ. Guðmundsson Að kvöidi Jónsmessudags lést í fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði móðurbróðir minn Jóhannes Jakobs- son, til heimilis á Engjavegi 7 á ísafirði. Hann fæddist í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi 29. ágúst 1917, þar ólst hann upp í stórum systkina- hópi, hjá foreldrum sínum Jakob Kristjánssyni og Matthildi Bene- diktsdóttur, sem þar bjuggu. Þó mátti segja að Jóhannes væri að meira eða minna leyti alinn upp af móðurömmu sinni, Ketilríði Jóhann- esdóttur, fyrrum húsfreyju í Reykj- arfirði, sem þá var í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. En Ketilríður var dóttur sinni mikil stoð við upp- eldi og umönnun barnahópsins. Jó- hannes var 3. í röð 14 systkina, en af þeim komust 13 til fullorðinsára. Jóhanna og Guðfinnur, sem bæði eru eldri, lifa nú bróður sinn, og einnig þau Sigríður, Guðrún, Ragnar, Magnús, Valgerður og Guðmundur. Látin eru: Ketilríður, Kjartan, Bene- dikt, og Hermann auk Jónu Valgerð- ar sem lést tæplega ársgömul. Jóhannes var snemma efnilegur eins og önnur börn þeirra hjóna í Reykjarfirði. Hann fór því fljótlega að taka til hendi við búreksturinn eins og siður var á þeim tíma. Sér- staklega þótti hann liðtækur smali, því hann var fjárglöggur mjög og afburða léttur á fæti. Þeim eiginleik- um hélt hann raunar til hinstu stund- ar, því haft var á orði, jafnvel eftir að hann komst á áttræðisaldur, að enginn maður hefði við honum á göngu, þó yngri væri. Oft var hann sendur til að sækja ljósmóður eða lækni, þegar þörf var á, og þótti þá fljótur í förum. Systir hans, Jóhanna, fæddi sitt fyrsta barn í Reykjarfirði, þegar hann var 18 ára gamall, og gekk fæðingin erfiðlega. Þá var hann sendur til Hesteyrar í Jökulfjörðum að sækja lækni, þá fór hann frá Reykjarfírði í Hrafnsfjarðarbotn á helmingi styttri tíma en eðlilegt mátti teljast. Jóhannes var við nám í Reykja- nesskóla við Djúp árin 1935-1937. Síðan stundaði hann nám við Hand- íðaskólann í Reykjavík árin 1939- 1941, og lauk þaðan kennaraprófí í smíðum, með mjög góðum vitnis- burði. Þá var Lúðvík Guðmundsson skólastjóri Handíðaskólans og fékk hann Jóhannes til að smíða kertastj- aka sem færður var þáverandi ríkis- stjóra, Sveini Bjömssyni, að gjöf á nýársdag 1943. Kertastjakinn var úr smíðajárni og þótti hin mesta list- amíði. í blaðaviðtali við það tæki- færi sagði skólastjórinn að Jóhannes væri besti nemandi sem í skólann hefði komið, væri bæði hagur á tré og járn. Hann réðst sem vitavörður að Hornbjargsvita vorið 1941 og var þar í eitt ár. Hann kenndi smíðar vð Gagnfræðaskólann á ísafirði árin 1945-1948. Alltaf var hann þó heima í Reykjarfirði á sumrin og vann að búskapnum með foreldrum sínum. Því hugurinn var heima þó dvalið væri við önnur störf yfír veturinn. Þegar Jóhannes var 12 ára gam- all voru honum og fleiri unglingum í Reykjarfirði kennd sundtökin. En sundlaug var engin til svo ekki gáf- ust mörg tækifæri til að iðka þessa nýju íþrótt. En með Jóhannes sem fyrirliða hlóðu unglingarnir stíflu- garð fyrir afrennsli volgrar tjarnar, sem var í Reykjarfirði, og myndaðist þá allgóð sundlaug. Þarna stunduðu ungmennin íþrótt sína að sumrinu, en næsta vor ruddi jökuláin stíflu- garðinum burt. Þetta endurtók sig nokkur ár, og alltaf lagfærðu ungl- ingarnir laugina að nýju. En nú höfðu hreppsbúar tekið eftir þessu framtaki ungmennanna og sr. Jónmundur Halldórsson á Stað beitti sér fyrir því veturinn 1935 að fjárveiting fékkst hjá hreppnum til að byrja sundkennslu í Reykjarfirði og endurbæta laugina. Var Jóhannes fenginn til að sjá um hvort tveggja. Hann varð seinna frumkvöðull að byggingu þeirrar sundlaugar sem byggð var í Reykjarfirði 1938, og endurbyggð 1988. Hann kenndi sund í Reykjarfírði í 10 ár. Voru sundnámskeiðin haldin á vorin áður en heyskapur byijaði. Sundlaugin í Reykjarfirði hefur verið óskabarn hans í gegnum árin og hann hefur gætt hennar eins og eigin afkvæmis, enda má til sanns vegar færa að hún sé það. Enginn einn maður hefur lagt fram jafn mikla vinnu við viðhald og endur- bætur sundlaugarinnar eins og hann, að öðrum ólöstuðum, þó vissu- lega hafí margir lagt hönd að því verki. Jóhannes gekk að eiga Kristjönu Ebenezerdóttur frá Tungu í Val- þjófsdal í Önundarfirði 30. október 1954. Þau áttu sitt fyrsta heimili á Seljalandsvegi 52 ísafírði. En 1959 fluttu þau í húsið á Engjavegi 6, sem Jóhannes hafði þá byggt, og síðar að Engjavegi 7, en það hús byggði hann einnig. Þau eignuðust tvíbur- ana Erlu og Þröst árið 1955. Eigin- maður Erlu er Siguijón Davíðsson, þau búa á Þórshöfn og eiga þijár dætur. Þröstur býr á Isafirði með Selmu Guðbjartsdóttur og eiga þau 1 son og 2 dætur. Kristjana lést árið 1985, eftir erfíða sjúkralegu. Hún var ein af þessum hljóðlátu konum, sem sinna sínum störfum af samviskusemi, og dugnaði. Hún unni heimili sínu og þangað var gott að koma. Meðan Jóhannes var ógiftur tók hann í fóstur Hallvarð Ólafsson frá Skjaldarbjarnarvík, 3ja ára gamlan, og var hann hjá foreld- Þorgerður Jónsdótt- ir frá Vík — Minning Þann 22. júní sl. andaðist elsku- leg vinkona mín og velgjörðarmann- eskja, Þorgerður Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal, níutíu og fjögurra ára að aldri. Við andlátsfregnina setti mig hljóða. Fram í hugann streymdu ljúfar myndir liðins tíma. Um ieið og ég nefni Gerðu, kemur eiginmað- ur hennar, Einar, einnig í huga minn. Mér er svo tamt að segja „Einar og Gerða" frá þeim tíma, er heimili þeirra, Grund, var mitt annað heimili í æsku. Einar var þá bókari hjá Kaupfélagi Skaftfellinga og Þorgerður húsfreyja á miklu myndarbúi. Orð þessi eru þannig skrifuð í minningu sæmdarhjón- anna beggja. Einar og Gerða voru fremdarfólk í öllum skilningi. Opinn hugur þeirra og víðsýni gerðu það að verk- um, að til Grundar var margt að sækja, sem ekki lá við hvers manns götu. Aldrei hallaði orði í annarra garð á heknilinu því. Mér er minnis- stætt, hve vel þau hjón töluðu jafn- an um hvern mann og leituðu hins bezta í fari sveitunga sinna. Híbýla- hættir að Grund voru og til fyrir- myndar, hvort heldur varðaði húsa- kynni eða innanstokksmuni. Garð- rækt var og augnayndi og gleði- gjafí, sem ekki gleymist. Ég tel það lán mitt að hafa feng- ið að njóta elsku þessara hjóna og fjölskyldu þeirra. Þau löðuðu fram hið bezta í öllum, sem þau umgeng- ust. Mannbætandi voru áhrifín, sem þau höfðu á umhverfi sitt. Einari og Gerðu varð þriggja barna auðið. Elztur er Erlendur, fyrrverandi forstjóri Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga. Kona hans er Margrét Helgadóttir frá Seglbúðum. Steinunn, hjúkrunar- fræðingur er næst í röðinni, eða Nenna, eins og hún er alltaf kölluð. Eiginmaður hennar er Albert Fink, læknir, og búa þau í Bandaríkjun- um. Yngst er Erla, íþróttakennari, gift Gísla Felixsyni rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins. Einnig ólu þau Einar og Gerða upp Björn Berg- stein Björnsson, bróðurson Einars. Björn lézt í bílslysi árið 1986. Kona hans var Olöf Helgadóttir frá Segl- búðum, en hún andaðist 1990. Það var gæfa mín, að við Erla Einarsdóttir urðum æskuvinkonur. Faðir hennar var einstakur á heim- ili; vel gefinn og yfirvegaður heið- ursmaður, prúðmenni í fasi, vand- aður og reglusamur í öllum störfum sínum; góðmenni, sem alltaf átti hlýjan lófa, er ha-gt var að læða í lítilli hönd á erfíðum stundum. Eftir lát föður míns, sem fórst í sjóróðri, þegar ég var 11 ára gömul var ekkert það til, sem þau hjón eigi vildu fyrir móður mína og okk- ur systkinin gera. Um samskipti okkar Gerðu mætti viðhafa orð skáldsins: „Manstu, manstu orð og atvik, öðrum hulin, týnd og gleymd." Mér er hún sem önnur móðir, hlýjan og ástúðin innileg, hugulsemin svo margháttuð, að til einskis verður jafnað. Fyrir mig persónulega eru minn- ingarnar um ævintýraferðirnar að Seglbúðum, þar sem gist var í sum- arbústað fjölskyldunnar, farið í veiði og berjamó, ógleymanlegar og verður ekki með orðum lýst. Gerða var vel lesin, víðsýn og réttsýn í öllum sínum gjörðum og málflutningi, sönn kona og góður vinur vina sinna allra. Árið 1975, eftir að heilsu þeirra hjóna fór að hraka, fiuttu þau til Reykjavíkur. Nutu þau þá í enn rík- ari mæli ástfólginna barna sinna, tengdabarna og barnabarna. Og svo að orð þeirra sjálfra séu notuð var ekki til elskulegri tengdadóttir en Margrét kona Erlendar, sem alla tíð var þeim einstaklega umhyggju- söm. Sfðustu æviárin dvöldust Einar og Gerða á Hrafnistu og nutu þar góðrar umönnunar. Einar lézt árið 1987. Að leiðarlokum flyt ég innilegt þakklæti og kveðju frá aldraðri móður minni, systkinum og fjöl- skyldum þeirra. Sjálf kveð ég í dýpstu þökk og votta öllum að- standendum Þorgerðar Jónsdóttur og Einars Erlendssonar hugheila samúð mína. Mér er kunnugt, að Gerða kveið ekki vistaskiptunum, sem biðu hennar. Nú er hún horfin af þessum heimi. Jesús sagði: „Ég lifi, og þér munuð lifa.“ Það er dýrlegur boð- skapur. Við hittumst fyrir hinum megin. í Guðs friði. Hrefna Sveinsdóttir Hún var löngum kennd við húsið Grund í Vík í Mýrdai. Þorgerður andaðist í Reykjavík hinn 22. júní, en útför hennar verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 29. júní. Ég var rétt nýkominn til Akur- eyrar í mitt sumarleyfi er ég frétti lát Þorgerðar. Hún var sóknarbarn mitt á mínum fyrstu prestskapar- árum í Vík. Bæði vegna þess og hinnar traustu og góðu vináttu er hún sýndi mér koma nú upp í hug- ann fagrar og góðar minningar sem eru bæði blessaðar og þakkaðar. Hér verður hvorki rakinn ferill Þorgerðar né ætt eða uppruni. Hins vegar vil ég nefna það, er hugurinn staðnæmdist við, þegar andláts- fregn hennar barst mér. Man ég dagana góðu er ég var að hefja minn prestferil í Vík. Gott var þá að koma á heimili Þorgerðar Jónsdóttur og Einars Erlendssonar manns hennar að Grund í Vík í Mýrdal. Fyrir nýjan og óreyndan prest var ómetanlegt að geta komið á þeirra friðsama og fagi'a heimili. Þar voru málin rædd yfir kvöldkaff- inu og þar var svo sannarlega gott að koma og orna sér með þeim heiðurshjónum við gamlar, sameig- inlegar og hlýjar minningar. Þá kom það líka vel í ijós, að Þorgerður var víðlesin og fróðleiksfús og 'þess vegna var hún víða það vel heima, að ánægjulegt var við hana að ræða. Og hin fína og háttvísa gam- ansemi hennar hitti alltaf beint í mark. Þorgerði var einkar lagið að setja fram skarpar athugasemdir um menn og málefni, þar sem sann- girni hennar og réttsýni bentu allt- af á hið jákvæða og markverða í fari manna. Orðin hennar Þorgerðar mótuðust ekki af dómhörku, heldur djúpum skilningi og samúð með öllu lífí. Hún gerði sér allt af far um að sjá björtu hliðarnar hjá hveij- um og einum og í því birtist ein- mitt hennar fagra lífstrú. Þessi góða og göfuga kona átti þann andlega fjársjóð, sem aldrei brást, en auðgaði ogprýddi líf henn- ar eins og gestir hennar fundu svo vel og fengu ríkulega að njóta. Þannig halda líka þeir á málum, sem þekkja þjónustuna við sannleikann, kunna að meta hana og iðka hana sjálfír. Líf og starf Þorgerðar var helgað þeirri kyrrlátu þjónustu og mótaðist greinlega af vitneskjunni um grundvöll lífssannindanna mestu og bestu, sem Heilög Ritning lýsir svo: „En þennan fjársjóð höf- um vér í leirkerum til þess að ofur- magn kraftsins sé Guðs, en ekki frá oss.“ Samkvæmt þessu lifa þeir, sem vita að bókstafurinn deyðir, en and- inn lífgar. Trú Þorgerðar á hið já- kvæða, fagra og góða var heil og staðföst. Og allt mótaðist þetta af þeim biblíulega sannleika, að svo sem við sáum munum við og upp- skera. Þorgerður Jónsdóttir hafði ákveðnar skoðanir og þá kannski ekki síst á lífinu eftir jarðlífið. Það er því gott til þess að hugsa, að mannkostir hennar muni nú koma henni til góða. Málið er nefnilega þetta að á eilífðarlendunum reisir sjálfur byggingameistarinn hveij- um og einum þá byggingu sem við- komandi hefur til unnið. Trú og breytni hvers einstaklings senda Guði mest allt byggingarefnið. Þar getur hann vissulega haft úr ýmsu að velja, en þungavigtin er að sjálf- sögðu innleggið hans sjálfs til hvers og eins og þess vegna er nú það, að hjálpræðið í Kristi gildir strax hér á jörð og svo síðar. Ég kveð svo Þorgerði með þakk- látri virðingu fyrir trygglyndi henn- ar og órofa vináttu, sem og það hversu dæmalaust vel hún skildi mig og starf mitt. Vandamönnum hennar votta ég dýpstu samúð. Og síðan þykja mér eiga vel við orðin góðu í Jóhannes- arguðspjalli: „Sannleikurinn mun gjöra yður fijálsa." Sr. Páll Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.