Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 43

Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 43
Anton Sigurðs- son - Minning roi'i liíti. .í: jniDAauurni'i gkia.li/.'iohoi/. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'Z JÚLÍ 1991 Fæddur 17. nóvember 1900 Dáinn 21. júní 1991 Það var mér sérstaklega kært að kynnast Antcni Sjgurðssyni síðustu æviárin hans. Ég fór að heimsækja hann ásamt syni hans fyrir þremur árum og læknaðist við það af andúð sem ég hélt mig hafa á elliheimilinu, af því að móðir mín hafði andast þar einu ári áður. Anton sat á rúmstokknum sínum og brosti til mín og starfsfólkið í kring sinnti störfum sínum af alúð sem áður. Anton Sigurðsson var fæddur í Sjávarhólum á Kjalarnesi 17. nóv- ember árið 1900. Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson úr Kjós og Steinvör Einarsdóttir ættuð úr Árnes- og Rangárvallasýslu. Þau bjuggu í Sjávarhólum á Kjalarnesi í nokkur ár en fluttust árið 1903 að Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi. í upphafi aldarinnar flutt- ist margt fólk af Kjalarnesi vestur á Snæfellsnes, því að þá fiskaðist vel þar. Steinvör og Sigðurður eignuðust 9 börn. Af þeim komust 8 til fullorð- insára. Strax og þau komust á legg, fóru þau að hjálpa til við bústörfin. Á þessum árum var fært frá ánum og urðu börn og unglingar að sitja hjá. Þó mörgum hafi leiðst í hjáset- unni, sagðist Anton hafa átt marg- ar anægjustundir við það starf. í Mávahlíð voru á kvöldvökum lesnir húslestrar og sögur, meðal annarra Eyrbyggja sem systkinin kunnu utanbókar og voru söguper- sónurnar ljóslifandi í hugum þeirra. Mávahlíð er síðasti bær utan við Búlandshöfða og kom þar margt fólk, sem þurfti fylgd fyrir framan eða yfir Höfðann og gistu ýmsir. Meðal þeirra voru förumenn þess tíma. Þekktastur þeirra var Símon Dalaskáld. Hann orti vísur um allt heimilisfólkið og kvað rímur. Þessar heimsóknir voru krydd í tilverunni. í Fróðárhreppi var sjósókn mikil- vægur þáttur í lífsbaráttunni. Ant- on og bræður hans réru með föður sínum og Þorsteini Matthíassyni í Tungu, róið var frá Mávahlíðarhellu og Kletti. Þorsteinn var svo rausn- arlegur að láta þá fá fullan hlut, þótt unglingar væru. Þegar Anton var 19 ára fór hann í smíðanám til ísafjarðar og dvald- ist þar við nám og störf til 1929. Þar kynntist hann ýmsu góðu fólki og fjölhæfum iðnaðarmönnum, sem miðluðu honum af starfsþekkingu sinni. Af þeim má nefna Hallgrím Pétursson frá Hafnardal, Gissur síðar á Fjölnesvegi og Magnús Magnússon skókaupmann, sem voru góðir vinir hans. Árið 1929 lá leiðin til Reykjavík- ur, þar sem starfsvettvangur hans varð upp frá því. Þá var véltækni rétt að hefjast við húsbyggingar og starfsdagur langur, svo að mikið líkamlegt þrek þurfti til þessara starfa. Sunnudagar urðu sannkall- aðir hvíldardagar. Anton varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eignast marga góða samstarfsmenn og hjá honum lærðú nokkrir ungir menn smíðar. Mikla og góða samvinnu hafði hann við Tómas Vigfússon bygg- ingarmeistara og starfsmenn hans, sem voru samvalinn hópur dugnað- armanna, sem minntu mest á sam- heldna skipshöfn, þar sem hver hafði sitt ákveðna hlutverk þegar verið var að steypa hús. Húsin, sem þeir reistu, virðast hafa staðist tímans tönn nokkuð vel. Anton stóð fyrir byggingarframkvæmdum víða um borgina fram á árið 1975. Eftir það vann hann mörg ár á sínu eig- in verkstæði við minni verkefni. Anton tók töluverðan þátt í fé- lagsmálum á sínum yngri árum og var formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur árin 1951 og 1952 og gjaldkeri hjá Meistarafélagi húsa- smiða í nokkur ár. Árið 1933 kvæntist Anton Huldu Þórðardóttur, fædd 28. september 1906, hjúkrunarkonu, ættaðri af Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Þórður Matthíasson, útvegsbóndi í Ólafsvík, og kona hans, Björg Þor- steinsdóttir. Synir Antons og Huldu eru: Haraldur, búfræðingur í Rvík., kvæntur Karinu Hartjenstein og eiga þau tvö börn; Steinar, tækni- fræðingur í Rvík; Sigurður fram- kvæmdastjóri í Rvík, á þrjú börn; Ingólfur, tæknifræðingur í Rvík, kvæntur Svölu Eggertsdóttur og eiga þau þrjú börn. Anton Sigurðsson var meðal fyrstu byggingameistara Bygging- arfélágs verkamanna, sem stofnað var af Alþýðuflokknum. Þessir byggingameistarar áttu hugmynd- ina að og byggðu fyrstu verka- mannabústaðina í Stórholti, Meðal- holti, Stigahlíð, á Hringbraut og víðar í Reykjavík, bænum, sem var að myndast. Ósérhlífni og fram- kvæmdakraftur byggingameistara kreppuáranna var hreint ótrúlegur. Þegar einu verki var lokið var strax hafist handa við það næsta. Hús byggð undir stjórn Antons eru mjög víða, svo sem við Brávallagötu, Ljósvallagötu, á Melunum og á Högunum, svo litast sé um í vestur- bænum, en þar bjó Anton mestan hluta ævi sinnar ásamt Qölskyldu sinni. Hann starfaði einnig við margar opinberar byggingar eins og Landakotskirkju, Melaskóla og Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 A að gefa gjöf ? Þjóðleikhúsið. Anton og fleiri í byggingariðnaði stofnuðu Samein- aða verktaka og lögðu fram allt sem þeir áttu til að skapa ný atvinnu- tækifæri og verðmæti. Ég var svo lánsöm að geta tekið Anton heim til mín einu sinni til tvisvar í viku ásamt öðru öldruðu fólki til að njóta dagsins og hafa félagsskap. Ég náði í Anton og ég var svo stolt af því að hafa þennan myndarlega, aldna mann í framsæt- inu í litlu Fiestunni minni. Þegar þessi stóri og fallegi maður gekk inn í stofuna mína með stafinn sinn fóru konurnar strax að taka fram stól handa honum og bjóða honum eitthvað. Því hann hafði svo gott og dugnaðarlegt fas. Okkur fannst hann eiga inni smádekur. Það var dásamlegt að neyta matar með honum. Hann naut einhvern veginn alls svo vel, samt í mikilli hógværð. Hann tók líka öllu sem sjálfsögðu sem lagt var á hann og með þolin- mæði og þykkjulaust. Anton var einstaklega athugull og gætinn og fátt fór framhjá honum. Hann tjáði 43 sig ríkulega með augunum þegar hugsanirnar komu ekki fram með orðum. Hógværð og kurteisi ein- kenndu framkomu hans. Hann var gæddur mikilli kímnigáfu sem braust fram í brosi út í annað munn- vikið og uppljómuðum augum. Ég hlustaði oft á hann lýsa byggingu Landakotskirkju, þegar steypan var dregin upp í turninn í fötum. Þakklátust er ég fyrir ferðirnar okkar saman í sunnudagsmorgun- messurnar á Grund. Anton fylgdist af athygli með textanum í sálma- bókinni og verklegu hendurnar sem héldu á henni hættu að skjálfa. , Barnabarnið hans og alnafni sagði mér að afi væri dáinn. Og þótt við söknum hans bæði mikið vorum við hvorugt sorgmædd. Við vitum að nú er hann kominn til Guðs að hvíla fæturna og er hjá Huldu sinni. Guð blessi minninguna um hann og alla afkomendur hans og gefi þeim frið, því nú hafa bæn- irnar okkar ræst og hann er hjá Guði. Valgerður Þóra Másdóttir Ferðamálasamtök Snæfellsness stofnuð Stykkishólmi. NÝVERIÐ voru stofnuð Ferðamálasamtök Snæfellsness. Tilgangur þeirra er m.a. að auka og bæta ferðaþjónustu á Snæfellsnesi, auka samstarf hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu, stuðla að bættum samgöngum og auknu upplýsingastreymi til ferða- manna og einnig milli ferðaþjónustuaðila. Það er mikill hugur í mönnum hér, ekki síst vegna þess að svæðið hefur upp á ótal- margt að bjóða fyrir ferðamanninn. Snæfellsnesið er ein náttúru- paradís og hér er eitthvað fyrir alla, þeir sem hafa gaman af fjall- göngum hafa hér stolt okkar, Snæfellsjökul, og út frá honum fjallgarðinn með fallegum fjöllum og frábæru útsýni. Þeir sem velja lægri slóðir sækja í fegurðina við strandlengjuna, en ströndin á sunnanverðu Nesinu er einstök með sínum sérstöku klettum og skeljasandfjaran við Búðir er ein sú mesta á landinu. Þá er ferð fyrir jökui ógleymanleg þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir eins og Arnarstapi, Hellnar, Lóndrangar, Djúpalónssvæðið, Dritvík og Ondverðarnes. Siglingar um Breiðafjörð eru mjög vinsælar og er þá bæði hægt að fara með Eyjaferðum í skoðun- arferðir og með feijunni Baldri sem ferjar fólk og bíla yfir Breiða- fjörð með viðkomu í Flatey. Þá eru tveir golfvellir á Nesinu, annar í Ólafsvík og hinn í Stykkishólmi. Boðið er upp á hestaferðir frá íjór- um stöðum á Nesinu; Lýsuhóli í Staðarsveit, Þórdísarstöðum og Kverná i Eyrarsveit nálægt Grundarfirði og Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Sundlaugar eru víða á Nesinu; við Laugagerðis- skóia, í Miklaholtshreppi, Lýsuhól í Staðarsveit, á Hellissandi, í Ól- afsvík, Grundarfirði og Stykkis- hólmi. Þá er einnig hægt að veiða víða á Nesinu, bæði í ám og vötn- um. í Bjarnarhöfn, í Helgafells- sveit nálægt Stykkishólmi gefst fólki kostur á að kynna sér há- karlsverkun. Áhugavert safn er í Norska húsinu í Stykkishólmi sem verður opnað í byijun júlí og verð- ur opið eftir hádegi. I Ólafsvík er upplýsingamiðstöð opin alla daga kl. 12.30-17.30 í Gamla pakkhús- inu sem verið er að byggja upp sem safn. Ferðamálasamtök Snæfellsness hafa ráðið til sín ferðamálafull- trúa, Sigríði Ágútsdóttur. _ - Árni. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN AUÐUNSDÓTTIR, Bústaðavegi 89, andaðist að morgni 29. jóní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Eliasdóttir, Jón Elíasson, Valgerður Elíasdóttir, Höskuldur Elíasson, Guðrun Elíasdóttir, Hilmar Elíasson, Elín Þorvarðardóttir, Sigurður Þorleifsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Haraldur Benediktsson, Nanna Sigurpálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og sonur, HERMANN JÓN ÁSGEIRSSON tannlæknir, Álfhólsvegi 6, Kópavogi, sem lést á Reykjalundi 25. júní sl, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á S.Í.B.S. eða hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi. Guðfinna S. Gunnþórsdóttir, Gunnþór Hermannsson, Björn Hermannsson, Katrín Hermannsdóttir, Kristín Anna Hermannsdóttir, Anna Hermannsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, er lést mánudaginn 24. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.30. Erla Jónsdóttir, Þorvarður Gunnarsson, Magnús Jónsson, Magnea Ingvarsdóttir, Sigurþór Jónsson, Sigurborg Valgerður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SVEINN H. LONG BJARNASON, Köldukinn 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 4. júlí kl. 15.00. Ólöf Ásta Stefánsdóttir, Gerður R. Sveinsdóttir, Stefán P. Sveinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Bjarni Sveinsson, Sigrún Hjaltalín, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Sæviðarsundi 40, Reykjavík. Haukur Kristófersson, Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhannes Bjarni Jóhannesson, Sigríður Herdís Leósdóttir og barnabörn. Farðu til Ljósmyndara 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Barna og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofan Mynd simi 5 42 07

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.