Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 50

Morgunblaðið - 02.07.1991, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 'Hut Ofnhakaðar, sérstök Pizza Hut dressing sett á sanilokuna og hún l>orin frain með kartöfluflögum AMERIKA SAMLOKA Pepperoni, skinka, salatblöð, tóniatai og ostur. NEW YORK SAMLOKA Skinka, oslur, salatblöð og tómatar. MEXIKONSK PIZZA Pizza Hut tómatblanda, tvö lög af osti, nautahakk, laukur,tómatar og jalapeno Peppers. BRAUDSTANGIR Kakaðar úr fersku deigi og völdu kryddi stráð yfjr. Bornar fram heitar með sérstakri ítalskri tómatkryddblöndu og parmesan osti. ÍSTE Gert samkvæmt hefðbumlnuin amerískuin aðferðum AMERÍSKAR SAMLOKUR ilmur karlinannsins, sem veit hvað hann vill. Ilmur velgengni DUGGUVOGI2 SÍMI 686334 Forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf, Michael Hansenne ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra, Kjartani Jóhannssyni sendiherra og Gylfa Kristinssyni deildarstjóra í félagsmálaráðu- neytinu. Vernda þarf lífríki hafsins - sagði Jóhanna Signrðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir flutti ræðu á 78. Alþjóðavinnumála- þinginu þar sem hún lagði áherslu á að vernda lífríki hafs- ins, einkum fiskistofna. Ráð- herra gerði að umtalsefni um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður i Brasilíu á næsta ári og vakti athygli áð með fjölgun fullgild- inga á hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna væru skapaðar forsendur til að vinna markvisst að verndun lífríkis hafsins og þar með tryggð afkoma þeirra sem lifa af fiskveiðum. í ræðu sinni á þinginu fjallaði félagsmálaráðherra einnig um stöðu heimavinnandi fólks og svarta atvinnustarfsemi. Lagði hún til að Alþjóðavinnumálastofn- unin (ILO) tæki þessi málefni til umfjöllunar. Þessu 78. Alþjóðavinnumála- þingi lauk þriðjudaginn 25. júní og hafði það þá staðið í þrjár vik- ur. Þingið sóttu 2000 fulltrúar rík- isstjórna, samtaka atvinnurekenda og launafólks frá 141 af 149 lönd- um_ sambandsins. Á þinginu var afgreidd ný al- þjóðasamþykkt um vinnuskilyrði á hótelum, veitingastöðum og í hlið- stæðum stofnunum. Einnig var ijallað um drög að alþjóðasam- þykkt um ábyrgð launa við gjald- þrot atvinnurekenda og gagnrýni kom fram á ríkisstjómir Panama og Thailands fyrir alvarleg brot á alþjóðasamþykktkum um félaga- frelsi. Meðan þingið sat afhenti félags- málaráðherra forstjóra alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar, Michael Hansenne, skjöl vegna fullgilding- ar íslands á tveimur alþjóðasam- þykktum ILO. Þar er um að ræða samþykkt nr. 139 um varnir gegn og eftirlit með áhættu í starfi vegna efna sem valda krabbameini og nr. 155 um öryggi og heil- brigði við vinnu og starfsumhverfí. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fimm efstu í A-flokki. Lengst til vinstri er sigurvegarinn Ragnar Hinriksson á Gammi, þá Þóra Brynj- arsdóttir á Fiðringi, Flottur og Þórður Þorgeirsson, Davíð og Jón Þórðarson og lengst til hægri eru Sindri og Þórir Ásmundsson sem urðu í fimmta sæti. Hestaþing Mána: Hörð keppni og ágætar ein- kunnir í gæðingakeppninni Keflavík. GÆÐINGAKEPPNI og kappreiðar Hestamannafélagsins Mána fóru fram helgina 22. og 23. júní og fengu margir gæðingar háar einkunn- ir að þessu sinni sem sýnir glögglega að miklar framfarir hafa orðið í þessari íþrótt á Suðurnesjum. Athyglisverðasti knapi mótsins var tvímælalaust Þóra Brynjarsdóttir sem er aðeins 14 ára, en hún keppti .við atvinnumennina í A-flokki á hestinum Fiðringi sem er graður og náði þar öðru sæti á eftir knapanum kunna Ragnari Hinrikssyni. Keppnin í A-flokki var óvenju jöfn og spennandi og mjótt á mununum á milli 5 efstu hestanna. Gammur frá Ingveldai'stöðum sem setinn var af Ragnari Hinrikssyni var efstur með einkunnina 8,40, Flottur frá Hofstaðaseli, knapi Þórður Þorgeirs- son, var í öðru sæti með 8,39 og Þóra Brynjarsdóttir og Fiðringur 83157042 frá Ingveldarstöðum voru í þriðja sæti með einkunnina 8,29. í úrslitakeppninni gerði Þóra sér lít- ið fyrir og skaust upp í annað sætið og fékk hún geysilegt klapp þegar hún lagði Fiðring á skeiðið. Þóra og Fiðringur höfðu ekki þar með sagt sitt síðasta orð, því þau sigruðu einn- ig í eldri flokki unglinga og síðan í 150 m skeiði. I B-flokki sigraði Beykir sem set- inn var af Þórði Þorgeirssyni, hann fékk einkunnina 8,54, í öðru sæti varð Svartur frá Sólheimatungu, knapi Guðni Jónsson, með 8,41. Keppnin um næstu sæti var eitilhörð og mjótt á mununum, Nökkvi frá Skarði í Landsveit, knapi Ingvar Hallgrímsson, náðu þriðja sætinu með einkunnina 8,33, fjórða sætið féll í hlut Kráks frá Skarði í Land- sveit, knapi Þórir F. Ásmundsson, fékk liann einkunnina 8,32, og síðan kom Ottar frá Krossi í Landssveit, knapi Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, með einkunnina 8,31. Ágætis árangur náðist í tölt- keppninni og má þar nefna að Hrönn Ásmundsdóttir náði 91,47 punkti í undankeppninni, en varð síðan að sætta sig við annað sætið í úrslitun- um. Sigurvegari varð Guðni Jónsson á Svarti en hann hlaut 85,60 punkta í undankeppninni. í þriðja sæti varð Þórður Þorgeirsson á Beyki með 75,47 punkta. í yngri unglingaflokki sigraði Klerkur og Lára Ellen Rún- arsdóttir með einkunnina 8,59. Frek- ar léleg þátttaka var í kappreiðunum að þessu sinni. Eins og áður sagði sigraði Fiðringur í 150 m skeiðinu á 16,38 sek., Sálmur í 250 m skeiði á 25,23 sek., Ljóri í 250 m stökki á 20,02 sek., Háfeti í 350 m stökki á 26,01 sek., Léttir í 800 m stökki á 65,98 sek., og í 300 m brokki sigr- aði Dagfari á 46,15 sek. BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.