Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Rosa ’Prairie Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 217. þáttur í Garðyrkjuritinu 1990 birtist greinin „Útirósir" eftir Jóhann Pálsson garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Greininni fylgir tvískiptur listi með u.þ.b. 100 nöfnum á margvíslegustu rósayrkjum sem vænleg gætu verið til ræktunar hér á landi. Oskaði greinarhöfundur eftir upp- lýsingum frá lesendum sem kynnu að hafa einhveija reynslu í ræktun þessara rósa. Sem ég renndi augum yfír list- ana rann upp fyrir mér hversu mjög ég er illa að mér í rósa- rækt, — þó sá ég þama nafn á rós sem ég vildi gjarnan segja ofurlítið frá, því að Rosa ’Prairie Dawn‘ er á 22. ári í garðinum hjá mér og allan þann tíma hefur farið vel á með okkur. Á hveiju sumri hefur hún glatt mig með kynstrunum öllum af blómum sem nú orðið má telja í hundruðum. Svo vill til að í minnisbók hef ég skrifað að ’Prairie Dawn' sé frá Kristni Guðsteinssyni, — til hans sótti ég hana 20. maí 1970 og gróðursetti samdægurs. Krist- inn hefur sagt mér að rósin sé kanadísk, hún var markaðssett í tilraunastöð Nordens í Manitoba árið 1959. Þær plöntur sem á boðstólum voru hjá Kristni hafði hann hinsvegar flutt inn frá Hol- landi, þær voru taldar vera blend- ingar af þyrnirós (Rosa pimpinel- lifolia/spinosissima) og flokkaðar með þeim án þess getið væri um hvaða aðrar rósategundir hefðu komið þar við sögu. I söluskrá var henni svo lýst að hún væri upp- rétt, um það bil 3 fet á hæð (ca. 1 metri), 2-3 tommur í þvermál, fagurbleik á lit, laus við bláleitan blæ og talsvert fyllt. Þessar upp- lýsingar eru þær einustu sem mér hefur tekist að verða mér úti um um þessa ágætu rós og geta þær staðist nema hvað hæðina snertir. Upplýsingar um hana í garðyrkju- bókum virðast ekki liggja á lausu. Fyrstu árin í minni eigu var ’Pra- irie Dawn' á slæmum stað ofar- lega í beði sem norðannæðingur lék um, enda dróst blómgun oft langt fram á haust, þó hennar eðlilegi blómgunartími sé jafnan í ágúst. Þrátt fyrir það dafnaði hún furðu vel og blómgunin jókst ár frá ári. í sumar voru fýrstu rósirnar að springa út 10. júlí. Smám sam- an þrengdi svo að henni að ráðist var í að flytja hana á rýmri stað og þar sem hún líka gat notið skjóls af tijágróðri. Flutningurinn tókst vel og henni hyglað með safnhaugamold, vel veðruðum búfjáráburði og ríkulegri vökvun með kullausu vatni. Við þetta tók hún mikinn vaxtarkipp og er nú orðin nokkuð á þriðja metra (sennil. 2,20-2,30 m) á hæð og umfangið mikið eftir því. Það er með ólíkindum hve ört hún hefur vaxið síðustu 3 árin og bætt við sig fjölmörgum nýjum stönglum, sem sumir hveijir eru ali sverir og hafa náð allt að tveggja metra hæð á tiltölulega skömmum tíma. Þeir eru ljósbrúnir á lit, ívíð rauð- Dawn‘ leitir og alþaktir þyrnum og hafa í hlýindunum í sumar borið mynd- arlega blómskúfa alveg upp í topp. Og með allan þennan nývöxt ætti henni að vera borgið næstu árin. Ekki hefur enn tekist að fjölga henni með græðlingum jafnvel þótt grænfíngrað garðyrkjufólk hafi reynt. En í fyrrasumar varð ég þess vör að hún hafði sent frá sér rótarskot og annað á þessu sumri og þar sem rósin er á eigin rót tel ég mig geta átt von á Ij'ölg- un á næsta vori og er það sannar- lega tilhlökkunarefni. Því miður hefur mér ekki enn tekist að fá góðar myndir af henni — það verður að segjast eins og er, hún myndast ekki vel. Rosa ’Prairie Dawn‘ hefur verið fáanleg í garðyrkjustöðvum und- anfarin ár og vonandi eiga marg- ir eftir að gleðjast við ræktun þessarar frábæru rósar sem með nafni sínu og lit leiðir hugann að undrafegurð aftureldingarinnar — og gæti jafnt átt við vestan hafs sem austan. ’Prairie Dawn' á Hlíðar- vegi 23, Kópavogi. Mynd- ina tók ljósmyndari Morgunblaðsins í ágúst 1990. NQATÚN Stórkostleg verðlækkun á lambakjöti Kr. kg. Venjulegt verð Lambalæri...........499 IJ&Í Lambahryggur........499 §9ð Lambaframp. sagaður.. 369 Lambasaltkjöt.....399 53o Lambalifur........299 ^2^ Hangilæri m/beini. .699 Lambaskrokkar lh - 349 kr. NÝTT KORTA TÍMABIL NÓATÚN17 ROFABÆ39 HAMRABORG, KÓP ® 17261 ® 671200 ®43888 LAUGAVEG1116 ÞVERHOLTI 6, MOS FURUGRUND 3, KÓP. ® 23456 @666656 © 42062 Eistneskur hagfræðingur í heimsókn: Getið verið stoltir af stuðn- ingi við Eystrasaltsþjóðirnar HANS Jurman heitir ungur Eistlendingur sem gerði stuttan stans í Reykjavík fyrir skömmu. Hann féllst á að segja blaðamanni örlítið frá sjálfum sér, tilgangi íslandsdvalar og ástandinu í heimalandi sínu. „Tilgangur ferðar minnar til ís- lands er þrenns konar. í fyrsta lagi ætla ég fýrir hönd Knattspyrnu- sambands Eistlands að reyna að koma á samskiptum milli Eistlend- inga og íslendinga, bæði milli landsliðanna og félagsliða. Ég hef í þeim tilgangi talað við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnu- sambands Islands, og á eftir að tala við forystumenn félagsliða eins og t.d. Vals og KR. Von mín er sú að við getum boðið íslenskum knatt- spyrnumönnum að koma til Eist- Iands og leika knattspyrnu við okk- ur þar, hugsanlega á næsta ári. Vegna gjaldeyrisskorts getum við ekki komið til íslands nema íslend- ingar standi undir ferðakostnaði. í öðru lagi ætlaði ég að reyna að kynnast forsvarsmönnum við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands og grennslast fyrir um skipulag kennslu og uppbyggingu deildarinnar en ég er hagfræðingur að mennt með hagfræði skógræktar og skógarhöggs sem sérgrein og ég starfa við Hagfræðistofnun eistnesku vísindaakademíunnar. Mér hefur því miður lítið orðið ágengt í þessu máli vegna sumar- leyfa háskólastarfsmanna. I þriðja lagi er ég hér til að skrá- •setja frásagnir Eistleridingsins Eð- valds Hinrikssonar. I fyrstu hafði ég í hyggju að gera sjónvarpsþátt um Eðvald en hann færðist undan því svo væntanlega verða viðtöl við hann birt í dagblaði eða tímariti í Eistlandi. Ég hitti son hans, Atla, í Moskvu fyrir tveimur árum. Þá gerði ég mér grein fyrir hve merki- legt líf Eðvalds hefur verið og bréfa- skipti komust á á milli okkar. Eð- vald var markmaður eistneska landsliðsins í knattspyrnu fyrir seinni heimsstyijöld og lögreglu- maður meðan á hernámi Þjóðveija stóð. Hann var sakaður um að hafa átt samvinnu við hernámsliðið og flýði land árið 1944. Enn þann dag í dag fær Eðvald ekki að fara til Sovétríkjanna — hann er það sem kailast „persona non grata“. Þegar Jurman var spurður um ástandið í Eistlandi tók hann strax fram að hann tilheyrði engri stjórn- málahreyfingu og að hans mati væri ástandið eins stöðugt og það getur verið miðað við aðstæður. „Framhaldið veltur á ríkisstjórnum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Við lýstum yfir sjálfstæði en við getum ekki haft áhrif á hvenær eða hvernig sovéski herinn fer frá Eist- landi. Astandið er betra í Eistlandi en í Litháen vegna þess að Eistlend- ingar völdu að fara hægar í sakirn- ar. Mér fínnst Litháar þó hafa meira hugrekki og þeir geta verið stoltari en við. Núverandi millibils- ástand getur ekki varað endalaust en gæti þó hæglega staðið til loka ársins 1994 vegna herflutninga Sovétmanna frá Þýskalandi. Stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði eru ekki sami hluturinn. Jafnvel þótt sovéskt herlið verði í Eistlandi þá getum við samt þróað efnahag okkar. Aðalatriðið er að fá vestræn fyrirtæki til að fjárfesta í Eistlandi. Það þarf að koma á samkeppni, hún er ekki fyrir hendi eins og er því hver verksmiðja hef- ur einkaleyfí á því sem hún fram- leiðir. Vinnuafl er ódýrara í Eist- Hans Jurman Morgunblaðið/Bjami landi en á Vesturlöndum og ef vest- rænir aðilar myndu fjárfesta í Eist- landi, setja á stofn verksmiðjur og greiða hluta launa í gjaldeyri þá þætti verkafólki eftirsóknarvert að vinna fyrir þá. Nokkur vestræn fyr- irtæki eru þegar farin að fjárfesta í Eistlandi en sú þróun gengur mjög hægt. Ef til vill er stjórnmála- ástandinu um að kenna. Enginn veit hvernig staðan verður á morg- un. Sovétstjórnin reynir að telja okk- ur trú um að Eistlendingar geti ekki án sovéska sambandslýðveldis- ins verið en eftir að hafa dvalið á íslandi er ég sannfærður um að það er rangt. Að lokum vil ég taka fram að íslendingar mega vera stoltir af þingmönnum sínum og ríkisstjóm vegna þess stuðnings sem þjóðum Eystrasaltsríkjanna hefur verið veittur í sjálfstæðisbaráttu þeirra.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.