Morgunblaðið - 17.08.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.08.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 17. AGUST 1991 ÍÞRÖmR FOLX ■ TOTTENHAM keypti á fímmtudaginn skoska landsliðsmið- heijann Gordon Durie frá Chelsea fyrir rúmar 230 milljónir ÍSK, eða 2,2 milljónir punda. Bob Hennessy Durie fór til Cheisea skrifarfrá árið 1986 frá Hibs Englandi fyrir 3gp þúsnud pund. Á síðasta keppnistímabili lék hann 33 leiki og skoraði 13 mörk fyrir Chelsea. Æ CELTIC keypti miðvörðinn Gary Gillespie frá Liverpool á 925 þús. pund, eða 94,3 millj. ÍSK. ■ BLACKBURN Rovers keypti David Speedie frá Liverpool fyrir 53 milljónir ÍSK. Liðinu tókst ekki að fá Ronnie Rosental. Hann vill frekar fara til meginlandsins. H GLASGOW Rangers keypti skoska landsliðsmiðvallarleikmann- inn Stewart McCall frá Everton fyrir 126 milljónir ÍSK, eða 1,2 milljónir punda. ■ MARSEILLE keypti enska landsliðsmanninn Trevor Steven frá Glasgow Rangers á fimm millj. sterlingspund (510 millj. ÍSK) uá fimmtudagskvöld - aðeins mínútu áður en lokað var á félagsskipti leikmanna, sem geta leikið í Evr- ópukeppni. Steven er 27 ára. ■ MARK Falco sem áður lék með Tottenham og nú síðast með QPR var í gær seldur til Millwall fyrir 175 þúsund pund, eða um 18 millj- ónir ÍSK. ■ RA Y Ciemence markvörðurinn góðkunni hefur skrifaði undir leik- mannasamning við Tottenham, en jþar hefur hann verið að þjálfa und- anfarin ár. Það á að nota hann sem varamarkvörð fyrir Erik Thorstved í Evrópukeppninni. ■ LUTONgreiddi tæpar 30 miilj- ónir fyrir Phillip Gray sem leikið hefur í varaliði Tottenham ásamt Guðna Bergssyni. Hann á að koma í stað hins danska Elstrup. ■ IAN Rush mun ekki leika með Liverpool gegn Oldham í dag. Hann er meiddur á hásin og verður frá keppni í nokkrar ”’kur. Aftur á móti er Steve McMahon, sem meiddist illa á fæti í lok síðasta keppnistímabil, orðinn góður og reiknað er með að hann leiki gegn .Oldham. ■ LEE Sharpe, hjá Manchester United, leikur ekki með liðinu gegn Notts County vegna meiðsla og einnig er Gary Pallister á sjúkra- lista - meiddur á baki. Óvíst er hvort að Bryan Robson geti leikið með. ■ DON Howe hætti óvænt sem þjálfari Wimbledon í vikunni, að- eins þremur dögum áður en keppn- in í 1. deild hefst. KNATTSPYRNA Meistarar Arsenal med óbreytt lið Liverpool með 6,5 milljóna tríó gegn nýliðum Oldhams ENGLAIMDSMEISTARAR Arse- nal hefja titilvörn sína á Highbury í dag, þar sem þeir fá leikmenn QPR í heimsókn. Þrátt fyrir að félagið sé eitt það stöndugasta á Englandi hefur George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal, ekki séð ástæðu til að kaupa nýja leikmenn fyrir keppnistímabilið. Þess má geta að enskir knattspyrnumenn hafa gengið kaupum og sölum fyrir yfir 50 millj. sterlingspund frá síðasta keppnistímabili. Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Aston Villa, hefur verið duglegastur að kaupa leikmenn. Hann hefur keypt átta nýja leik- menn til félagsins og þá hefur Leeds keypt sex nýja leikmenn. Leikir dagsins Arsenal - Queens Park Rangers, Chelsea - Wimbledon, Coventry - Manchester City, Liverpool - Old- ham, Manchester United - Notts County, Norwich - Sheffield United, Nottingham Forest - Everton, Sheffi- eld Wednesday - Aston Villa, Sout- hampton - Tottenham, West Ham - Luton. Smávægileg meiðsli eru í herbúð- um Arsenal. Steve Bould er meidd- ur á ökkla og Svíinn Andreas Limp- ar er meiddur á hné. Liverpool, sem hefur keypt leik- menn fyrir mestu peningaupphæð- ina, teflir fram 6,5 milljónpunda tríóinu Mark Wright, Dean Saund- ers og Mark Walters gegn nýliðum Oldham, sem léku síðast í 1. deild 1923. Saunders og Walters ásamt John Barnes eiga örugglega eftir að gera varnarmönnum Oldham lífíð leitt á Anfíeld Road í Liver- pool. Joe Royle, framkvæmdastjóri Oldham, hefur styrkt lið sitt frá sl. keppnistímabili. Hann keypti Mike Milligan og Graeme Sharp frá Ever- ton og Brian Kilcline frá Coventry. Manchester United leikur heima gegn Notts County. Paul Parker og danski landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel leika sinn fyrsta deildarleik með United. Ron Atkinson teflir fram mikið breyttu liði Aston Villa gegn Sheffíeld Wed. á Villa Park, en þess má geta að Atkinson hljóp frá Sheff. Wed. í sumar, eftir að hafa sagt að hann færi aldrei frá félag- inu. Trevor Francis, framkvæmda- SUNO / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Sjö sundmenn áHMíAþenu SJÖ landsliðsmenn í sundi taka þátt í heimsmeistaramótinu, sem hefst í Aþenu í Grikklandi eftir helgina. Þetti er mesti fjöldi sundmanna frá íslandi sem hafa tekið þátt í HM. Þrír sundmennirnir eiga mögu- leika á að komast í B-úrslit; Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, Helga Sigurðardóttir, Vestra og Magnús Olafsson, SFS. Annars eru íslensku keppendurn- ir þessir - keppnisgreinar: Ragnheiður kepptir í 100 og 200 m bringusundi. Helga keppii' í 50, 100 og 200 m skriðsundi. Magnús keppir í 100 og 200 m skriðsundi. Ævar Örn Jónsson, SFS, keppir í 100 og 200 m baksundi. Arnar Freyr Ólafsson, SFS, keppir í 200 og 400 m fjórsundi. Karl Þór Ragnarsson, SH, keppir í 100 og 200 m bringusundi. Ingibjörg Arnardóttir, Vestra, keppir í 400 og 800 m skriðsundi. Sundfólkið er í mjög góðri æfingu og eiga að geta gert vel í Aþenu. Það hefur verið að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið frá því í mars. stjóri Sheff. Wed., sá leik á borði og keypti markvörðinn Chris Woods frá Glasgow Rangers í vikunni. Tottenham leikur gegn Sout- hampton á The Dell. Skoski lands- liðsmiðheijinn Gordon Durie, sem var keyptur frá Chelsea á 2,2 millj. punda, leikur við hlið Gary Lineker, enska landsliðsmiðherjanum. Tony Adams, fyrirliði Arsenal. Arnar Grétarsson UBK (3) Ingólfur Ingólfsson Stjömunni (4) Hörður Theódórsson Víkingi (1) Gunnar Már Másson Val (1) UÐ 14. UMFERÐAR Guðmundur Hreiðarsson og Helgi Björgvinsson, Víkingi. Helgi Bjarnason, Janni Zilinik, Atli Helgason og Hörður Theódórsson, Víkingi. Þorvaldur Jónsson, Gústaf Ómarsson og Arnar Grétarsson, Breiðablik. Arnaldur Loftsson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jóns- son, Ágúst Gylfason, Baldur Braga- son og Gunnar Már Másson, Val. Halldór Kristinsson, Erlingur Kristjánsson, Sverrir Sverrisson og Steingrímur Birgisson, KA. Þor- TENNISMOT T.S.I. OG B.M. VALLAHF. Dagana 27. ágúst til 1. september verður haldið tennismót T.S.Í. ogB.M. Vallá hf. Keppt verður á Víkings- og Þróttarvöllum í öllum flokkum. Skráningferfram á Víkingsvöllum og lýkurföstudaginn 23. ágúst kl. 18.00. B.M.VALLÁ! KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Stöðugleiki kom með Gunnari Hácken komið á gott skrið og Gunnar Gíslason er byrjaður að leika á ný Gunnar Gíslason, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, er byijaður að leika á ný með Hácken, sem er komið á gott skrið í sænsku 1. deild- inni. Gunnar lék með þegar félagið vann útisigur á aðal- keppinautunum Ör- gryte, 1:2, á mið- vikudaginn. Sænsku blöðin sögðu frá því að með honum sé kominn nauðsynlegur stöðugleiki í varnar- leik liðsins. Sigur Hácken var aldrei í hættu. Grétar Eyþórsson skrifarfrá Svtþjóð Knattspyrnusérfræðingar eru nú nánast á einu máli um að það verði Gunnar og félagar sem leika um eitt laust sæti í „Allsvenskan". Það er ekki margt sem mælir á móti þessu, liðið hefur þegar náð þriggja stiga forystu eftir þrjá leiki og er með níu stig. Þar að auki hefur Hacken unnið útisigra gegn þeim tveimur liðum sem talin eru helstu keppinautarnir, Örgryte og Odde- vold, þannig að útlitið er nokkuð bjart þó enn séu eftir ellefu umferð- ir af keppninni. steinn Gunnarsson, Bergur Ágústs- son, Ingi Sigurðsson, Nökkvi Sveinsson, Hlynur Stefánsson, Leif- ur Geir Hafstseinsson, Tómas Ingi Tómasson, ÍBV. Ólafur Gottskálks- son, Þormóður Egilsson, Atli Eð- valdsson, KR. Um helgina Golf Norðurlandamót unglinga fer fram á golfvellinum á Hvaleyri í Hafnarfirði um helgina. Opna SR stigamótið fer fram á Garðarvelli á Akranesi í dag. Frjálsíþróttir Lokamót stigakeppni FRÍ og Sjóvá-Almennra verður haldið á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag. Mótið hefst kl. 16.30. Maraþonhlaup Reykjavíkurmaraþonhlaupið verður háð á morgun. Hlaupið hefst kl. 12 í Lækjargötu. Knattspyrna Fjórir leikir verða leiknir í dag kl. 14 í 1. deild kvenna: ÍA - Breiða- blik, Þór A. - Valur, Týr - KA, Þróttur N. - KR. FH - Fram mætast í 1. deild karla á sunnudaginn kl. 19 og á mánudag á sama tíma leika: IBV - Valur, Viðir - KA, KR - Breiðablik. Úrslitakeppni í 3. flokki kvenna fer fram um helgina á KR-völlum við Frostaskjól. Keila Laugardagsmót KFR og Öskjuhl- íðar fer fram í kvöld kl. 20 í keilu- salnum Öskjuhlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.