Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 48
— svo vel /ýj; sétryggl u io t* aiviinb lúíi i 1 sjóváSBalmennar . LÉTTÖL FOSTUDAGUR 30. AGUST 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Reykjavík: Fölsuð ökuskírteini -seld á 5 þúsund kr. Hugmyndir um að breyta ökuskírteinum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur beint þeim tilmælum til dómsmálaráðu- neytis að ökuskírteinum landsmanna verði breytt og ný gefin út á sérstakan pappír sem enginn hafi aðgang að nema lögreglustjóra- embættið. Ástæðan er fjöidi fölsunarmála sem upp hafa komið að undan- förnu, en lögreglan telur að hópur framhaldsskólancma standi fyrir því að falsa ökuskírteini og selja þau. Lögreglan lagði hald á fjögur fölsuð ökuskírteini um síðustu helgi. Unglingur gaf sig fram á iög- reglustöðinni um síðustu helgi og greindi frá því að maður sér ókunn- ur hefði boðist til að falsa fyrir sig ökuskírteini með breyttu fæðingar- - Jíri gegn 5 þúsund krónum. í vetur 'Kom upp annað mál er lögreglan hafði hendur í hári manns sem hafði falsað 25 ökuskírteini og seit þau unglingum. Lögreglan hélt síðastliðið sumar námskeið fyrir dyraverði á veit- inga- og skemmtistöðum og var þeim þar meðal annars veitt tilsögn í því að greina fölsuð skírteini frá réttum. I kjölfar þess hafa dyra- verðir í auknum mæli snúið sér til lögreglu með fölsuð skírteini sem heir hafa tekið af fólki sem hefur -íeynt að komast inn á veitingastað- Þverá á Jökuldal: Bleikjudauði vegna súr- efnisskorts STÓR hluti bleikju, sem var í tilraunaeldi í kerjum í Þverá á Jökuldal drapst af völdum súr- —%fnisskorts, þegar rennsli í ánni minnkaði skyndilega aðfarar- nótt síðasta laugardags. Eldið á bleikjunni var liður í til- raunaverkefni, sem Grænlendingar og ýmsir aðilar á Austurlandi standa að. Þórarinn Lárusson á Skriðuklaustri, starfsmaður Bún- aðarsambands Austurlands, var verkefnisstjóri. Hann segir að til- raunin hafi fyrst og fremst fólgist í grisjun bleikju i ofsetnum vötn- um. Eldið í Þverá hafi verið annar liður tilraunarinnar. Seint í vetur voru 11 til 12 þús- und fiskar að meðalþyngd 80 ^tcj'ömm veiddir í gildrur í Þríhyrn- ingsvatni á Jökuldalsheiði og flutt- ir í Þverá til eldis þar. Þórarinn segir að þótt fiskarnir hafi drepist séu niðurstöður tilraunarinnar já- kvæðar, fiskurinn hafí fljótt lært að éta fóðrið sem honum var gefið og dafnað vel af því. Einar Jónsson bóndi á Brú á Jökuldal annaðist eldið á bleikj- unni. Hann segir að nánast engir lækir renni í Þverá eftir þurrkana í sumar. Auk þess sé áin mjög stutt og, á laugardagsnóttina hafi storm- _xer dregið úr rennsli hennar úr Þverárvatni. Að sögn Einars virk- aði ekki viðvörunarkerfi sem átti að gera viðvart ef rennsli í kerin stöðvaðist. Einar segir að enn lifi eitthvað á annað þúsund fiskar hjá sér. Að sögn hans er erfitt að meta tjón þetta, en hann kveðst reiðubúinn "^til að endurtaka tilraun af þessu tagi. ina án þess að hafa náð tilskildum aldri. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns virðast mörg skírteinanna fölsuð með svipuðum hætti og bendi það til þess að sömu aðilar séu að verki í flestum tilvika. Oftar en ekki sé nafn handhafa falsaðs skírteinis rétt sem og kennitala að öðru leyti en því að fæðingarári hafi verið breytt. Lögreglan hefur haft hendur í hári nokkurra falsara og hefur komið í ljós að tilteknir nemendur í framhaldsskólum borg- arinnar hafa verið þar að verki. Ómar Smári sagði að í framhaldi af þessu hefði lögreglan sent dóms- málaráðuneytinu bréf, þar sem bent væri á þetta og lagt til að útliti skírteina verði breytt þannig að óhægara verði um vik að falsa þau. Ómar sagði að þung viðurlög væru við því að falsa skilríki og misnota þau og getur það varðað fangelsisvist. Hann sagði að þessi skírteini sem lögreglan hefði lagt hald á hefði eingöngu átt að nota til að villa á sér heimildir til að komast inn á skemmtistaði. „Þetta eru skilríki sem eru af- skaplega illa úr garði gjörð hvað varðar öryggi. Breyta þarf þeim ökuskírteinum sem nú eru í gildi í kjölfar nýrra umferðarlaga frá 1988, meðal annars vegna sam- ræmingar samkvæmt alþjóðasamn- ingum,“ sagði Hjalti Zóphaníasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Hann sagði að fult þörf væri á því að auka öryggi ökuskír- teina enda væru þau notuð á annan hátt hér á landi en víðast annars staðar, þ.e. til að sanna á sér deili. Morgunblaðið/Sverrir Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar við Laugaveg. Þjófar stálu þaðan skartgripum að andvirði um fjórar milljónir króna. Eitt stærsta innbrot hér á landi: Þjófamir stálu skart- gripum fyrir 4 millj. Aftengdu þjófavarnakerfi og brutu upp tvær hurðir STÓRINNBROT var framið í skartgripaverslun Jóns Sigmundsson- ar á Laugavegi 5 í fyrrinótt eða gærmorgun og skartgripum fyrir tæpar fjórar milljónir króna stolið. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fer með rannsókn málsins, er þetta eitt af stærstu innbrotum sem framin hafa verið hérlendis. Starfsmenn skartgripaverslun- arinnar urðu varir við að brotist hafði verið inn í verslunina er þeir komu til vinnu í gærmorgun. Brotnar höfðu verið upp tvær hurð- ir á bakhlið hússins og skartgripum úr sýningarglugga sem snýr út að Laugavegi stolið. Auk þess var stolið skartgripum úr sýningarkassa inni í versluninni. Utsöluverð skartgripanna er alls tæpar fjórar milljónir króna. Eng- ar skemmdir voru unnar að und- anskildum skemmdum á hurðun- Símon Ragnarsson gullsmiður og eigandi verslunarinnar sagði að mörgum trúlofunarhringjum hefði verið stolið, auk demants- hringja og annarra skartgripa. Dýrasti munurinn var demants- hringur að verðmæti 250 þúsund krónur. Símon sagði að þjófavarnakerfi hefði verið tekið úr sambandi og tvær hurðir brotnar upp á bakhlið hússins. „Þeir komust út í glugga hjá mér og það voru aðallega skartgripir sem þar voru sem var stolið. Uppistaðan af lager mínum er læst inni í öflugum peningaskáp sem ekki var hróflað við. Þú skalt ekki spyija mig hvort hér hafi fag- menn verið að verki, en ætli þeir séu ekki með nógu öflug verkfæri - ef þeir hefðu ekki farið í gegnum dyrnar hefðu þeir kannski farið í gegnum gaflinn," sagði Símon. Hann kvaðst eiga mjög bágt með að trúa því að þjófarnir geti komið skartgripunum í verð hér- lendis. „Það hefur ákveðin hefð skapast á milli okkar kolleganna um að vera á varðbergi, sérstak- lega þegar fréttist af svona inn- broti. Það langar engan í slíka muni og allir vilja að upp komist um þetta,“ sagði Símon. Námserfiðleikar seinþroska og tilfinningalega skaddaðra barna: Tvær nýjar sérkennsludeild við skóla í Reykjavík í haust TT • 3 x i * • • j n i^| i »| i • x X7* || | >| , - , Unnið að undirbúningi stofnunar slíkrar deildar við Fellaskóla NÝJAR sérkennslu- eða dagdeildir munu taka til starfa við Mela- skóla og Öiduselsskóla nú í haust og unnið er að undirbúningi stofn- unar slíkrar deildar við Fellaskóla. Gert er ráð fyrir að í upphafi muni 6 börn verða í hverri deild, en þar er um að ræða börn sem talin eru þurfa meiri aðstoð og umönnun en hægt er að veita í al- mennum bekkjardeildum. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, seg- ir að þarna sé um að ræða börn sem séu seinþroska eða misþroska og hins vegar börn sem séu taugaveikluð eða á einhvern hátt tilfinn- ingalega sködduð. Hún segir að svo virðist sem þörfin fyrir deildir af þessu tagi hafi aukist en einnig hafi skilningur á vandamálum af þessu tagi vaxið. Áslaug Brynjólfsdóttir segir að nú séu þegar tilbúnar dagdeildir í Melaskóla og Ölduselsskóla fyrir börn, sem þurfi mikla aðstoð og talið sé að geti ekki verið í almenn- um bekkjardeildum. Þarna sé um að ræða börn úr yngstu bekkjunum, sem til dæmis séu seinþroska eða misþroska. Deildin í Melaskóla sé einnig hugsuð fyrir börn úr Vestur- bæjarskóla og Grandaskóla og deildin í Ölduselsskóla eigi að þjóna skólunum í Breiðholti. Áslaug segir að þessu til viðbótar séu uppi áform um stofnun sér- stakrar dagdeildar við Fellaskóla. Hún sé einkum hugsuð fyrir börn sem eigi erfitt með að aðlagast skólakerfinu þar sem þau séu taugaveikluð eða á einhvern hátt sködduð tilfinningalega. Ekki hafi verið búist við að til stofnunar þess- arar deildar þyrfti að koma, en þegar ljóst hefði orðið að í skólanum var óvenju mikið um börn með vandamál af þessu tagi, hafi skóla- málaráð Reykjavíkur samþykkt stofnun hennar. Áslaug segir að til að byija með sé gert ráð fyrir að 6 börn verði í hverri deild, en búast megi við að síðar verði þau 6 til 8. Þar verði aðallega böm úr 6 til 9 ára bekk og stefnan sé sú, að reyna með tím- anum að koma þeim út í almennar bekkjardeildir. Að sögn Áslaugar virðist sem þörfin fyrir dagdeildir af þessu tagi hafi aukist en einnig hafí aukist skilningur á þvi að betra sé að reyna að hjálpa til sjálfshjálpar þeim börn- um, sem eigi við vandamál að stríða, heldur en að loka þau inni á stofn- unum. Mikilvægt sé að sinna þeim fljótt, þannig að síður komi. upp vandamál þegar þau eldist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.