Morgunblaðið - 07.08.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 07.08.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. AGUST-1991 Sjóslys við S-Afríku: Saka skipstjórann um brot á siglingalögum Jóhannesarborg. Reuter. FARÞEGAR sera björguðust þegar gríska farþegaskipið Oceanos sökk undan ströndum Suður-Afríku um helgina hafa ásakað skipstjó- rann og áhöfnina um að hafa skilið sig eftir á valdi örlaganna um borð í sökkvandi skipi. Þegar skipstjórinn yfirgaf skipið voru enn 170 farþegar um borð, þ.á m. gamalmenni og börn. Ferðaskrifstofan sem leigði skipið sagði í gær að skipstjórinn hafi breytt rétt þegar hann yfirgaf það. Fjölmargar björgunarsveitir og félagasamtök lögðu hönd á plóginn við björgunina. Öllum farþegum og skipveijum, alls um 600 að tölu, var bjargað. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en sprengjuhótun hafði borist skömmu áður en skipið lét úr höfn. Skipstjórinn, Yiannis Avr- anias, sagðist þó ekki telja að um hermdarverk væri að ræða, heldur taldi hann að stimpill í vélarrúmi hefði gefið sig og gert gat á skipið. Farþegar á skipinu eru ekki ánægðir með framgöngu Avranias og áhafnar hans. Þeir hafa ásakað hann um brot á siglingalögum þar sem hann yfirgaf skipið þótt konur og böm væru enn um borð. Að sögn farþeganna voru ellefu af þeim sextán mönnum, sem fóru með fyrstu þyrlunni í land, yfir- menn af skipinu. Avranias neitaði að hafa brugð- ist skipstjómarskyldum sínum. Hann sagði að þó að „nokkuð margir“ farþegar hefðu enn verið um borð þegar hann yfirgaf skipið, hefði hann farið til að stjórna björgunaraðgerðum úr landi. Lorr- ine Betts, sem er leiðsögumaður og var einna síðust til að yfirgefa skipið, varði athafnir skipstjórans og sagðist myndu sigla með honum aftur án þess að hugsa sig um. Bandaríkin; Eystrasaltsríkin fá ráðgjöf til viðbótar bestukjörum Washington. Reuter. BANDARIKJASTJORN ætlar að bjóða Eystrasaltsríkjunum ráð- gjöf og aðstoð við að þróa og koma á viðskiptatengslum til við- bótar við að Sovétríkin og Eystrasaltsríkin þrjú njóti bestukjara í viðskiptum við Bandaríkin. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Marlin Fitzwater, sagði að Banda- ríkjamenn myndu bjóða Eystra- saltsríkjunum „aðstoð við viðskipta- og vöruþróun og markaðssetningu til að bæta viðskiptatengsl okkar við þau“. Bandaríkjastjórn hefur aldrei við- urkennt innlimun Eistlands, Lett- lands og Litháens í Sovétríkin. George Bush Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það við Banda- ríkjaþing að það veiti Sovétrikjun- um og Eystrasaltsríkjunum bestu- kjör í viðskiptum við Bandaríkin en það þýðir m.a. að lágir tollar yrðu lagðir á framleiðsluvörur þeirra sem fluttar yrðu inn til Bandaríkjanna. --------*-*-*------- ■ KA UPMANNAHÖFN - Tii stendur að opna meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga á Græn- iandi. Hingað til hafa áfengissjúkl- ingar fengið meðferð á Islandi eða í Danmörku en hún hefur aðeins staðið dönskumælandi Grænlend- ingum til boða. Meðferðarheimilið á Grænlandi verður einnig opið þeim sem aðeins tala grænlensku. 135 Grænlendingar hafa fengið hjálp vegna áfengisneysiu á Islandi. FENNER REIMAR & REIMSKÍFUR Fleygreimar og kílreimar. Lengdir upp í 9150 mm. Reimskífur fyrir klemmfóðringu. PowI«e« Suðurlandsbraut 10. Sími 686499. Upplýsingar um kjama- og sýklavopnatilraunir Iraka Bagdad. Reuter. IRAKAR sögðu eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gær að þeir væru færir um að framleiða plúton. Þeir sögðust einnig hafa gert tilraunir með miltisbrand og eiturefnið toxín, sem notað má til að eitra matvæli, með það fyrir augum að nota til sýklahernaðar. Eftirlitsnefndin, sem skipuð er 29 mönnum, kom til íraks á föstu- dag og sagði David Kelly, formaður hennar, að þeim hefði verið tjáð um sýklahernarðartilraunirnar íjórum tímum eftir komuna. Hann sagði að þessar tilraunir væru ekki stórar í sniðum. í tilkynningu frá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni í gær sagði að það hefði komið óþægilega við menn þar þegar ljóst var að Irakar hefðu gert leynilegar tilraunir til framleiðslu plútons, þótt magnið sem um ræðir sé smávægilegt. Rússland: Hreinsanir í kommúnista- flokknum Moskvu. Reuter. MIÐSTJÓRN kommúnistaflokks Rússlands rak í gær Alexander Rútskoj, varaforseta landsins og náinn samverkamann Borís Jelts- íns forseta, ásamt öðrum umbóta- sinna úr flokknum. Rútskoj er meðal forystumanna í nýstofnuð- um Lýðræðisflokki rússneskra kommúnista sem stefnir að því að laða til sín fjórðung iiðsmanna gamla flokksins og vill koma á markaðsbúskap. Sjálfstæða fréttastofan Interfax telur að brottreksturinn boði algeran klofning í kommúnistaflokknum en samkvæmt lögum hans mega félagar ekki stofna sjálfstæða skoðanahópa innan hans. Fyrr í mánuðinum náðu helstu forystumenn sovéska móður- flokksins braðabirgðasamkomulagi um grundvaliarbreytingar á stefnu- skránni. Harðlínumaðurinn ívan Poloz- hkov, sem barist hefur af hörku gegn umbótum í átt til markaðsbúskapar, sagði af sér embætti flokksleiðtoga á fundi rússnesku kommúnistanna. Er talið að flokksforystan vilji með þessu bæta ímynd sína en Polozhkov var afar óvinsæll meðal almennings. Sparneytinn bíll á góðum greiðslukjörum. Eins og fjöldi kannana og keppni í sparakstri hér og erlendis hafa sýnt er Suzuki Swift í fararbroddi í heiminum hvað varðar bensínsparnað og lágmarks mengun. Þessi árangur er ekki síst því að þakka að Suzuki Swift er búinn aflmikilli vél með rafstýrðri bensíninnsprautun og full- komnasta mengunarvarnabúnaði (catalysator) sem völ er á. Nú fiest Suzuki Swifi á sérlega hagstœðu verði og greiðslukjörum. Dæmi um verð og greiðslukjör: Suzuki Swift 1 .Oi GA 3dr. Verð kr.:..........746.000.- Útborgun kr.:.....190.000.- Afborgariir kr.:....18.680.- í 36 mánuði MINNI MENGUN $ SUZUKI ilW SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.