Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 12
MQRGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 80.. ÁGÚST11991 Hamrahlíð, Há- skólinn og íslenskan eftir Gunnlaug Ástgeirsson Undanfarna daga hefur verið blásið upp miklu moldviðri í ij'ölmiðl- um vegna fyrirhugaðra breytinga á námsfyrirkomulagi við Menntaskól- ann við Hamrahiíð. Þar hefur hver étið upp eftir öðrum að til standi að draga úr kröfum til stúdents- prófs. Hafa menn einkum staldrað við íslenskukennslu og fullyrt að draga eigi úr námi í íslensku við skólann. Hefur það m.a. orðið tilefni til þess að háskólarektor hefur skrifað öllum skólameisturum framhalds- skólanna bréf þar sem þeir eru minntir á að standa vörð um íslensk- una. Og enn einu sinni hefur hafist söngurinn um hrakandi vald ungs fólks á móðurmálinu. Hvað stendur til? Því miður hafa fæstir séð ástæðu til þess að kynna sér í hvetju breyt- ingar sem ákveðið var að gera eru fólgnar og sumir sem það hafa gert misskilið þær og beinlínis rangfært. Er þar alvarlegastur hlutur Kennslu- málanefndar Háskóla íslands. í stuttu máli felast breytingar á námsfyrirkomulagi við Menntaskól- ann við Hamrahlíð í því að fækkað er þeim námseiningum sem öllum nemendum ber skylda til þess að taka, bæði almennt og inni á einstök- um námsbrautum. Þá er eftir um- talsverður einingafjöldi sem nem- endur geta valið um hvemig þeir bæta við þær greinar sem fyrir eru í skólanum. Þetta þýðir einfaldlega að nem- endur eru að töluverðu leyti gerðir ábyrgir fyrir samsetningu náms síns a.m.k. á síðari námsárum. Þeir geta valið sér námsviðfangsefni bæði eft- ir áhuga og framtíðaráformum. Þetta gefur nemendum t.d. kost á að búa sig betur en nú er hægt undir háskólanám eða þá að búa sig sérstaklega undir annað nám en háskólanám. Og ekki má heldur gleyma þeim nemendum sem ekki hafa beinlínis áhuga á háskólanámi en vilja afla sér góðrar almennrar menntunar. Betra stúdentspróf Að okkar áliti sem unnið höfum að þessum breytingum er hér verið að gefa nemendum kost á betra stúdentsprófí en nú er, veita þeim betri þjónustu. Nauðsynlegt er að ítreka að það sem kallað er val er ekki föndur og sandkassaleikir heldur alvarlegt nám í þeim greinum sem fyrir eru í skólanum. Hér er um tilraun að ræða, tilraun til þess að bæta námið og námsár- angur, tilraun til þess að bæta stúd- entsprófið en ekki að þynna það út. Kennslumálanefnd HÍ Þetta neitar Kennslumálanefnd háskólans að skilja þrátt fyrir að reynt hafi verið að útskýra breyting- amar fyrir henni. í greinargerð nefndarinnar frá 27. júní er fullyrt að með þessum breytingum fari „ekki á milli mála að verið er að gera stúdentsprófíð enn veigaminna en áður“. Þetta endurtekur rektor HÍ í bréfi til Menntamálaráðherra 29. júní og fullyrðir „að með þeim er stigið skref í þá átt að draga úr lágmarkskröfum til nemenda í greinum sem náms- brautir Háskóla íslands telja mikil- vægar“. A grundvelli þessara viðhorfa aft- urkallar menntamálaráðuneytið 20. ágúst heimild sem skólinn fékk síð- astliðið vor til þess að gera þessa tilraun og víkja í veigamiklum atrið- um frá námskrá. Það er furðuleg staða sem Kennsl- umálanefnd HÍ hefur komið sér í. Með misskilningi sínum og rang- færslum hefur hún komið í veg fyr- ir merkt þróunarstarf í framhalds- skóla. Hún hefur komið í veg fyrir að gerð sé í einum skóla tilraun með nýbreytni með því að gefa sér að tilraunin mistakist. Hún fullyrðir að breytingar sem ætlaðar eru til þess að bæta stúdentsprófið leiði til þess að það versni. Undir þessa rakalpusu sleggju- dóma tekur rektor HI í bréfi sínu. Ég hélt satt að segja að við HÍ störfuðu vísindamenn sem hefðu aðra afstöðu til þróunarstarfs og til- rauna. Menntamálaráðuneytið Menntamálaráðherra er vorkunn að taka nokkurt mark á áliti HÍ enda á varla nokkur maður von á að það sé jafn iila grundað og raun ber vitni. Hitt er svo alvarlegra mál ■hver er hlutur þeirra embættis- manna sem fylgdust stig af stigi með undirbúningi breytinganna við MH og beinlínis hvöttu til þeirra. Vandséð er hvernig ráðuneytið ætlar sér að standa að þróunarstarfi A LEK ÞOK • • • dugar ekkert nema varanleg viðgerð og það áður en vetur gengur í garð. í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag- manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði á þök og útveggi. Komdu með teikningu af húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn- taka og gera verð tilboð. Við útvegum jafnvel menn til verksins ef þörf krefur. HÚSASMKMAN Sóðarvogi 3-5 Sími 68 77 00 Gunnlaugur Ástgeirsson „Er hér verið að gefa nemendum kost á betra stúdentsprófi en nú er, veita þeim betri þjón- ustu.“ í framtíðinni ef það viðhorf er ríkj- andi að ekki megi í neinu víkja frá námskrá, nema menn trúi því að búið sé að finna hinn endanlega sannleika um hvernig stúdentsprófið eigi að vera saman sett. Ef svo er þá eru illa komið. íslenskan Fullyrt er að draga eigi úr kennslu í íslensku við MH. Þetta er rangt. Ætlunin er að auka íslenskukennslu og bæta þjónustu við nemendur frá því sem nú er. Í nýja kerfínu er gert ráð fyrir að allir nemendur taki sömu 12 ein- ingarnar í stað 15 sem nú er (ekki 17 eins og stendur í álitsgerð Mennt- unarnefndar HÍ). Þar á ofan er nem- endum boðið upp á marga og fjöl- breytta viðbótaráfanga sem ýmist eru 2 eða 3 einingar. Staðreyndin er sú að næstum því allir stúdentar sem útskrifast hafa frá MH á sfðari árum eru með ein- hverjar viðbótareiningar í íslensku. Mjög margir með 2—6 einingar og nokkrir með fleiri, allt upp í 15 ein- ingar, þrátt fyrir þá takmörkuðu valmöguleika sem gamla kerfíð býð- ur upp á. Það eru því engin rök sem benda til annars en að með stórauknum valmöguleikum muni þeir nemendur sem útskrifast frá MH hafa að baki mun meira nám í íslensku en nú er. Sérstaklega ef hafðar eru í huga kvartanir fjölmargra nemenda á undanförnum árum um að þeir geti ekki bætt við sig meiri íslensku vegna skorts á valeiningum. Upphlaup háskólaráðs Af framansögðu ætti að vera ljóst að samþykkt Háskólaráðs um að rektor sendi bréf til allra framhalds- skóla til þess að minna þá á að standa vörð um íslenskukennsiuna er með öllu tilefnislaus. Þeir sem eitthvað hafa fylgst með vita að á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar framfarir í íslenskukennslu í framhaldsskólum. Nægir þar að minna á fjölbreytta kennslubókaútg- áfu og öflugt námskeiðahald. Eg fullyrði að nú koma mun fleiri nem- endur betur að sér út úr framhalds- skólunum en áður var. Breytingin er hinsvegar sú að nú útskrifast margfalt fleiri úr hverjum árgangi með stúdentspróf en áður var. Fleiri fá meiri menntun. Ekki veit ég hvað þetta blessaða fólk sem situr í háskólaráði heldur að verið sé að gerq. í framhaldsskól- unum, en samþykkt þeirra lýsir meiri fáfræði og yfirlætishroka en æðsta menntastofnun þjóðarinnar getur leyft sér. Er í því sambandi of fínt að tala um einangrun í fíla- beinstumi og nær að tala um innilok- un í ljóralausu afdalafjósi. Bréf þeirra til framhaldsskólanna er álíka ástæðulaust og tilefnislaust eins og rektor tæki upp á því að minna alla háskólakennara á að þeir ættu helst ekki að vera fullir i vinn- unni. Góð meining en út í hött. Háskóli íslands og menntun í landinu á nógu marga óvini fyrir og síst þörf á að leggja þeim vopn í hendur. Enn íslenskan Hitt er svo annað mál að það er frumskylda hvers ærlegs íslendings að standa vörð um móðurmálið. Og ef einhveijir hafa rækt það af kost- gæfni þá eru það móðurmálskenn- arar við grunnskóla og framhalds- skóla. Það er hinsvegar kapítuli útaf fyrir sig hvernig þjóðfélagið hefur gert þessu fólki kleift að sinna sínu starfi. Sannleikurinn er nefnilega sá að stjórnmálamenn og margir fleiri eru ævinlega reiðubúnir til þess að tala um gildi tungunnar, eflingu móður- málsins o.s.frv. en þegar kemur að því að grípa til raunhæfra ráðstafana kemur annað hljóð í strokkinn. Einföld, róttæk og áhrifarík að- gerð væri til dæmis að minnka veru- lega kennsluskyldu móðurmálskenn- ara, t.d. í svipað og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Slíkar hugmyndir hefur ekki þýtt að ræða við skóla- yfírvöld. Það eru áreiðanlega margir sem ekki hafa nógu gott vald á móður- málinu, en það er ekkert einfalt mál að breyta því. Held ég að þar dugi skammt aukin kennsla í málfræði og stafsetningu, eins og einhveijir ágætir menn minntust á í Morgun- blaðinu á miðvikudaginn. Yfirleitt eru ekki til einfaldar lausnir á flókn- um vandamálum. En það er meira mál en svo að ég fari lengra út í þá sálma að sinni. Tilraunir Ég vona að menntamálaráðherra skilji að skólastarf er lifandi veru- leiki. Til þess að framfarir eigi sér stað í skólunum þarf að vinna þró- unarstarf og gera tilraunir. Einkum ef það getur leitt til betri nýtingar á vinnu nemenda og kennara og þar með til sparnaðar þegar til lengri tíma er litið. Það er mjög mikilvægt fyrir alla aðila að ekki sé gengið út frá því að stöðnun sé eðlilegt ástand, að giidandi námskrá sé endanlegur dómur um hvað má oghvað má ekki. Hamrahlíð Starfsmenn MH eiga að baki rúm- lega fímm hundrað ára háskólanám og nærri tvö þúsund ára kennslu- reynslu. Menntaskólinn við Hamra- hlíð hefur frá upphafí verið tilrauna- skóli. Starfsmenn þar eru óhræddir við að feta ótroðnar slóðir og hafa átt frumkvæði að margvíslegum nýjungum sem reynst hafa vel. Náðst hefur víðtæk samstaða innan skólans um nýtt námsfyrirkomulag. Er ekki rétt að láta á reyna hvemig það gefst áður en dómar eru felldir? Höfundur er deildarstjóri í íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð. ----------------- Suðurgata: Ibúðir fyrir aldraða há- skólamenn HAFINN er undirbúningur að byggingu íbúða fyrir aldraða há- skólamenn á lóð sem Bandalag háskólamanna fékk úthlutað. Ráðgert er að íbúðirnar verði aðallega 3ja og 4ra herbergja að stærð á bilinu 85 til 120 fm. Húsið verður 3 hæðir og í því mun Reykjavíkurborg byggja þjón- ustumiðstöð á um 400 fm fyrir íbúa þess og næsta nágrennis. Húsið mun standa rétt sunnan við núverandi hjónagarða og verða í því 40-50 íbúðir. Landsbanki íslands mun annast lánsfyrirgreiðslu við byggjendur á byggingartímanum. Ráðgert er að efna til samkeppni um teikningar og hönnun hússins og bjóða út bygg- ingarframkvæmdir í samráði við Reykjavíkurborg. Enn eru möguleikar fyrir félags- menn BHM að gerast þátttakendur í byggingunni en allar upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir veitir framkvæmdastjóri BHM. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.