Morgunblaðið - 17.08.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.08.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 21 Tyrkland: 14 Kúrdar og 5 Tyrkir falla Ankara. Reuter. BARDAGAR blossuðu upp á milli tyrkneskra her- og lögreglu- sveita og félaga í Kúrdíska verkamannaflokknum (PKK) í suðaust- anverðu Tyrklandi seint á fimmtudag og féllu 14 Kúrdar og fimm Tyrkir. Sama dag fyrir sjö árum hófu Kúrdar baráttu sína fyrir sjálfstæðu ríki á þessu landsvæði. Að sögn tyrknesks embættis- manns gerðu tyrknesku sveitirnar árás á Kúrdana nærri bænum Sir- Oceanus: Farþegum verð- ur bætt tóón Jóhannesarborg. Reuter. EIGENDUR og tryggingafélag gríska skemmtiferðaskipsins Oceanos, sem sökk undan strönd- um Suður-Afríku fyrir tæpum hálfum mánuði, lýstu yfir þvi á fimmtudag að til álita kæmi að bæta farþegum upp ijón sitt. „Við erum reiðubúnir til að taka til athugunar að bæta þeim farþeg- um tjón sitt, sem misstu allt, án þess þó að gangast við lagalegri ábyrgð," sagði í yfirlýsingu frá eig- endunum, skipafélaginu Epirotiki. Þar kom fram að farþegar skips- ins myndu brátt fá bréf þar sem þeim yrði boðið að gera grein fyrir tjóni sínu og yrði flýtt fyrir af- greiðslu þessa máls. 571 farþega og átta manna áhöfn var bjargað af skipinu áður en það sökk í Indlandshaf 3. ágúst. van. Talið er að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir að 90 kúrdískir skæruliðar felldu þijá hermenn á miðvikudagskvöld. Fréttamaður sam staddur var á svæðinu sagði í gær að helmingur Kúrdanna sem féllu hefðu verið konur en ekki tókst að fá þetta staðfest. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan PKK tók að berjast fyrir sjálfstæði Kúrda í suðaustuhluta Tyrklands þann 15. ágúst 1984 hafa yfír 3.200 manns, skærulið- ar, félagar í öryggissveitum og almennir borgarar, látið lífið í átökum. Jalal Talabanij leiðtogi kúrd- ískra skæruliða í Irak, lofaði í gær að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að tyrkneskir Kúrdar notuðu íraskt landsvæði sem e.k. stökk- pall fyrir árásir sínar á tyrkneskar sveitir. „Þegar tyrknesku hersveit- imar hafa dregið sig til baka munum við fara með öll völd á svæðinu. Við viljum ekki að neinn annar reki starfsemi sína héðan. Ef einhver þarf að standa fyrir árásum getur sá hinn sami gert það frá eigin lándi.“ Reuter Einn sjö tómra björgunarbáta, sem fundust um 45 mílur frá olíuleitarprammanum, er sökk í Kínahafi á fimmtudag, sést hér hálffuliur af sjó. Slysið á Kínahafi: 10 manns er enn saknað Hong Kong. Reuter. BJÖRGUNARMENN sem Ieita að eftirlifendum eftir að prammi með 195 olíuverkamönnum sökk á fimmtudag telja litla von vera til þess að þeir 10 menn sem enn er saknað séu á lífi. Tekist hafði að bjarga 172 á lífi og 13 lík höfðu náðst úr sjónum í gær. Fjórir kafarar sem voru í af- þrýstiklefa sem festur var við pram- mann höfðu ekki fundist og talið var víst að þeir væru látnir, þar sem súrefnisbirgðir þeirra þrutu að öll- um líkindum í fyrrinótt. Kafarar fundu prammann þar sem hann lá á hvolfi á hafsbotni á 63 metra dýpi, en ekkert bólaði á afþrýstiklefanum. Skipstjóri prammans, Banda- ríkjamaðurinn Billy Young, var einn hinna látnu. Eigendur prammans hafa verið sakaðir um vanrækslu þar sem ör- yggisbúnaði prammans var áfátt og einnig hefur því verið haldið fram að Young skipstjóri hafi ekki brugðist nógu skjótt við þegar var- að var við fellibylnum. Eigendurnir neita þó öllum slíkum ásökunum og segja að enginn farkostur geti verið nógu snar í snúningum til að komast undan fellibyl sem skyndi- lega breytir um stefnu. O Ný vershtn með sjavarutvegsvorur opnar í dag ASIACO eykur þjónustu sína við útgerðarmenn, sjómenn og annað starfsfólk í sjávarútvegi með opnun nýrrar verslunar að Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Komdu í nýju verslunina að Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði og sjáðu hvað við getum gert fyrir þigy/Mv^^^II^ Þar er á boðstólum veiðarfæri af ýmsu tagi, vélar, áhöld, vinnu- fatnaður og aðrar rekstrarvörur fyrir útgerðina og fyrirtæki í sjávarútvegi. É. r asiaco þjónustumiðstöð sjávarútvegsins Hvaleyrarbraut 2. Hafnarfirdi. síml 653575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.