Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 Starfandi fólki í miðbænum fækkaði um 1.500 á 6 árum ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur hefur sent frá sér skýrslu um stöðu miðborgarinnar. Þar koma fram tillögur félagsins um aðgerðir til að efla þennan borgarhluta, meðal annars, að komið verði á fót viðskipta-, verslunar- og samgöngumiðstöð í Tryggvagötu, stöðu- kort verði tekin upp í stað stöðumæla á hluta bílastæða, fast- eigna-, lóða- og bilastæðagjöld verði endurskoðuð, merking sögu- legra minja verði bætt og þjónusta við ferðafólk aukin. Á blaða- mannafundi þar sem skýrslan var kynnt kom fram að á síðustu 6 árum hafi starfandi fólki í miðborginni fækkað um 1.500, eða í 3.800 manns, og verulegur samdráttur hafi orðið í verslun og þjón- ustu þar. Þróunarfélagið setur í skýrsl- unni fram ellefu tillögur til upp: byggingar miðborgarinnar. í fyrsta lagi er lagt til að stofnaður verði þróunar- og framkvæmda- sjóður til að flýta framkvæmd skip- ulags miðborgarinnar með því að standa fyrir byggingu húsa til sölu eða leigu um skamman tíma. í öðru lagi að húseignirnar Tryggva- gata 13, Tryggvagata 17 (Hafnar- húsið), Tryggvagata 19 (Tollstöð) og Tryggvagata 21 (væntanleg samgöngumiðstöð) verði tengdar saman og glerbygging byggð yfir hluta þeirra. Þar verði viðskipta-, verslunar og samgöngumiðstöð. Þá er í þriðja lagi lagt til, að tekin verði upp stöðukort (klukku- kort) í stað stöðumæla á 240 bíla- stæðum. í fjórða lagi er lögð áhersla á að endurskoða fasteigna- mat og þá sérstaklega lóðamat í miðborginni í þeim tilgangi að end-. urskoða fasteigna- og lóðagjöld. Sagt er að auka þurfí aðdráttarafl miðbæjarins, til dæmis með stofn- un upplýsinga- og menningarmið- stöðvar við Borgartorg, kvik- myndahúsi í Grófinni, sædýrasafni og skipasafni í og við Reykjavíkur- höfn og landnámsbæ við Aðal- stræti. Varpað er fram hugmyndum um byggingu skrifstofuhúss sunnan Faxaskála, til dæmis fyrir sjáv- arútveginn, stækkun Hótel Borg- ar, umbætur í merkingu gamalla hús og sögulegra minja, aukningu götuskreytinga og aukna þjónustu við ferðafólk, til dæmis með því að hafa verslanir opnar á laugar- dögum að sumarlagi. Að lokum er lagt til í skýrslu Þróunarfélagsins, að gerð verði framkvæmdaáætlun til fímm ára þar sem tímasettar verði fram- kvæmdir við opinberar byggingar á svæðinu, upphitun gatnakerfis- ins, opnun göngustíga og svæða, umferðarmannvirki og gatnagerð, bifreiðastæði og bílageymsluhús, gróðursetningu ttjáa, minjavernd og aðrar framkvæmdir. VEÐURHORFUR í DAG, 30. ÁGÚST YFIRLIT: Norður af Jan Mayen er 985 mb lægð á hreyfingu norð- austur. Frá henni teygist lægðardrag í suðsuðvestur. Á sunpan- verðu Grænlandshafi er önnur lægð, 994 mb djúp, sem stefnir á ísland. SPÁ: Úrkomusvæði verður yfir landinu norðanverðu snemma morg- uns á leið norður. í kjölfar þess léttir til norðanlands og austan, en sunnaniands og vestan verða að öllum líkindum skúrir. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en líklega verður lengst af þurrt norðaustan- lands. Fremur hlýtt í veðri, einkum norðanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestlæg átt og vætusamt sunnan- lands og vestan, en þurrt og víða léttskýjað norðanlands og aust- an. Kólnandi veður. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. Q V; x Norðan, 4 vindstig: ■j 0 Hitastig: ' Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar ý Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning — Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’ , ’ Súld f * f * Slydda OO Mistur Skýjað r * / * * * —Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * [7 Þrumuveður I/EÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 14 alskýjað Helsinki 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Narssarssuaq 9 rigning Nuuk 7 alskýjað Ósló 21 skýjað Stokkhólmur 18 léttskýjað Þórshöfn 14 léttskýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Barcelona 28 mistur Berlín 15 rigning Chlcago 23 mistur Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 22 léttskýjað Glasgow 21 mlstur Hamborg 19 léttskýjað London 22 léttskýjað Los Angeles 17 iéttskýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Madríd 30 mistur Malaga 29 skýjað Mallorca 33 heiðskfrt Montreal 19 léttskýjað NewYork 26 mistur Orlando 41 skýjað París vantar Madeira vantar Róm vantar Vín 20 skýjað Washington 25 mlstur Winnipeg 19 léttskýjað Morgunblaðið/Arni Sæberg Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Þróunarfélags Reykjavíkur, og framkvæmdastjóri félagsins, Pétur Sveinbjarnarson, kynntu í gær tillögur félagsins um uppbyggingu í miðborginni. Apótekarafélag dreifbýlisins: Vandinn snýst ekki lengnr um hvort apó- tekarar fara á hausinn - segir Jón Þórðarson á Patreksfirði „MÉR FINNST ekki lengur að vandi apótekanna í dreifbýlinu snúist um það hvort einhverjir tíu apótekarar á landsbyggðinni fara á haus- inn eða ekki,“ segir Jón Þórðarson apótekari í Patreksapóteki. „Þetta er spurning um það hvort á að svipta fólk í dreifðum byggðum því öryggi sem það hefur búið við í lyfjadreifingu. Ég álít að sveitarstjórn- armenn eigi að huga að þessum málum og gera það upp við sig hvort þeir eru sáttir við að missa sitt apótek úr byggðinni. Áð mínu mati er það stórmál fyrir lítil sveitarfélög að sjá á bak fólki með lyfjafræði- menntun, enda sjá apótekarar iðulega um margvíslega aðra þjónustu en beina lyfjasölu." Jón er félagi í Apótekarafélagi dreifbýlisins, sem á laugardaginn- heldur árlegan fund sinn á Höfn í Hornafírði. Á fundinum verður rætt um rekstur lyfjabúða og lyfjaforða, en með lyfjaforða er átt við útibú apótekanna á landsbyggðinni. Þau eru fjölmörg og rekin á ábyrgð og undir eftirliti apótekaranna, þó að þeir séu fjarri sjálfri afhendingu ly- fjanna. Auk umræðunnar um reksturinn mun Jón Björnsson,' formaður Apót- ekarafélags Islands, fjalla um nýja reglugerð um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði. Áhrif regl- ugerðarinnar á rekstur minni apó- teka verða síðan rædd á fundinum. Þjónustusvæði apóteksins á Pat- reksfirði nær frá Barðaströnd í suðri að Þingeyri í norðri. Að sögn Jóns Þórðarsonar búa í kringum 2.500 manns á þessu svæði en hann kveðst telja að 5.000 manns þurfi til þess að apótek standi sæmilega undir sér. „Ég er að meira en hálfu leyti bara venjulegur kaupmaður," segir Jón. „Lyfjasalan nemur ekki nema liðlega 40 prósentum af heildarveltu apó- teksins." Eins og aðrir apótekarar er Jón með snyrti- og hreinlætisvörur á boðstólum en hann selur fjölmarg- ar vörur auk þeirra, meðal annars skotfæri. Apótekarinn á Höfn í Hornafirði heitir Jón R. Sveinsson. Að sögn hans eru félagar í Apótekarafélagi dreifbýlisins liðlega tuttugu. Apót- ekið á Höfn er með útibú á Djúpa- vogi og Breiðdalsvík. Jón R. Sveins- son segir að á svæðinu búi í kringum 3.000 manns og telur hann að það nægi til að standa undir rekstri apó- teks, þar sem ekki þurfi að ráðast í framkvæmdir eða aðrar fjárfesting- ar. Þijú þúsund manns séu hins veg- ar tæplega nægur fjöldi til þess að heija rekstur apóteks við núverandi skilyrði á lyfíamarkaðnum. Jón Þórðarson á Patreksfirði segir að á fundinum á Höfn verði í tengsl- um við umræðuna um lyfjaforða rætt hvernig lyfsalar geti yfirtekið þá lyfjasölu sem læknar í dreifbýlinu hafa annast til þéssa. „Okkur finnst það ekki standast siðferðilega að læknir sem er að lækna sjúkling selji honum jafnframt lyf, sem Trygging- astofnun borgar," segir Jón. Hann tekur það fram að hann sé ekki með þessu að bera það á lækna að þeir stundi svindl, en segir að sér finnist þetta ekki eðlilegur verslunarmáti. „Lyfjafræðingar eru stétt sem er menntuð til þess að dreifa lyfjum og afhenda þau,“ segir Jón. „Við berum ábyrgð á því að þau lyf sem við af- greiðum séu í réttu horfí og teljum okkur manna hæfasta til þess, rétt eins og við teljum lækna hæfasta til þess að stunda lækningar." Iceland Seafood: Hef ekki áhyggjur af ágreiningnum - segir Magnús Friðgeirsson STJÓRN dótturfyrirtækis íslenskra sjávarafurða, Iceland Seafood Corporation, hefur leitað eftir svörum frá framkvæmdastjóra þess um ýmislegt sem lýtur að rekstri fyrirtækisins og afkomu þess. Magnús Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri Iceland Seafood í Bandaríkjun- um kveðst hafa svarað öllum fyrir- spurnum frá stjóm fyrirtækisins og lagt fram gögn frá endurskoðendum sem staðfesti að allt sé með fellu með rekstur Iceland Seafood Corpor- ation. Magnús segir að skýringanna á ágreiningi sínum við forstjóra Sam- bandsins verði að leita til upprunans. „Ég tel mig ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessum ágreiningi, en mér sýnist á lestri fréttar í Morgun- blaðinu í dag, að einhveijir séu á öðru máli. Skýringamar verða að koma frá þeim.“ Morgunblaðið leitaði til Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins og stjórnarformanns Iceland Sea- food. Hann kvaðst ekki vilja segja neitt opinberlega um málið á þessari stundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.