Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 25

Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 25 Gamla hvalstöðin á Suðureyri sem Norðmenn létu reisa um aldarmótin síðustu. Leifarnar af bryggjunni eru aðeins fimm stólpar með einni þverspýtu. Tálknafj örður: Svipmyndir frá gömlu hvalstöðinni á Suðureyri Tálknafirði. UM OG eftir aldamótin síðustu létu Norðmenn reisa hvalveiðistöð á Suðureyri, sem er vestasti bær sunnan Tálknafjarðar, um 7 km fyrir innan Tálknatá. Eyrin er nú í eyði enda var þar afskekkt og ekki um nútímasamgöngur á landi að ræða. Frá Tálknafirði séð er það stór og mikill strompur sem vekur eftirtekt, þegar horft er yfir til Suðureyrar. Vegurinn er mjög torfær og ekki ráðlagt að fara þangað á fólksbílum. Jörðin er í einkaeign og þar er búið að reisa sumarhús við rústir hvalstöðvar- innar. Stöðin var aftur rekin á árun- um milli 1930 og 1940 en þá voru það innlendir aðilar sem keypt höfðu mannvirki Norð- manna er lengi höfðu legið ónot- uð. Var hvalstöðinn á innanverðri eyrinni og bryggja fram af Eyrar- oddanum en þar er mjög aðdjúpt. Útbeit er góð við Suðureyri og jörðin liggur vel við sjósókn. Var hún fyrrum talin ein bezta útveg- sjörð við Tálknafjörð. 1 dag eru rústirnar einu merkin um að þarna hafi verið rekin hval- stöð. Hár múrhlaðinn skorsteinn græfir yfir rústunum, litlir skúrar eru að hruni komnir, og þar sem áður var myndarleg bryggja eru aðeins fáeinir stólpar eftir í flæðarmálinu. Víða má þó sjá verksummerki hvalvinnsiunnar því þar er að finna hvalbein, bæði stór og smá. Einnig má sjá mikil mannvirki hlaðin úr gijóti yst á Eyrinni. En nú er staðurinn sælu- reitur og myndarlegt sumarhús stendur þar til staðfestingar. R. Schmidt Stórt hvalbein á hlöðnum vegg sýnir að þarna var áður hvalstöð. Háskólabíó: Þórarinn Sigurbergsson og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Sýningar á „Alice“ hafnar HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga myndina „Alice“. Með aðal- hlutverk fara Joe Mantegna og Mia Farrow. Leikstjóri og höfund- ur er Woody Allen. Alice (Mia Farrow) er gift forrík- um manni, Doug (William Hurt), og búa þau hjón í lúxusíbúð við Park Avenue í New York. Þau eiga tvö börn sem sækja fína einkaskóia en móðirin er alltaf önnum kafin við sitt amstur; sækja snyrtistofur, fara í búðir, skipuleggja veislur og standa fyrir þeim en þó fyrst og fremst nuddstofur því Alice þjáist af stöðug- um bakverk. Henni er bent á jurta- lækninn Yang og þangað leitar Alice. En Yang er annað og meira en rétt- ur og sléttur jurtalæknir. Jurtir hans hafa ýmis og óvænt áhrif og með- ferð hans verður til þess að Alice fer að endurmeta líf sitt og lifnaðar- hætti, Þau Alice og Doug hafa verið Brúarfoss ekki Bakkafoss í frétt í blaðinu á miðvikudag skol- aðist til nafn þess skips þar sem fíkni- efnalögreglan fann fimm grömm af hassi á farþega. Um var að ra?ða Brúarfoss en ekki Bakkafoss eins og sagði í fréttinni. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. gift í 16 ár þegar hér er komið sögu og hefur hún aldrei látið sér detta í hug framhjáhald þar til hún sér Joe. Hann á dóttur í sama skóla og börn Alice sækja og brýtur hún ísinn og ávarpar hann og ákveða þau að hitt- ast. Alicé heldur áfram að leita til Yang læknis og fær hjá honum m.a. jurtir sem gera hana ósýnilega og kemst hún að ýmsu misjöfnu um manninn sinn, einnig fær hún jurtir til að blanda með ástardrykk og verð- ur að ákveða hvorn þeirra, Doug eða Joe, hún eigi að láta drekka drykk- inn. ANNA Júlíana Sveinsdóttir mez- zósópran og Þórarinn Sigur- bergsson gítarleikari halda tón- leika í Þorlákskirkju í Þorláks- höfn sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 16.00. Flutt verða íslensk, þýsk og spænsk sönglög við gít-^ arundirleik. Þetta er endurtekning á tónleik- um sem þau Anna Júlíana og Þórar- inn héldu í Hafnarborg, menningar- miðstöð Hafnarfjarðar fyrir fullu húsi áheyrenda nýlega við góðar undirtektir. Tónleikaskránni fylgja íslenskar þýðingar á öllum ljóða- textunum til þess að tónleikagestir Eitt atriði úr myndinni „Alice“. megi frekar njóta hinnar heitu og ástríðafullu spönsku tónlistar. Það er von þeirra sem fyrir þess- um tónleikum standa að sem flestir sjái sér fært að koma og hlýða á tónlist þessara listamanna. I sumar hefur mikill fjöldi ferðafólks komið til að skoða Þorlákskirkju en hún hefur verið opin alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 15 og +7 auk þess sem hún hefur verið opnuð ef óskað er eftir. Nú á sunnudaginn gefst gott tækifæri til að sameina skoðunarferð í kirkjuna og hlýða um leið á góða tónlist, segir í frétta- tilkynningu. Tónleikar í Þorlákskirkju Slökkviliðið með sýningu í TILEFNI af 200 ára afmæli slökkviliðsins og afmælisdegi Reykjavíkur verður slökkviliðið með sýningu í miðbænum 18. ágúst. Verður hún á bílastæði við Faxaskála og hefst kl. 13.30 og stendur í u.þ.b. 45 mínútur. Sett verður á svið umferðarslys, eit- urefnaslys og gasleki. Auk sýningarinnar mun slökkve" liðið fara í hópakstur um bæinn á milli 11.00 og 12.00 um morguninn sama dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.