Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1991 t Sonur minn og bróðir okkar, JÓN ARINBJÖRN, andaðist að kvöldi 5. ágúst. Lárus Sigurðsson og börn. t VALDIMAR GUÐMUNDSSON fyrrverandi yfirfangavörður, Grænukinn 7, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 2. ágúst sl. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Valdimarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, HJÖRTUR J. BERGSTAÐ, lést í Landakotsspítala 5. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig V. Bergstað. t Móðir okkar, SVEINEY GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 5. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinn Þorsteinsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorsteinsson. t Sonur okkar, bróðir og mágur, SVEINN PÉTURSSON, lllugagötu 56, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 3. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur Sveinsson, Henný Ólafsdóttir, María Pétursdóttir, Davíð Einarsson, Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson, Erla Björg Pétursdóttir, Sigurður Freyr Pétursson, Guðni Þór Pétursson. Faðir okkar, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Hvítárbakka, Fjölnisvegi 8, Reykjavík, lést 2. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jakob Frimann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, VILHELMÍNA EINARSDÓTTIR, Réttarholtsvegi 87, lést í Landspítalanum laugardaginn 3. ágúst. Sveinn Marteinsson, Sigríður Sveinsdóttir, Guðmundur S. Jónsson, J. Guðrún Sveinsdóttir, Helgi Steinsson, Marías Sveinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON frá Beitistöðum, Leirárssveit, Garðabraut 22, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 4. ágúst sl. Útförin fer fram í Akraneskirkju mánudaginn 12. ágústkl. 14.00. Jóhanna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Nanna G. Guðmunds- dóttír — Minning Fædd 10. apríl 1916 Dáin 29. júlí 1991 Þá er hún Nanna ömmusystir farin. Eftir langvarandi baráttu við veikindi lést hún að heimili sínu þann 29. júlí sl. Nanna var sérstök, ef ekki einstök kona og lifir áfram í minningu allra þeirra sem þekktu hana. Lengi vel bjó hún með systr- um sínum Þorbjörgu og Málfríði á Kaplaskjólsveginum, en 1976 flutt- ist hún á Ljósvallagötuna, í næsta nágrenni við heimili mitt og kynnt- ist ég henni þá náið. Það fyrsta sem kemur í hugann þegar hugsað er um Nönnu eru ljóð íslensku stór- skáldanna, þann skáldskap sem fólk fyrr á öldinni sótti kraft sinn og visku í. Minni hennar og sannfær- ingin lét engan ósnortinn því Nanna var sérlega greind kona og gleymdi engu. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var ekkert að fela þær, ef henni mislíkaði eitthvað Iét hún það ófeimin í ljós, en var trú þeim sem hún unni og batt ástfóstri við. Fals var ekki til í Nönnu Guðmundsdótt- ur, hún kom alltaf hreint fram við fólk og var aldrei með uppgerð. Líf hennar var engin lognmolla en allt- af bar hún höfuðið hátt í gegnum erfiðleikana. Matthías og Einar Ben. voru stöðugir förunautar hennar, hjá henni urðu þeir ljóslif- andi og töluðu mál sem allir skildu og hjá henni gat ungur drengur skyggnst inn í lifandi heim liðinnar tíðar. Nanna þekkti vel sínar rætur og hélt tryggð við sinn jarðveg. Eyþór Arnalds 6. ágúst var Nanna móðursystir mín og góð vinkona lögð til hinstu hvílu. Nanna fæddist í Borgum í Nesj- um, Austur-Skaftafellssýslu 10. apríl 1916 og var því 75 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónsson frá Borgarhöfn í Suðursveit og Ingibjörg Jónsdóttir frá Þórisdal í Lóni. Þau eignuðust 8 böm og var Nanna næst yngst þeirra alsystkinanna en Ingibjörg hafði eignast eina dóttur áður, svo systkinin voru 9 talsins. Árið 1919 flytja Guðmundur og Ingibjörg að Reykjanesi í Grímsnesi t Eiginmaður minn, faðir og sonur, ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON menntaskólakennari, Vesturbergi 47, er látinn. Sigríður Steingrímsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Agla Huld Þórarinsdóttir, Helga Dröfn Þórarinsdóttir, Þuríður Þórarinsdóttir. t Elskulegur eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR E. THORARENSEN frá Sigtúnum, andaðist laugardaginn 3. ágúst. Bryndis Guðlaugsdóttir, Kristin Thorarensen, Guðríður M. Thorarensen, Egill Thorarensen, Guðlaugur Thorarensen, Daniel Thorarensen, Sigurður Thorarensen, Kristín D. Thorarensen, Örn Vigfússon, Þórður Ásgeirsson, Þórunn Gestsdóttir, Laila Thorarensen, Þórey Hilmarsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför hjartkærs eiginmanns míns og föður, GUNNARS ÓLASONAR, Sólheimum 24, verður gerð frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn 7. ágúst, kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, Þóra G. Gunnarsdóttir. t Móðir mín, NANNA SNÆLAND, Fjölnisvegi 16, Reykjavík, sem andaðist 1. ágúst, verður jarðsungin frá Landakotskirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Iðunn Andrésdóttir. t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Óttarsstöðum, Hringbraut 36, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Kapellu Kirkjugarðs Hafnarfjarðar fimmtu- daginn 8. ágúst kl. 13.30. Sigurður Kristinn Vilhjálmsson, Gunnar Vilhjálmsson, Ásta Vilhjálmsdóttir og barnabörn. og bjuggu þar til ársins 1928. Þá kaupa þau jörðina Nes í Selvogi og flytja þangað með börnum sínum og móður Guðmundar, Málfríði. Um tvítugt liggur leið Nönnu til Reykjavíkur og réðst hún í vist eins og þá tíðkaðist. Síðar varð hún læknaritari hjá Gunnari Benjamíns- syni, lækni, og líkaði henni það starf vel. Mér er í barnsminni hvað mér fannst hún falleg í hvíta sloppnum sínum, þegar hún tók á móti sjúkl- ingunum með bjarta brosinu sínu og djúpu, hlýju röddinni sinni. Þegar Sundlaug Vesturbæjar var opnuð gerðist hún þar starfsstúlka og starfaði þar til ársins 1983. Þá var hún farin að lýjast en hún lét það ekki aftra sér frá því að taka sig upp til Árósa í Danmörku og þar bjó hún um 3ja ára skeið. Guð- mundur Sverrisson einkasonur hennar bjó þá í Árósum með fjöl- skyldu sinni, eiginkonunni Súsönnu og syninum Baldri. Hún flyst til Árósa til að geta verið samvistum við Guðmund, Súsönnu og Baldur. Hún vildi vera nálægt þeim en ekki inn á þeim eins og hún sagði sjálf. Því leigði hún sér íbúð og bjó þar út af fyrir sig. Árið 1984 kennir hún þess sjúkdóms er varð henni að aldurtila. Hún gekkst undir lungnaskurðaðgerð í Árósum og gekk aldrei heil til skógar eftir það. Hún kom aftur heim til íslands árið 1986. Bjartsýnin og seiglan fylgdi henni alltaf. Henni var ekki létt um að gefast upp. Alltaf var stutt í bjarta brosið og glettnina. Skopskynið var í lagi þótt alvaran væri til staðar. Nanna var stálminn- ug kona og djúpvitur. Af hennar fundi fór ég ávallt ríkari af lífs- visku. Hún var viðkvæm og skap- stór. Hún var næm á líðan vina sinna og virti tilfinningar þeirra. Betri og stærri vin en Nönnu get ég ekki hugsað mér. Hún mat frel- sið mikils. Hún naut þess að vera í garðinum og hugsa um blómin meðan hún hafði heilsu til. Hún unni náttúrunni og hafði næmt feg- urðaskyn. Hún var höfðingi í sér og stór í sniðum. Þegar ljóst var að hverju dró óskaði hún þess eins að fá að vera heima þar til yfír lyki. Með hjálp Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins og Guðmundar sonar henn- ar reyndist mögulegt að verða við hennar hinstu ósk. Einnig reyndust nágrannar hennar og vinkonur, systurnar, Ásta og Unnur, styrk og ómetanleg stoð. „Hér er ég fijáls. Svona vil ég hafa það,“ sagði Nanna. En umhyggja fyrir þeim er í kringum voru var henni efst í huga til hinstu stundar. Það var óvenju sterkt samband milli systkinanna frá Nesi. Þau þijú sem eftir eru á lífi syrgja nú sárt og sendi ég þeim mínar samúðar- kveðjur. Guðmundur hefur misst mikið en milli mæðginanna var mjög náið samband. Honum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur._ Ég og börnin mín, Eyþór og Bergljót, þökkum Nönnu allt sem hún var okkur. í huga okkar lifir minning um stórbrotna, gáfaða og hjartahlýja konu. Sigríður Eyþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.