Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 195. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ofriðurinn í Króatíu: Síðasta tækifærið að renna úr greipum - segir forseti Júgóslavíu Búdapest, París, Róm. Reuter. STIPE MESIC, forseti Júgóslavíu, sagði í gær að júgóslavneski herinn léti ekki lengur að stjóm og Júgóslavar fengju aðeins eitt tækifæri til viðbótar til að binda enda á stríðið í Króatíu. Bandaríkjastjórn hvatti til þess í gær að strax yrði komið á vopnahléi í Júgóslavíu og sagði stjórnvöid Serba helsta þránd í götu sætta milli þjóðabrotanna, þau stæðu fyrir beitingu vopnavalds. viðræðum leiðtoga Júgóslavíu og sagði Mesic að enginn vilji hefði ‘verið til þess að leysa málefni Kró- atíu og Slóveníu. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins hafa gefið Króötum og Serb- um frest fram á sunnudag til þess að koma á vopnahléi, leyfa eftirlits- mönnum EB að fylgjast með vopna- hléinu og samþykkja að taka þátt í friðarráðstefnu. Zvonimir Separovic, utanríkisráð- herra Króatíu, kvaðst í gær telja að tíu ríki myndu á næstu dögum viður- kenna sjálfstæði Króatíu og Sló- veníu, sem hvor tveggja vilja ganga úr lögum við Júgóslavíu. Separovic, sem kom til Búdapest á miðvikudag til að falast eftir viðurkenningu Ungveija á sjálfstæði Króatíu, sagði á blaðamannafundi að Austurríkis- menn myndu ríða á vaðið og Sviss- lendingar fylgja á eftir. ítalar óttast að flóttamenn frá Króatíu taki nú að streyma til Ítalíu. í gær ítrekuðu ítalar að þeir myndu senda alla ólöglega innflytjendur aftur til síns heima. í gær kom far- þegaskip með 200 Júgóslava um borð til Ancona. Flestir farþeganna voru Króatar. A miðvikudag komu rúmlega 400 Króatar til Pescara, sem er suður af Ancona, í fetju frá króatísku borginni Split. ---------------- Litháen: Frakkar . skila gnlli Vilnius. Reuter. FRANSKI utanríkisráðherrann, Roland Dumas, sagði í gær að Frakkar myndu skila Litháum gulli því í eigu Litháa sem þeir hafa haft í sinni vörslu í 50 ár. Hann sagði einnig að Frakkar myndu styðja umsókn Litháens um fulla aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Dumas lét þessi orð falla í heim- sókn sinni til Eystrasaltsríkjanna, en hann og sænskur starfsbróðir hans, Sten Andersson, eru fyrstu vestrænu utanríkisráðherrarnir sem heimsækja ríkin síðan valdaránið í Sovétríkjunum fór út um þúfur í síð- ustu viku. Andersson opnaði form- lega sænskt sendiráð í Tallinn, höf- uðborg Eistlands, í gær og ávarpaði eistneska þingið. Um 30 vestræn ríki hafa viðurkennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja til þessa, en þau voru innlimuð í Sovét- ríkin árið 1940. Dumas ræddi við Vytautas Lands- bergis, forseta Litháens í þinghúsi landsins, sem enn er víggirt, og þar sagði hann m.a. að hann væri stolt- ur af því að vera staddur á lithá- ískri jörð. „Þetta er stórkostleg stund fyrir Litháen og Frakkland." Æðsta ráðið samþykkir bann við starfsemi kommúnistaflokksins: Reuter Júgóslavneskir hermenn fylgjast með er skæruliðar Króata og Serba skiptast á föngum í grennd við borgina Petreinja í gær. Króati (í hvítri skyrtu) yfirgefur hermannabragga en Serbi (á miðri mynd) kemur inn. Yfir 300 manns hafa fallið í átökum þjóðanna tveggja síðustu tvo mánuði og mun fleiri særst, þ. á m. óbreyttir borgarar. Austurríkismenn eru sagðir komnir á fremsta hlunn með að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu. „Með því að beita þessum aðferð- um munu leiðtogar Serba aðeins verða að horfa upp á að þeir sjálfir og þjóð þeirra verða dæmd í útlegð frá hinni nýju Evrópu,“ sagði Ric- hard Boucher, talsmaður Banda- ríkjastjórnar. Mesic, sem er Króati, sagði á blaðamannafundi í gær að leiðtogar Júgóslavíu myndu koma saman á .þriðjudag til að ræða beiðni Evrópu- bandal^gsins (EB) um að haldin verði friðarráðstefna. Lýðveldi Júgó- slavíu eiga öll aðild að forsetaemb- ættinu og skiptast átta menn frá sex lýðveldum á að gegna embætti for- seta. Á miðvikudag slitnaði upp úr Tilskipanavald embættís Sovétforseta fellt úr gildi Nýr yfirmaður KGB vill brjóta fyrra skipulag stofnunariimar niður Moskvu, London. Reuter, Daily Telegráph. SOVESKA Æðsta ráðið samþykkti í gær með naumum meirihluta til- lögu um að starfsemi kommúnistaflokksins yrði bönnuð um óákveðinn tíma. Einnig var samþykkt í gærkvöldi eftir mikið þóf að afnema til- skipanavöld Míkhaíls S. Gorbatsjovs forseta af ótta við að nýir vaída- ránsmenn gætu beitt þeim fyrir sig. Þingið frestaði að staðfesta sumar tilnefningar forsetans á róttækum umbótasinnum í hið valdamikla ör- yggisráð ríkisins sem áður var að mestu skipað harðlínumönnum. Verð- ur málið útkljáð í dag. Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra, hafnaði boði Gorbatsjovs um tilnefningu í ráðið. Æðsta ráðið samþykkti að sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsríkjanna yrðu á dagskrá fulltrúaþings landsins er kemur saman á mánudag en það hefur æðsta vald í löggjafarmálum. Nýr yfirmaður öryggislögreglunnar, KGB, seg- ist vilja brjóta niður allt fyrra skipulag þar á bæ. „Ég er að bijóta gegn gildandi lögum því að ég hyggst kynna for- setanum tillögur um að eyðileggja starfsemi þessarar stofnunar," sagði Vadím Bakatín, yfirmaður KGB, áður en Æðsta ráðið greiddi at- kvæði um ráðningu hans. Atkvæði féllu 366 gegn níu, Bakatín í vil. Hann sagðist myndu binda enda á afskipti KGB af fjölmiðlum og listum og bætti við, greinilega mörgum við- stöddum til léttis, að honum væri ekki kunnugt um neina starfsmenn lögreglunnar í röðum þingmanna. Nýi yfirmaðurinn sagðist hafa gefið skipun um að öll skjalasöfn stofnun- arinnar skyldu innsigluð svo að harðlínumenn gætu ekki fjarlægt skjöl er sönnuðu þátt þeirra í ýmsum óþokkabrögðum og baráttu gegn andófsmönnum síðustu áratugi. Hins vegar yrði ekki leyfður aðgang- ur að gögnum um njósnara og flugu- menn KGB, þau yrðu sennilega eyði- lögð. Ekki væri stefnt að neinum nomaveiðum sem gætu sundrað öllu þjóðfélaginu. Nýr utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Borís Pankín, vill leggja KGB niður, stofnunin sé „skrímsli". Hann segir í grein í Svenska dagbladet að hættan á gær samkomulagi Bakátín “m efhahags- og hernaðarsamvinnu og var því lýst yfir að lýðveldin gerðu ekki gagnkvæmar landakröfur. Bor- ís Jeltsín Rússlandsforseti hefur horfið frá hugmyndum um að Rúss- land taki yfir tvo helstu banka Sovét- ríkjanna. George Bush Bandaríkjaforseti og John Major, forsætisráðherra Bret- lands, ræddust við í Bandaríkjunum í gær og hétu framlögum til að sporna við hungursneyð í Sovétríkj- unum í vetur. Þeir lögðu áherslu á að Sovétmenn yrðu að koma á raun- hæfum og markvissum umbótum í markaðsátt áður en hægt yrði að ræða umfangsmikla fjárhagsaðstoð auk þess sem þeir yrðu að skera niður framlög til hermála. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20-23. Bandaríkin: Líffræðileg skýring fundin á samkynhneigð karlmanna? Washington.. Reuter. NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sýna að sá hluti mannsheilans sem stjórnar kynhvöt er miklum niun minni í samkynhneigðum karlmönnum en í gagnkynhneigðum. „Ég held ekki að þetta svari Rannsóknin var gerð við Salk- spurningunni um hvort menn séu líffræðistofnunina í San Diego- fæddir samkynhneigðir," sagði taugafræðingurinn Simon LeVay, sem stóð að rannsókninni, við Reufers-fréttastofuna í gær. „En niðurstöðurnar segja okkur að hægt er að kanna kynhvöt manna á líffræðilegan hátt. Hingað til hefur sálarfræðin verið látin um það að mestu leyti.“ borg í Kaliforníu. Hún mun verða birt í tímaritinu Science í dag. Rannsóknin leiddi í ljós að undir- stúkan - sem er sá hluti heilans er stjórnar kynhvötinni - í sam- kynhneigðum karlmönnum væri að öllu jöfnu líkari undirstúku kvenna en gagnkynhneigðra karl- manna. Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra tóku niður- stöðunum af varkárni, en sögðu þær athyglisverðar. „Sagan hefur sýnt okkur að samfélagið getur hent á lofti niðurstöður slíkra kannana og notað þær í pólitískum tilgangi," sagði Robert Bray frá samtökum homma og lesbía. „Sumir myndu jafnvel leiða rök að því að hægt sé að „lækna“ sam- kynhneigð ef snúið er upp á tiltek- inn litning eða skipt er um ákveðna frumu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.