Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 02.07.1991, Síða 52
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Raufarhöfn: Morgunblaðið/Ingvar Harður árekstur í Artúnsbrekku Ein kona var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur í Artúnsbrekku um hádegisbil í gær. Slysið varð með þeim hætti að Skoda-bifreið, sem ekið var austur Vesturlandsveg, fór yfir á öfugan vegarhelming, rétt austan við endann á vegriðinu, sem skilur á milli akreina í brekkunni. Bíllinn skall framan á Daihatsu- bifreið, sem ekið var í vesturátt. Konunni, sem slasað- ist, þurfti að ná úr flaki Daihatsu-bifreiðarinnar með aðstoð tækjabíls slökkviliðsins. Hún var ekki talin hættulega slösuð. Bílarnir eru stórskemmdir. Lokað fyrir rafmagn hjá SR vegna vanskila LOKAÐ var fyrir rafmagnssölu til verksmiðju Síldarverksmiðja ríkis- ins á Raufarhöfn í gær vegna vangoldinna rafmagnsreikninga frá því í desember síðastliðnum. Af þessum sökum hafa starfsmenn fyrir- tækisins á staðnum verið sendir heim. Þeir eru átta talsins og hafa aðaliega starfað við úrvinnslu á hráefnum frá frystihúsum á Raufar- höfn og Þórshöfn. Þetta er fyrsta verksmiðja fyrirtækisins sem er lokað með þessum hætti en heildarskuldir þess nema um 1,1 millj- arði króna. Að sögn Jóns Reynis Magnússon- ar, forstjóra Síldarverksmiðjanna, er það einungis spurning um daga hvenær/fyrirtækið verður að hætta starfsemi sinni ef stjórnvöld koma því ekkj til hjálpar með einhveijum hætti. Á síðasta Alþingi hefði verið samþykkt að ríkið ábyrgðist 300 milljóna króna lán til fyrirtækisins sem nota átti til að koma því á réttan kjöl. Af ýmsum orsökum hefði þetta lán hins vegar enn ekki fengist afgreitt. Fyrirtækið rekur einnig verk- smiðjur á Skagaströnd, Siglufirði, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Hvort starfseminni þar verður haldið áfram er komið undir Rafmagns- veitum ríkisins eða rafmagnsveitum á hveijum stað, að sögn Jóns Reyn- Rannsókn landlæknis á notkun steralyfja meðal ungs fólks: Vísbending um ólöglegan innflutning á lyfjunum RANNSÓKN á útbreiðáfu og notkun steralyfja meðal yngra fólks stendur nú yfir á vegum Sjávarútvegsráðherra: Kvóti líklega ekki aukinn á næsta ári Iandlæknisembættisins. Athug- aðar eru lyfseðlaútskriftir og leitað upplýsinga hjá læknum um allt land. Ölafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að af þeim niðurstöðum sem konmar eru megi sjá að læknar ávísi ekki á slík lyf, en þrátt fyrir það sé notkun steralyfja töluverð. Af þessu megi ráða að um ólögleg- an innflutning lyfjanna sé að ræða. komist í kynni við fólk sem hefur fengið slík lyf og notað," sagði hann. Olafur sagði að samkvæmt þessu væri um að ræða ólöglegan innflutning þessara lyfja. Hann kvaðst reikna með að rannsóknin gæfi yfirlit yfír hversu víðtæk notkun lyfjanna er, en að á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða mikið frekar um niðurstöðurnar eða um útbreiðslu lyfjanna, þó væri hægt að sjá ákveðnar línur varðandi notendur. „Þetta virðist vera tiltölulega ungt fólk,“ sagði hann. Hann var spurður hvort ein- hveijar aðgerðir væru væntanleg- ar af hálfu hans embættis. „Það hefur verið haldið uppi mikilli fræðslu um þessi mál, en trúlega þarf að auka hana og bæta og kannski þarf að grípa til annarra aðgerða líka,“ sagði Ólafur Ólafs- son landlæknir. is. Nú, um mánaðamótin, greiddi fyrirtækið út laun með því að auka yfirdrátt sinn í Landsbankanum. Hjá Síldai-verksmiðjunum starfa tæpiega fímmtíu manns. Gjaidheimtan í Reykjavík: 850 milljónir afskrifaðar G J ALDHEIMT AN í Reykjavík hefur afskrifað um 850 millj. kr. skattskuldir utan staðgreiðslu frá áramótum. Að sögn Guðmundar Vignis Jósefssonar gjaldheimtu- stjóra voru afskrifaðar 664 millj. hjá félögum sem lent höfðu í gjaldþrotum og 183 millj. hjá ein- staklingum. Þetta er álíka stór upphæð og afskrifuð var hjá gjaldheimtunni á öllu siðasta ári. í gær hófst sérstakt innheimtu- átak að fyrirmælum fjármálaráðu- neytisins hjá innheimtumönnum ríkisins um land allt. Á að innheimta hjá einstaklingum og lögaðilum, sem skulda samtals 1.600 millj. kr. virðis- aukaskatt og 1.700 millj. stað- greiðsluskatt. Að sögn Snorra Ólsen hjá fjánnálaráðuneytinu er mark- miðið að ná inn 300-500 milljónum umfram það sem venjulegar inn- heimtuaðgerðir hefðu skilað. Guðmundur Vignir sagði að gjald- heimtan væri stöðugt méð lögtaks- og lokunaraðgerðir í gangi. „Eg tel að við getum ekki hert neitt á inn- heimtunni. Við vinnum yfirleitt ekki í neinum rassíum," sagði hann. Snorri sagði að ráðuneytið hefði sent innheimtumönnum vanskilalista með ósk um að kannað verði hvort ekki sé hægt að herða á innheimtu með lokunum og lögtökum. „Það eru hins vegar engar sérsveitir í gangi," sagði hann. Þjóðleikhúsið: Heildarkostnaðurinn 250 millj. kr. umfram fjárlög HEILDARKOSTNAÐUR vegna breytinga á Þjóðleikhúsinu er orðinn liðlega 700 milljónir króna, eða um 250 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins segir að aukning kostnaðar haldist í hendur við aukið umfang verks- ins. Menntamálaráðherra telur aukninguna hins vegar ámælisverða. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir þess ekki að vænta að hægt verði að úthluta meiri kvóta á næsta ári en því sem nú er að líða. „Við getum ekki vænst þess að geta úthlutað á næsta ári stærri veiðiheimildum en á þessu ári og kemur kannski engum á óvart,“ sagði hann. Sjá fréttir á bls. 30. Bruggarar á stolnum bíl LÖGREGLÁN í Reykjavík hand- tók seint í gærkvöldi tvo sautján ára pilta í fjölbýlishúsi í Granda- hverfi fyrir bílþjófnað og fram- leiðsiu á bruggi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar barst henni tilkynning á tíunda tímanum um að unglingar hefðu sést á stolinni bifreið í hverf- inu. Lögreglan hóf leit í nágrenninu og rakti slóð bílþjófanna að ákveðnu húsi. Þar náði lögreglan til piltanna sem játuðu þjófnaðinn. Við leit í híbýlum þeirra fann lögreglan um- talsvert magn af bruggi. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Steralyf eru vaxtaraukandi og vöðvauppbyggjandi lyf og sagði Ólafur að mikil hætta á alls kyns aukaverkunum fylgi því að neyta þeirra í miklu magni. Hann sagði að fylgst hafi verið með því reglu- lega hvort þessum lyfjum sé ávísað af læknum á ungt fóik og með sölu lyijanna. Hann sagði ekki hafa fundist neitt að ráði síðan 1980 og síðastliðin 6 ár hafi ekki fundist ávísanir til ungs fólks á þessi lyf. Steralyf eru einnig notuð til lækninga fyrir eldra fólk og sagði Ólafur að það væri allt önn- ur notkun heldur en þessi rann- sókn nú beinist að. „Við erum að freista þess að sjá livort mikið er í umferð af þessum lyfjum hjá ungu fólki og hvort það leiti til lækna eftir að fá þau,“ sagði hann. Ólafur sagði að rannsókninni væri ekki lokið, svör vantaði enn frá mörgum þeim læknum sem skrifað var til með beiðni um upp- lýsingar. Hann sagði þó tvennt mega sjá nú þegar. „Við höfum gert athug- anir á lyfseðlaútskriftum. Læknar ávísa ekki þessum lyfjum. í öðru lagi má segja að af þeim svörum sem nú hafa borist, virðist sem það sé býsna algengt að læknar Árni Jolinsen, formaður bygging- arnefndar, segir að fyrrverandi menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hafi veitt heimild fyrir aukningu útgjalda upp á um 250 milljónir króna og núverandi ríkis- stjórn hafi ákveðið að uppgjör vegna þessa verði tekið inn í fjáraukalög, sem lögð verða fyrir Álþingi í haust. Árni segir að kostnaður vegna verksins hafi nú farið um 40% fram úr áætlunum en það haldist nokk- urn veginn í hendur við aukningu, sem orðið hafi á verkmagni. Þegar farið hafi verið að vinna við verkið hafi komið í ljós, að húsið var í verra ástandi en talið hafði verið og við hafi bæst verkþættir, sem ekki hafi verið hægt að bíða með. Fyrsti hluti viðgerðanna hafi verið unninn á skemmri tíma en áður hefði verið áformað og auk þess sé hér um flókið verk að ræða, til dæmis sé í húsinu mikill tæknibún- aður og miklar kröfur gerðar í ör- yggismálum. Að sögn Árna er nú verið að vinna kostnaðar- og verkáætlanir vegna næstu áfanga endurbygging- ar hússins, en miðað sé við að ann- ar áfangi komi til framkvæmda á næsta ári en þriðji og síðasti árið 1993. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnu- dag, er hann var spurður út í endur- byggingu Þjóðleikhússins: „Þar hafði það gerst, þegar ég kom að þessu, sem er ámælisvert, að búið var að eyða 250 milljónum króna umfram ijárveitingu. Þetta er eitt af mörgu sem núverandi ríkisstjórn hefur mátt taka við. Og þetta eydda fé verður að koma með fjáraukalög- um í haust. Um framhaldið liggur ekkert fyrir. Auðvitað þýðir ekki að hætta svona verki í miðju kafí. En það verður að byija á því að setja upp áætlun um verklok.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.