Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVlKUDÁGÚR 7. AgCST 15)91 Ragnar Skagfjörð Jónsson - Minning Fæddur 22. apríl 1930 Dáinn 14. júlí 1991 711 moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannslíf sem jörðin elur. Sem hafsjór, er n's með fald við fald. Þau falla, en guð þau telur. Heiðloftið sjálft er huliðs tjald sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú hún blikar í ljóssins geimi og fjarlægð og nálægð fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Benediktsson) Mig langar til að minnast með nokkrum orðum systursonar míns Ragnars Jónssonar er lést skyndi- lega hinn 14. júlí sl. Ragnar Skagfjörð, eins og hann hét fullu nafni, fæddist að Arat- ungu í Steingrímsfirði, 30 apríl 1930, sonur hjónanna Helgu Tóm- asdóttur og Jóns Sæmundssonar sem þá höfðu nýlega byijað þar búskap. Það kom snemma í ljós að Ragnar var góðum gáfum gæddur. Að eðlisfari var hann frekar dulur í skapi, en athugull og gat verið fastur fyrir ef svo bar undir. Ragnar ákvað að ganga menntaveginn, útskrifaðist stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1952. Sama ár hélt hann til Þýskalands og hóf nám í verk- fræði við háskóla í Karlsruhe. Frá því að hann lauk því námi hefir hann starfað sem verkfæð- ingur í Þýskalandi. Á námsárum sínum kynntist Ragnar yndislegri þýskri stúlku, Christu Edelmann, og gengu þau í hjónaband. Christa lést á besta aldri í apríllok 1984 eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þeim Christu og Ragnari fæddist dóttir 16. febrúar 1973. Katrín Helga Helena heitir hún. Katrín var aðeins 11 ára gömul þegar móðir hennar lést. Nú, að- eins 7 árum síðar hefir dauðinn kvatt dyra í annað sinn. Nú er það ástríkur faðir sem hún fylgir til grafar. Ég bið góðan guð að styrkja hana í hennar miklu sorg. Ragnar kom til landsins 29. júní sl. og ætlaði eins og stundum áður, að eyða sumarfríinu hér heima og ferðast um landið ásamt ferðafé- laga sínum. Áður en þau lögðu upp í þá örlagaríku ferð, gáfu þau sér tíma til þess að koma og sitja hjá mér eina morgunstund. Það var fastmælum bundið, að hringja til mín um leið og komið yrði til baka. of langt yrði að telja. Hún kom oft, afi og amma voru hjá okkur árum saman, og umhyggja hennar fyrir þeim var óendanleg. Þá eru ótalin öll jólin, sem hún dvaldi hjá okkur, á heimili foreldra minna, frá því 'að ég man fyrst eftir mér. Seinna, eftir að faðir minn dó, komu þær ævinlega báðar, systurnar, austur að Stóru-Mörk til okkar Mennirnir ákvarða en guð ræður. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði okkar síðast fundur, en svo fór nú samt. í gær, 6. ágúst, voru jarðneskar leyfar Ragnars Jóns- sonar lagaðar til hinstu hvílu í ís- lenskri mold. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn bðeiðir. (Einar Benediktsson) Guð blessi minningu Ragnars frænda míns, og leiði hann á þeim vegum, sem honum er ætlað að ganga. Margrét Tómasdóttir Vinur minn og skólabróðir Ragnar Skagfjörð Jónsson verk- fræðingur í Mainz er látinn. Kynni okkar hófust, er við stunduðum nám á Laugarvatni í landsprófsdeild og menntaskóla- deild, sem þá var nýstofnuð. Síðan tóku við menntaskólaár í Reykja- vík. Þá tengdumst við þeim vin- áttuböndum, sem entust alla tíð síðan, þótt leiðir skildu, er hann sigldi til verkfræðináms í Þýska- landi og ílentist þar við störf, en ég gerðist bóndi á Kjalarnesi. Tímaskynið hverfur, stundin er hin sama, þegar setið var að spjalli í kjallaranum í Mörkinni, litlu her- bergjunum, oft þéttsetnum á síð- kvöldum, í Grundinni á Laugar- vatni, eða í litla kvistherberginu hans Ragnars í Stórholtinu, þar sem hann bjó öll sín námsár í Reykjavík og bast tryggðarbönd- um við fólkið þar. Söm er stundin, er ég heimsótti þau Ragnar og Christu og Katrínu dóttur þeirra, á heimili þeirra við An der Krimm í Mainz og naut gestrisni þeirra og vináttu, eins og best verður kosið. Þar lét Christa ekki sitt eftir liggja, en barðist þá hetjulega við illvígan sjúkdóm, sem hafði síðar yfirhöndina. Og söm hefði stundin orðið, eins og oft áður, hefði Ragnar ásamt Gittu vinkonu sinni síðari árin, náð að koma í heimsókn í Brautarholt í ferð sinni til íslands nú. Hann var eins og áður, glaður í bragði, er hann hringdi til mín, nýkominn að utan, ætlaði norður á æskustöðvarnar, en koma síðan í heimsókn. Stundirnar verða ekki fleiri, en hjónanna, til að halda jólin hátíðleg með stóra barnahópnum okkar. Þó kom að því, að Ella frænka treysti sér ekki til að koma austur á jólun- um. Það voru tómleg jól. Þá fundum við, hve stór hennar hlutur hafði verið í jólahaldinu, hve mikið hún hafði gert, til að létta undir með okkur, á sinn hljóðláta hátt. Já, jólin og svo margt annað breyttist, og við söknuðum hennar oft. Þessi minningarorð áttu að lýsa þakklæti, — ekki vegna þess að ég haldi, að Ellu frænku hefði verið þægð í því. Hún ætlaðist ekki til þakklætis. En það er svo margt að þakka. Eins og áður var getið, átti hún heimili á Grund, síðustu árin. Mig langar til að þakka starfsfólki þar fýrir elskulegt viðmót og umhyggju til hinstu stundar. Ég fékk að sitja við rúmið henn- ar og halda í höndina hennar, þeg- ar hún kvaddi þennan heim. Andlát hennar var eins og líf hennar hafði verið, hæglátt og fallegt. Við kveðj- um með trega, en með vissu um betri heim eftir þennan. Systkini hennar, María og Ingólf- ur, kveðja og þakka, einnig systk- inabörn og þeirra afkomendur. Við munum varðveita minningu hennar. Rósa Aðalsteinsdóttir ég minnist skólabróður og vinar með söknuði og þakklæti. Gittu og Katrínu sendi ég samúðarkveðjur. Jón Ólafsson Sú harmafregn barst okkur að kvöldi sunnudagsins 14. júlí sl. að vinur okkar, Ragnar Skagfjörð Jónsson, hefði orðið bráðkvaddur norður í Skagafirði þá um daginn. Ragnar fæddist 22. apríl 1930 að Aratungu í Hrófbergshreppi, Strandasýslu og var hann því á 62. aldursári þegar hann lést. For- eldrar Ragnars voru þau Jón Sæ- mundsson frá Víðvöllum í Hróf- bergshreppi, verslunarmaður á Hólmavík og síðar skrifstofumaður hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík og kona hans Helga Tómasdóttir, ættuð frá Miðgrund í Skagafirði, en þau eru bæði látin fyrir nokkr- um árum. Ragnar ólst upp í Hrófbergs- hreppi og á Hólmavík og stundaði þar margskonar verkamannavinnu og sjómennsku ásamt skyldunámi þar til hann ásamt undirrituðum hóf nám í Héraðsskólanum á Laug- arvatni haustið 1947. Forsjónin hagaði því svo að við urðunl sam- ferða í námi, fyrst á Laugarvatni og síðar í Menntaskólanum í Reykjavík og að lokum í Tæknihá- skólanum í Karlsruhe í Vestur- Þýskalandi. Ragnar lauk stúdents- prófi frá MR 1953 og hélt þá þeg- ar til náms í Karlsruhe þar sem hann lauk verkfræðiprófi 1961 með ágætum vitnisburði. Á stúdentsárunum í Karlsruhe kynntist Ragnar Christu Edelmann sem síðar varð eiginkona hans og lífsförunautur þar til hún lést eftir langvarandi og þungbæran sjúk- dóm 1984. Þau Ragnar og Christa eignuðust eina dóttur, Helgu He- lenu Katrínu, árið 1973, sem nú stundar menntaskólanám í Þýska- landi. Þrátt fyrir að Katrín hafi alla tíð átt heima í Þýskalandi og aðeins komið til Islands í stuttar sumarleyfisferðir með_ foreldrum sínum er hún mikill íslendingur. Hún ber hlýjan hug til annnars föðurlands síns íslands og mun vafalítið viðhalda góðu sambandi við það og kunningja sína hér. Við sem að þessum línum stönd- um og fjöldi íslenskra stúdenta í Karlsruhe, en þeir voru á bilinu 10-20 í allmörg ár á 6. áratugnum, eigum margar og góðar minningar frá heimsóknum okkar á heimili Ragnars og tengdaforeldra hans í Karlsruhe á þessum árum.' En þessar heimsóknir, sumra okkar a.m.k., voru bæði tíðar og ánægju- legar og hjálpuðu okkur til að skynja og skilja Þjóðveija og þýska siði og venjur sem voru okkur ís- lendingum býsna framandi í fyrstu. Sérstaklega eru minnisstæðar líf- legar umræður tengdafjölskyl- dunnar um frammistöðu og stefnu helstu stjórnmálamanna, þeirra Adenauers kanslara, prof. Erhards efnahagsráðherra og frumkvöðuls þýska efnahagsundursins, __ Willy Brandt ofl. Þetta gaf okkur íslend- ingum aukna og betri innsýn í það sem var að gerast í Þýskalandi á þessum tíma. Að loknu verkfræðiprófi starfaði Ragnar hjá ýmsum stórfyrirtækj- um víðsvegar um Þýskaland m.a. Unilever. Síðustu árin var Ragnar starfsmaður Háskólans í Mainz. Heilsuleysi hijáði Ragnar síð- ustu árin, en þá naut hann stuðn- ings og styrks góðrar vinkonu, Gittu Niessen, sem átti vafalaust verulegan þátt í því að honum tókst að yfirbuga sjúkdóminn og leit orðið björtum augum til framtíðar- innar með dóttur sinni og góðum vini. En það átti ekki fyrir honum að liggja að njóta rólegs ævikvölds með ástvinum, sem hann hlakkaði þó til af heilum hug og var reynd- ar farinn að gera áætlanir um lengri dvalir heima á Fróni en tök hafði verið á fram að þessu. Kallið kom mjög snöggt og öllum að óvör- um í sumarfríi þeirra Gittu norður í Skagafirði, á æskuslóðum móður Ragnars í því héraði sem síðara- nafn hans er dregið af og sem hann bar sérstakan hlýhug til. Við hjónin flytjum Katrínu og Gittu okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð að blessa þær og minningu Ragnars. Marta og Svavar VIPforVÍP •VIPforVIP •VíPforVIP «VIPforVIP»VIPfoBV»P •vir, Q. > cc o & > 0. o cL > OL o k 5 < 5 o k 5 < o k mm < 5 o k i < 5 o k 5 < o k 5 5 k mm ■u < c » KRAFTMIKIL OG ODÝR DÆLA TIL HEIMILISNOTA. Með þessum handhægu háþrýstidælum eru fáanlegir ýmsir fýlgihlutir. Leitið nánari upplýsinga. Skeifan 3h-Sími 812670 oilA* dHAa0JdlA* dlAHOJd!IA* dlAaoddlA* dlAuo=dlA*dlAao^dlA®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.