Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 13

Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 13 Tveir fótboltamenn eftir Sigurjón Olafsson HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS eftir Jónas F. Thorsteinsson Greinarskrif þessi eru tilkomin vegna pistils eftir Thor Vilhjálmsson í Ríkisútvarpinu Rás 2, föstudaginn 19. júlí ’91. Mér barst nýlega í hend- ur hljóðritun af pistli þessum og tel ég rétt að birta hér úrdrátt úr hon- um. „Allir sem til þekkja hljóta að dást að hugrekki og vaskleika Birg- ittu Spur, sem hefur reist eigin- manni sínum, Sigurjóni Olafssyni myndhöggvara, glæsilegt safn á Laugarnesi. Þar sem vinnustofa Sig- urjóns stóð áður, hefur Birgitta reist fagra byggingu með sýningarsölum og annarri andstöðu sem þarf í safn- rekstri, s.s. veitingastofu hlýlega, með töfrandi úsýni yfir fjöruna, sjó- inn, til fjalla, þar má sjá á glöðum sumardögum, um helgar, segl við segl þar sem menn beita eftir vindi' og leika sér um sundin, og þegar almættið gefur veðrið bjart, blasir við sjálfur Snæfellsjökull í fágætum ljóma. Engum hefur tekist að telja úr Birgittu kjarkinn og henni hefur lánast að kalla til liðs við sig bjart- sýnt fólk sem hefur hrifist af eld- móði hennar." Þessi hástemmda lýsing á Laug- arnesinu, Birgittu Spur og safni Sig- urjóns fær íslending erlendis til að hugsa með hlýju og söknuði heim til lands ísa. Seinni hluti þessa pist- ils er ekki síður athyglisverður, þeg- ar Thor verður hverft við, er hann fréttir af óprúttnum bröskurum sem eru að skjótast inn í samninga Birg- ittu og tilraunir hennar til að bjarga forgengilegum myndum Siguijóns og koma heim í varanlegt efni. ' Vil ég láta í ljós ánægju mína með það að menn eins og Thor skuli taka upp hanskann fyrir Birgittu og reyna að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð. í fullyrðingum sem fram koma í pistli Thors er látið að því liggja að undirritaður, „sem fulltrúi einhverra á íslandi", hafi á vafasaman hátt komið inn í samninga Birgittu um kaup á verkinu Tveir fótboltamenn, þegar þeir samningar voru á loka- stigi. I fyrstu hélt ég að þarna væri viljandi verið að kveikja villuljós og gerði mér ýmsar hugmyndir um hvaða hagsmuni áðurnefndir aðilar gætu haft af því að eyðileggjá sölu myndarinnar. En þar sem ég er einn þeirra, sem dáist að hugrekki og vaskleika Birgittu Spur og ber mikla virðingu fyrir því verki er hún hefur unnið, geng ég út frá því að þessi ummæli séu tilkomin vegna mis- skilnings. Til að leiðrétta misskilning þenn- an hef ég ákveðið að birta hér at- burðarás þá er varð til þess að ég eignaðist verkið „Tveir fótbolta- menn“. Þann 13. apríl ’91, hafði samband við mig maður af nafni Svend Albin- us, hann kvaðst hafa séð auglýsingu mína í Berlingske Tiderne, þar sem ég auglýsti eftir íslenskum listaverk- um þess má geta að þessa helgi auglýsti ég fyrir um það bil 100.000 íkr). Albinus kvaðst eiga áðurnefnt verk og það væri falt. Þar sem það hendir ekki oft að stórverk sem þetta reki á mínar fjörur, bað ég hann að senda mér lýsingu og ljósmyndir svo ég gæti gengið úr skugga um ágæti verksins og hvort um frummynd væri að ræða. Þann 19. apríl ’91 fékk ég bréf frá Albinus og þar í ljósmyndir. Ég kannaðist strax við verkið, enda hafði ég lesið fögur ‘orð og séð heil- síðu mynd af verkinu í bókinni ís- lensk myndlist eftir Björn Th. Bjömsson. Ég lýsti strax yfir áhuga á að kaupa verkið og við mæltum okkur mót á heimili hans skömmu síðar. Það kom mér strax á óvart hve stór- fenglfegt verk þetta er og hve erfitt mun minna en endanlegt söluverð. Skömmu síðar fékk Albínus bréf frá Birgittu og kvað hún safnið mjög íjárvana um þær mundir og hún gæti ekki að svo stöddu greitt þess- ar 40.000 dkr., en kom með móttil- boð sem hljóðaði upp á u.þ.b. 15.000 í útborgun og afganginn á komandi haustmánuðum. Einnig lét hún í ljós áhuga á að fá styttuna lánapa til að gera ef henni afsteypu. í þetta bréf hefur Birgitta einnig vitnað í kvöldfréttum ríkisútvarpsins. Þann 14. júní ’91 ákvað Albínus að selja mér styttuna. Ég tel að ástæðan fyrir ákvörðun þessari hafi verið að ég hafði lagt bæði tíma og peninga í viðskipti þessi, en þó aðal- lega að það var ég sem hafði uppá styttunni og bauð bæði staðgreiðslu og að sjá um flutning og tryggingar. Á þjóðhátíðardegi íslendinga hafði ég samband við aðstandendur safns Sigurjóns og tjáði þeim að ég hefði fest kaup á styttunni. Ég fór ekki nákvæmlega út í for- sögu kaupanna, enda fékk Birgitta bæði nafn mitt og símanúmer og gat því hæglega komið á framfæri þeim spumingum er hún kynni af hafa. Það var fyrst í þessu símtali að mér varð ljóst hver litlu munaði að ég hefði misst verkið út úr höndun- um og að safninu hafði verið boðið verkið. Þar sem safnið á ekki neinar góð- ar Ijósmyndir af verkinu, bauð ég Birgittu að láta Ijósmynda styttuna á minn kostnað sem ég og gerði og greiddi fyrir ca. 20.000 íkr. Ég hef ekki afhent safninu ljósmyndir þess- ar, þar sem ég á fljótlega leið til íslands og get afhent ljósmyndirnar sjálfur. Þann 27. júní ’91 fékk ég bréf frá Birgittu Spur og voru þar í ýmsar athugasemdir. Ég vil leyfa mér að birta eina málsgrein úr bréfí þessu hér. „Með vísun í það sem á undan er gengið vil ég ítreka ósk mína um að forkaupsréttur safsins að verkum Sigurjóns sé virtur" Einnig sendir hún samantekt Knúts Bruun hrl. um myndlistarrétt. Ekki veit ég hvort það er í þess- ari samantekt Knúts Bruun sem Birgitta fær þá hugmynd að safnið eigi forkaupsrétt á öllum verkum Siguijóns. Ég tel að þessi fullyrðing eins og svo margar í máli þessu, sé tilkomin vegna misskilnings, því ekki þarf lagafróðari mann en mig til að vita að þetta stenst ekki, enda væri slíkur forkaupsréttur engum til góðs og sennilega einsdæmi. Thor hefur það eftir Birgittu og það hefur líka komið annarsstaðar fram að Birgittu sé það mikið kapps- mál að verkið komist í varanlegra efni. Það eru miklar gleðifréttir fyr- ir mig því ekki má með neinu móti gera afsteypu af verkinu nema með samþykki Birgittu en ég tek þessar yfirlýsingar þannig að það verði ekki var.damál að fá samþykki henn- ar til að steypa verkið í varanlegt efni (brons). I lok umrædds pistils varpaði Úr bæklingi v/sýningar Sigurjóns í Kaupmannahöfn 13. apríl til 9. júní 1991. „Verði styttan seld, hvort heldur í Kaup- mannahöfn eða á ís- landi, verður hún að sjálfsögðu seld hæst- bjóðanda eins og flest- öll önnur listaverk sem ganga kaupum og söl- um.“ var að dæma um gæði þess eftir ljós- mynd. Albinus hafði ákveðna verðhug- mynd, sem mér fannst mjög há. Okkur bar það mikið í milli að ég bauðst til að kalla til þriðja mann á minn kostnað, til að skcra úr um raunvirði styttunnar. Ég fekk skrif- legt verðmat hjá tveim af stærstu uppboðshúsum Kaupmannahafnar, Bruun Rasmussen og Kunsthallen. Fyrir þetta greiddi ég u.þ.b. 10.000 íkr. Síðan gerði ég tilboð í verkið, en endanlegt kaupverð var u.þ.b. tífalt áðurnefnt verðmat. Svend Albínus er arkitekt og list- unnandi mikill, hann á margt góðra verka m.a. stórskemmtilegt verk eftir samtímamann Sigurjóns, Asger Jörn. Albinus er mikill íslandsvinur pg hefur komið nokkrum sinnum til íslands. Við ræddum saman um kynni hans af Siguijóni frá þeim tíma er Siguijón lærði við Kunstaka- demiet í Kaupmannahöfn, og er hann vann með Professor Utzon Frank, einnig hvernig það bar til að hann keypti styttuna á sínum tíma. Hann sagðist hafa misst sjónar á Siguijóni er hann fluttist til íslands 1945. Siðan sagði ég honum m.a. frá sýningu er stæði yfir þessa dagana i Kastrup Gárd Samlingen á verkum Svavars Guðnasonar og Siguijóns Ólafssonar. Albinus hafði ekki áður heyrt um sýningu þessa og kvaðst hafa áhuga á að sjá hana. Þegar ég bauðst til að taka þau hjón með á sýninguna var það ekki mögulegt vegna las- leika konu hans, en þau hjón eru um nírætt. Albinus spurði hvetju það sætti að þessi sýning á verkum Siguijóns stæði yfir. Sagði ég honum þá frá Birgittu Spur og safni Siguijóns. Hann hafði aldrei heyrt Birgittu getið, enda var Siguijón nýlega gift- ur Tove Ólafson á þeim tíma er Alb- inus keypti styttuna. Síðan ræddum við um heima og geima og ég sat með þeim heila kvöldstund í góðu yflrlæti, skoðaði listaverk og hlýddi á athyglisverða frásögn Albinusar á ýmsum verkum sem liggja eftir hann. En Albinus starfaði m.a. sem arkitekt fyrir dönsku ríkisstjórnina við hönnun sendiráða víða um heim og bjó lengi í Frakklandi. Ég virðist hafa hróspð Birgittu og safni Siguijóns af mikið því í byijun júní mánaðar skrifaði Albinus Birgittu bréf og bauð safninu stytt- una til kaups á 40.000 Dkr. sem er Thor fram þeirri spurningu hvort ekki væri mannsbragur á því að Gallerí Borg gæfí safni Siguijóns styttuna. Við þessi áskorun hef ég það eitt að athuga að „ég á stytt- una“. Strax við kaup styttunar gerði ég mér grein fyrir því hver stórfenglegt listaverk þetta væri og ákvað að kaupa verkið privat, en ekki fyrir fyrirtæki mitt Galleri Reykjavík. Eftir að hafa haft verkið í stof- unni hjá mér í u.þ.b. einn mánuð komst ég að þeirri niðurstöðu að styttan ætti betra skilið, þar sem mjög fáir íslendingar hafa styttuna augum litið, sé hún því sennilega best komin á íslandi. Ég ákvað áð athuga með sölu- möguleika og hugsanlegt verðmæti styttunar á Islandi. Þar sem, eins og áður hefur kom- ið fram, ég bý í Kaupmannahöfn og treysti mér ekki til að sjá um sölu verksins héðan. Fékk ég því til liðs við mig þá menn er ég tel hve færasta um slíkt á fróni, Gallerí Borg. Þeir lögðu fram ýmsar tillögur og hugmyndir og er málið nú í biðstöðu þar sem ég hef ekk ákveðið hvort styttan verði boð- in föl. Verði styttan seld, hvort held- ur í Kaupmannahöfn eða á íslandi, verður hún að sjálfsögðu seld hæst- bjóðanda eins og flestöll önnur lista- verk sem ganga kaupum og sölum. Thor setur fram þá staðhæfíngu að fyrirtæki mitt, Gallerí Reykjavík, sé í raun dulnefni. Þessi fullyrðing er eins og að halda því fram að Thor Vilhjálmsson sé dulnefni fyrir Birgittu Spur. Ég tel fullyrðingu þessa segja meira um skáldið Thor Vilhjálmsson en um undirritaðan. í lok greinar þessarar vil ég varpa þeirri spurningu til Birgittu Spur og Thors Vilhjálmssonar hvort ekki væri mannsbragur á að biðjast opin- berlega afsökunar á þeim ásökunum er þau hafa látið falla í minn garð. En skyldu þau efast um að ofan- greind grein sé rétt þá vill þannig til að stærsti hluti viðskipta þessara hafa farið fram skriflega og flest þau bréf sem nefnd eru á ég. Þið hafið símanúmar og heimilisfang mitt og ég er tilbúinn að sýna ykkur bréf þessi, megi það verða til að sannfæra ykkur um heiðarleika við- skipta þessara. A 18. öld var maður hér í höfn er Árni Magnússon hét. Ekki vil ég á neinn hátt líkja mér við stórrhenni þetta, en Árni þessi eltist eins og „grár köttur“ (svo ég noti orðalagið Thors) við íslenskar bækur og bók- menntir. Vil ég því enda grein þessa á orð- um hans. „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus (þ.e. vill- um) á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu err- oribus. Hafa svo hvorirtveggju nokk- uð að iðja.“ Kveðja góð frá Kaupmannahöfn. Höfundur er málarameistari °g eigandi Gallerí Reykjavík í Kaupmannahöfn. innréttingar Dugguvogi 23, sími 35609 Myndsendir 679909 Eldhúsinnréttingar, fataskápar og baðinnréttingar. Sérsmíðað ogstaðl- að. Leitið tilboða. Innanhússarkitekt til aðstoðar. Opið frá kl. 9-18, laugardaga kl. 10-15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.