Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 Sjálfsblekking eftir Vestarr Lúðvíksson Morgunblaðið fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra varðandi afla- heimildir fyrir næsta ár. Sá sem setur þessi orð á blað er sama sinnis, þetta er skref í áttina. Að hinu leytinu vekur það ugg, að sjávarútvegsráðherra skuli ekki ganga skjótar í því að leiðrétta þau ólög sem fyrri ríkisstjórn setti í kvót- amálinu. Þar virðast kratar nær því marki að vilja leiðrétta alvarlega „kompásskekkju", nefnilega núver- andi lög um fiskveiðistefnu, sem í grundvallaratriðum eru brot á stjórn- arskrá lýðveldisins. Auðvitað verðum við að byggja á þekkingu og reynslu Hafrannsókna- stofnunar. Að mínu mati þarf að stór- efla þá stofnun og gefa henni meiri völd í stjórnun veiðanna. A meðan verið er að byggja upp fiskistofnana við ísland, verður ein- hverskonar úthlutunarstarf að eiga sér stað. En sala á kvóta manna á meðal er og verður glapræði. Ef einhver sem úthlutað hefur fengið kvóta eða krókaleyfi ekki nýtur sér þetta sjálfur á sannanlegan hátt þá á úthlutunin hreinlega að falla niður. Sjálfur er ég svokallaður smábáta- eigandi sem kerfíð leikur svo grátt þessa dagana. Sendi inn í trha skjöl til sjávarút- vegsráðuneytisins með umsókn um krókaleyfi. Frestur var til 1. maí sl. Hafði samband við skoðunarmann Siglingamálastofnunar í byrjun mars og óskaði eftir úttekt á bátnum mín- um til þess að hafa hann í lagi á réttum tíma. Fékk eftir ítrekuð símt- öl skoðun um miðjan maí (þá var tíminn útrunninn gagnvart veiðileyfi frá ráðuneytinu). Skv. skoðun- armönnum var flest allt að, eða það mikið að ég þarf að fá smið á stað- inn, eða senda bátinn í burtu. Þetta var athugað bæði hérlendis og í Færeyjum, jú ekkert mál að laga bátinn. Fer á fund ráðuneytisstjóra Árna Kolbeinssonar: Vestarr, enginn bannar þér að laga bátinn. Já en hvað með veiðileyfí? Það er allt ann- að mál! Þú getur keypt þér annan bát með leyfí, sett hann síðan í úreld- Vestarr Lúðvíksson „Á meðan verið er að byggja upp fiskistofn- ana við ísland, verður einhverskonar úthlut- unarstarf að eiga sér stað. En sala á kvóta manna á meðal er og verður glapræði.“ ingu og flutt leyfið síðan á milli á þinn bát! Ég þakkaði náttúrulega ráðuneytisstjóranum fyrir gott við- mót og spjall! Hafrannsóknastofnun á stórt og gott starf fyrir höndum, sem ber að. þakka og efla, en Þorsteinn Pálsson á annað starf fyrir höndum, sem felst m.a. í því að gefa mönnum tækifæri til að laga sína hluti, láta Siglingamálastofnun, sem starfar allt árið, sinna beiðni um skoðun á réttum tíma og veita mönnum síðan veiðileyfí, t.d. ákveðna prósentu af veiddum afla, ekki ímynduðum afla. Alþingi þarf að leiðrétta sína kompásskekkju í kvótamálinu gagn- vart íslensku þjóðinni — þar er undir- ritaður sammála krötunum. llöfundur er bankamaður og trillukarl. Wordnámskeið • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintoshi © 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna 12.-15. ágúst kl. 16-19! &O Tölvu-og verkfræöiþjónustan &O Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu '<£b 50% Vel merkt einkastæði Nú býður Bifreiðaskoðun íslands upp á merkingar fyrir einkabílastæði úr sama efni og bíl- númerin. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað áletrun, bílnúmer eða stutt nafn á spjöldin. Verð númeraplatnanna er kr. 1500 og afgreiðslufrestur er 3 dagar. Hægt er að panta þær hjá öllum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðunar, í eftirtöldum símanúmerum: Reykjavík - 673700 Keflavík - 15303 Ákranes - 12480 Borgarnes - 71335 ísafjörður - 3374 Blönduós - 24343 Eskifjörður - 61240 Sauðárkrókur - 36720 Hvolsvöllur - 78106 Akureyri - 23570 Selfoss - 21315 Húsavík - 41370 Fellabær - 11661 BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.