Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 19 Barnafoss- brú 100 ára Helguvík hf. sér um rekstur stöðvarinnar Barnafossbrú. Myndin er tekin sex árum eftir byggingu hennar, eða árið 1897. EFNT verður til samkomu við Barnafossbrú á sunnudag, 1. september kl. 14, til að minnast byggingar brúar á Hvítá við Barnafoss fyrir 100 árum. Barnafossbrú var byggð árið 1891 og var fyrsta brúin yfir Hvítá í Borgarfirði. Árið 1944 var brúin endurbætt og ný brú var byggð árið 1954. Hún var svo endurbætt árið 1987. Samkoman við Barnafossbrú á sunnudag hefst með ávarpi Þórðar Stefánssonar, oddvita Hálsa- hrepps. Saga Bamafossbrúar verð- ur rakin í samantekt Magnúsar Sigurðssonar bónda á Gilsbakka, Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, ávarpar samkomuna og Karlakórinn Söngbræður syngur. Þórir Jónsson, oddviti Reykholts- dalshrepps, slítur samkomunni. AÐSTÖÐUGJÖLD vegna starf- seminnar í Helguvík hafa numið um 600 þúsund kr. á mánuði og hafa þau skipst á milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík annars vegar og Keflavíkurbæjar hins vegar í hlutföllunum 80% á móti 20%. Þannig hefur Keflavíkur- bær fengið um eitt hundrað þús- und kr. á mánuði frá því starf- semin hófst í september í fyrra, sem er svipað og áður en olíu- flutningar fyrir varnarliðið flutt- ust úr Keflavíkurhöfn til Helgu- víkur. Það er hlutaféiagið Olíustöðin Helguvík hf. sem sér um rekstur olíustöðvarinnar, en stofnendur þess eru Keflavíkurbær og Olíusam- lag Keflavíkur. Fyrirtækið sér um gæslu á svæðinu, en vakt er við olíustöðina allan sólarhringinn. Það afgreiðir einnig olíuskip og sér um dælingu á olíu til Kefiavíkurvallar. Tólf stöður eru hjá fyrirtækinu. Að sögn Ólafs Björnssonar, sem sæti á stjórn Helguvíkur hf., var gerður rekstrarsamningur við varn- arliðið til fjögurra ára síðastliðið haust og hefur fyrirtækið nú starf- að í eitt ár. Hann sagði að það hefði verið stofnað til þess að halda einhveiju af þessari starfsemi í byggðarlaginu. Stjórn félagsins skipa fjórir menn, tveir frá Kefla- víkurbæ og tveir frá Olíusamlaginu. Versnandi íslenskukunnátta stúdenta: * A ekki að kveða upp slíka dóma í snarhasti - segir Olafur Oddsson íslenskukennari „ÞAÐ er erfitt að svara þvi í skyndingu hvort móðurmálskunnátta nemenda hafi versnað frá því sem áður var, og ég tel að menn eigi ekki að kveða upp dóma um slíkt í einhveiju snarhasti. Það þyrftu þá að fara fyrst fram ýmiss konar athuganir og samanburður," sagði Ólafur Oddsson, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, þegar hann var inntur álits á þeim áhyggjum, sem háskólakennarar hafa af versnandi islenskukunnáttu stúdenta, en uppi eru hugmyndir um að koma á stoöuámskeiði fyrir stúdenta í heimspekideild Háskólans. Ólafur Oddsson sagði að taka yrði tillit til þess að í framhaldsskólana kæmu nú miklu stærri hlutar ár- ganga heldur en áður var, og það væri alls ekki sama hvort 70-80% af árgangi færi í framhaldsskóla eða hvort 20%. „Ég veit hins vegar að það er víðast hvar unnið prýðilegt starf í grunnskólunum, en staðreynd- in er sú að í samfélaginu hefur verið almennt agaleysi á liðnum misserum, og það jafnvel á æðstu stöðum. Ann- ars er þetta viðkvæmt mál sem fjalla þarf um með varúð. Einfaldar lausn- ir á þessu eru ekki til.“ Ólafur sagði að það sem hann teldi fyrst og fremst að gæti hafa haft áhrif til hins verra varðandi móður- málskunnáttu væru breyttar um- hverfisaðstæður barna og uppeldi. Bóklestur væri miklu minni en áður, og forráðamenn barna hefðu minni tíma aflögii til að sinna þeim og tala við þau. „Ég held að allra mikilvæg- ast sé uppeldið í bemsku, en fólk þarf að tala við böm sín og gefa sér mikinn tíma til þess. Þá er afar mikil- vægt að skemmtunin sé íslensk, og það er til dæmis mjög virðingarvert þegar tónlistarmenn flytja verk sín með íslenskum textum. Annars er of lítið um íslensku í sumum útvarps- stöðvunum, og til dæmis er sá einn munurinn á sumum þáttum í einni þeirra og útvarpi vamarliðsins að þar eru skýrari hljómgæði. Þetta hefur sín áhrif,“ sagði hann. „Staða kennara og virðing í samfé- laginu spinnst einnig inn í þetta, en það hefur verið svolítið í tísku hjá sumum stjórnmálamönnum að beija á þeim á liðnum misserum. Þá hafa vinnudeilur kennara og ríkisins verið afar skaðlegar, en þær hafa áhrif í mörg ár á eftir. Ég varð var við það í vor, við að prófa nemendur í munn- legu og skriflegu stúdentsprófi, að mikið tjón var merkjanlegt frá vorinu 1989. Skilningur á þessu virðist hins vegar ekki mikill, og stundum finnst mér menn ekki setja þessi mál í sam- hengi," sagði Ólafur Oddsson. Víðistaðakirkja í Hafnarfirði. Þing- íslenskra og fær- eyskra Kiwanismanna UMDÆMISÞING Kiwanisum- dæmisins Island-Færeyjar verður sett í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld, föstudag. Áætlað er að til þings komi um 500 manns. Þar á meðal eru erlendir gestir, Evrópuforseti hreyfingarinnar Georg Palluva frá Sviss, A1 Prov- asi fulltrúi í heimsstjórn og umdæ- misstjóri Norden-umdæmisins, Lars Jöran frá Noregi. Kiwanishreyfingin á íslandi og í Færeyjum hefur haldið uppi öflugu starfí á þessu starfsári eins og ætíð frá stofnun hennar í janúar 1964. Helsta markmið heimshreyfingarinn- ar á þessu starfsári er að vinna í þágu barna, sérstaklega barna að fimm ára aldri. Kiwanisklúbbarnir hér á landi og í Færeyjum stunda hin margvísleg- ustu þjónustuverkefni í sinni heima- byggð og einnig á alþjóðlegum vett- vangi. Helsta stolt Kiwanishreyfíng- arinnar er stuðningur við geðsjúka, sem hefur komið í framhaldi af sölu K-lykilsins á undanförnum árum. Mál þingsins eru margvísleg. Dag- legur rekstur og skipulag, þjálfun embættismanna, skýrslur um störf og lagður grunnur að starfi komandi starfsárs. Á íslandi og í Færeyjum eru starf- andi 44 Kiwanisklúbbar með rúm- lega 1300 félögum. í heimshreyfíng- unni eru um 330 þúsund félagar í 75 löndum. Umdæmisstjóri þessa starfsárs er Hermann Þórðarson úr Hafnarfírði. Umdæmisstjóri næsta starfsárs er Steindór Hjörleifsson úr Reykjavík. Fréttatilkynning. RIKISSAMNINGUR ER INNSIGLI FYRIR RÉTTRI VÖRU Á GÓÐU VERÐI! PAMTADU FYRIR 6. SEPT. / tölvukaupum gildir að velja rétt. Við minnum á að fresturinn til að innsigla réttu kaupin rennur út 6. september n.k. Fjárfestu rétt - með pví að nýta þér samning Örtölvutækni og Innkaupastofnunar. Samninginn sem öll þjóðin hagnast á. EO SÍckTpT Tutaþ Hörtölvutækni M Tölvukaup hf. Skeiíunm 17 sími 687220 fax 687260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.