Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 36

Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Spónasmiður: Haraldur Z. Guðmundsson. ■ HANDVERKSKYNN- ING verður í Arbæjarsafni sunnudaginn 18. ágúst kl. 13.30-17.00. Verður sem fyrr lögð árhersla á tímabilið um og fyrir - aldamótin síðustu. Meðal annars mun spónasmiður sýna hvernig •unnið var úr horni. Einnig mun steinsmiður klappa let- ur í stein. Vefari býr til rúm- ábreiðu. Netagerðarmaður dyttar að trolli. Skósmiður vinnur með 18. aldar verk- færum. Bókbindari saumar bók. Prentari þrykkir. Rokk- urinn mun suða og fleira verður sýnt. Þá fer gamli T-Ford um svæðið, gullbor- inn verður ræstur, lummur verða baKaðar í Arbænum og Karl Jónatansson spilar á harmóniku við Dillonshús. I Dillonshúsi verða seldar veit- ingar að vanda. Messa verð- ur í safnkirkjunni sama dag kl. 16.00. Prestur verður séra Kristinn Ágúst Friðf- innsson. ■ Á PÚLSINUM laugar- daginn 17. ágúst leikur blús- hljómsveitin Blúsmenn Andreu, en langt er um liðið síðan hljómsveitin kom síðast fram saman. Blúsmenn Andreu skipa: Andrea Gylfadóttir, söngur, Hall- dór Bragason, gítar og söngur, Jóhann Hjörleifs- son, trommur, Richard Corn, bassi og Guðmundur Pétursson, gítar. Happy Hour er að venju milli kl. 22.30-23.30. Sunnudaginn 18. ágúst leikur svo rokk- sveitin Þjófar. Rokksveitin leikur allar tegundir rokk- tónlistar og má fínna lög á efnisskránni með AC/DC, Led Zeppelin, Jimi Hendrix o.fl. Hijómsveitina skipa: Magnús Axel Hannesson, gítar, Þórður Jónsson, trommur, Sigurjón Skær- ingsson, söngur, Bergur Hallgrímsson, bassi, og nýjasti meðlimur hljömsveit- arinnar, gítaristinn Tryggvi Hiibner. BLÁR ÍS Hljjómplötur Árni Matthíasson Blúsplötur hafa ekki komið út margar hér á landi og útgefendur seinir að taka við sér þrátt fyrir blúsvakningu síðustu miss- era. Þetta ár verður þó mikið útgáfuár ef fer sem horfir, því Iíklega verða blúsplötur á árinu fimm. Sú fyrsta af þeim fimm kom út fyrir stuttu og heit- ir Blue Ice. Á Blue Ice er að finna tónleikaupptökur frá því í apríl að hér léku þeir Linc- oln „Chicago Beau“ McGraw Beauchamp og Jimmy Dawkins. Með þeim léku meðlimir Vina Dóra. Vart er þörf á að kynna Jimmy Dawkins fyrir blúsáhugamönnum, enda hann með fremstu gítarlei- kurum blússögunnar og átti dijúgan þátt í að móta „vesturbæjarblúsinn" í .Chicago á sjötta og sjöunda áratugnum. Jimmy hefur ekki verið iðinn við að taka upp, a.m.k. ekki ef miðað er við hæfileika hans, og því sérstakt fagnaðarefni að fá hann hingað og síðan á íslenskum geisladisk. Chicago Beau er aftur á móti minna þekktur í blús- heiminum, a.m.k. hér á Iandi, en jassáhugamenn kannast við hann margir fyrir m.a. samstarf við Art Ensemble of Chicago, en Beau er liðtækt ljóðskáld og athafnasamur útgef- andi, milli þess sem hann syngur blús. Chicago Beau er maður augnabliksins og þó hann sé ekki nema miðlungs munnhörpuleikari er hann ágætis söngvari og hefur sérlega sterka útgeislun á. sviði. Það mátti og sjá í tónleikasyrpunni sem þeir Dawkins héldu hér í vetur, að það var fyrst og fremst Beau sem hreif fólk með sér og tryllti. Reyndar var hann í svo miklum ham fyrsta kvöldið að Dawkins fór víst úr stuði til að spila, enda hvarf hann gersam- lega í skuggann. Tónleikatröll eins og Chicago Beau getur verið erfitt að festa á piast svo stemmningin náist. Það tekst býsna vel á Blue Ice, enda tekur hann marg- reynda blúsa sem vel eru fallnir til að kynda undir fólki (spilið hátt!). Þeir Vin- ir Dóra sem leika undir standa sig vel og sérlega er gaman að heyra hvað Dóri sjálfur (Halldór Bragason) er orðinn skemmtilegur gítarleikari og næmur að spila upp í áheyrendur. Rytmaparið Haraldur Þorsteinsson og Ásgeir Oskarsson eru ótrú- lega traustir og þó Jóhann Hjörleifsson, sem leikur á trommur í þremur lögum, sé óöruggur á köflum, stendur hann sig einkar vel. Guðmundur Pétursson, sem löngu er orðinn fremsti blúsgítarleikari Islendinga (og líklega með þeim fremstu í heimi) á einkar smekklega einleikskafla. Eins og fram kom í upp- hafi þykir mér mestur fengur að upptökunum með Jimmy Dawkins og það eru þær sem gera di- skinn nauðsynlega eign hverjum blúsáhugamanni. Hefði ég kosið að hafa meira með honum og þess- vegna skipt á Beau og Dawkins. Jimmy Dawkins hefur verið lastaður sem söngvari í gegnum árin, en sýnir það á Blue Ice að sú gagnrýni á engan rétt á sér, því hann syngur glimrandi og sýnir frábæra takta á gítarinn sem vonlegt var. Guð- mundur Pétursson, sem hefur nánast. fullt vald á tækni og tilfinningu, er lítt síðri og gaman er að heyra Dawkins hvetja hann áfram, enda var hann óspar á yfirlýsingar um snilli Guðmundar eftir tónleik- ana. Lokalag disksins er „bara“ með Vinum Dóra og þar syngur Andrea Gylfadóttir. Andrea hefur sótt mjög í sig veðrið frá því hún hóf að syngja blús og náð afbragðs tökum á blúsnum. Hún fellur í þá gryfju stundum að ofleika, en það hefur nánast horfið með tímanum og á líklega eftir að hverfa alveg eftir því sem hún öðlast reynslu. Ekki verður skilið við Blue Ice án þess að iofa hljóm diskins, sem er fram- úrskarandi og ótrúlegt að uin tónleikaupptökur sé að ræða. Umslagið er aftur á móti illa hugsað kraðak, sem slæmt er að átta sig á og grátbroslegt klúður að sjá speglaðar myndir af hljóðfæraleikurum, þannig að skyndilega eru Jimmy Dawkins, Halldór, Guð- mundur og Haraldur allir orðnir örvhentir! Fiski-bollur og búðingur úr dós Fiskbúðingur með appelsínu. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það getur verið þægilegt að eiga dós af bolium eða búðingi í búrinu til að grípa til ef ekki er tími til að fara í verslun. Bollur í tóm- atsósu eru vinsælar hjá börnum eins og allir vita, en það er hægt að gera eitthvað annað við þann mat ef áhugi er fyrir hendi. Eftirfarandi uppskriftir bjóða upp á tilbreytingu við slíka matargerð. Gratineraðar bollur með lauk 1 dós fiskbollur, 1 stór laukur, 4 egg 3 dl undanrenna eða mjólk, salt og pipar, 1 dl rifínn ostur (eða rúmlega það). Laukurinn skorinn í þykkar sneiðar, rétt brugð- ið í smjör á pönnu og látinn mýkjast. Bollurnar settar í ofnfast fat og laukurinn settur yfír. Egg og mjólk er þeytt saman og hellt yfir bollurnar, álpappír settur yfir, sett í ofninn og látið vera í u.þ.b. 20 mín. við 200°C. Þá er álpappír- inn fjarlægður og ostinum stráð yfir, sett aftur í ofn- inn og haft þar til osturinn er bráðinn. Borið fram með heitum kartöflum eða grænmetissalati og brauði. Steiktar bollur með sinnepssósu Bollurnar steiktar úr smjöri báðum megin. Borið fram með góðu grænmetis- salati. Sósan: 1 dl kaffi- ijómi, 1 dl hrein jógúrt, 1 msk. sinnep. Hrært vel. Gott er að hafa soðin hrísgijón með, og setja þá einn fískikrafttenging í suðuvatnið, í staðinn fyrir kartöflur. Fiskbúðingur með appelsínu 6 sneiðar fiskbúðingúr, 2 appelsínur. Sósan: 30 g smjör, 30 g hveiti, 4 dl mjólk, salt. Sneiðarnar léttsteiktar í smjöri, raðað á fat, sósunni hellt yfír og appelsínu- sneiðunum raðað yfir um leið og borið er fram. Sósan er venjulegur uppbakaður jafningur eins og sjá má á uppskrift. Gratineraðar bollur með lauk. INC0LFS CAFE Opiö í kvöld frá kl. 23.00. Edda Borg og félagar verða á efri hæóinni Snyrtilegur klæðnaður Ingólfscafé, Ingólfsstræti, sími 14944. Hefst kl. 13.30___________ j Aðalvinningur að verðmæti_________ |l ;________100 þús. kr.______________ li Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLUN _________300 bús. kr. _____________ Eir/ksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.