Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 17 Skiltabrýr, framför en jafnframt takmörkun eftir Kristínu Sigurðardóttur Hina síðustu mánuði hafa verið settar upp myndarlegar skiltabrýr við öll helstu gatnamót borgarinn- ar. Þær upplýsingar sem þarna koma fram eru ókunnugum mikil hjálp við að komast leiðar sinnar á ferðum sínum í gegnum borgina og til þess að finna rétta leið út úr henni. En með uppsetningu þeirra eru gerðar miklar takmarkanir, þær takmarka hæð þess farms eða far- artækis sem hægt er að aka undir þær. I því felst nokkurt vandamál. að vísu eru reglur um leyfilega hæð ökutækis og farms, en iðulega er óhjákvæmilegt að víkja frá þeim. Það kemur nokkuð oft fyrir að nauðsynlegt er að flytja mjög háan flutning í gegnum borgina, stór tæki frá höfninni, byggingakrana milli byggingasvæða, hús eða sum- arbústaði svo fátt eitt sé nefnt. En nú eru fáar leiðir eftir sem færar eru um borgina. Yfii'völd verða að gæta þess að einhverjar leiðir standi eftir opnar, en menn óttast nú að síðustu leiðunum verði lokað. Sundahöfn er helsta innflutn- ingshöfn landsins og þangað berast eðlilega margvísleg stór tæki og búnaður sem er mjög fyrirferðar- mikill. Nú er svo komið að t.d. þarf að fara upp á Höfðabakka ef flytja þarf stóran flutning suður á bóginn frá Reykjavík. Það væri mikill skaði ef hugsunarleysi við uppsetningu á slíkum leiðbeiningum í umferðinni, svo sjálfsagðar og eðlilegar sem þær eru, verði tii að dæma Sunda- höfn úr leik sem æskileg innflutn- ingshöfn á stórum farmi. Það er því sjálfsagt og eðlilegt við slíka skipulagningu að sjá til þess að það sé a.m.k. ein leið í boði í megináttir í borginni. Þannig verði fært á Selt- jarnarnes, í suður til Hafnarfjarðar og í austur út úr borginni. Gjarnan mætti það þó vera meira, en þetta verður að teljast lágmark. Flutn- ingsaðilum hefur stundum verið bent á að þeim standi til boða að láta taka niður þessar hindranir eins og skiltabi-ýrnar, ljósastaura og umferðarmerki við gatnamót. En slíku raski fylgir verulegur kostnaður og varðandi skijtabrýrn- ar er hann mjög mikill. í sumum tilvikum hefur mátt leysa mál með því að fá lögreglufylgd og leyfi til að aka á öfugri akrein að nætur lagi. Sú lausn er þó mjög snúin, þegar hún dugar til. Það er almenn skoðun í Félagi vinnuvélaeigenda að slík fyrirhöfn og kostnaður ætti að vera óþörf því að með nokkurri aðgát við skipulagningu umferðar- mannvirkja má komast hjá slíkum vandræðum. Reyndar er það svo að menn telja sig hafa orðið vara við nokkra afturför við hönnun gatnamóta hin síðari ár. Nú virðast gatnamótin þrengri, beygjur ólið- Stækkun söng- lofts Hafnar- fjarðarkirkju UNNIÐ hefur verið að stækkun sönglofts Hafnarfjarðarkirkju í sumar og helgihald því legið þar niðri frá miðjum júnímánuði. Þeim framkvæmdum er nú lokið. Söngloftið var stækkað um tæp- an hálfan annan metra sem er tölu- verð viðbót við fyrra rými þess og rúmar nú betur en fyrr orgel og söngfólk auk þess sém hægt er nú frekar en áður að koma öðrum hljóðfærum fyrir. Helgihald í Hafnarfjarðarkirkju hefst á ný núna á sunnudaginn kemur 18. ágúst með messu kl. 11.00 og eftir hana gefst tækifæri til að kynna sér þær breytingar sem unnið hefur verið að. (Frcttatilkynning) legri og skilti standa gjarnan fast við vegarbrúnina. Það gerir það að verkum að akstur um gatnamótin á bílum með langa vagna, eða jafn- vel heldur styttri tækjum eins og kranabílum, er mjög erfiður. Það væri fróðlegt að vita hvaða ástæður eru fyrir þessum breytingum. Ég vil því skora á yfirvöld að huga vel að skipulagningu umferð- armannvirkja svo að þau verði ekki óþarflega óliðleg og muna einnig að farartæki og flutningur eru „Yfirvöld verða að gæta þess að einhverjar leiðir standi eftir opnar, en menn óttast nú að síðustu leiðunum verði lokað.“ margvísleg. í umferðinni eins og þjóðlífinu öllu þarf að gera ráð fyr- ir öllum, stórum og smáum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags vinnuvélaeigenda. Kristín Sigurðardóttir Freeportklúbburinn: Gróðursett á 15 áraafmæli Freeportfélagar héldu á mánudag upp á fimmtán ára af- mæli félagsins með gróðursetn- ingu í Löngubrekku í Heiðmörk. Freeportklúbburinn var stofnað- ur þann 12. ágúst árið 1976 og voru félagsmenn upphaflega 33 talsins. Hópurinn sem stofnaði klúbbinn átti það sameiginlegt að hafa leitað til Bandaríkjanna til að ná tökum á alkohólisma og verið til meðferðar á Freeport Hospital, í smábæ að nafni Freeport, á Long Island í New York ríki. Nokkrir Freeportfélagar höfðu síðar for- gang um stofnun SÁÁ. NISSAN OG SUBARU SÝNINGARFERÐ Á NORÐURLANDI SÝNUM GLÆSILEGA BÍLA OG BJÓÐUM í REYNSLUAKSTUR: Okkar menn verða auk þess með upplýsingar um alla okkar bíla Nissan Pathfinder-Terrano 3,0 Vo 4 ra dyra sjálf- skiptur jeppi. Nissan Sunny SLX 1,616 ventla 4ra dyra stallbak- ur með fjórhjóladrifi. Subaru Station 1,6 DL fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi. Sýningarstaðir eru: 17. og 18. ágúst, laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Sauðárkrókur - Bifreiðaverkstæðið ÁKI. 19. ágúst, mánudag kl. 17°°-2100. Siglufjörður - Við Bensínstöðina. 20. ágúst, þriðjudag kl. 1700-2100. Ólafsfjörður - Tjarnarborg. 21. ágúst, miðvikudagur kl. 1700-2100. Húsavík - Hótel Húsavík. 22. ágúst, fimmtudagur kl. 1700-2 1 00. Dalvík-Við ESSO Bensínstöðina. ^24. og 25. ágúst, laugardag og sunnudag kl. M00-^00. Akureyri - Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimars- sonar, Óseyri 5. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 BÍLASÝNINGAR ALLAR HELGAR KL. 1400-1700 í REYKJAVÍK, SÆVARHÖFÐA 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.