Morgunblaðið - 17.08.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 17.08.1991, Síða 44
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Góð kartöfhiuppskera: Verðstríð -er hafið Selfossi. GERA MA ráð fyrir að aðal upp- tökuskriðan hjá kartöflubændum fari af stað mun fyrr í ár en áður, vegna góðrar sprettu. Líkur eru á góðri uppskeru í ár og þá um leið offramleiðslu og einhverju verðstríði. Verðstríðs hefur þegar orðið vart en verslun í Reykjavík auglýsti nýj- ar kartöflur á 85 krónur kílóið en Tryggvi L. Skjaldarson kartöflu- bóndi í Þykkvabæ sem selur kartöfl- ur úr gám við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík auglýsti þær þá á 65 ■*%rónur kílóið. Hann setti nýjar kart- öflur á markað upp úr verslunar- mannahelginni og selur þær óþvegnar. Kartöflusprettan hefur verið óvenju hröð í sumar. Dæmi er til þess á Kirkjubæjarklaustri að nýjar kartöflur voru teknar upp 39 dögum eftir að útsæðið var sett niður. Sig. Jóns. Rækjuveidar: Viðræður við Grænlendinga ákveðnar ísafirOi. Frá Kristjáni Jónssyni blaóa- manni Morgunblaðsins. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sat í vikunni fund norrænna starfsbræðra sinna sem fór fram í Grænlandi. A eftir ræddi hann óformlega við Kaj Egede, sjávarútvegsráðherra Grænlendinga, um rækjuveiðar úr sameiginlegum stofnum. „Ég óskaði eftir því að þeir kæmu til viðræðna um skiptingu á rækju- stofnum,“ sagði Þorsteinn. „Það hefur lengi verið á döfinni að reyna að koma slíkum viðræðum á en ekki tekist. Fiskifræðingar frá báð- um aðilum hafa verið að vinna að úttekt á rækjustofninum. Þess er að vænta að þeirri úttekt verði lok- ið núna alveg á næstunni og niður- staðan varð sú að það var ákveðið að stefna að embættismannavið- ræðum um þetta mál sem myndu þá væntanlega fara fram í október. i^orsætisráðherra segir koma til greina að birta bréf Steingríms hefur þvertekið fyrir það að hafa haft afskipti af úthlutun sjóðanna,“ segir Davfð. Steingrímur Hermannsson segir það vera skoðun sína að sjóðirnir hljóti að starfa í takt við atvinnu- stefnu ríkisstjórnar á hveijum tíma og kveðst telja þá miklu gagnrýni sem fram hefur komið á stjórn sjóð- anna undanfarið ákaflega vafasama. ' Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið í gær. „Mín viðbrögð verða beint við forsætisráðherra," segir Guðmundur og kveðst munu óska eftir fundi með honum strax eftir helgi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir Steingrím Hermannsson fyrr- verandi forsætisráðherra fara með ósannindi þegar Steingrímur segist ekki hafa haft afskipti af lánveitingum úr opinberum sjóðum. Davíð segir að vel komi til greina að birta opinberlega bréf úr forsætisráð- herratíð Steingríms sem staðfesti þetta. Steingrímur Hermannsson kveðst aldrei hafa gefið opinberum sjóðum fyrirmæli um lánveitingar, _og segir aukaatriði hvort bréf forsætisráðherra til Byggðastofnunar ■%erði birt eða ekki. Hitt sé aðalatriðið hvort breytt verði um stefnu í rekstri sjóðanna. „Mér finnst það afskaplega óvið- felldið þegar opinber starfsmaður, eins og forstjóri Byggðastofnunar er, fer að dylgja um það opinberlega, að ég hafi beitt hann og stofnun hans þrýstingi," segir Davíð Oddsson Smorsætisráðherra um þau orð Guð- mundar Malmquist að hann hafi fengið ábendingar og tilmæli frá for- sætisráðherra varðandi lánveitingar Byggðastofnunar. „Ég sá mig því tilneyddan til að birta opinberlega þau bréf sem ég hef sent Byggða- stofnun sem forsætisráðherra," segir Davíð. Steingrímur Hermannsson fyrr- verandi forsætisráðherra segir ekk- ert óeðlilegt við það að forsætisráð- herra sendi Byggðastofnun erindi. Steingrímur andmælir því að hann hafi haldið því fram að hann hafi ekki haft afskipti af stofnuninni og Framkvæmdasjóði. „En ég hef aldrei gefið stjórnum sjóðanna fyrirmæli um lánveitingar," segir Steingi-ímur. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að í vörslu ráðuneytis síns sé töluvert af skjölum og bréfum, sem taki af öll tvímæli um það að fyrrver- andi forsætisráðherra hafi beitt þrýstingi á opinbera sjóði við lánveit- ingar. „Það er því augljóst að Steingrímur hefur farið með ósann- indi undanfarna daga, þegar hann Pálmi Vilhjálmsson stendur upp fyrir ökkla innan um húsgögn í íbúðinni sem hann var nýbúinn að innrétta. Megnið af innbúinu eyðilagðist í vatnsflaumnum. Vatn flæðir inn í kjallara í Reykjavík: Hundruð óskuðu aðstoðar vettvang. Þar hafði flætt inn í fjöl- marga kjallara í húsunum við neðri hluta götunnar. Slökkviliðið var mætt á staðinn með einn dælubíl og nokkrar litlar vatnsdælur til að reyna að bjarga því sem bjargað varð úr vatnselgnum. „Þetta gerðist síðast hjá mér í maí 1989,“ segir Pálmi Vilhjálms- son. „Þá hafði sprungið rör ein- hvers staðar uppi á Laugavegi og flæddi inn í kjallarana hér. Þetta er mjög slæmt mál, því það er nýbúið að endurnýja alla þessa kjallara." Pálmi og kona hans, Guðrún Jónsdóttir gátu lítið aðhafst annað en að bíða þar til röðin var komin að þeim. „Allt rafmagn sló út og það er til lítils að reyna að ausa upp svona miklu magni.“ Sigríður Stefánsdóttir stóð með vasaljós í hendinni og beið meðan slökkviliðsmenn voru að athafna sig með dælu í kjallaranum hjá henni. „Það er þijátíu sentímetra djúpt vatn í kjallaranum hjá mér — þetta er virkilega ógeðslegt, virðist vera einhvers konar skólp eða drullubrúnt vatn. Það er allt ónýtt þama niðri, gólfklæðning og ann- að.“ MIKIÐ tjón varð í húsum á höf- uðborgarsvæðinu er vatn flæddi í kjöllurum víðs vegar um borg- ina í gærkvöldi. Nokkur hundr- uð manns hringdu til Slökkviliðs- ins í Reykjavík til að leita aðstoð- ar. Slökkviliðsmenn og borgar- starfsmenn reyndu eftir megni að hjálpa fólki en ekki sá högg á vatni. Slökkviliðinu tóku að berast til- kynningar um vatnsflóð um tíuleyt- ið í gærkvöldi. Frárennslislagnir höfðu ekki við rigningunni. Flestar tilkynningarnar bárust úr gamla bænum, Norðurmýri og vesturbæn- um um flóð upp úr niðurföllum auk þess sem flóð voru á götum í Kópa- vogi, Faxafeni og víðar. Aðkoman var ljót í Hátúninu í Reykjavík um ellefuleytið í gær- kvöldi þegar blaðamaður kom á Morgunblaðið/Þorkell Vatni dælt upp úr kjallaranum í Hátúni 5. RUV al- mennings- hlutafélag? ísafirði. Frá Kristjáni Jónssyni blaða- manni Morgunblaðsins. RÁÐHERRAR SjálfstæðisHokks- ins sátu fyrir svörum á opnum fundi sem Samband ungra Sjálf- stæðismanna efndi til á Isafirði í gærkvöldi. Þar kom meðal ann- ars fram að Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, hyggst láta endurskoða framhaldsskóla- lögin og jafnframt sagði hann aðspurður að hann væri hlynntur þeirri hugmynd að Ríkisútvarpið yrði gert að almenningshlutafé- lagi. „Ég hef tekið ákvörðun um það að skipa nefnd til þess að endur- skoða útvarpslögin. Fyrirrennari minn, Svavar Gestsson, kom á lagg- imar stórri nefnd sem skilaði áliti. Ég.verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér það mjög náið, ekki haft tíma til þess en mér er sagt af þeim sem þekkja það best að það álit sé best komið í ruslakörfunni. Ég er mjög skotinn í þeirri hug- mynd að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi. Og það hiýtur að verða einn af þrem kostum sem verða rækilega kannaðir hjá þeirri nefnd sem ég hyggst koma á lagg- irnar nú alveg á næstunni," sagði Ólafur G. Einarsson. Sjá frétt af þingp SUS á bls. 4. Eskifjörður: Endastakkst 24 metra FÓLKSBIFREIÐ fór út af þjóð- veginum og endastakkst niður 24 metra brekku á Hólmahálsi við Eskifjörð um hálftíuleytið í gærkvöldi. Lögreglumenn á Eskifirði urðu sjónarvottar að slysinu sem átti sér stað um 4 km frá bænum. Ungur Eskfirðingur sem ók bílnum var færður til læknis á Eskifirði en ekki talinn mikið meiddur. Bifreiðin er ónýt. Ekki er vitað um orsakir óhappsins. Akureyri: Áform um yfir- töku Álafoss BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti í fyrradag áætlanir Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar þar sem gert er ráð fyrir stofnun tveggja hlutafélaga til að taka yfir rekstur Álafoss á Akureyri. Fyrirtækin tækju yfir rekstur fata- og vef- deildar annars vegar, og markaðs- og hönnunardeildar hins vegar. Bærinn hefur ákveðið að gerast eignaraðili, og senn mun hefjast leit að fleiri samstarfsaðilum. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að miðað við gefnar forsendur virðist grundvöllur vera fyrir áfram- haldandi ullariðnaði nyrðra. Tillögur Iðnþróunarfélagsins miðast þó við mun minni umsvif en áður. Óvíst er um hversu mikið fjármagn þurfi að leggja í hin nýju fyrirtæki, það verði að ráðast þegar fram í sækir, segir Ásgeir, en Landsbanki íslands hefur reksturinn með hönd- um til áramóta. Sjá frétt bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.