Morgunblaðið - 17.08.1991, Side 28

Morgunblaðið - 17.08.1991, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 ATVINNUA UGL YSINGAR Sendill óskast Heilsuhraustur, sporléttur unglingur óskast allan daginn íveturá hókhald Morgunblaðsins. Upplýsingar ekki í síma. ísafjarðarkaupstaður Brunavörður óskast til starfa frá og með 1. sept. 1991. Æskilegt er að viðkomandi hafi meirapróf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til slökkviliðsstjóra, slökkvistöðinni, Fjarðarstræti 28,400 ísafirði. Launakjör skv. kjararsamningi F.O.S. Vest. Nánari upplýsingar hjá slökkviliðsstjóra í síma 3300 eða hjá bæjarstjóra í síma 3722 Slökkviliðsstjóri. Forstöðumaður Forstöðumaður óskast til starfa í eitt ár að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Óskað er upplýsinga um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 15. september '91. Umsóknir skulu sendar til Ragnheiðar Sig- valdadóttur, Hólavegi 7, 620 Dalvík. Upplýsingar veita Ragnheiður Sigvaldadóttir í síma 96-61218 og Óskar Gunnarsson í síma 96-61658. Stjórn Dalbæjar. Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast í kvenverslun á aldrinum 25-60 ára. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Lifandi starf - 9501 “. Járnsmiður Vanan járnsmið vantar í litla járnsmiðju. Mikil og fjölbreytt smíði. Aðeins vanir smiðir koma til greina. Upplýsingar í síma 79300 á daginn, en í síma 45260 á kvöldin. „Au pair“ - Svíþjóð „Au pair“ óskast í sveit í Svíþjóð til að gæta fjögurra barna-og sinna léttum heimilisstörf- um. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar í síma 90 46 511 29357, Karin Bergström, eða 90 46 500 80761, Eva María Óladóttir. Atvinna - kortagerð Verkfræðistofan Hnit hf. óskar eftir að ráða mann til starfa á myndmælingadeild. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í kortagerð og staðgóða þekkingu á tölvum og CAD-kerf- um (Autocad, Intergraph). Æskilegt er að viðkompndi hafi háskóla- menntun í fögum tengdum kortagerð. Væntanlegir umsækjendur eru beðnir um að koma skriflegum upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til verkfræðistofunnar Hnits hf. á Háaleitisbraut 58-60 (Miðbæ), 3. hæð. Upplýsingar ekki veittar í síma. R AÐ AUGL YSINGAR ÝMISLEGT TILBOÐ - ÚTBOÐ ATVlNNUHÚSNÆÐI R.L. Rose Company, 19 Waterloo Street, Glasgow, Skotlandi. Antik og gömul, skrautleg austurlensk teppi og renningar " í kjölfar heimsóknar Mr. R. L. Rose til ís- lands í mars, vill hann gjarnan hitta þig á Hótel Sögu frá fimmtudegi 22. ágúst til fimmtudags 29. ágúst. Hann mun hafa til sýnis og sölu úrval af gömlum, skrautlegum, austurlenskum renningum og mun gefa ráð- leggingar í sambandi við hreinsun, viðgerðir og verðlagningu o.fl. Vinsamlegast hafið samband og pantið tíma á Hótel Sögu, herbergi 640. KENNSIA Menntamálaráðuneytið Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn eru haldin sem hér segir: Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 18.00: Enska. Miðvikudaginn 21. ágúst kl. 18.00: Franska, spænska. Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 18.00: Þýska. Föstudaginn 23. ágúst kl. 18.00: Stærðfræði, norska, sænska. Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Þeir, sem ætla að gangast undir þessi próf, eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð. Skráning er hafin. Kennarasamband Islands Umsóknir um námslaun Verkefna- pg námsstyrkjasjóður Kennara- sambands íslands hefur ákveðið að úthluta námslaunum til kennara sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1992-1993. Um er að ræða styrkveitingar samkvæmt a-lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkja- sjóð Kennarasambands íslands. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennara- sambands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennara- sambandsins, skrifstofu BKNE á Akureyri, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 10. september 1991. TIIKYNNINGAR Auglýsing um viðtalstíma iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Eskifirði og Akureyri Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, verður með viðtalstíma á Eskifirði og Akureyri sem hér segir: Á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar þriðjudag- inn 20. ágúst nk. kl. 9.00-12.00. Þeir, sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma hjá ráð- herranum, skrái sig á skrifstofunni í síma 97-61170. Á skrifstofu Akureyrarbæjar miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 9-12. Skráning viðtalstíma í síma skrifstofunnar, 96-21000. Reykjavík, 15. ágúst 1991. Iðnaðarráðuneytið. Viðskiptaráðuneytið. Hafnarfjörður Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði Til leigu er mjög gott 165 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á besta stað í Hafnarfiði. Upplýsingar í símum 51296 og 52028. LÖGTÖK Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógeta- úrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1991, skv. 98. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 68/1962 og 109. gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, útflutn- ingsráðsgjald, slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, iðnlánasjóðs- gjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysatrygginga- gjald v/heimilisstarfa, sérstakur eignarskatt- ur, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og ógreidd staðgreiðsla. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 46/1990 og auglýsingu nr. 16/1990. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík, 16. ágúst 1991. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Gódan dciginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.