Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 MORGUNBLABIÐ FÖSTUÐAGUR- 30i1ÁGÖ8TIÍ8S9M Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Endurnýjun þjóðarsáttar T-kjóðarsáttarsamningarnir frá Mr því í febrúarbytjun 1990 renna út um miðjan september- mánuð, en samningar opinberra starfsmanna nú um mánaða- mótin. Fyrir dyrum er því ný samningalota og niðurstaðan mun móta þróun íslenzks efna- hagslífs næstu misseri. Aðilar vinnumarkaðarins, sem stóðu að þjóðarsáttarsamn- ingunum, geta með stolti litið yfir farinn veg. Slík hafa um- skiptin orðið í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur verið á hröðu undanhaldi og það hefur stór- lega bætt stöðu atvinnulífsins og þar með atvinnuöryggið. Megintilgangi þjóðarsáttar- samninganna hefur verið náð, en það var að stöðva kaupmátt- arhrapið, sem stafaði af óða- verðbólgunni. Engu skipti hversu háar launahækkanir var samið um. Þær brunnu allar upp á verðbólgubálinu með meiri hraða en vísitöluhækkanir gátu bætt þær upp og þannig saxað- ist á kaupmáttinn. En þjóðarsáttarsamningarnir hafa gert gott betur en að stöðva kaupmáttarhrapið, því kaupmáttur hefur aukizt um nær 4% á samningstímanum samkvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar. Það er ekki sízt því að þakka, að laun- þegar hafa notið bættra við- skiptakjara þjóðarbúsins og at- vinnulífinu hefur verið kleift að standa undir kaupmáttaraukn- ingunni vegna ört lækkandi verðbólgu. Forysta verkalýðshreyfíngar- innar og vinnuveitenda geta öðrum fremur þakkað sér þessi miklu umskipti, þótt árangurinn hafi að sjálfsögðu verið undir skilningi og þolinmæði launþega kominn. Ýmsar blikur eru á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar nú um stundir. Þar ber hæst þann mikla aflasamdrátt, sem ákveð- inn hefur verið, og kemur til framkvæmda 1. september með nýju kvótaári. Aflasamdráttur- inn mun valda fólki og fyrir- tækjum í veiðum og vinnslu miklum búsifjum og raunar þjóðfélaginu í heild. Útflutn- ingstekjur munu minnka um 4% miðað við að heimsmarkaðsverð á sjávarafurðum haldist áfram hátt. Þjóðartekjur eru taldar dragast saman um allt að 2%. Þetta þýðir, að minna verður til skiptanna nú í upphafi nýrrar samningagerðar. Þessu til við- bótar er enn óljóst hvað verður um loðnuveiðarnar, svo og hvernig til tekst með sölu salt- síldar í haust. Jákvæða hliðin er sú, að lífs- skilyrðin í hafínu hafa batnað stórum og Hafrannsóknastofn- un hefur lagt til, að ástand fiski- stofna verði endurmetið eftir áramótin, m.a. með tilliti til þorskgöngu frá Grænlandi. Vonandi verður niðurstaðan, að unnt verði að rýmka aflaheim- ildirnar. Þá eru allar horfur á að endanlegir samningar takist um byggingu álversins á Keilis- nesi með tilheyrandi virkjunar- framkvæmdum á næsta ári. Bygging álversins verður mikill búhnykkur og mun virka sem vítamínsprauta fyrir þjóðarbúið. Loks er ekki öll nótt úti um, að skynsamlegir samningar tak- izt um Evrópskt efnahags- svæði, en þeir eru taldir verða mjög til hagsbóta fyrir efna- hagslífið, ekki sízt fyrir sjávar- útveg og iðnað. Alvarlegasti vandinn, sem við er að glíma í efnahagslífínu, stafar af stórfelldum og lang- varandi halla ríkissjóðs með til- heyrandi skuldasöfnun. Ríkis- sjóðshallinn er verðbólguhvetj- andi og gífurleg lánsfjárþörf hins opinbera heldur uppi vöxt- um. En nú má loksins greina ljós í myrkrinu, því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks virðist full alvara um að snúa við útþenslu ríkiskerfisins, draga úr og síðan stöðva halla- reksturinn. Takizt það munu vextir fljótlega lækka og verð- bólguþrýstingurinn minnka. Undirstöður atvinnulífsins munu styrkjast, atvinnuöryggið aukast og þar með vonir um aukinn kaupmátt launþega. Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar og vinnuveit- enda eru sammála um, að ríkis- sjóðshallinn sé einn mesti ógn- valdur stöðugleika í efna- hagslífínu. Takist ríkisstjórninni ætlunarverk sitt mun það því auðvelda gerð nýrrar þjóðar- sáttar, ef menn halda ró sinni, því hvers kyns hagsmunahópar reka upp ramakvein í hvert sinn, sem minnzt er á niðurskurð ríkisútgjalda. Það vekur vonir um endurnýj- un þjóðarsáttar, að forystumenn verkalýðs og vinnuveitenda hafa verið mjög hógværir í ummælum sínum að undan- fömu. Það sama verður þó ekki sagt um forystu BSRB, þótt því verði ekki trúað að opinberir starfsmenn hafi áhuga á að hverfa aftur til fortíðar víxlhækkana launa og verðlags, óðaverðbólgunnar. þó ekki allir. „Ég held að það sé átak fyrir alla að taka sig upp og setjast á skólabekk á ný, líka þá sem eru hér í Reykjavík. Ég held þó að sumu leyti sé það erfiðara fyrir þá sem búa utan Reykjavíkur og þurfa að aka hingað langa leið. Við hin erum hér og sumar taka fjölskyldurnar með,“ sagði Hrefna. Hún sagði að gæði kennslunnar hefðu komið sér á óvart og hún væri vel undirbúin. Hjördís Kristjánsdóttir tók í sama streng. Hún býr í Keflavík og ekur á hverjum morgni á milli. Hún hefur unnið í mörg á dagheim- ili en hún hefur stundað nám í öld- ungadeild Fjölbrautaskólans á Suð- urnesjum undanfarin misseri. „Svo kom til þetta nám sem ég fann strax að ég hafði mikinn áhuga á og ákvað að slá til. Yngsta dóttir mín, átján ára, er heima en hin eru farin svo ég hef góðan tíma. Ég dáist að þeim yngri sem eru með 2-3 börn heima og stunda þetta nám,“ sagði Hjördís. Lítill skilningur stjórnvalda Gyða Jóhannsdóttir lýsti ánægju sinni yfir því að þessi tilraun væri farin af stað. „Hins vegar leyni ég ekki vonbrigðum mínum síðustu árin vegna lítils skilnings stjórn- valda á mikilvægi fóstrunáms. Kröfurnar sem gerðar eru til skól- ans eru óraunsæjar, okkur er uppá- lagt að mennta sem flestar fóstrur en við erum fyrir löngu komin í húsnæðisvanda. Það eru hér 250-260 nemendur í dagskóla og framhaldsnámi. Nemendur matast á göngum og í kennslustofunum, vinnuaðstaða er fyrir 10-12 á bóka- safninu, lítið herbergi fyrir félags- aðstöðu og aðstaða er fyrir 7 kenn- ara af 20 við skrifborð. Ekkert afdrep er fýrir aðstoðarskólastjóra, námsráðgjafa eða umsjónarmenn framhaldsnáms. Ég held að það hljóti að byggja við skólann, það er pláss fyrir viðbyggingu á lóðinni sem ríkið á. Nemendur hér fá enga leikfimi sem þeir eiga þó rétt á samkvæmt reglugerð og við erum í stökustu vandræðum með kennslu hreyfiuppeldis barna sem nú er kennd úti undir beru lofti á skóla- lóðinni," sagði Gyða. Sveigjanlegt fóstrunám: Sækja skóla í 40 vikur af fjögurra ára fóstrunámi Frá vinstri: Berit Johnsen, Hjördís Krisljánsdóttir, Gyða Jóhannsdótt- ir, Hrefna Hjálmarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir og Kristín Hildur Ólafsdóttir. dreift á íjögur ár og inntak þess í alla staði sambærilegt heilsdags námi. Staðbundið nám fari fram í húsnæði Fósturskóla Isiands, alls tíu vikur á ári: Fjórar vikur í ágúst- september, tvær vikur í janúar- febrúar og ijórar vikur í maí-júní, og staðbundið námskeið fámennra nemendahópa í heimahéraði þeirra eða í næsta nágrenni, tveir dagar í senn. Þá er gert ráð fyrir fjarná- mi með nemendastuðningi. Gert er ráð fyrir tvenns konar verklegu námi. Annars vegar að þeir nemendur sem vinna á dagvist- arheimili með námi sínu fái að taka hluta af verknámi á vinnustað und- ir stjórn fóstru og verknámskennn- ara. Hluta af verklegu námi þurfa þeir hins vegar að taka á öðru dagvistarheimili til þess að öðlast frekari reynslu. Hins vegar að nem- endur sem ekki vinna á dagvistar- heimili með náminu fari í verknám með svipuðu sniði og er í grunnn- ámi fóstra í Reykjavík. Gyða sagði að undirbúningur kennslunnar hefði tekið langan tíma og sérstaklega hefðu samn- ingar við kennara skólans tekið langan tíma. „Skólinn hefur breyst úr níu mánaða skóla í ellefu mán- aða skóla, sem er í raun fyrir utan alla kjarasamninga, svo það tók langan tíma að ná samkomulagi um þetta sem var ekki séð fyrir,“ sagði Gyða. Samningar hefðu náðst í lok júlí og þá loks hefði verið hægt að hefja eiginlegan undirbún- ing fyrir kennsluna. „Mér finnst alveg stórkostlegur þessi vilji og áhugi kennara að leggja þetta á sig, því þó það hafi náðst samkomu- lag held ég að mér sér óhætt að segja að það verði enginn ríkur á þessu,“ sagði Gyða. Enn væri eftir að ganga betur frá námskrá síðustu tveggja áranna og því töluverð vinna enn eftir í útfærslu kennsl- unnar. Ekki mikil viðbrigði Hrefna Hjálmarsdóttir, forstöðu- maður skóladagheimilisins Brekku- kots á Akureyri er einn af þijátíu nemendum í sveigjanlegu fóstrun- ámi. „Mér finnst ég hafa verið á skólabekk alla mína ævi, en það er ekkert langt síðan ég var í hefð- bundnu námi, ekki nema þrjú ár. Mér finnst þetta því ekki mikil við- brigði og að ég sé alltaf að gera eitthvað sem líkist því að vera í skóla í mínu starfi,“ sagði Hrefna. Hún sagði að meirihluti nemenda hefði starfað á dagheimilum, en TEKIÐ hefur verið upp sveigjanlegt fóstrunám í Fósturskóla íslands í samræmi við tillögur starfshóps um skipulag og framkvæmd dreifðr- ar og sveigjanlegrar fóstrumenntunar sem Svavar Gestsson fyrrver- andi menntamálaráðherra skipaði í júní 1990. 30 nemendur, á aldrin- um 20-50 ára, stunda sveigjanlegt fóstrunám í vetur og hófst kennsla um miðjan ágúst en fastráðnir kennarar skólans annast kennsluna og undirbúning hennar sem hefur staðið frá því júní á þessu ári. Námið, sem er að öllu leyti sambærilegt dagskólanámi í Fósturskólan- um, tekur fjögur ár. Formaður starfshópsins er Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fóstur- skólans, en umsjónarmenn námsins eru Elsa Sigríður Jónsdóttir kenn- ari og námsráðgjafi við skólann, Elín Jóna Þórsdóttir kennari og Berit Johnsen cand. polit. Starfshópurinn hefur skilað sinni skýrslu og drögum að námsvísi og námið hófst í byijun ágúst. Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri sagði að kennarar skólans hefðu verið mjög virkir við undirbúning námsins og lagt nótt við dag svo það gæti hafist á tilskildum tíma. „Þetta er allt annað fyrirkomulag. Nemendur koma hingað inn í skólann tíu vik- ur á ári í hefðbundna kennslu og það um það bil helmingur bóklega námsins sem fer fram í skólanum auk stuttra námskeiða í heima- byggðum. Síðan er fjarnám um helmingur alls bóklegs náms, og er mikils um vert að þar takist vel til því þar er nemandinn einn með sínum námsbókum. Við munum nota mikið síma, póstfax og kennslubréf og kannski tölvur i framtíðinni. Það skiptir líka miklu máli að nemendur taki sig saman og myndi hópa til þess að styðja hvern annan. Þannig hljóðuðu okk- ar tillögur og við vonumst til þess að svona verði þetta,“ sagði Gyða. Ekkert afsláttarnám Berit Johnsen sagði að slíkt nám hefði tíðkast um nokkurra ára skeið, bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum og hefði það að vissu leyti verið til grundvallar skipulagningu námsins hér á landi. Elsa Sigríður Jónsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna námsins, sagði að hér væri ekki um neitt afsláttarnám að ræða, sveigjanlegt fóstrunám væri sambærilegt öðru fóstrunámi og inntökuskilyrði þau sömu og í dagskólanum og nægði í því efni að vísa til námskrár. Gyða sagði að Fóstrufélagið hefði eindregið stutt það að þetta nám hæfist og var aðdragandi þessa náms meðal annars sá að Fóstrufé- 30 konur stunda sveigjanlegt fóstrunám við Fósturskóla íslands. lagið stóð fyrir umfangsmikilli und- irskriftasöfnun þar sem bæði fóstr- ur og starfsfólk á dagheimilinum hvöttu til þessa náms, enda væri fóstruskortur gífurlegur á öllu landinu. Megintillögur starfshópsins voru á þá leið að markmið sveigjanlegs fóstrunáms væru þau sömu og í núverandi fóstrunámi. Núverandi fóstrunám er þriggja ára nám, tveir þriðju hlutar bóklegt og einn þriðji hluti verklegt. Starfshópurinn lagði til að sveigjanlega náminu yrði Morgunblaðið/Sverrir Sálmar áleiðarenda Evrópsk skáldsaga eftir norskan höfund eftir Lars Roar Langslet Norskar bókmenntir hafa ekki lifað neitt gullaldarskeið á undan- förnum áratugum, varla að talandi sé um silfuröld. Frá Knut Hamsun (d. 1952) og Sigrid Undset (d. 1949) hefur enginn norskur rithöfundur náð að skapa sér sjálfsagðan sess í heimsbókmenntunum. Fremstu höfundar Noregs eftir seinna stríð (einsog Johan Falkberget, Sigurd Hoel, Teijei Vesaas, Johan Borgen) nutu aldrei alþjóðlegrar athygli á borð við þau Hamsun og Undset; viðurkenndra samtímahöfunda okk- ar, allt frá hefðbundnum „átthaga- skáldum" til höfunda tilraunaprósa að alþjóðlegri fyrirmynd, mun — þrátt fyrir að þeirra á meðal séu margir athyglisverðir höfundar — vart verða annars staðar getið en í neðanmálsgreinum við evrópska bókmenntasögu. Helsta vígi norskra samtímabókmennta er að líkindum að finna í ljóðagerð, með höfunda einsog Rolf Jacobsen, Am- old Eidslott, Halldis Moren Vesaas, Gunnvor Hofmo og Stein Mehren í broddi fylkingar — en ljóðskáld, einkum frá litlum málsamfélögum, gjalda þess að litbrigði og hljómfall ljóðmálsins er oft ómögulegt að vekja til lífs í umhverfi annarrar tungu. Þegar þetta er haft í huga er auðvelt að skilja að gagnrýnendur verði gripnir ringulgleði þegar 25 ára norskur rithöfundur sendir frá sér skáldsögu sem virðist hafa alla burði til að ná alþjóðaathygli og gnæfir hátt yfír stærstan hluta seinnitíma skáldskapar í Noregi. „í samanburði við slíkt gnægtarhorn verða margar af okkar þröngu, staðbundnu norsku skáldsögum næstum einsog skólaritgerðir," skrifar Janneken 0verrland í norska Dagblaðið. Bókin heitir Sálmur í ferðarlok (Salme ved reisens slutt, Cappelen 1990) og höfundurinn er Erik Fos- nes Hansen. Nítján ára gamall skrifaði hann sína fyrstu skáldsögu, Fálkaturn- inn, furðu þroskaða og velbyggða frásögn frá Suður-Þýskalandi á hámiðöldum, spunnin utan um höf- uðviðfangsefni kveðskaparins — ást og dauða, og skrifuð í viðeigandi hástemmdum anda kringum evr- ópska riddararómantík. Bókin vakti mikla athygli og var þýdd á allmörg tungumál — sjaldgæfur heiður fyrir norskan byijandahöfund. Seinna vann hann uppúr sögunni óperu- texta sem tekinn var til flutnings af hópi ungra hljóðfæraleikara og söngvara. Síðan liðu fímm ár þar til næsta og öllu viðameiri saga kom út. Marga tók að renna grun í hið al- kunna: þegar byijandi hlýtur mikla athygli og lof reynist honum oft næstum ógerlegt að setja saman bók nr. 2 svo vel sé. En Fosnes Hansen gaf slíkum vangaveltum langt nef og árangurinn sýnir að honum hefur orðið vel úr verki þessi fimm ár. Erik Fosnes Hansen er óvenju- legur höfundur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann góða þekkingu á evrópskri menningarhefð, enda lagt mikið kapp á að kynna sér hana bæði með lestri og dvöl til lengri tíma á Ítalíu og í Þýskalandi. Hann er andlega sinnaður og beitir tungu- málinu á blæbrigðaríkan og næman hátt sem ber með sér ljóðræna andagift. Ef einhveijum dytti í hug að hengja á hann þann gamalkunna merkimiða „uppreisnarmaður" hlyti sá hinn sami að eiga við uppreisn í öllu dýpri skilningi en hafður er um venjulega reglubijóta í hópi róttækra rithöfunda sem ef til vill eru svo allir steyptir í sama mót. Hann hverfur aftur að upptökunum, til klassískra gilda og andlegra verðmæta og virðist með öllu óháð- ur þeirri pólitísku og bókmennta- legu forgangsröð sem rótgrónir höfundar miða starf sitt við. Hann er sögumaður af „gamla skól- anum“, ótruflaður af kvikulli til- raunastarfsemi nýju skólanna. Hingað til hefur hann valið sér efni úr fortíðinni, sveipað angurblæju sem fjarlægðin leggur til — og maður spyr sig: Hvernig myndi hann setja saman skáldsögu úr nútímanum? Beiskjublandnari og háðskari, lausa við samúðina sem einkennir hinar sögurnar tvær? Sálmur í ferðarlok er saga sjö hljóðfæraleikara (allir tilbúnar per- sónur) í skipshljómsveit Titanic sem fórust ásamt 1495 öðrum farþegum og áhöfn þegar þetta „ósökkvandi" risaskip sökk 15. apríl 1912 eftir árekstur við borgarísjaka. í hröðum upphafskafla sögunnar hittast þeir fímm dögum fyrir brottför skipsins á Waterloo-brautarstöðinni í Lund- únum, sjö flóttanmenn hver úr sínum heimi þeirrar Evrópu sem var, og er fylgt eftir inn í smáheim gervimennskunnar um borð í þessu risavaxna lystiskipi. Síðan kemur að aðalhluta bókarinnar: Lífssaga þeirra er afhjúpuð, hver um sig sjálfstæð saga í sögunni — Eng- lendingurinn Jason Coward ætlaði að verða læknir einsog faðirinn, hvattur áfram af eldlegum áhuga hans á nútímavísindum og störfum í þágu mannkyns en endaði sem misheppnaður hljóðfæraleikari; Þjóðveijinn Spot Hauptmann, fyrr- um undrabarn í músík en kiknaði undan væntingum og metnaði sem aðrir höfðu fyrir hans hönÖ og var síðan ófær um að haga lífí sínu einsog hans helst vildi sjálfur; Aust- urríkismaðurinn 18 ára, David Blei- ernstern, sem flúði sorgleg endalok ástarsambands í Vín; Italinn Vitel- lotesta, skoplegasta persóna sög- unnar, íburðarmikil óperettufígúra — og síðan saga hinna þriggja sem dregin er grófari dráttum: Rússinn Alexander Beznikov, írinn James Reel og Frakkinn Georges Donner. Og á síðustu tuttugu blaðsíðunum tvinnast örlagaþræðir þeirra saman Erik Fosnes Hansen í kafla sem er meistarastykki í hnitmiðaðri frásögn: skipið rekst á ísjakann og sekkur meðan örvænt- ingin grípur um sig og síðustu gjálífísgretturnar deyja á andlitun- um í næturmyrkrinu — og skips- hljómsveitin leikur sinn „sálm í ferðarlok". Aðferð höfundarins er einföld en ákaflega áhrifarík: I gerviveröld lystiskipsins þar sem gleðin er fölsk og stéttamunurinn fáránlegur, mætist þetta gjörólíka fólk og er einsog mósaíkmynd af gömlu Evr- ópu, mannlegur smáheimur á leið til glötunar. Lesandinn veit frá upp- hafi það sem persónurnar hafa ekki hugboð um: að það líður að „ferðar- lokum“, að það stefnir í hörmungar sem með engu móti verða umflún- ar. Þetta gefur örlögum persónanna vídd sem minnir á grísku harmleik- ina, fátt sagt berum orðum en sífellt spunninn myrkur vefur sem bindur saman og bregður kaldhæðnislegu leiftri á allt sem gerist um borð. Ef til vill er þetta kauðaleg tákn- mynd, í það minnsta mikið notuð — en einsog Stanislavskíj sagði: Það sem máli skiptir í lífinu er bæði kauðalegt og grátklökkt. Kald- hæðnin á ekki hvað síst við um þetta: Titanic-slysið gefur mynd af algildum örlögum mannanna — við erum nefnilega öll á leið í dauðann og flest okkar nálgast „ferðarlokin“ jafn grunlaus og hljóðfæraleikar- arnir sjö. Þeim er öllum sameiginlegt að hafa þegar beðið algjört skipbrot í lífínu. Draumarnir sem þeir áttu sér og metnaðurinn sem þeim var bund- inn, ærður upp af væntingum um- hverfísins, hvorttveggja er nú hrun- ið til grunna. Baráttuþrekið hefur vikið fyrir uppgjöf sem birtist í ýmsum myndum — allt frá nöpru háði til sárrar hryggðar. Höfundur leyfir frásögninni að njóta sín og reynir ekki að skreyta hana með heimspekilegum vanga- veltum. En hugrenningar tveggja af hljóðfæraleikurunum gefa hug- mynd um andstæðurnar í því lífi sem þeir eru þátttakendur í. Þannig skynjar Spot Hauptmann þetta líf: „... tilfínningin um að innst inni væru allir hlutir öðruvísi en þeir litu út fyrir að vera, að þeir væru aðeins hjúpur utan um illt myrkur — þessi tilfinning yfirgaf hann ekki.“ Og þannig sér David kveðju- stundina með Sonju ástkonu sinni: „Hann leit á hana. Hann sá hana sitja á tijástúf í Vínarskógi með teikniblokk í kjöltunni, drættirnir voru óþreyjufullir, skýrir, hendurn- ar hraðar. Hann sá hana sofa. Hann sá hana standa hér í myrkrinu. Ekkert sem er til mun að eilífu glat- ast.“ Margir gagnrýnendur hafa kall- að söguna „evrópska skáldsögu“. Það er á margan hátt viðeigandi. Gegnum lífssögur hljóðfæraleikar- anna sjö kynnist lesandinn svo að segja allri gömlu Evrópu — sem birtist honum í blæbrigðaríkum umhverfislýsingum þar sem stað- hættir eru málaðir í skýrum og sannfærandi litum. Það sem „vant- ar“ er — svo sérkennilega sem það hljómar — skandinavíska umhverfið sem höfundurinn sjálfur er sprott- inn úr. Sagan dregur upp mynd af þeirri Evrópu sem var, með alla sína, vísindatrú og framfarabjart- sýni, stéttaskiptingu og fáguðu formlegheit, á leið til þeirra hörm- unga sem dundu yfír 1914 og Tit- anic-slysið er tákn um. Um þennan unga höfund er auk- inheldur hægt að segja að hann sé (í furðu miklum mæli af Norðmanni að vera) Evrópumaður í huga og hjarta - að því er virðist jafn vel heima í öllum kimum evrópska menningarheimsins og verulega umhugað um örlög hans. I Noregi hefur tæplega verið skrifuð skáld- saga sem eitthvað kveður að þar sem þjóðareinkennin hafa verið svo fjarri en meginlandsvitundin þess í stað svo sjálfsagður brunnur að sækja í. Það má heyra enduróm skálda einsog Céline (Voyage au bout de la nuit) eða Kundera í okk- ar eigin samtíma. En umfram allt er það hljómfallið í kontrapunkt- ískri framvindu sögunnar og ljóð- ræn málbeiting, ásamt hljómlist- inni, örlagavafdi í lífi persónanna, sem gefa samevrópskri menningu hljómbotn í þessari sögu. Víst er það tilviljun sem leiðir persónurnar saman í „ferðarlok" en þó í æðri tilgangi en til að deila sameiginleg- um örlögum: þannig varð það að vera. Samt sem áður er þessi saga enginn hrunadans eða bölsýnis- ræða. Það er t.d. sláandi hve efn- isrík hún er enda hefur höfundur L-■ a Landssamtök sauðfjárbænda: Slátrun nái framvegis yfir 5 mán- aða tímabil Á AÐALFUNDI Landssamtaka sauðfjárbænda, sem lauk á Hall- ormsstað á þriðjudaginn, var samþykkt tillaga um að fela stjórn samtakanna að vinna að því að sauðfjárslátrun á næsta ^ ári standi frá 15. júlí til 20. des- ember, í þeim tilgangi að auka framboð á fersku lambakjöti og veita bændum aukið svigrúm til að mæta óskum markaðarins um lægra fituhlutfall. Þá var sam- þykkt að koma á fót starfshópi undir forystu sauðfjárbænda, sem beiti sér fyrir söluhvetjandi aðgerðum í heildarsölu kinda- kjöts þegar nýr búvörusamning- ur tekur gildi. Meðal tillagna sem samþykktar voru á aðalfundi LS var tillaga um að beina þeim tilmælum til Stéttar- sambands bænda að kannaðir verði möguleikar á því að taka kjöt af fullorðnu fé út úr greiðslumarki..t Allar beinar greiðslur til bænda kæmu þá á dilkakjöt eingöngu, og samkomulag yrði gert um verðlagn- ingu á kjöti af fullorðnu fé, en þetta ætti að auðvelda bændum að laga bústofn sinn að því greiðslumarki sem þeir hafa og tryggja að nóg yrði af heppilegu kjöti til vinnslu. Staða ullariðnaðarins var rædd á aðalfundi LS, og lýsti fundurinn miklum áhyggjum vegna núverandi ástands við sölu og vinnslu ullar. I samþykkt fundarins segir að ljóst sé að skjótra aðgerða sé þörf í þessú*' -efni, og mæli fundurinn eindregið með því að stofnað verði hlutafélag sem annist mat, þvott og band- vinnslu úr ull. Mikilsvert sé að bændur verði meðal stofnenda þessa fyrirtækis, og vel komi til greina að þeir leggi hluta ullarverðs fram sem hlutafé. leitað fanga í ólíkustu greinum eins- og stjörnufræði, læknisfræði, skipa- verkfræði, listasögu og — þó það nú væri — tónlist. Fosnes Hansen hefur unnið mikla forvinnu áður en hann hófst handa við skriftirnar en sú vinna hefur þó hvergi lagt meira*' v á textann en nauðsyn er frásagnar- innar vegna. Einnig er athyglisvert hve sálfræðilega skarpskyggn höf- undurinn er og vel að sér í andleg- um efnum. Það sem hér og hvar virðist benda til reynsluleysis er þó hverfandi fátt samanborið við það sem vænta mætti af ungum höf- undi við upphaf ferils síns. Það sætir reyndar undrun hve mikil fyll- ing og dýpt er í lífssýn sögunnar. Hún hleypur yfír víðan tónskala, allt frá skopstælingunni yfír í hæg- láta ljóðrænu en nær ef til vill há- tindi í nokkrum hrífandi lýsingum á ást og sorgum ungra elskenda. Það krefst dirfsku að opna svo víða útsýn og leiða frásögnina aÚ slíkum aga — án þess að höfundur- inn fái krampa í fingurna. Fosnes Hansen er djarfur höfundur og fínnst með öllu sjálfsagt að setja markið hátt. Stökkið frá Fálkaturn- inum að Sálmi í ferðarlok sýnir glöggt hvaða burði hann hefur til að ná ennþá lengra á komandi árum. Það er ómaksins vert að leggja nafnið Erik Fosnes Hansen á minnið, ekki síst fyrir þá sem horfa til Evrópu. Það er einmitt þar sem hann hefur sótt um bókmenntaleg- an ríkisborgararétt. Loksins hefur komið fram í Noregi ungur höfund- ur sem einnig mun láta að sér kveða á hinum stríða alþjóðlega vett- vangi. Þýð.: KjÁrn Höfundur er fyrrverandi menntamálíirádherra Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.