Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAG’UR 30. ÁGÚST T991 37 Minning: Olafur Magnús- son, Sveinsstöðum Fæddur 22. janúar 1915 Dáinn 23. ágúst 1991 Sómamaður fellur frá. Atburður- inn kallar fram í hugann minninga- brot frá iöngu liðnum dögum, þegar ég var barn á Þingeyrum og hrepps- nefndarfundir stóðu fyrir dyrum. Til- hlökkunarefni fyrir barnið að sjá vel búna höfðingja mæta til leiks, til þess að ræða landsins gagn og nauð- synjar og hvernig besti skyldi borgið hreppsfélaginu þeirra. Vindlareykur barst um stofuna. Jón á Hnjúki sá um það. Kaffi og kökur voru að sjálf- sögðu á boðstólum. Þetta voru lang- ir fundir þótti mér og kliðurinn barst um ailt hús. Þarna var sr. Þorsteinn í Steinnesi, Bjarni í Haga, Jón á Hnjúki, pabbi minn og svo Ólafur á Sveinsstöðum, sem var hreppsnefnd- armaður og hreppstjóri í Sveins- staðahreppi. Ólafur var grannvaxinn, bjartur yfirlitum og mjög prúðmannlegur í allri farmkomu. Það var mál manna að hann væri ráðagóður og vel til forystu fallinn, enda skynsamur í besta lagi. Arin liðu, Ólafur var áfram hrepp- stjóri og sinnti auk þess mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir fólkið, rétt eins og forfeður hans höfðu gert mann fram af manni. Hann bjó búi sínu á Sveinsstöðum, en þar hefur hans fólk búið í tæp 150 ár. Ólafur var m.a. um árabil formað- ur sóknarnefndar Þingeyrakirkju. Á þeim vettvangi áttum við samstarf, ég sem ráðgjafí um víðtækar endur- bætur á kirkjunni, hann sem for- svarsmaður safnaðarins, sem guðs- húsið á. Það var engan veginn auðvelt að gera sér grein fyrir hvernig staðið skyldi að verkinu og víða þurfti að leita fanga, því eins og margir vita er Þingeyrakirkja hlaðið steinhús. Slík hús krefjast sérstakrar meðferð- ar, sem engan veginn er einföld eða ódýr. Söfnuðurinn var og er hins vegar fremur fámennur og fé til viðahlds því ekki óþijótandi. Skilningur Ólafs og sóknarnefnd- arinnar allrar á þessu verki og stór- hugur var ómetanlegur fyrir mig. Tilfinning hans fyrir þessari sér- stæðu byggingu bar vott um næmi. Þetta allt tryggði að verkinu var siglt heilu í höfn eftir því sem ijárhagur leyfði. Það er sagt að hæverska og fáguð framkoma hafi einkennt Sveinsstaðafólkið ættlið eftir ættlið. Ólafur bar þau einkenni greinilega með sér. Nú hefur sonur tekið við af föður á Sveinsstöðum. Vona ég að þetta höfðuból megi haldast um ókomna tíð í höndum þessarar merku ættar. Guðrún Jónsdóttir Kveðja frá samvinnufélög- unum í A-Húnavatnssýslu Ólafur Magnússon, bóndi á Sveinsstöðum, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju í dag. Með Olafi er genginn einn þeirra manna sem staðið hafa í framvarðarsveit sam- vinunfélaganna í Austur-Húnavatns- sýslu um árabil. Ólafur sat í stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga frá 1956 til 1972 og var stjómarformað- ur Kaupfélags Húnvetninga frá 1972 til 1981. Hann var því þar í forystu um aldarfjórðungs skeið. Það hefur verið lán þessara félaga að til for- ystu þeirra hafa valist einstaklingar sem hafa trúað á styrk samvinnufé- Anna Guðmundsdótt- ir - Kveðjuorð Fædd 4. ágúst 1908 Dáin 16. júlí 1991 Anna andaðist á Hrafnistu 16. júlí sl. Utför' hennar fór fram frá Fossvogskapellu 26. júlí sl. Anna fæddist í Deild á Stokkseyri. Foreldr- ar hennar voru Þóranna Þorsteins- dóttir og Guðmundur Sigurðsson, síðar kaupmaður í Reykjavík. Börn þeirra Þórönnu og Guðmundar voru Víglundur, fæddur 30. ágúst 1905 en hann lést í janúar 1987, Anna sem hér er kvödd, og Sigríður, fædd 6. desember 1913. Sigríður er nú ein eftirlifandi af fjöskyldúnni í Deild frá þessum árum. Góður kærleikur var með þeim systrum og eftir að Anna fór að Hrafnistu heimsótti Sigríður hana reglulega, og þar voru rifjaðir upp æskudagar og bernskubrek, og var oft gaman á að hlusta, þegar við hittum á þær saman. Þegar Anna var 12 ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Guðmundur faðir henn- ar hóf þá fljótlega verslunarrekstur, og rak verslun, lengst af á Lauga- vegi 70 í Rvík. Anna réðst þá fljót- lega í vist til Guðmundar Thorodd- sens læknis og var þar um skeið. Á því merka heimili hefur hún eflaust lært margt sem kom henni að gagni síðar á lífsleiðinni, síðan lá leiðin í síldar og fiskvinnu, og aðra þá vinnu er til féll á þeim árum. í desember 1927 gekk Anna í hjónaband með Axel Wendel Guðmundssyni bifreið- arstjóra (fæddur 6. nóvember 1900) en hann var einn af frumkvöðlum Vörubílastöðvar Þróttar. Þau eignuð- ust sjö börn, sex syni og eina dótt- ur, sem öll eru á lífi. Þau bjuggu lengst af í Hlíðargerði 20 í Reykjavík. Axel lést fyrir aldur fram 8. júlí 1960. Allt sitt líf helgaði Anna ijölskyldu sinni, hún gaf sig alla, og krafðist einskis. Hún vildi bara að öllum Iiði vel. Anna var mjög trúuð og sagði oft, „við ráðum þessu ekki. Guð ræð- ur“. Hún eignaðist sex tengdadætur og sem ein af þeim kynntist ég henni, og ég þakka nú fyrir það, það var mér mikil hjálp er ég hóf minn bú- skap, að eiga Önnu og Axel að í Hlíðargerði 20 og svo foreldra mína í Hlíðargerði 18, en með foreldrum mínum og mannsins míns var einkar góður vinskapur. Eftir að Axel lést hélt Anna heimili með Guðmundi Valdimar Tómassyni á Laugateig 19, Rvík., eða þar til þau fluttust bæði á Hrafnistu, en þar lést Guðmundur fyrir fáum árum. Anna var allstaðar vel iiðin, erlendar stúlkur sem unnu á Hrafnistu sendu henni póstkort eftir að þær fóru utan og sögðu henni sín áform í lífinu, og þökkuðu henni góð kynni. Ekki talaði Anna erlend tungumál, en samt náði hún sam- bandi við þessar erlendu hjálparhell- ur sínar. Afkomendur Önnu og Ax- els eru nú 49 talsins. Ég þakka henni nú fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni, allar samverustundirnar sem við átt- um saman, og gleymast aldrei. Ég votta öllum sem nú sakna sárt sam- úð mína, og þakka Sigríði systur laganna til atvinnuuppbyggingar héraðsins og hafa lagt metnað sinn í að þau stæðu sem best þar að. Ólafur var þar í fremstu röð. Fyrir störf sín í þágu samvinnufélaganna var hann á sjötugsafmæli sínu í sæmdur gullmerki þeirra og á aðal- fundi Kaupfélags Húnvetninga 1985 var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Ég vil þakka Ólafi fyrir mikið og gifturíkt starf í þágu samvinnufélag- anna. Fjölskyldu hans votta ég samúð. Guðsteinn Einarsson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Með þessum orðum viljum við kveðja afa okkar og þakka fyrir allt sem hann hefur gefið okkur. Minning hans lifir og vísar okkur veginn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (Vald. Briem.) Barnabörnin hennar alla hennar aðstoð fyrr og síðar. Ég kveð nú kæra tengdamóð- ur, í vissu um að hún á nú góða vist í öðrum og betri heimi. Þú í lífsins stóra stríði sterk og trúföst sigur hlaust, verk þín 611 þú vannst með prýði, virðing fékkst og allra traust. Trú og von á lífsins leið leiddu þig í sæld og neyð, uns þú náðir æðsta miði eilífs lífs í drottins friði. Börn þú 511 er barstu á örmum blítt á sælli æskutíð þrungnu tárin þerra af hvörmum þakka heitt, því vonin blíð sefar hann og færir fró, fcgnuð hlaustu og sæla ró dýrðar sumar séð þú hefur svölun það í trega gefur. (Fr. Fr.j Blessuð sé minning tengdamóður minnar Önnu Guðmundsdóttur Ástríður Oddný Gunnarsdóttir Minning: Halldór Sigfússon fyrrv. skattsijóri Aldavinur minn og eftirminnileg- ur yfirmaður og verkstjóri er fallinn. Hann hafði átt gifturíka ævi. Stjórn hans yfir skattstofu Reykjavíkur spannaði yfir á fimmta áratug. Vertíðarstemmning ríkti í íslensku þjóðfélagi þau ár. Okkar leiðir lágu saman frá 1963 fram yfír 1970. Eini vottur krepputíma í minni minnar kynslóðar leið þá hin síðari tvö ár. Halldóri var einkar lagið, að ,gera þau umskipti skiljanleg. Hand- leiðsla hans og reynsla naut sín í þeim viðkvæmu störfum. Fjárhagur framteljandans var fjöreggið. Það hlaut að fá varðveisiu. Stofninn stenst áfallið. Ávöxturinn, afrakst- urinn, skatttekjur Ríkissjóðs yrðu með komandi bata meiri að vöxtum eftir hin mögru ár. Starfið varð leik- ur að einum þræði. Mannþekking, starfsþekking, ráðagæðin og ákvarðanatakan var einlæg. Enginn háreysti fylgdi eða asi. Þögnin gat ríkt í nokkur andartök og lausnin var fullsköpuð af öryggi og festu. Allir voru vissir og atorkan ótrúleg, jafnvel á síðkvöldum eftir síðbúnar reglu- og lagabreytingar, þegar ryðja varð verkefnunum, sem að mestu eru liðin tíð. Halldór bar vel af sér þær ósanngjörnu kröfur, sem nýskipaðir yfirboðarar hans gerðu oft, til starfseminnar. Enn má líta á tískufyrirbrigði undanfarinna ár, sem vonandi verður brátt aflagt. Frá öðrum, en viðlíka reglu- og lagahöf- undum tíðkast að takmarka ákvarð- anavald verkstjóra og forstjórn ríkis- stofnana. Mannþekking Halldórs gat sparað forystu- og stjómmálamönn- um allar slíkar hugleiðingar. Allir þeir, sem ég veit að þekktu Halldór, minnast hans með óbland- inni virðingu. Herbert Marinósson Kveðjuorð: Stefán Harðarson Fæddur 11. ágúst 1965 Dáinn 12. ágúst 1991 Það er margt sem við fáum ekki skilið 1 þessari veröld, og erum við öll fædd til þess eins að velja og hafna alla okkar lífsleið. Svo rennur sá dagur að við hverfum á braut og minningin ein lifir. Mig langar til þess að skrifa nokkrar -línur um æskuvin minn Stebba. Kynni okkar hófust á Háa- leitisbrautinni. Sem börn vorum við þrír mest saman: Stebbi, Arnar ög ég. Það var margt sem við fórum og gerðum saman, en það kom að því að leiðir okkar skildu, en vina- tengslin slitnuðu aldrei. Þó að vinur minn Stebbi lifði aðeins til 26 ára aldurs áorkaði hann miklu á þeim tíma. Stebbi var mikill vinur vina sinna og voru þeir alltaf velkomnir til hans. Var ósjald- an fullt hús af fóíki þar heima við. Stebbi var skemmtilega stríðinn og fylgdi því alltaf einhvers konar glott og hlátur þannig að maður einfaldlega brosti bara, því að Stebbi var uppátækjasamur og datt margt í hug og það skemmtilegasta var að hann framkvæmdi það. Stebbi átti sér drauma og fór hann út til þess að láta einn þeirra rætast. Hann var ekki búinn að vera þar Iengi þegar kallið kom. Ég sendi Ellu, Herði og fjölskyldu innilegustU samúðarkveðjúr og megi Guð gefa þeim styrk í þungum harmi. Kiddi Rafn Kveðjuorð: Sigurjón Sigmundsson Það var fyrir 15 árum, að ég kynntist Sigurjóni afa eins og hann hét í hugum strákanna minna. Mér fannst hann einstaklega myndarlegur maður. Á þeim tíma var hann hættur að vinna við iðn sína, múrverkið. Hann hafði verið hraustmenni mikið og starfssamur eftir því, en kransæða- sjúkdómur olli því að hann mátti breyta um lífsstíl og taka lífinu með öllu meiri ró en áður-. Eftirlifandi kona Sigurjóns er Emilía Biering. Heimili þeirra hefur alltaf verið einstaklega hlýlegt og alltaf gott að koma til þeirra, bæði á Langholtsveg 53 og nú í seinni tíð á Skúlagötu 40. Frá þessum heim- sóknum á. ég ógleymanlegar ininn- ingar. Siguijón var jákvæður maður og félagslyndur og mátti margt af hon- um læra. Hann fylgdist vel með öll- um hlutum og það var sama hvað hann gerði, hvort sem það var að dytta að húsinu, taka ljósmyndir, eða elda mat, — allt var vel gert. Það var svo mikið jafnvægi yfír öllum hlutum hjá þeim hjónunum. Að koma inn úr dyrunum, setjast í eldhúsið, finna hlýjuna streyma, og fá kannski baunasúpuna góðu — mér finnst ég ríkari eftir þessi kynni. Missir okkar allra er mikill. Hann var barngóður og myndin í hugan- um, af honum hlæjandi að leik með smáfólkinu er skýr. Ferðalög voru áhugamál Sigur- jóns. Á árum áður var hver frídagur notaður. Farið í ferðafötin og haldið af stað í Ópelnum. Gaman hefur verið að heyra sögur af uppáhalds tjaldstæðunum, sem notuð voru oft og fleira frá ferðalögunum innan- lands. Á efri árum var ferðast til útlanda og tekinn fjöldi mynda, margar listagóðar. Hér hafa komið fram aðeins örfá minningabrot og kveð ég nú vin með hlýju og þakklæti. Blessuð sé minn- ing hans. Rut Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.