Morgunblaðið - 07.08.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 07.08.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 35 Heilsugæslustöð Suðumesja eftir Skúla Skúlason Megintilgangur þessarar greinar er að gefa innsýn í viðamikla starf- semi Heilsugæslustöðvar Suður- nesja og það uppbyggingarstarf sem þar hefur verið unnið á siðastl- iðnum 10 árum. Heilsugæslustöð Suðurnesja hef- ur verið starfrækt síðan 1975 þó rekja megi aðdraganda að stofnun stöðvarinnar til haustsins 1973 þeg- ar læknar og hjúkrunarkonur í Keflavíkurlæknishéraði rituðu bréf til sveitarstjórnanna á svæðinu um nauðsyn þess að heilsugæsla sé starfrækt í samræmi við þágildandi lög. Húsnæðismál Heilsugæslunnar voru fyrst um sinn leyst til bráða- birgða en á síðastliðnum 10 árum hefur gríðarlegt átak verið unnið við að koma húsnæðismálum til betri vegar. Tekist hefur að leigja, byggja yfir eða kaupa húsnæði fyr- ir Heilsugæsluna í 5 sveitarfélögum á Suðurnesjum á þessu árabili. Keflavík Þetta 10 ára framkvæmdatíma- bil hófst í Keflavík. Heilsugæslan hafði tekið til starfa á Sólvallagötu 8 árið 1975. Fyrsti yfirlæknir stöðv- arinnar var Kjartan Ólafsson sem jafnframt var héraðslæknir. Núver- andi yfirlæknir er JÓn Aðalsteinn Johannsson. Árið 1977 er Jóhanna Brynjólfsdóttir ráðin hjúkrunarfor- stjóri og gegnir hún því starfi enn. Það húsnæði var 140 fermetrar. Mikil þrengsli voru þar strax frá upphafi eins og gefur að skilja fyr- ir umfangsmikla starfsemi sem rek- in var strax í upphafí. Það er síðan 1980 sem ráðist er í byggingu nýju heilsugæslunnar og hún tekin í notkun 1984. Það húsnæði er sam- tals um 730 fermetrar en hluti þess er samnýttur með Sjúkrahúsinu. Þar er aðstaða fyrir 5 heilsugæslu- lækna, kvensjúkdómadeild, mæðra- skoðun, sérfræðiaðstaða og þaðan er skipulögð heimahjúkrun og for- varnarstarf og þaðan er skipulögð heimahjúki-un og forvarnarstarf. [@ HQMAKAUP; Ö | f tkatsugaesŒ&tytiaafgnaðltoj ... ; Heilsugæslan í Vogum er til húsa að Iðndal 2, Tafla 1. Fjöldi íbúa um hvern lækni og hjúkrunarfræðing Heilsugæsla Tala ibúa Fjöldi lækna Fjöldi hjúkrf. íbúará lækni íbúar á hjúkrf. Keflavík H2 13.200 5 8 2.604 1.447 Sandgerði H — — 0,5 _ Garður H — — 0,5 Vogar H — — 0 — — Grindavík H2 2.168 1 1 2.168 2.168 Tafla 2. Dæmi um starfsemi heilsugæslu Suðurnesja Tegund Móttaka hjá heilsugæslulæknum Móttaka sérfræðinga á stofu Slysamóttaka heilsug.lækna Krabbameinsskoðun, fj. kvenna Mæðraeftirlit, fj. skoðana Ónæmisaðgerðir fullorðinna Ónæmisaðgerðir barna Börn vigtuð og skoðuð í Kefl. Fjöldi tilvika árið 1990 alls: 27.460 talsins alls: 3.501 alls: 435 alls: 1.565 alls: 3.037 alls: 865 alls: 3.521 alls: 3.065 Sandgerði Það var árið 1986 sem Heilsu- gæslan í Sandgerði fluttist á neðri hæð Tjarnargötu 11, efri hæðin er jafnframt í eigu Heilsugæslunnar. Stöðin sjálf er þarf í 94 fermetrum þar sem eru tvær móttökustofur, ritaraaðstaða, biðstofa, snyrting og aðstaða fyrir tannlækni. Fyrir 1986 hafði Heilsugæslan verið í 24 fer- metrum á Tjarnargötu 4 en þar voru aðeins tvö herbergi til afnota og mjög þröngt til að geta þjón- ustað vaxandi byggð. Garður Árið 1988 flytur Heilsugæslan í nýtt leiguhúsnæði í Heiðartúni 2c. Husnæðið þar er mjög bjart og vel staðsett. Stærð þess er 119 fermetr- ar og aðstaða fyrir ritara. Þar eru tvær móttökustofur, biðstofa og ónotað rými sem leigja mætti tann- lækni ef þeir sýndu því áhuga. Á efri hæð stöðvarinnar er kaffístofa og lítil fundarstofa. Áður hafði stöð- in verið til húsa á Garðvangi og hafði þar til umráða 60 fermetra. Vogar mundur Ásmundsson en hjúkrunar- forstjóri Ólafía Sveinsdóttir. Lengst af var stöðin til húsa í Borgartúni 6 í 65 fermetra kjallarahúsnæði. í febrúar síðastliðnum fluttist heilsu- gæslan í nýtt og glæsilegt húsnæði á Víkurbraut 62. Ohætt er að segja að þar hafi verið hugsað til framtíð- ar. Aðstaða þar er öll til fyrirmynd- ar, og kemur til með að fullnægja þörf Grindvíkinga fyrir heilsugæslu um ókomin ár. Þar er m.a. aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og tannlækni sem er ómetanleg þjónusta í sjávar- plássi. Starfsemin viðamikil Eins og sjá má á ofangreindu yfírliti um húsnæðismálin er um- fang Heilsugæslu Suðurnesja tals- vert viðamikið. Heilsugæslulækn- arnir og hjúkrunarfræðingarnir þjónusta nágrannabyggðirnar eins og kostur er, en hafa aðsetur í Keflavík. Ekki eru til neinar ákveðnar reglur um fjölda íbúa sem hver læknir eða hjúkrunarfræðing- ur á að sinna, en rætt um að ekki sé óeðlilegt að um 1.200-1.500 íbúar séu um hvem lækni og 800- 1.000 íbúar um hvem hjúkrunar- fræðing. Þó verður að gæta þess að aðstæður víða um tand eru mis- jafnar til þjónustu á milli þéttbýlis og stijálbýlis. En ef skoðuð er tafla 1, og tekið tillit til ofangreindra upplýsinga er augljóst að þörf er á fleiri stöðugildum lækna og hjúkr- unarfræðinga á Suðurnesjum. í töflu 2 má líka sjá greinilega hversu umfangsmikii heilsugæslu- þjónusta er veitt á svæði Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja. Hvað er framundan Mjög brýnt er að hefja undirbún- ing að stækkun húsnæðis heilsu- gæslunnar í Keflavík. Þar er orðið mjög þröngt um alla starfsemi. JÁfnframt er æskilegt að fjölga læknum og hjúkrunarfræðingum. Eins og sjá má á toflu 1 er álagið mikið á þessum starfsstéttum. Sök- um þess hefur reynst erfítt að sinna ýmsu forvarnarstarfí og lögboðinni „Mjög brýnt er að hefja undirbúning að stækk- un húsnæðis heilsu- gæslunnar í Keflavík. Þar er orðið mjög þröngt um alla starf- semi. Jafnframt er æskilegt að fjölga lækn- um og hjúkrunarfræð- ingum.“ heilsuvernd eins og hún er skil- greind í 19. grein laga um starfsemi Heilsugæslustöðva. Heilsugæslu- stöðin í Keflavík er jafnframt mið- stöð fyrir heiisugæslurnar á svæð- inu (nema Grindavík) og koma það- an læknar og hjúkrunarfræðingar til að þjóna íbúum nágrannabyggð- anna. Þessa þjónustu þyrfti að auka. Heilbrigðisyfírvöld hafa sýat Suðurnesjum mikinn skilning við uppbyggingu heilsugæslunnar og vænti ég ekki annars en áframhald- andi góðs samstarfs um uppbygg- ingu og eflingu heilsugæslu þessa örtvaxandi svæðis. Höfundur er förmadur stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæslu Suðurnesja. Heilsugæslan í Garði flutti í nýtt húsnæði 1988. Allt til ársins 1990 var Heilsu- gæslan til húsa í Vogagerði 8 í herbergi sem nam 8 fermetrum. Sú aðstaða var vægast sagt bágbor- in. í febrúar síðastliðnum fluttist heilsugæslan í nýtt húsnæði í Iðnd- al 2. Þar hefur stöðin til umráða 116 fermetra húsnæði auk 30 fer- metra sameignar. Aðstaðan þar er mjög góð, biðstofa, 2 móttökustof- ur, aðstaða fyrir ritara og óinnrétt- að herbergi t.d. fyrir tannlækni. Grindavík Heilsugæslan í Grindavík varð Hl-stöð 1983 og síðan H2-stöð 1990. Læknir stöðvarinnar er Krist- 3é/es UUSTÖ su'o^nf cöni Heilsugæslan í Sandgerði hefur verið í eigin húsnæði að Tjarnar- götu 11 síðan 1986. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. s Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Susie Bachman og Péll Friðriksson. Allir velkomnir. ifm SAMBAND (SŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samvera fyrir fólk á öllum aldri í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.10. Samveran hefst kl. 20.30. Samfélagsmáltíð. Séra Jakob Hjálmarsson. Athugið að sam- veran er í Suðurhólum en ekki í Árnavík. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. Helgin 9.-11. ágúst Fjölskylduhelgi í Básum Fjölskylduferðin í Bása er árleg- ur viðburður hjá Útivist, sem margir hlakka til, ekki síst yngri kynslóðin, enda dagskráin öll sniðin við hæfi barnanna. Boðið verður upp á spennandi ratleiki, kvöldvöku og varðeld svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig göngur fyrir þá eldri. Sérstakt tilboðs- verð. m UTIVIST •RÓFINHI l • REYKJAVÍK • SÍMlAÍMSVUI HiOi Kringum Þorbjörn Kvöldganga 6. ágúst kl. 20. Gengið í kringum Þorbjarnarfjall ofan Grindavíkur. Skemmtileg leið sem fáir hafa farið. Brottför frá BSI - bensínsölu. Stansað á Kópavogshálsi, við Ásgarð í Garðabæ og við Sjóminjasafn fslands í Hafnarfirði. Botnssúlur- Þingvellir Gengið úr Botnsdal upp með Glym að Hvalvatni og tjaldað þar. Þá verður haldið upp að Bratta og gengið á Súlurnar. Á sunnudeginum verður gengið frá Botnssúlum eftir Leggjarbrjóts- leið og niður á Þingvöll. Farar- stjóri: Óli Þór Hilmarsson. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU3S11798 19533 Helgarferðir 9.-11.ágúst la. Síðsumarsferð í Þórsmörk (Einhyrningsflatir - Markarfljóts- gljúfur). Fjölbreytt ferð við allra hæfi. Hin stórkostlegu Markar- fljótsgljúfur skoðuð á laugardeg- inum. Gönguferðir um Mörkina. Tilvalin fjölskylduferð. lb. Landgræðsluferð íÞórsmörk. Við óskum eftir nokkrum sjálf- boðaliðum í landgræðsluferð um helgina. Einnig vantar sjálf- boðaliða til gæslu í Hvítárnes- skála nú í ágúst. 2. Álftavatn - Strútslaug. Gist í skála F.i Mjög spennandi ferð um svæðið kringum Fjallabaks- leið syðri. Ekið á Mælifellssand og gengið að Strútslaug og kringum Hólmsárlón. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist I sæluhúsi F.í. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Ekið i Eldgjá. Upplýsingar og farm. á skrifstofunni Oldugötu 3, símar 19533 og 11798. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Miðvikudagsferðir 7. ágúst Kl. 08 Þórsmörk - Langidalur. Dagsferð og til sumardvalar. Verð 2.300,- kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Missið ekki af sumrinu í Þórsmörk. Bæði dagsferöir og sumardvöl i Þórsmörk njóta mik- illa vinsælda. Tilvalið að dvelja t.d. frá miðvikudegi til föstudags eða sunnudags. Munið helgar- ferðirnar í Mörkina. Kl. 20 Kvöldganga út í bláinn. Við förum góða og skemmtilega gönguleið ekki mjög langt frá höfuðborginni. Gönguferð við allra hæfi. Verð 600,- kr. fritt f. börn m. fullorðum. Brottför frá Umferðarmiðstööinni, austan- megin. Sveppaferð er frestað. Ferðafélag íslands. Skíðamenn 30 ára og eldri Dagana 10. og 11. ágúst verður haldið í Kerlingafjöllum opið Reykjavíkurmót í stórsvigi. Mótið er opið öllum skíðamönn- um 30 ára og eldri. Skráning keppenda er á móts- stað. Keppendur sjá sér sjálfir fyrir gistingu og fæði. Stefnt er að því að fá sem flesta skíöamenn til leiks og góðrar samveru. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.