Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. AGUST 1991 29 Menntun er mannsins megin — Vörn gegn menningarmengun — eftir Vilhjálm Einarsson Hvemig væri að breyta orðtak- inu „peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal“ í „menntun er afl þeirra hluta, sem gera ber“? því meðal annars aflar hún þess auðs sem með þarf. Varlega skyldum við þó nota hugtök eins og „mennt- un“. Þetta hugtak er oft (rang- lega) gert það sama og skólaganga og próf. Ef til vill er það alltaf svo að skólaganga sé menntandi í þeim skilningi að hún þjálfí og kenni viðkomandi gagnlega hluti. En menntun getur maður öðlast án teljandi skólagöngu, í málinu er til hugtakið „sjálfmenntaður" um slíkt fólk. Og langskólagenginn maður getur verið menntunar- snauður „fagidiot", eftir mínum skilningi orðsins. Ég held að á íslandi hafí verið, a.m.k. til skamms tíma, ein „menntaðasta" launþega- og bændastétt á byggðu bóli. Hinn íslenski menningararfur gekk svo þvert á stöður og stéttir að alls staðar í þjóðfélaginu mátti til dæm- 'is finna bókmenntasinnað fólk. Þessum sérkennum megum við ekki glutra frá okkur án þess að reyna að sporna við fótum! Hér á eftir mun ég gera grein fyrir hugmyndum um að efnt verði til fullorðinsmenntunar á breiðum grundvelli. Ég hugsa mér að aðilar að henni verði vinnuveitendur sem verkalýðsfélög, sveitarfélög og rík- ið. Margt fullorðið fólk hefur til- fínningu fyrir því að það hafí farið á mis við eitthvað mikilvægt í líf- inu þar sem það átti þess ekki kost að „fara í skóla“. Þetta fólk sér oft ekki blómgróðurinn í eigin garði, hina dýrmætu reynslu og þroska sem það býr yfír, enda kannski ekki von, þar sem öll umræða á landinu snýst um form- lega „menntun“ (sem ég kysi held- ur að kalla ,,skólun“) og réttindi. Hinir fullorðnu, skammskóla- gengnu, eiga rétt, sem þeir verða að krefjast: að eiga kost á mennt- un í formi, sem hæfír stöðu þeirra og reynslu og að ríkið reki stofnan- ir eða feli núverandi stofnunum að annast starfsemi, sem komi til móts við óskir þeirra og þarfír í þessum efnum. Þetta er þó unnið fyrir gíg ef látið er nægja að einhver speking- ur (eins og ég?) setjist niður og búi til „pakka“, sem aðrir eiga síð- an að taka við á silfurfati. Nei, lesandi góður, hér þurfa væntan- legir notendur að vera með frá upphafi, verkamenn og konur, iðn- aðarfólk, bændur og búalið. Þessi grein nær því aðeins árangri að hún vekji til umhugsunar og um- ræðna um þessi mál. Vænt þætti mér um það ef einhver styngi nið- ur penna og sendi mér línur um hugmyndir sínar hér að lútandi. Færum „fullorðinnamenntun" inn í heraðsskólana Þjóðin byggði upp héraðsskóla um land allt á fyrri hluta aldarinn- ar. Þessir skólar sinntu menntun- arþörf dreifbýlisins en urðu oft „stökkbretti" í þéttbýlið. Nú virðist hlutverki sumra þeirra lokið og unga fólkið kýs í vaxandi mæli að fara strax úr sveitunum, þ.e. sækja skóla í þéttbýli, auk þess sem æskufólki til sveita hefur fækkað mjög. Það er því ekki að undra þótt lengi hafí verið hugað að breyttu hlutverki héraðsskólanna. Hvað snertir samgöngur á landi og er Borgarfj arðarhérað sérstak- lega vel sett milli helstu þéttbýlis- FEIAGSLIF Sameiginleg samkoma í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Grensáss með hópnum frá Liv- ets Ord i Sviþjóð. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLOUGÖTU3 & 11796 19533 Sunnudagsferðir 18. ágúst Kl. 08 Einsdagsferð í Þórsmörk. Verð 2.300,- kr. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Munið miðviku- dagsferðirnar og hina sívin- sæiu sumardvöl. Kl. 09 Laxárgljúfur - Hruna krókur - Kaldbakur. Ekið um Tungufellsdal inn á Línuveginn og gengið með Laxárgljúfrum sem eru stórkostleg á að lita, en sjalrlan skoðuð. Fararstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. Verð 1.800,- kr. Kl. 13 Skálafell á Hellisheiði - Trölladalur. Frábært útsýnis- fjall. Gengið yfir fellið niður að Þurá i Ölfusi. Verð. 1.100,- kr., frítt í ferðirnar fyrir börn m. full- orðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Munið Viðeyjarferð á miðviku- dagkvöldið kl. 20. Brottför frá Sundahófn. Ferðafélag íslands, ferðir fyrir alla. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Krist- innsson. Almenn samkoma kl. 20.00. Æskulýðskór frá Kanada tekur þátt í samkomunni. Skírn og barnablessun. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýssamkoma ki. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. ÚTIVIST iRÓFINNI 1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAJII 14606 Sunnudag 18. ágúst Kl. 8.00 Básar Dagsferð. 3-4 klst. i Básum. Kl. 9.00 Heklugangan, 11. áfangi Nú líöur að lokum Heklu- göngunnar en þetta er næst síðasta gangan. Gengið verður frá Nautavaði við Þjórsá um Skarð i Landssveit að Heklurót- um við Næfurholt. Billinn mun fylgja hópnum og ef til vill aka hópnum hluta leiðarinnar ef þurfa þykir. Kl. 13.00 Stíflisdalsvatn - Kjósarheiði Gengið frá Stíflisdalsvatni um Kjósarheiði að Brúsastöðum. Létt ganga. Brottför í allar ferðimar eru frá BSÍ að vestanveröu. Komið við hjá Árbæjarsafni. Sjáumst! Útivist. svæða landsins, eins konar þungamiðja þjóðvegakerfisins. Í ekkert annað hérað landsins á þorri landsmanna jafn hæga dagleið, sé ekið á bifreið. Stofnun, sem ætlað er að þjóna landinu öllu er því vel sett í héraðinu. í Reykholti er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu til heima- vistar með mötuneyti og segja má að staðurinn hafí allt sem þarf til lengri eða styttri námskeiðahalds og það er einmitt á þessu sviði sem þörfin virðist brýn á íslandi, a.m.k. ef litið er til frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Lærum af hinum Nor ður löndunum Lýðháskólamir á Norðurlöndum hafa, rétt eins og héraðsskólarnir á Islandi, gengið í gegn um erfið- leikatímabil hvað varðar aðsókn. Gömlu góðu hugsjónimar um „hið fijálsa orð“ og rækt við kristindóm, sögu og menningu hafa átt undir högg að sækja. Þessum erfiðleik- um hafa skólarnir mætt með því að koma til móts við þörf samfé- lagsins um endurmenntun fullorð- inna og ýmsar hagnýtar náms- brautir hafa verið teknar upp í tengslum við atvinnulífið. Jafn- framt hefur verið leitast við að halda lífi í lýðháskólaandanum og láta hann móta lífið og starfið í skólunum eftir föngum, jafnvel þótt styttri námskeiðum hafi fjölg- að á kostnað hins hefðbundna 5 mánaða lýðskóla. í þessum efnum er margt af frændum vomm að læra. Nú er lag Margt bendir til að á íslandi sé að skapast nýtt gildismat viðkom- andi launum og lífshamingju. Farið er að meta umhverfi vinnunnar og frítímann meira og ekki eingöngu lítið á launaumslagið. Skilningur vex á því að hagsmunir starfsfólks og stjórnar fyrirtækja og stofnana fara oft saman. Það hefur komið í ljós að sambandið milli launa og vellíðanar er ekki beint. Streita og kvíði eru oft fylgikvillar velmegun- arinnar. Hugmyndir um menntun fullorðinna (ævimenntun, símenntun) Það er trú mín að héraðsskólarnir geti komið að góðum notum á sama hátt og lýðháskólarnir á Norðurl- öndum. Hægt er að skipuleggja námskeiðahald í tengslum við laun- þegasamtök eða aðra aðila at- vinnu- og menningarlífs. Starfsemin hefði að markmiði: 1. að endurhæfa/þjálfa og fræða bæði vegna breyttra vinnu- aðstöðu eða nýrrar tækni og einn- ig vegna sál-líkamlegra vand- kvæða. Vilhjálmur Einarsson „Með því að veita full- orðnum Islendingum kost á því að bera sam- an bækur sínar, þroska áhugamál sín, gefa af reynslusjóðum sínum og þiggja hið sama af öðrum, í hinum sanna lýðháskólaanda Grundtvigs, í næði frá skarkala daglegs um- hverfis er verið að stunda menningar- mengunarvarnir og efla íslenska alþýðu- menningu.“ 2. að efla fijótt frístundastarf og þátttöku í félagslífí fyrirtækja eða fijálsra félaga. 3. að styrkja tengsl við sögu og menningararf. 4. að auka sköpunargleði (kre- ativitet) og hæfni til tjáskipta, bæði í töluðu og rituðu máli, mynd- og tónlist. 5. að efla tengsl við Norðurl- öndin. Ekki er líklegt að öllum þessum markmiðum verði náð á einum og sama staðnum og trúlegt að um verkaskiptingu milli staða yrði að ræða. Veldur hver á heldur hvað starfsfólk varðar og aðrar aðstæð- ur. Hver skóla- eða námskeiða- stofnun þarf að hafa á að skipa starfsliði sem getur séð um þætti 2-4, en aðfengnir kraftar mundu að jafnaði sjá um fyrsta þátt. Hvernig blandað yrði milli þátt- anna færi að sjálfsögðu eftir tíma- lengd námskeiðs og þeim mark- miðum sem stefnt væri að hverju sinni. Það er grundvallaratriði að „neytendur“ séu með í ráðum um mótun dagskrár eða „stundaskrár" í einstökum tilvikum. íslensk sérstaða Þegar skoðað er atvinnu- og menningarlíf Norðurlandaþjóða kemur í ljós að Island er um margt sérstætt: Hjá okkur hefur þorri fólks reynslu af fjölbreyttri vinnu. Hin löngu „sumarfrí" í skólum hafa gert það að verkum að skóla- fólk og unglingar eru flestir virkir í atvinnulífínu, og hljóta þannig dýrmæta reynslu sem að gagni kemur síðar í lífínu. Bókmennta- arfurinn hefur am.k. til þessa ver- ið í verulegum mæli sameign þjóð- arinnar. Málhreinsun og nýyrða- smíði hefur m.a. stefnt að því að almenningur geti „skilið sérfræð- ingana" og að þeir tali íslensku. Hreyfanleiki milli „stétta" hefur verið mikill. Fjölhæfni og virkni er meiri en almennt gerist með öðrum þjóðum. Fæð okkar og smæð gerir það ef til vill að verk- um, ásamt áhrifum bókmennta- arfsins, að manngildið er mikiis metið. Fagglópskan og sérfræði- heimskan er minni en með mörgum öðrum þjóðum. Þessa séríslensku eiginleika þurfum við að standa vörð um. Það getum við m.a. gert með því að virkja þær „aflstöðvar“, sem löng- um dygðu vel, héraðsskólana. Það gerist þó ekki nema almennur áhugi og þátttaka fáist við undir- búning slíkra breytinga á starfsemi skólanna, sem hér er mælt með. í sinni breyttu mynd mættu þeir gjarnan heita lýðháskólar. Lokaorð Þegar dvalið er erlendis fara margir að sjá föðurlandið, menn og málefni, í eins konar hnotskura Fjarri dægurþrasinu stíga hinir sérkennandi drættir íslendingseðl- isins fram, það besta en jafnframt hitt sem miður fer virðist blasa við í skærara ljósi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í hátíðasal Gautaborgarhá- skóla þegar forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, veitti móttöku heiðursdoktorsnafnbót. Hún hélt frábæra ræðu og í lok máls síns ræddi hún um menningarlega mengun og mengunarvamir á sviði menningar, sem leggja þyrfti rækt við ekki síður en að sporna við útrýmingu dýrategunda eða rösk- un lífríkisins. Getum við ekki spyrnt við fótum? Með því að veita fullorðnum ís- lendingum kost á því að bera sam- an bækur sínar, þroska áhugamál sín, gefa af reynslusjóðum sínum og þiggja hið sama af öðrum, í hinum sanna lýðháskólaanda Grundtvigs, í næði frá skarkala daglegs umhverfís er verið að stunda menningarmengunarvamir og efla íslenska alþýðumenningu. Höfundur er skólameistari á Egilsstöðum og er íársleyfi frá störfum. Hann stundarnám í Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Siglufjörður: Eldri borg- urum boðið í ferðalag Siglufirði. KIWANISKLÚBBURINN Skjöld- ur og Sinawikkonur buðu eldri borgurum á Siglufirði í ferðalag síðastliðinn laugardag. 80 manns voru í ferðinni og hafði fólkið gaman af. Ekið var sem leið liggur í Mý- vatnssveit. Boðið var í hádegisverð í Reykjahlíð og síðan farið að Kröflu og Víti skoðað. Boðsferð kiwanis- manna er orðinn árlegur viðburður. Klúbburinn aflar fjár til ferðarinnar með sölu auglýsinga í símaskrá sem gefin er út. MJ Úr ferð eldri borgara í Mývatnssveit. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.